Morgunblaðið - 30.10.1980, Page 47

Morgunblaðið - 30.10.1980, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1980 47 Skúli reynir við heimsmet Norðurlandamót unglinKa í lyftiniíum verður haldið í fyrsta skipti hér á landi um næstu hel>ji. Nánar verður frá því greint í Lyftinga- menn i lyfjapróf LYFJAPRÓF verða haldin í fyrsta skiptið hérlendis um næstu heifji. er Norðurlandamót unKlinxa fer fram í Lauuardals- höllinni. Slikt hefur aldrei farið fram á iþróttamótum hérlendis áður, en er viðtekin venja á meiri háttar mótum erlendis. Fimm keppendur frá hverri þjóð munu spræna í krukkur, sem verða síðan innsiglaðar og sendar til Svíþjóðar til úrvinnslu. Alls verða því tekin 25 þvagsýni. Þetta mun þó vera mjög kostnaðarsamt fyrir ISÍ og mál manna að um dýrt þvag sé að ræða. • íþróttamaður Reykjavikur Steinunn Sæmundsdóttir með hinn veglega bikar sem Austurbakki gaf. Steinunn Sæmundsdóttir margfaldur íslandsmeistari STEINUNN Sa'mundsdóttir var í fyrrakvöld valinn íþróttamaður Reykjavíkur. Það er stjórn íþróttabandalags Reykjavíkur sem stendur fyrir kjöri þessu. Þetta er i annað sinn sem kosinn er iþróttamaður Reykjavíkur 1 fyrra var Guðmundur Sigurðsson lyftingamaður í Ármanni fyrir valinu. Verðlaunaafhendingin fór fram í Höfða. En þar fór fram boð á vegum borgarstjórnar Reykjavíkur fyrir tvö Reykjavíkurfélög í knattspyrnu. Lið Vals er varð Islandsmeistari í knattspyrnu og lið Fram er sigraði í hikarkeppni KSÍ. Sigurjón Pétursson forseti borgarstjórnar bauð gesti velkomna með stuttu ávarpi og lýsti ánægju sinni og borgarstjórnar með þann góða árangur sem Fram og Vaíur hefðu náð i knattspyrnumótum sumarsins. Því næst tók til máls Úlíar Þórðarson formaður ÍBR og lýsti hann kjöri iþróttamanns Reykjavíkur. Er mjög vel til fundið að heiðra þau íþróttafélög í horginni sem skara framúr hverju sinni það virkar sem hvatning á það mikla og óeigingjarna starf sem unnið er af hinum fjölmörgu sjálfboðaliðum i frjálsu iþróttastarfi. Steinunn Sæmundsdóttir hlaut veglegan bikar sem Austurbakki færði íþróttabandalaginu í þessu skyni á 35 ára afmæli þess. Var þá ákveðið að taka upp þennan sið og áskilið, að uppfylla yrði þau skilyrði við val á íþrótta- manni Reykjavíkur, að hann hefði keppt fyrir félag í Reykjavík sl. 5 ár og einnig, að hann hefði verið búsettur í Reykjavík sl. 5 ár. Jafnframt hét Austurbakki hf. því, að með veitingu bikarsins fylgdi nokkur peningagjöf til þess sérráðs, sem íþróttamaðurinn heyrði undir. Þá var einnig gert ráð fyrir því, að afhending bikars- ins færi fram ár hvert á afmælis- degi bandalagsins, sem er 31. ágúst. Steinunn Sæmundsdóttir er vel að nafngiftinni íþróttamaður Reykjavíkur komin. Hún hefur um langt árabil lagt mikinn dugnað í iðkun íþrótta sinna. Hér er rakinn í stórum dráttum íþróttaferill hennar. Steinunn hóf skíðaferil sinn fyrir 11 árum þá 9 ára gömul. Hún tók þátt í fyrstu skíðakeppni sinni tveimur árum síðar og varð í fyrsta sæti. Síðan hefur hún unnið til 154. verðlauna í skíðakeppnum, þaraf 138 1. verðlauna. íslandsmeistari í stórsvigi kvenna varð Steinunn fyrst fyrir 5 árum, þá 