Morgunblaðið - 07.12.1980, Page 15

Morgunblaðið - 07.12.1980, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1980 Áttræðisafmæli: Hartwig Toft fv. kaupmaður Á morgun, mánudaginn 8. des- ember, verður tengdafaðir minn Hartwig Toft, fyrrv. kaupmaður, ættræður. Hann fæddist alda- mótaárið í Aabenraa á Suður-Jót- landi, þriðji í röðinni átta bræðra, er allir komust til manns, undan- tekinn einn, er dó í æsku. Þrír bræðra Hartwigs eru á lífi og búa á Suður-Jótlandi. Foreldrar þeirra bræðra voru Margret Arendsen og Nis Toft, bæði uppalin í nágrenni Aab- enraa, en þar bjuggu þau allan sinn búskap. Lengst af vann Nis í tóbaksverksmiðju en síðar sem ritstjóri hjá „Sönderjylland Sosi- aldemokrat". Árin eftir aldamótin voru ekki síður erfið á Suður-Jótlandi en hér heima og svo kom styrjöldin, árin 1914—18. Þó að Hartwig. lenti aldrei í beinum átökum stríðsins, var lífið strit með léttan maga. Héruð þau, er næst lágu landa- mærunum, voru ýmist undir þýzkri eða danskri yfirstjórn. Hið opinbera mál og skólamál var þýzka, en móðurmálið danska Landstjóri Kanada í heimsókn EDWARD Richard Schreyer, landstjóri Kanada, mun koma í opinbera heimsókn til íslands í boði forseta íslands, Vigdísar Finnbogadóttur, dagana 3. til 5. júní 1981, á leið til Kanada, að aflokinni heimsókn til hinna Norðurlandanna. Stuðningur MBL. BARST í gær til birtingar eftirfarandi stuðningsyfirlýsing við dómsmálaráðherra: Við undirritáðir starfsmenn Barkar hf. í Hafnarfirði lýsum hér með yfir eindregnum stuðningi við stefnu Friðjóns Þórðarsonar dómsmálaráðherra í máli Patrick Gervasonis. Undir bréfið rita 26 starfsmenn. (Suður-Jóska). Fólkið í þessum héruðum var oft nefnt föðurleys- ingjar. Ungur hóf Toft störf við verzl- un. Hann stundaði nám við „Den jyske Handelshöjskole í Aarhus". Árið 1923 ræður hann sig til íslandsferðar á vegum Rich N. Braun í Hamborg, en hann rak þá verzlun hér í Reykjavík, að Aðal- stræti 9 og útibú á ísafirði og Akureyri. Fyrst starfaði Toft í Reykjavík, en var fljótlega sendur til ísafjarðar. Áður en til íslandsferðarinnar var ráðist, hafði Toft tekist það herbragð gegn Þjóðverjum, að ræna sér þaðan konuefni, Christ- ine f. Harms frá Grönau við Lubeck. í orðsins fyllstu merkingu gerðist það þannig, vegna slæmra samskipta og strangrar landa- mæravörslu, sótti hann konuefnið í nátt-myrkri á hjóli eftir skóg- arstígum og troðningum fram hjá landamæravörðum. Að sjálfsögðu höfðu hjónaefnin lagt á ráðin, með fulltingi ættingja. Christine kom síðar til íslands í maí 1923. Þau voru gefin saman í hjónaband á ísafirði sama ár. Stuttu síðar fluttu þau til Reykjavíkur, þar sem Toft starfaði við Braunsverzl- un til ársins 1937. Það ár urðu eigendaskipti og við tók Ragnar H. Blöndal, en hjá honum starfaði Toft til ársins 1942. Á þeim árum var Toft sendur, á vegum verzlun- arinnar til Hamborgar, til að læra gluggaútstillingar fyrir verzlanir. Eftir að Toft hættir störfum hjá Ragnari H. Blöndal, stofnsetur hann sitt eigið fyrirtæki, Verzlun H. Toft, þá fyrst að Skólavörðu- stíg 8. I nokkur ár rak hann verzlunina að Baldursgötu 39. Síð- ustu árin var verzlunin til húsa að Skólavörðustíg 25, en vegna heilsubrests seldi hann verzlunina á síðasta ári. Þau hjónin, Christine og Hart- wig, eignuðust fjórar dætur og eru dætrabörnin honum mikið yndi. Konu sína missti Hartwig árið 1958 og var það hans þyngsta áfall, þó oft hafi aldan verið kröpp. Toft er mikill nátturuunnandi. Liggja spor hans víða um ná- grenni Reykjavíkur og víðar um landið. Esjan heillaði