Morgunblaðið - 07.12.1980, Side 10

Morgunblaðið - 07.12.1980, Side 10
74 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1980 Hvað vilt þú gera í efnahagsmálum Agúst Einarsson: Afnema gildandi vísitölukerfi Varð'andi framangreinda spurn- ingu, þá held ég, að hver sem fengi alræðisvald í efnahagsmálum þjóðarinnar hlyti að leggja mesta áherzlu á það í upphafi, að leysa verðbólguvandann. Á undanförnum árum hefur barátta stjórnvalda gegn verð- bólgunni einkennst af skammtíma og oft á tíðum gagnslitlum úr- lausnum, sem eingöngu hafa dreg- ið á langinn þann þjóðfélags- vanda, sem verðbólgan hefur skapað. Mér er ljóst, að meðan verðbólg- an fer svo fram sem verið hefur, og enn horfir, að aðlögun gengis og vaxtakjara nauðsynlegur þátt- ur í varnaraðgerðum til skamm- tíma stuðnings atvinnuvegunum, innlendum sparnaði og fjár- magnsmyndun í þjóðfélaginu. Þessum aðgerðum hefur verið beitt á undanförnum árum, þó án nokkurs varanlegs árangurs, þar sem ekki hefur verið ráðist að rótum vandans nema að litlu leyti. En hver er nú raunverulega ástæða þessarar öru verðbólgu hér á landi, ekki er verðbólgan í okkar helstu viðskiptalöndum nema brot af því sem hér hefur viðgengizt mestan hluta þessa áratugar, svo ekki er ástæðunnar að leita þar. Mín skoðun er sú, að ástæðunn- ar sé fyrst og fremst að leita í því kerfi verðlagsuppbóta á laun, sem hér hefur viðgengizt um langan aldur. Af framansögðu leiðir, að hefði ég alræðisvald það í efnahagsmál- um þjóðarinnar, sem í spurningu blaðsins felst, og þá einnig óskor- uð völ3 til að koma ákvörðunum mínum í verk, þá yrði það mitt fyrsta verkefni að afnema að öllu leyti framangreint vísitölukerfi. Það hlýtur hverjum manni að vera ljóst, að reynslan sýnir svo ekki verður um villzt, að gildandi vísitölukerfi hefur á engan hátt megnað að viðhalda kaupmætti launatekna, heldur einvörðungu magnað upp hraða verðbólgunnar, enda segir sig sjálft, að það er ekki hægt að lögfesta lífskjörin í land- inu. Það er staðreynd, að atvinnu- vegir þjóðarinnar og þá helzt útflutningsatvinnuvegirnir, hafa nú um langan tíma verið reknir án nokkurra möguleika á eiginfjár- myndun. Afleiðingin hefur orðið sú, að möguleikar þeirra til að taka á sig sveiflur í afla og á sölu- og aðfangamörkuðum eru engir. Það er nauðsynlegt að mínu mati að koma á eðliiegum rekstr- argrundvelli þeirra fyrirtækja, sem eru undirstaða efnahagslífs- ins og sem halda uppi lífskjörum hér á landi, en draga úr starfsemi þeirra, sem eru dragbítar á kjörin. Til þess að ná þessu markmiði, er hugsanlegt og raunar óhjá- kvæmilegt að færa þurfi nokkrar fórnir. Öllum ætti að vera ljóst, að þegar til lengri tíma lítur, er nauðsynlegt að skapa skilyrði fyrir heilbrigðan rekstur einka- fyrirtækja, en snúa frá óarðbær- um rekstri opinberra og hálfopin- berra fyrirtækja, sem draga til sín fjármagnið án tillits til arðsemi og minnka verulega samneyzluna í þjóðfélaginu og með því auka sjálfsákvörðunarvald einstakl- ingsins yfir aflatekjum sínum. Þau atriði, sem hér hafa verið upp talin, þ.e. baráttan gegn verðbólgunni, efling atvinnuveg- anna og samdráttur hins opin- bera, eru að mínu viti nauðsynleg sem þáttur í aðgerðum til þess að bæta lífskjör almennings í land- inu í framtíðinni. , Bjarni Bragi Jónsson Lögfesta niöurtaln- ingarferil verðlags Að sjálfsögðu yrði ég að beita valdinu með hliðsjón af því að sleppa síðar frá því með sæmilega heilt skinn, og að lýðræðislegir stjórnarhættir gætu tekið við og þróazt áfram. Þannig mundi ég miða að þeirri afstöðu, sem ábyrg, lýðræðisleg stjórnvöld mundu taka, hefðu þau styrk til að hafna hagsmunapoti og vísa væluskjóð- um á bug. Verðbólguvandinn mundi hafa algeran forgang þetta eina ár, sem Ágúst Einarsson það tæki með svo sterkt vald að baki að kveða vágestinn niður. En þá þyrftu að taka við varanlegri