Morgunblaðið - 19.12.1980, Qupperneq 10
42
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1980
Framsöguerindi á heilbrigðisþingi
Guðrún Marteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur MS, lektor við Háskóla Islands:
Fyrirkomulag þjónustu og verka-
skipting heilsugæslustöðva
Góðir áheyrendur!
Heilsugæsla er skilgreind, í lög-
um frá 1978, sem heilsuverndar-
starf og allt lækningastarf, unnið
vegna heilbrigðra og sjúkra, er
ekki dveljast í sjúkrahúsum. Heil-
brigðislöggjöfin kveður ennfremur
á um, hvaða þjónustu skuli veita á
heilsugæslustöðvum, eða í tengsl-
um við þær. Leggja ber á það
áherslu að allir landsmenn eiga
rétt á alhliða heilsugæsluþjón-
ustu, samanber fyrstu grein heil-
brigðislaganna. Akvarðanir varð-
andi fyrirkomulag og verkaskipt-
ingu hinna ýmsu stöðva, verður
því að taka í ljósi þess.
Með þessum orðum mínum mun
ég leitast við að hvetja til íhugun-
ar og umræðu um ýmsa þá þætti
er áhrif hafa á fyrirkomulag
þjónustu, verkaskiptingu og hlut-
verk heilsugæslustöðva og fjalla
nánar um þýðingu eftirfarandi
atriða:
1) greiningu heilbrigðisþarfa,
2) staðsetningu stöðvar og stærð,
3) starfslið og menntun þess og
4) samstarf heilsugæslustöðva við
aðrar stofnanir.
Tilvist heilbrigðiskerfisins í
þjóðfélaginu grundvallast á þeirri
staðreynd að ákveðið heilbrigði er
manninum nauðsynlegt, eigi hann
að lifa hamingjusömu lífi. Hug-
takið heilbrigði er nú víðast skil-
greint í tengslum við heildarað-
lögun mannsins að umhverfi sínu,
sem birtist í andlegri, líkamlegri
og félagslegri vellíðan hans. Heil-
brigði er ekkert einkamál ein-
staklingsins. Þeir sem lifa í sam-
félagi hafa áhrif á heilbrigði hvers
annars. Með því að stuðla meðvit-
að að eigin heilbrigði höfum við
áhrif á heilbrigði náungans.
Síðastliðinn áratug hefur Al-
þjóða heilbrigðisstofnunin (WHO)
lagt aukna áherslu á eflingu
heilbrigðisþjónustu utan sjúkra-
stofnana. Á ráðstefnu, er haldin
var í Alma Ata árið 1978, og sótt
var af 140 aðildarþjóðum, var
hugtakið „Primary Health Care“
eða “frumheilbrigðisþjónusta"
skilgreint. Skilgreiningin felur
m.a. í sér að ákveðin heilbrigðis-
þjónusta sé öllum mönnum nauð-
synleg. Þessa þjónustu verði að
veita á aðgengilegan hátt og með
virkri þátttöku hlutaðeigandi
þjóðfélagsþegna. Ennfremur að
þjónustuþörfin í hverju landi ráð-
ist af meginheilbrigðisvandamál-
um á hverjum tíma, sem endur-
spegli efnahag, menningu og
stjórnmálalíf landsins. í yfirlýs-
ingu frá ráðstefnunni (The De-
claration of Alma Ata) kemur
ennfremur fram að þessi grund-
vallarheilbrigðisþjónusta verði
a.m.k. að innihalda 1) heilbrigðis-
fræðslu tengda algengustu heil-
brigðisvandamálum og fyrirbygg-
ingu þeirra; 2) almennt heilbrigð-
iseftirlit með matvælum, vatni og
hreinlæti; og 3) mæðra- og barna-
vernd er feli í sér fjölskyldu-
ráðgjöf, fyrirbyggingu smitsjúk-
dóma með ónæmisaðgerðum og
skjóta meðferð algengra sjúkdóma
og slysa.
Á sumum þessara sviða stönd-
um við Islendingar jafnfætis eða
framar öðrum þjóðum. Nægir þar
að nefna mæðra- og ungbarnaeft-
irlit, ónæmisaðgerðir, sjúkdóms-
greiningu og meðferð og almennt
heilbrigðiseftirlit. Á öðrum svið-
um er þörf frekari aðgerða s.s.
hvað viðkemur heilbrigðisfræðslu
og fjölskylduráðgjöf.
Hlutverk heilsugæslustöðva er
að samræma og auka heilbrigðis-
þjónustu utan sjúkrastofnana. Þar
verður unnið alhliða fyrirbygg-
ingarstarf innan sömu stofnunar
og mun það gera heilbrigðisþjón-
ustuna samfelldari.