15 ára gömul og hefur haldið þeim titli óslitið síðan. Islandsmeistari kvenna í svigi hefur hún verið sl. 3 ár og íslandsmeistari í alpatvíkeppni kvenna hefur hún orðið 4 sinnum. íslandsmeistaratitilinn í flokka- svigi kvenna hefur hún unnið tvisvar sinnum, ásamt stöllum sínum frá Reykjavík. Bikarmeist- ari kvenna á skíðum hefur hún orðið 3 sinnum. í ár varð Steinunn Reykjavík- urmeistari kvenna í svigi, stór- svigi og alpatvíkeppni. Steinunn hefur tekið þátt í fjölmörgum alþjóðlegum skíða- mótum og oft komist í fremstu röð. I fyrra vann hún mót í Les Arks í Frakklandi og lék sama leikinn aftur í ár á sama stað. SI. vetur varð hún einnig 4. í svigi í St. Gree í Italíu og 4. í svigi í Innanstadt í Þýskalandi. Steinunn var valin í lið Islands, sem tók þátt í Vetrarólympíuleik- unum í Innsbruck í Austurríki 1976, þá 15 ára gömul og yngst keppenda. Hún náði þá þeim frábæra árangri að verða 16. í svigi. Hún var enn í liði Islands á Vetrarólympíuleikunum í Lake Placid í Bandaríkjunum sl. vetur og náði þar 29. sæti í stórsvigi, sem einnig var mjög góður árang- ur. Síðastliðin tvö sumur hefur Steinunn einnig gefið sig nokkuð Morgunblaðinu á næstu dögum. En þegar hlé verður gert fyrri dag keppninnar mun fara fram merkilegt atriði. Skúli óskarsson kraftlyftingamaður mun þá reyna að setja heimsmet í rétt- stöðulyftu. Rikjandi heimsmet í greininni er 315 kíló og hefur Skúli verið að rifa upp 310 kiló á æfingum að undanförnu. Er það mál þeirra sem til þekkja. að Skúli geti hæglega sett heimsmet, ef einhver stemmning næst meðal áhorfenda ... n t nan •jf' i l Lyfllngar Skúli Óskarsson að golfíþróttinni og náð þar at- hyglisverðum árangri. í sumar vann hún til 9 verðlauna í golfi, þaraf 7 1. verðlauna. Á Golfmóti íslands í fyrra varð hún stúlknameistari og vann þann titil aftur í ár. Hún varð einnig Reykjavíkurmeistari kvenna í golfi 1980. Á þessari stundu er Steinunn því handhafi 4. íslandsmeistara- titla kvenna á skíðum, eins ís- landsmeistaratitils stúlkna í golfi, 3. Reykjavíkurmeistaratitla kvenna á skíðum og Reykjavík- urmeistaratitils kvenna í golfi, auk þess að vera Bikarmeistari kvenna á skíðum. íþróttablaðið veitti Steinunni sæmdarheitið Skíðamaður ársins tvö ár í röð 1978 og 1979, og í ár valdi Morgunblaðið hana skíða- mann ársins. Er Steinunn hafði veitt verð- launum sínum viðtöku var hrópað ferfalt húrra fyrir henni. Því næst afhenti Árni Þór Árnason sölu- stjóri Austurbakka Einari Þor- geirssyni krónur eitt hundrað þús- und til eflingar skíðaíþróttinni. — ÞR. Tekst IS aö sigra ÍR? EINN leikur fer fram í úrvals- deildinni i körfubolta i kvöld. ÍS mætir ÍR i iþróttahúsi kennara- skólans og hefst leikur liðanna kl. 20.00. Má búast við spennandi leik á milli liðanna þar sem hvert stig er mjög dýrmætt. ÍR-ingar verða án efa erfiðir viðfangs þar sem þeir urðu að sjá á eftir báðum stigunum i síðasta leik sinum gegn KR. herraföt eru framleidd úr hinum heimsþekktu efnum frá DORMEUJL Hönnun Colin Porter. KörluKnaltlelkur Simi fra skiptiborði 85055. Austurstræti 22

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.