hagstjórnaraðgerðir, sem m.a. fyrirbyggðu afturgöngu verðbólg- unnar. Eg mundi sýna allri alþýðu fram á, að verðbólgan mundi á næstu mánuðum, og að fullu innan árs, éta upp þá kjarabót, sem almenningur hyggst nú gæða sér á, fái hún að fara sínu fram að venju. Sömuleiðis mundi ég sýna atvinnuvegunum fram á, að þeim væri skammgóður vermir að fá kostnaðarhækkanir ríflega bætt- ar, ef það leiddi skjótt til frekari hækkana launa, gengis og þar með alls kostnaðar. Með þessu mundi samskiptum þjóðfélagsaðilanna snúið frá því að stara stöðugt aftur í fortíðina, frá „hringrás hefndanna", til viðhorfs jákvæðra úrlausna í framtíðinni. Athafna- og viðskiptalíf ætti sjálft að sýna í verki, að árangurinn yrði hag- stæðari en verða mundi sjálfkrafa niðurstaða af verðbólguhringrás- inni. Jafnvel einráðum valdhafa lið- ist varla að lækka neitt. Þess vegna verður að ætla nokkurt svigrúm og tíma til þess að skrúfa verðbólguna niður með gagn- kvæmum tilslökunum á víxl. Raunveruleg útkoma af niður- færslunni mundi í fyrsta lagi ráðast af þeim kaupmáttarferli, sem áætlaður er miðað við venju- lega verðlagsaðlögun og vísitölu- bætur. Sú rýrnun kaupmáttar frá núgildandi óskhyggjumarki má teljast staðreynd, þótt enn sé ekki komin fram. Að því er snýr að atvinnuvegunum verður annars vegar að hafa hliðsjón af því, að þeir hafa gengizt undir harða kosti kjarasamninga og verða með tilliti til ábyrgðar í framtíðinni að standa af fremsta megni við gerða samninga án eftirkaupa. Verður því að ætlast til, að þeir færi nokkrar tímabundnar fórnir í niðurtalningarferlinum, umfram það sem venjuleg undanlátsemi í verðbólguátt mundi færa þeim. Á hinn bóginn eru atvinnuvegirnir að lenda í hreinni úlfakreppu endurtekinna kostnaðarhækkana, og viðskiptahallinn er orðinn uggvænlegur, um 3,6% af þjóðar- framleiðslu. Verði á atvinnuveg- ina reynt til þrautar, munu þeir þar með keyrðir í þrot, svo að atvinnubrestur og aukinn við- skiptahalli yrði sennilegri niður- staða en viðhald raunverulegs kaupmáttar. Þannig mundi ég lögfesta fyrir- fram niðurtalningarferil verðlags, verðbóta á laun, gengis, fiskverðs og búvara, með það meginsjón- armið fyrir augum, að tímabundn- um aðlögunarbyrðum verði sem jafnast skipt, spenna óuppfylltra óska verði sem jöfnust um kerfið. Bjarni Bragi Jónsson Á heildina litið verða byrðarnar þó engar aðrar en þær, að þjóðin neitar sér um að éta upp fjármagn sitt og skulda meira í útlöndum. Nægilega mikið er vitað um vog mismunandi þjóðhagsstærða til þess að skipuleggja bindandi niðurtalningu, komi ekki fyrir óvænt áföll. Það útheimtir eigi að síður vandasama útfærslu mark- miða í smáatriðum verðlagsheim- ilda. Þá verður ríkissjóður að vera við því búinn að greiða niður minniháttar mismun af völdum óvissu og eftirdráttar. Lánakerfi þjóðarinnar þarf að hafa til að bera styrk til þess að hjálpa til að fleyta atvinnuvegunum og í sum- um tilvikum einnig heimilunum yfir erfiðasta hjallann. Þetta síðastgreinda skilyrði hef- ur í för með sér, að ekki má láta glepjast til að veikja fjármagns- kerfi þjóðarinnar með meiri verð- bólgueftirgjöf fjármagns en þegar á sér stað. Vextirnir hafa ætíð tekið þátt í niðurtalningunni fyrirfram, án þess að annað hafi fylgt eftir. Eigi að síður mundi ég framlengja aðlögunartímann að fullri verðtryggingu fjármagns til jafnlengdar umræddum árs niður- talningarferli og láta hann halda fyrirfram áformuðu raungildi. Þar með mundu vextirnir laga sig jafnharðan að árangri niðurtaln- ingarinnar. Ég mundi tafarlaust leggja fyrir verðlagsyfirvöld að reikna aðeins með raunvöxtum eða grunnvöxtum í verðlagningu, en láta raunvextina ná til metins eigin fjár, eftir því sem svigrúm reynist til, og fortakslaust að heimila uppfærslu eldri birgða til nýs verðs. Sömu meginreglu mundi ég láta ná til allrar skatt- meðferðar, en