Morgunblaðið - 19.12.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1980
57
fclk í
fréttum
Eiginkona morðingjans
+ Morðmál Johns Lennon hefur teygt anga sína alla leið til Hawai. Þessi mynd er
tekin í Honolulu þar sem eiginkona hins ákærða morðingja, Gloria Champman,
svarar spurningum fréttamanna á blaðamannafundi. Henni á vinstri hönd er
lögfræðingur hennar, sem aðstoðaði hana á blaðamannafundinum.
Luns
rœðir við
Maðamenn
+ Á fundi Atlantshafs-
bandalagsins í Brussel
sem haldinn var nú ný-
lega vöruðu samtökin
Sovétríkin enn á ný við
hugsanlegri innrás inn í
Pólland. Undirstrikaði
fundurinn hættu þá sem
Pólverjum stafar af
Rússum vegna atburða
þeirra sem gerst hafa í
Póllandi að undanförnu.
„Hvað mun veröldin
vilja." Myndin er af að-
alritara Atlantshafs-
bandalagsins Joseph
Luns á blaðamannafundi
að loknum þessum fundi.
John Williams
heiðraður
+ Fyrir stuttu veitti Elísa-
bet Bretadrottning, ástr-
alska gítarsnillingnum
John Williams „Heiðurs-
orðu Breska Heimsveldis-
ins.“ Afhendingin fór fram
í Buckinghamhöll. Að því
loknu sagði Williams: „Ég
ætla að fara strax til baka
og hitta strákana, besta
leiðin til að halda upp á
þetta er að sjálfsögðu sú að
halda tónleika." Hinn 39
ára gamli Williams olli
miklu fjaðrafoki í tónlistar-
heiminum á sínum tíma, er
hann hóf að leika nútíma
popptónlist með hljóm-
sveitinni „Sky.“ Fram að
þeim tíma hafði hann að-
eins leikið klassiska gítar-
tónlist. En hljómsveitin
„Sky“ nýtur nú mikillar
virðingar tónlistarunnenda.
Dópaðir
og fullir
+ Flestir kannast víst við
Dick Cavett en hann er
geysifrægur vegna sjón-
varpssamtalsþátta sinna. I
blaði einu birtist nýlega
viðtal við hann og kemur
þar margt forvitnilegt í
ljós. Hann segir þar að
aðalvandamálið, sem hann
þurfi að glíma við séu
gestirnir sjálfir. Ekki að fá
þá til að tala heldur hitt að
iðulega séu gestirnir dauða-
drukknir eða undir áhrifum
fíkniefna, aðallega mariju-
ana. Þetta ku sérstaklega
gilda um breska gesti hans.
Oftast séu þó gestirnir bún-
ir að frysta sjálfa sig með
fíkniefnaneyslu. Þetta segir
Cavett að útskýri marga þá
einkennilegu hluti sem oft
eru sagðir í sjónvarpinu.
Karl prins
Karl Prins
í Austurvegi
+ Karl Bretaprins var fyrir
stuttu í Nepal. Þangað kom
hann að aflokinni 12 daga
heimsókn til Indlands þar
sem hann hitti Móður Teresu
„dýrling stræta Calcuttaborg-
ar“. Eftir að Karl hafði heim-
sótt heimili sem hún rekur
fyrir yfirgefin og vannærð
bðrn sagði hún blaðamönnum:
Ég sagði honum að ég gæti
ekki gert það sem hann gerir
og hann gæti ekki gert það
sem ég geri en saman gætum
við gert eitthvað fallegt fyrir
Guð.“ Prinsinn mun hafa ætl-
að að heimsækja herbúðir
hinna frægu Gurkha-her-
manna í Nepal og fara síðan í
fjögurra daga skoðunarferð
um Himalayafjöllin.
Móðir Teresa
Sófaborð og smáboró &
Góð jólagjöf §1
Húsgögn
Ármúli 8
Símar: 86080 og 86244