Með tilliti til Alma Ata-yfirlýs-
ingarinnar, er ljóst, að heilsu-
vernd, almenn heilbrigðisfræðsla
og fjölskylduhæfð þjónusta hlýtur
að hafa forgang í heilsugæslu-
starfi. Takmark með heilbrigðis-
fræðslu er atferlisbreyting hlutað-
eigandi aðila er auki heilbrigði
hans og annarra í umhverfi hans.
Bandarískir vísindamenn, sem
með rannsóknum hafa þróað
kenningu um heilbrigðisviðhorf,
(The Health Belief Model) benda
á, að atferli eða hegðun manna,
sem áhrif hefur á heilbrigði
þeirra, sé háð þeim heilbrigðisvið:
horfum er þeir hafa hverju sinni. I
nútíma þjóðfélögum er það tví-
mælalaust fjölskyldan og sfðar
skólarnir, sem mest móta heii-
brigðisviðhorf einstaklingsins.
Mikilvægt er að heilbrigðisþjón-
ustan verði sem eðlilegastur þátt-
ur af lífi fólksins í landinu og slíti
ekki skjóistæðinga sína úr sam-
hengi við fjölskylduheildina.
Þá ætla ég að víkja nánar að
starfi heilsugæslustöðva. Fyrir-
byggjandi aðgerðir í heilbrigðis-
þjónustu má flokka í þrjú inn-
byrðis tengd stig. Stigin eru háð
heilbrigðisástandi þeirra er þjón-
ustuna fá. Fyrsta stigið (primary
prevention) felur í sér hina eigin-
legu heilsuvernd. Þjónustan er
einkum veitt heilbrigðum ein-
staklingum og hópum og mark-
Guðrún Marteinsdóttir
miðið er fyrirbygging sjúkdóma
og heilsutjóns. Unnið er að al-
mennri heilbrigðishvatningu með
ráðgjöf, fræðslu, ónæmisaðgerð-
um og skipulagðri sjúkdómaleit.
Annað stig fyrirbyggingar (se-
condary prevention) á við um
þjónustu veitta þeim, er glíma við
byrjunarstig sjúkdóma. Markmið-
ið er að stöðva eða hamla fram-
göngu sjúkdómanna. Þriðja stigið
(tertiary prevention) felur hins
vegar í sér meðferð og endurhæf-
ingu þeirra, sem þjást af langvar-
andi eða ólæknandi sjúkdómum og
fötlun. Markmiðið á því stigi er að
örva aðlögun sjúklinga og gera
þeim kleift að lifa sem hamingju-
sömustu lífi innan þeirra tak-
markana, er sjúkdómurinn setur
þeim.
Starf heilsugæslustöðva verður
að miðast við heilbrigðisþarfir
íbúanna á hverjum tíma. Þættir
sem áhrif hafa á heilbrigðisþarfir
eru m.a. fólksfjöldi og aldursdreif-
ing, tíðni sjúkdóma og félagslegra
vandamála, atvinnuhættir, efna-
hagur og menntun svo og lifnaðar-
hættir almennings og viðhorf til
heilbrigðisþjónustu. Nauðsynlegt
er að reglubundið mat á heilbrigð-
isþörfum íbúa heilsugæsluum-
dæma og landsins í heild verði
fastur liður í starfi heilsugæslu-
stöðva. Niðurstöður þess gefa síð-
an til kynna hvaða hópar eru í
mestri þörf fyrir þjónustu á hverj-
um tíma og af því ræðst forgangs-
röð verkefna að hluta.
Hverjar eru heilbrigðisþarfir
íslendinga í dag? Hvað er það sem
dregur úr eða heftir almennt
heilbrigði landsmanna? Hinni
vestrænu menningu iðnvæðingar
og tækniframfara hafa fylgt ný og
breytt heilbrigðisvandamál. Sjúk-
dómar sem m.a. orsakast beint eða
óbeint af lífsvenjum, röngum lifn-
aðarháttum og umframstreitu-
álagi, skipa efstu sæti dánar-
orsaka í landinu. Þessum svo-
nefndu „menningarsjúkdómum"
fylgja síðan ótalin andleg og
félagsleg vandamál.
Annar sá þáttur, er miklu ræð-
ur um fyrirkomulag þjónustu og
þjónustugetu hverrar stöðvar, er
staðsetning stöðvar og stærð. Lög-
in ákvarða tegund stöðva í hverju
umdæmi og mæla með starfs-
tengslum við sjúkrahús, sé þess
kostur. Slík starfstengsl geta haft
í för með sér bæði kosti og galla.