ekki fóðra brask með almennum heimildum til vaxtafrádráttar. Þess í stað yrði til athugunar að veita hóflegan stuðning til byggingar fyrstu íbúðar hverrar fjölskyldu. Með framangreindum niður- færsluaðgerðum tel ég, að megi hemja verðbólguna innan við 40% yfir heilt ár héðan í frá, og yrði hraði hennar í lok næsta árs þá nálægt 30%. Yrði viðspyrnan þá ólíkt hagstæðari til framhaldsað- gerða og frambúðarskipulags. Væntanlega yrði einveldi mitt þá á þrotum, en hvað ég vildi gera í framhaldi af þessu er efni í heila bók. Brynjólfur Bjarnason: Æskilegar aögeröir Ef mér yrði afhent alræðisvald yrði mitt fyrsta verk að leysa mig Brynjólfur Bjarnason frá störfum. Hins vegar til þess að svara spurningunni hlýt ég að taka mið af sannfæringu minni og svara til um hvað ég teldi æskilegt að gera. í flestum tilfellum, þegar hag- fræðingar eru spurðir þvílíkra spurninga, er spyrjandinn að leita að einhverri „patentlausn". Slík lausn er ekki til í hagfræðinni frekar en í mörgum öðrum grein- um, svo margþætt og flókin er samsetning efnahagskerfisins. í örfáum orðum teldi ég eftir- farandi aðgerðir æskilegar: Alger verð- og launastöðvun í 6 mánuði ásamt með stöðvun geng- issigs, í þeim tilgangi að ná jafnvægi í verðlagsmálum. Þannig gæfist tími til að framkvæma veigamiklar breytingar á efna- hagskerfinu. Að þeim tíma loknum yrði gengið gefið frjálst, sem mundi leiða til lækkunar á gengi, en þá yrðu aðflutningsgjöld samræmd og síðan lækkuð þannig, að í heild hækkaði ekki verðlag á innfluttum vörum. Tekjumissir ríkisins af lækkun aðflutningsgjalda yrði bættur með sölu veiðileyfa. Samkeppnisaðstaða milli at- vinnugreina og félagaforma yrði jöfnuð. Lækka ríkisútgjöld og leggja af tvöfalt hlutverk lífeyrissjóða og almannatrygginga með upptþku gegnumstreymis-lífeyrissjóð. Tekjuskattur einstaklinga yrði grundvallaður á einni skattpró- sentu og einum frádráttarlið frá skatti, sem miðaðist við fjöl- skyldustærð og kæmi til útborg- unar, þegar hann er hærri en reiknaður skattur (neikvæður tekjuskattur). Taka upp virðisaukaskatt í stað söluskatts og koma á staðgreiðslu- kerfi skatta. Þannig er svar mitt á % vélrit- aðri síðu. Hver var að tala um „patentlausnir"? Guömundur Magnússon: Hraðvirk lyf Einræði er ógeðfellt og því yrði það mitt fyrsta verk að segja af mér. Síðan berðist ég fyrir heil- brigðara efnahagslífi. Tilefnið er kjörið, þar sem myntbreytingin er. Gef ég mér, að höfuðvandamál okkar sé skaðlegar afleiðingar vaxandi verðbólgu, handahófs- kennd áhrif hennar á lífskjör, hvatning til eyðslu og stundar- fróunar í stað fyrirhyggju og langtímasjónarmiða. Hver telur sig vera að græða á öðrum þegar þjóðin er að tapa (framleiðslu- verðmætum)? Guðmundur Magnússon Glænýjar niðurstöður Þjóð- hagsstofnunar sýna, að í 70% verðbólgu stefnir á næsta ári samhliða minnkandi kaupmætti launa. En hvað er til úrbóta? Þar sem stutt er í myntbreytinguna og gengisbreyting yfirvofandi, þurfa hraðvirk lyf að koma til. Ég tel afar líklegt, að þau ráð sem hér verða gefin, dygðu til að ná verðbólgunni niður á svipað stig og í nágrannalöndunum á skömmum tíma án meiri lífs- kjaraskerðingar en hvort eð er yrði með 70—100% verðbólgu: 1. Allar vísitölubindingar verði afnumdar, bæði á launamark- aði og peningamarkaði. (Þetta var gert í Finnlandi á sínum tíma með góðum árangri.) 2. Nauðsynleg gengisaðlögun eigi sér stað til leiðréttingar á því misræmi sem myndast hefur milli innlends og erlends framleiðslukostnaðar. Síðan verði gengisskráning miðuð við að innlend tilefni verði ekki til að lækka verðgildi krónunnar. 3. Þeim lægstlaunuðu verði bætt tekjuskerðing vegna aðlögun- arinnar eftir föngum. 4. Allar kjaradeilur verði settar í kjaradóm. 5. Ákvarðanir um vexti og önnur kjör fjárskuldbindinga verði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.