Morgunblaðið - 07.12.1980, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 07.12.1980, Qupperneq 18
82 MÖRGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1980 Ævintýri í geimnum c»óöu agndofa og árangur fararinnar fór fram úr b.örtustu vonum manna. Heilu þættirnir voru í bandarískum sjónvarpsstöövum og vísindamenn komu þar fram og skýröu gildi þeirra upplýsinga, sem til jaröar komu. I Japan voru langir þættir um förina og þar komu einnig fram vísindamenn er túlkuöu niðurstööur fararinnar fyrir fólki. Sama var uppi á teningnum í Evrópu. Brezka blaöiö The Daily Telegraph kallaöi för Voyager „mesta geimvísinda- afrek síöan Neil Armstrong steig fyrstur manna á tungliö". Enn á íslenzkur almenningur eftir aö sjá myndir í íslenzka sjónvarpinu og fréttaskýringar — þremur vikum eftir aö Voyager sendi upplýsingar sínar til jaröar — tæplega einn og hálfan milljarö kílómetra vegalengd. Nú er unniö af fullum krafti aö vinna úr upplýsingum og gífurleg vinna er framund- an en alls sendi Voyager um 18 þúsund myndir til jaröar fyrir utan tilraunum og rannsóknum, sem tæki geimfarsins framkvæmdu. Titan — í gufuhvolfinu er köfnunarefni Titan er stærsta tungl Satúrnunar og sennilega stærsta tungl sólkerfisins — stærra en reikistjarn- an Merkúríus. Titan er eina tungl sólkerfisins, sem hefur gufuhvolf og stóra spurningin var því hvort líf fyrirfyndist á Titan. Rannsóknir sem geröar höfðu verið á Titan frá jöröu geröu þaö aö verkum, aö taliö var aö metan væri helsta lofttegund Titans. En Voyager hefur nú afsannaö þetta. Köfnunarefni er helsta lofttegundin — rétt eins og á jöröu. Metan er innan viö 1% af lofthjúp Titans. En fimbulkuldi ríkir á Titan — +183° á celsíus. Lítil líkindi eru til aö líf fyrirfinnist á Titan — mörgum vísindamönnum til sárra vonbrigða. Efnabreytingar gerast allt of hægt viö slíkan fimbulkulda til aö líf geti þróast. Titan er eini staðurinn í sólkerfinu — fyrir utan jörö, þar sem vitaö er, aö köfnunarefni er helsta lofttegund lofthjúpsins. En fimbulkuldi ríkir á Titan og segja má, aö Titan sé „jaröleg“ pláneta á tímum fimbulkulda. Annaö sem hefur vakiö athygli vísindamanna eru hringarnir utan um Satúrnus. Hér er á ferðinni hrímaö efni — allt frá hnullungum á borö viö fólksbíla niöur í örfínt rykiö. Þá hafa uppgötvanir á geilum, eöa sköröum, vakiö athygli vísindamanna og sýnist sitt hverjum hvað veldur þessum geilum en áöur höföu menn talið, aö slík skörö fyndust á hringunum. Viö fyrstu sýn, viröast þessi skörö vera í andstööu viö þyngdarlögmál Newtons og voru vísindamenn mjög undrandi í fyrstu. En einhverjir kraftar hljóta að vera þarna aö verki. og hafa þá veriö nefndir segulkraftar. Brezki stjörnufræðingur- inn P.C.W. Davies, prófessor segir, aö skýringar á þessum hvörfum gætu veriö þyngdarkrafturinn einn saman og aö lítil nú óþekkt tungl á gufuhvolfi Satúrnusar geri þessi skarðamyndun mögulega. Hringarnir reyndust allt að þúsund Fyrir ferö Voyager 1, var taliö aö hringarnir umhverfis Satúrnus væru fimm, eöa sex. Það kom vísindamönnum á óvart, aö þeir skipta hundruðum — allt aö þúsund. Líkur ættu aö benda til, aö þessir hringar mynduöu samstæöa heild umhverfis reikistjörnuna en svo er ekki — þeir eins og áður sagöi skipta hundruðum. Voyager fann þrjú ný tungi Að lokum eru þaö tunglin, sem Voyager fann á braut umhverfis reikistjörnuna. Fyrir för Voyagers var vitað um 12 tungl en nú er sýnt aö þau eru fleiri — 15 er þegar vitaö um, en ýmsir vísindamenn telja fleiri kunni aö leynast á brautu umhverfis reikistjörnuna. Þá sýna myndir aö tunglin eru gerólík hvert ööru. Gífurlegur gígur fannst á Mímas — eins og tunglið stari köldu auga út í geiminn. Greinilegt er, aö gífurlegt ferlíki hefur rekist á tunglið og að mati vísindamanna heföi þessi hlutur ekki mátt vera mikið stærri til aö splundra tunglinu. Fjölmargir gígar eru og á tunglunum Dione, Rheu, og Tethys. Margir telja, aö þetta renni stoðum undir þá kenningu, aö tungl hafi einhvern tíma splundrast þegar það kom í námunda viö þyngdarkraft Satúrnusar og að hringirnir um- hverfis Satúrnus séu leifar þessa tungls. En tungliö Encetadus er ekki þakið slíkum gígum — ef til vill vegna þess, að fljótandi yfirboröið hefur þegar fyllt upp í gígana sem myndast hafa og þar kann skýringin á björtum blettum tunglsins aö liggja. Enn á árangur hinna margvíslegustu mæl- inga, sem Voyager geröi á Satúrnus og tunglum þess eftir aö líta