Morgunblaðið - 19.12.1980, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 19.12.1980, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1980 41 Karl Marx var borgarbarn Einyrkjar fá að starfa i sumum sovésku lýðveldanna en landbúnaðarstarfsemin almennt er i fjötrum Samyrkjubúanna. Þótt innrásin í Afganistan sé í hugum margra til marks um styrk Sovétríkjanna hefur hún einnig vakið athygli á meiri háttar veik- leika — Sovétríkin eru í vaxandi mæli háð innflutningi erlends korns. Ákvörðun Carters forseta að stöðva kornútflutning til Sov- étríkjanna undirstrikaði þennan veikleika. Sovétríkin, sem eitt sinn voru meiri háttar kornútflytjandi, standa nú frammi fyrir þeim miskunnarlausa veruleika, að þau eru að glata hæfninni til að brauðfæða sig sjálf. Sögulega voru Sovétríkin kornskemma Evrópu. Það er ekki lengra síðan en á seinni hluta fjórða áratugsins, að nettó korn- útflutningur frá Sovétríkjunum og Austur-Evrópu var að meðaltali 5 milljón tonn á ári — nákvæmlega það sama og frá Norður-Ameríku. Frá þeim tíma hefur fæðujafn- vægið hægt og hægt raskast og Sovétríkin hafa orðið að fæðu- innflytjanda. Um miðjan áttunda áratuginn nam korninnflutningur Sovétrikjanna að meðaltali 9 milljónum tonna á ári, en undir lok áratugsins hafði hann hækkað í nálægt 20 milljón tonn á ári. Sovétar höfðu upphaflega ráðgert, að flytja inn 34 milljónir tonna á árinu 1980 — mesta magn í sögu nokkurs ríkis. Vandi sovézkrar akuryrkju er tvíþættur og hvor þátturinn um sig gerir hinn verri. Hvað akur- yrkju áhrærir hafa Sovétríkin hlotið að erfðum tiltölulega óhag- stæðan höfuðstól, en þau hafa bætt um betur með því að byggja upp akuryrkjukerfi, sem er nærri því að vera hið versta sem mögu- legt er að upphugsa. Takmörkuð úrkoma og stuttur vaxtartími ger- ir sovézkri akuryrkju erfitt um vik. Skortur á vel vökvuðu frjó- sömu landi er annmarki, en ætti ekki að vera óyfirstíganleg hindr- un. Slíkar kringumstæður gætu útskýrt hvers vegna Sovétríkin eru ekki meiri háttar fæðuútflytj- andi, en eru ekki nægilegar til að skýra hvers vegna Sovétríkin flytja inn jafnmikið korn og raun ber vitni. Þannig hefur Japan til dæmis einnig tiltölulega slæmar forsendur til akuryrkju, en tekst þó með 3 miiljónir hektara lands undir kornrækt að uppfylla þarfir 110 milljóna þegna sinna fyrir hrísgrjón og hefur eftir nokkurn afgang til útflutnings. Sovétríkin með 260 milljónir þegna hafa hins vegar 122 milljónir hektara undir kornrækt. Alvarlegasta vandamálið, sem Sovétríkin standa frammi fyrir og jafnframt það sem þau virðast sízt ráða við, er hin lélega nýtni akuryrkjukerfis þeirra. Lykil- tengslin milli þess hversu það fólk, sem við akuryrkju vinnur leggur sig fram annars vegar og umbunar fyrir þetta framlag hins vegar eru veik. Sovésk samyrkju- bú og hinir risastóru ríkisbúgarð- ar komast hvergi í nánd við framleiðni þess kerfis fjölskyldu- búgarða, sem er ríkjandi í jap- önskum og bandarískum landbún- aði. Hópur ungra bandarískra bænda, sem nýlega sneri heim aftur eftir að hafa búið um tíma á sovézkum samyrkjubúum sem skiptinemendur, var furðu lostinn að sjá landbúnaðarverkamenn hoppa af dráttarvélunum á mínút- unni kl. 5, án minnsta tillits til kringumstæðna. Sáning gat verið vikum á eftir áætlun eða uppskeru verið ógnað af yfirvofandi stormi, það skipti litlu máli. Hugsunar- hátturinn bar svipmót verka- manna, sem hafa lokið sinni vakt, ekki bænda. Slíkt gæti aldrei gerzt í Kansas eða Iowa. Bandarískir bændur mundu vinna sólarhring- inn út, ef þörf krefði, til þess að ljúka sáningu maíssins eða soja- baunanna. Allir — eiginmaðurinn, konan og hver sá krakki sem valdið gæti vélunum — mundi legga sitt af mörkum. Skorturinn á djúpum persónu- legum tengslum við landið hefur einnig leitt til þess, að stjórnendur ríkis- og samyrkjubúa hafa stund- að rányrkju til að uppfylla skammtíma framleiðslukvóta og eigin framgang. Útbreidd eyðing gróðurmoldar og sú frjósemis- skerðing, sem af henni leiðir eru hluti af skýringunni á því, hvers vegna hin gífurlega fjárfesting í landbúnaði hefur skilað svo dap- urlega litlum arði. Thane Gustaf- son, sem rannsakar sovézk mál- efni við Harvardháskóla, bendir á, að til að auka fæðuframleiðslu verða Sovétmenn nú að taka tillit til þess, að „50 ára vanræksla hefur leitt til útbreiddra jarðvegs- skemmda". Saman skýra hinar tiltölulega rýru forsendur til landbúnaðar og landbúnaðarskipulag, sem er eitt hið ónýtasta sem nokkru sinni hefur verið saman sett, gjaldþrot sovézks landbúnaðar. Þessir tveir þættir samtímis nánast tryggja viðvarandi bil milli fæðuneyzlu og landbúnaðarframleiðslu. Það kann að hljóma sem góð hugmynd að skipuleggja landbúnað á grundvelli ríkisbúgarða og stórra samyrkjubúa, sem síðan skal reka með verksmiðjusniði, en í fram- kvæmdinni gengur það ekki sér- lega vel. Karl Marx var borgar- barn og sá uppruni hans kemur berlega fram í vanmætti sovézks landbúnaðar. Lester R. Brown. Forseti Heimsskyggnistofnunarinnar (Worldwatch Institution) Was- hington, D.C. Þýtt úr Science, 12. sept. ’80. Bindi 209, hefti 4462. S.F.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.