Morgunblaðið - 19.12.1980, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 19.12.1980, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1980 35 drottningakaupum. 9. De2! — e6, 10. Bg2 — h5? (Þetta peð á eftir að verða svarti stöðugt áhyggjuefni. Hann hefði því betur leikið 10 ... Bd6). 11. Rh4 - Bh7, 12. 0-0 - Be7, 13. Hel - 0-0-0, 14. a4 (Hvítur undirbýr öfluga sókn á drottningarvæng. Svartur verður því að fara að hugsa sér til hreyfings. 15,15. b4 - Dc7,16. Dxh5! (Einnig kom til greina að leika 16. Bf4 með áframhaldandi sókn, en hví ekki að hirða peð sem svartur fær engar bætur fyrir? Að auki er svörtum um leið búin skemmtileg gildra: 16... Bg6? 17. Rxg6! — Hxh5,18. Rxe7+ - Kb8,19. Bf4 - e5, 20. dxe5 — Ka8, 21. e6 — Db6, 22. a5 - Db5, 23. Bfl) Rf6 (Svartur verður að hafa hraðann á, því rólegum leikjum getur hvítur svarað með Bf4 eða b5). 17. Dxí7 - Bg8, 18. Dg6 - Hf8, 19. BÍ4 - Dd7, 20. b5! (Svarar hótuninni 20... Bf7 sem nú er unnt að mæta með 21. bxc6 — bxc6, 22. Habl) Rh5, 21. bxc6 - bxc6, 22. Be5 — Bf7 (Loksins hefur svarti tekist að fanga hvítu drottninguna, en það er um sein- an). 23. Habl - Bd6, 24. Bxd6 - Dxd6, 25. Rxí5 - De7 26. Re7+! Dxe7, 27. Dd3 og svartur gafst upp. Hann á enga vörn við hótuninni 28. Da6+ o.s.frv. Bðkmenntlr eftir SIGURÐ HAUK GUÐJÓNSSON málhögustu manna, harpa hans hljómmikil og sterk, niður tung- unnar leikandi léttur og tær. Það er aðeins örsjaldan sem hann virðist þreyttur við verkið. Eg verð þó að segja honum, að það særði viðkvæmt hjarta sveita- mannsins að lesa um hala á svini (106), og hræddur er ég um, að Halldór Halldórsson og Magnús Finnbogason hefðu gripið til rauða pennans hefðu þeir séð í stíl „sand af peningum" (128). Þegar ég er að skrifa þetta, þá hrópar eitthvað innra með mér: Strikaðu þetta síðasta út, svona nánasar- legur mátt þú ekki vera, því Þorsteini verða ekki oft slík mis- tök á. Kanntu fleiri? Nei, og það sannar, hve vel er hér að verki staðið. Heiti bókarinnar er sótt í ljóð eftir Rudolf Baumbach, er hlaut þetta nafn í þýðingu Þorsteins. Það verður gaman að rétta barni, kæru barni, þessa gersemis bók. Prentun mjög svo snotur, gömlum augum hefði þó betur hæft stærra letur. Hafi Bjallan innilega þökk fyrir. Furðuf uglinn Kalli Astrid Lindgren: Kalli á þakinu enn á ferð og flugi. Teikningar: Ilon Wikland. Sigurður Gunnarsson islenskaði. Bókaútgáfan Fróði 1980. Hinn þekkti barna — og ungl- ingabókaþýðandi, Sigurður Gunn- arsson fyrrum skólastjóri hefur þýtt allar þrjár bækurnar um Litla bróður og Kalla á þakinu eftir Astrid Lindgren. Sigurður Gunnarsson hefur þýtt yfir fimmtíu bækur gegnum tíð- ina. Og eru margar þeirra eftir þekkta höfunda. Bækurnar um furðufuglinn Kalla eru meðal vinsælustu bóka Astrid Lindgren. Þær hafa verið kvikmyndaðar og leikrit gerð eftir þeim. Hvort tveggja hefur borið hróður þeirra víða um lönd. Meðal annars hefur Þjóðleikhúsið flutt leikrit um Kalla. Furðufuglinn Kalli á heima á þaki fjölbýlishúss í Stokkhólmi. í einni íbúð hússins á Litli bróðir heima hjá pabba sínum, mömmu og systkinum sínum tveim, sem eru miklu eldri en Litli bróðir. Með Litla bróður og Kalla tekst góð vinátta og þeir eiga saman margar ánægjustundir. Kalli er býsna fundvís á allt sem skrýtið og skemmtilegt er og þeir bralla margt. I þessari þriðju bók um þá náunga verður Kalli blaðamatur: „Hvers konar fyrirbæri er það, dularfullt og furðulegt, sem öðru hverju flýgur hér um Stokk- hólm?“, stendur einn morguninn í Morgunblaðinu. Og ekki nóg með það. Hverjum þeim sem náð getur þessum dul- arfulla hlut er heitið tíu þúsund krónum í verðlaun. Litli bróðir og Kalli hugsa nú sín ráð. Miklir erfiðleikar verða samt á vegi þeirra, þá erfiðleika skapa ungfrú Hildur og Júlíus frændi sem eru kominn til Stokkhólms að leita sér Bókmenntlr eftir JENNU JENSDÓTTUR lækninga og búa heima hjá Litla bróður á meðan. Þau eru með nefið niðri í þessu öllu saman. En þrátt fyrir allt skemmta þeir félagar sér einnig við þetta — og það er Kalli sem verður tiu þúsund krónum ríkari. Trúlegt að ungir lesendur skemmti sér einnig vel við lestur Kalla-bókanna. Sniðugar teikn- ingar og góður frágangur. LITASJÓNVÖRP OG HLJÓMTÆKI SKIPHOLTI 19 SlMI 29800 Lbúoin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.