dagsins Ijós. Svo virðist, sem gífurlegir stormar geysi á Satúrnus og aö vindhraðinn nái allt aö 1400 kílómetrum á klukkustund. Þá vonast vísindamenn eftir aö komast aö því, hve kjarni Satúrnusar er stór og finna út hitaútstreymi reikistjörnunnar. Dione-myndin er tekin frá Voyager 1 og glögg- lega má sjá atærstu gíga tunglsins. Mimas er allt þakiö „örum“ eftir árekstra viö smástirni. Teikning af Voyager 1 eins og menn hugsa sár geimfarið þegar þaö nálgast Satúrnus. Titan er ekki stærst „Þaö hefur komiö í Ijós, aö Titan er ekki stærsta tunglið í sólkerfinu eins og taliö var — heldur er Danymedes, stærsta tungl Júpiters, sennilega stærsta tungl sólkerfis okkar,“ sagöi Þorsteinn Sæmundsson, stjörnu- fræöingur í spjalli viö Mbl. en hann haföi þá nýlega fengið nánari upp- lýsingar um rannsóknir Voyager 1. á Satúrnusi. „Þegar búiö var aö mæla lofthjúp Satúrnusar, kom í Ijós aö þvermál Titans er 5100 kílómetrar, en Dany- medes, stærsta tungl Júpiters, er 5300 kílómetrar í þvermál. Þær upp- lýsingar fengust þegar Voyager fór fram hjá Júpiter. Gufuhvolf Titans er ákaflega þétt og mikið en Titan er eftir sem áöur eina tungliö í sólkerfinu sem hefur gufuhvolf. Enn sem komið er þá ríkir nokkur óvissa um stærö Tritons, stærsta tungls Neptúnusar, en þaö er líklega minna,“ sagöi Þorsteinn ennfremur. Þá bætti hann viö, að hringarnir umhverfis Satúrnus gæfu frá sér sterkar útvarpsbylgjur. Stórkostlegir tímar fyrir stjörnufræðinga „Mig skortir enrt ítarleg gögn þannig að ég hef enn ekki fengið nægilega yfirsýn um niðurstöður rannsókna af för Voyager 1. til Satúrnusar. En eins og sakir standa, þá sýnist mér myndanir í hringunum umhverfis Satúrn- us hvað merkilegastar,“ sagði Þorsteinn Sæ- mundsson, stjörnufræðingur í samtali við blaöamann Mbl. „Áður voru aöeins fjórir hringir þekktir. Menn töldu sig vita skýringuna á hringaskipt- ingunni; taliö var aö þær kæmu fram vegna áhrifa frá þyngd- arkröftum tungla Satúrnusar. En þessir hringir eru miklu mun fleiri — jafnvel svo, aö tölu verður ekki á þá kastaö. Þetta kollvarpar ef til vill fyrri skýr- ingu á skiptingu hringanna. Hugsanlega gætu leyst smærri tungl innan um hringina. Og aö þessi tungl meö aödráttarafli sínu heföu áhrif á myndun bilanna milli hringanna. Fróö- legt veröur aö sjá hvort þessi smærri bil eru jafn varanleg og þau stóru, sem áöur voru þekkt. Ef til vill mun Voyager 2. leiöa þaö í Ijós. Þá hefur það komið mönnum á óvart, að hringirnir umhverfis Satúrnus eru ekki reglulegir. Þaö hafa myndast skörð út frá Satúrnusi í hringunum og þessi skörö geta haldist nokkurn tíma. Þá virðast hringirnir sums staöar snúast eða fléttast og minna jafnvel á norðurljósa- bönd. Þetta er ákaflega merki- legt og sýnir að efnið hreyfist ekki eingöngu fyrir tilverknað aödráttarafls Satúrnusar, held- ur hafa aörir kraftar þarna áhrif á. í því sambandi kemur tvennt helst til greina; annars vegar rafkraftar og hins vegar seg- ulkraftar. Viö nánari íhugun viröist hugsanlegt, aö efniö sé rafmagnað aö einhverju leyti. Jafnframt sýnist efnið þurfa aö vera fíngeröara en áöur var álitiö, aö minnsta kosti sums staðar í hringakerfinu. Þegar Pioneer 11. fór fram- hjá Satúrnusi kom í Ijós, aö Satúrnus hefur sterk segulsvið. Rafagnir frá sólu hafa festst í segulsviöinu og þær sveiflast fram og til baka milli skauta reikistjörnunnar og mynda geislabelti líkt og á jöröu. Mælingar sýna, aö þaö hafa myndast eyöur þar sem hring- irnir eru og þaö bendir til aö efniö í hringunum stöðvi eða hindri rafagnirnar. Að minnsta kosti er líklegt að rafagnirnar hafi áhrif á efnið í hringunum. Samspil segulsviös og hring- anna gæti því leitt til þess, aö sköröin og flétturnar mynduð- ust. Þessi skörö koma mönnum mjög á óvart og enginn átti von á þessu. Þaö hefur alltaf verið álitiö aö hringirnir væru sléttir og felldir en þarna eru marg- brotin fyrirbæri. Nú er þaö kunnara en frá þurfi aö segja, aö Voyager fann þrjú ný tungl. Tungl Satúrnusar eru ákaflega misstór. Þaö stærsta, Titan, er sennilega stærsta tungl sólkerfisins og stærra en reikistjarnan Merk- úríus. Þá er Titan eina tungliö sem hefur gufuhvolf. í Ijós kom, aö í gufuhvofli Titans er mun meira af köfnunarefni en áöur haföi verið taliö. Þetta mun vafalítiö hafa áhrif á kenningar um þróun gufuhvolfs jaröar en á þessu stigi treysti ég mér ekki til aö draga frekari ályktanir um

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.