hann mest og þekkir hann hana öðrum betur. Oft hefur honum sárnað um- gengni fólks um landið, og þá tekið til hendi, þar sem illa var frágeng- ið á áningarstað. Nú, þegar Toft hefur hætt störfum, á hann öruggt og gott athvarf hjá dætrum sínum. Hann getur horft með gleði á farinn veg. Það starf, sem hann helgaði sig, var vel af hendi leyst. Það er stór hópur viðskiptavina H. Toft og þeim mun bera saman um, að þjónusta sú, sem hann veitti í verzlun, var innt af hendi með hagsmuni viðskiptavinarins í fyrirrúmi. Við óskum því Toft til hamingju með afmælið, um leið og við vonum að eiga eftir að spauga við hann nokkur árin enn og njóta hans þægilegu návistar. Fjölskyldan sameinast öll um hugheilar kveðjur til pabba, afa og langafa. M. Pálsson. 79 fornrít PÖNTUNARSEÐILL VERÐ MEÐ SÖLUSKATTI Til 31.12.80 1981 kr. 15.285.- nýkr. 244,55 kr. 15.285.- nýkr. 244,55 kr. 15.284,- nýkr. 244,55 kr. 16.905,- nýkr. 270,50 kr. 15.285.- nýkr. 244,55 kr. 16.905.- nýkr. 270,50 kr. 16.905,- nýkr. 270,50 kr. 16.905.- nýkr. 270.50 kr. 15.285.- nýkr. 270,50 nýkr. □ íslendingabók, Landnámabók □ Egilssaga Skalla-Grímssonar □ Borgfirðingasögur □ Eyrbyggja saga □ Laxdæla saga □ Vestfirðingasögur □ Grettis saga □ Vatnsdæla saga Til 31.12.80 1981 kr. 16.905- nýkr. 270,50 kr. 15.285.- nýkr. 244,55 kr. 15.285,- nýkr. 244,55 kr. 15.285.- nýkr. 244,55 kr. 15.285- nýkr. 244,55 kr. 15.285.- nýkr. 244,55 kr. 15.285,- nýkr. 244,55 kr. 15.285,- nýkr. 244,55 Alls g.kr._________________ □ Eyfirðinga sögur □ Ljosvetninga saga □ Austfirðinga sögur □ Brennu-Njáls saga □ Kjalnesinga saga □ Heimskringla I □ Heimskringla II □ Heimskringla III □ Orkneyinga saga Ég undirritaður/uð óska eftir að fá eftirtalin fornrit send í póstkröfu: Nafn:........................................ Heimilsfang ................................. Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar Austurstræti 18 Reykjavík Vegna breytts rekstrarfyrirkomulags, seljum við eftirtaldar vörur á stórlækkuöu veröi: Agfa Auto-Star instamatic myndavélar Agfa Auto-Star vasamyndavélar....... Agfamatic 100 instamatic myndavélar . Keystone vasamyndavélar ............ Comet vasamyndavélar................ Unomat rafmagnsflösh................ Unomat rafmagnsflösh ............... Braun kvikmyndaljós 1000 w ......... Agfa skuggam.sýningavélar f. 110 filmu Tasco smásjár ...................... Háhnel rafmagns kvikmyndasplæsarar Leikhússjónaukar 3x28 .............. Canon myndaalbúm ................... Agfa segulbandscasettur C-90 ....... Rowi kvikmyndasplæsarar ............ Rowi bendiijós ..................... Bewi Ijósmælar ..................... Susis þurrkarar..................... LitfilmurCNS 110-20 ............... Aöur Nú 8.120.- 6.990.- 8.120,- 6.990.- 19.700.- 13.900.- 10.100,- 7.990.- 18.900.- 11.900.- 48.600- 30.800.- 75.400,- 58.200,- 48.200,- 39.800.- 215.000,- 98.800.- 210.000.- 109.000- 23.450.- 16.900.- 13.520,- 8.900- 3.900,- 2.900- 3.490,- 2.900.- 3.800,- 2.800.- 11.120,- 6.700.- 21.200.- 15.900.- 18.220,- 11.900.- 3.150.- 2.500.- Loftvogir 50% afsláttur Myndaramrnar 30% afsláttur Allt til myrkraherbergisnota 20% afslóttur (pappír, kemikalíur, smávörur) EINSTÆTT TÆKIFÆRI — EINSTÆTT VERÐ VERSLUNIN Austurstræti 7, sími 10966. TYLI, Happdrættið „Islenzk listaverk 1980“ Muniö gíróseölana. Greiöa má þá í peningastofnunum eöa pósthúsum, sem næst þér eru eöa koma greiöslu til skrifstofu Sjómannadagsráös aö Hrafnistu í Reykjavík. Sjómannadagsrád

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.