Helstu kostir felast í sameigin-
legri nýtingu starfsliðs, húsnæðis
og þjónustudeilda. Á hinn bóginn
er hætt við að starfslið með
reynslu af hefðbundnu sjúkrahús-
starfi leggi meiri áherslu á með-
ferð og endurhæfingu sjúkra, en
heilsuvernd og heilbrigðishvatn-
ingu. Sú ímynd, er almenningur
hefur nú þegar um hlutverk
sjúkrahúsa, gæti hugsanlega
einnig hamlað því, að einstakl-
ingar eða hópar leituðu til eða
notuðu heilsuverndarstarf stöðv-
anna.
Starfsaðferðir hverrar stöðvar
ráðast mikið af því, hvort stöðin
þjónar í dreifbýli eða þéttbýli, og
skipta þá samgöngur í héraði og
bæ miklu. Stærð húsnæðis og
skipulagning ræður einnig aug-
ljóslega miklu um þjónustumögu-
leika stöðvar. Stefnt er að því að
veita lækningu og heilsuvernd á
sem flestum sviðum og krefst það
starfsaðstöðu margra heilbrigð-
isstétta, svo sem lækna, hjúkrun-
arfræðinga og sjúkraþjálfara.
Þetta leiðir hugann að öðrum
mikilvægum áhrifaþætti innan
heilsugæsluþjónustunnar, en það
er starfslið heilsugæslustöðva og
menntun þess.
Tegund og gæði þjónustu eru
háð menntun, hæfileikum, fjölda
og samvinnu starfsfólks. Dreifbýl-
ið hefur löngum átt við mikla
erfiðleika að etja sökum skorts á
vel menntuðu starfsliði í heil-
brigðisþjónustu. Leggja ber
áherslu á öll hugsanleg úrræði í
þeim efnum. Ljóst er, að læknar
og hjúkrunarfræðingar eru og
munu verða meginstarfskraftur
heilsugæslustöðvanna.
Læknaskortur í dreifbýli svo og
skortur hjúkrunarfræðinga með
þekkingu á heilsuvernd, háir
heilsugæslustarfi í dag. Aðrir
mikilvægir starfskraftar, sem víð-
ast hvar á landinu er skortur á,
eru m.a. félagsráðgjafar, sálfræð-
ingar og sjúkraþjálfarar.
Annað atriði og ekki síður
mikilvægt er nýting á hæfileikum
og menntun þessa starfsfólks.
Störf hjúkrunarfræðinga í heilsu-
gæslu hafa til dæmis verið með
hefðbundnu sniði og takmörkuð
við ungbarnaeftirlit, mæðravernd,
heimahjúkrun og heilsugæslu í
skólum. Menntun hjúkrunarfræð-
inga í landinu hefur aukist og
breyst sl. áratug. Námsbraut í
hjúkrunarfræði var stofnsett við
Háskóla íslands árið 1973. Þar er
lögð sérstök áhersla á þátt heil-
brigðishvatningar og fyrirbyggj-
andi hjúkrunarstarf. Er miðað að
því að brautskrá hjúkrunarfræð-
inga er starfað geti jafnt utan sem
innan sjúkrastofnana. Ennfremur
hefur nám í Hjúkrunarskóla ís-
lands breyst og hjúkrunarfræð-
ingum sem útskrifast þaðan gefst
kostur á framhaldsnámi við Nýja
hjúkrunarskólann, en hann hóf
göngu sína árið 1972. Grundvöllur
er því lagður fyrir víðtækara
starfi hjúkrunarfræðinga í heilsu-
gæslu.
Að lokum langar mig að ræða
nokkuð þau áhrif er nálægð og
starfsemi stofnana, er tengjast
heilsugæslu, hefur á fyrirkomulag
þjónustunnar.
Samstarf heilsugæslustöðva og
sjúkrahúsa er mikilvægt, hvort
sem um bein starfstengsl er að
ræða eða ekki. Þetta samstarf
hefur mikla þýðingu fyrir sam-
fellu í heilbrigðisþjónustunni.
Nefni ég til dæmis upplýsinga-
miðlun er varðar heilbrigðis-
ástand í umdæminu og tilvísun
einstaklingsins og fjölskyldna á
þjónustu hvers staðar.
Samvinna og upplýsingaflæði
milli stofnana og félagasamtaka,
er vinna að heilbrigðismálum, er
ekki síður mikilvæg. Nefna má
félög eins og Hjartavernd, krabba-
meinsfélögin, Manneldisfélag Is-
lands og ýmis félagasamtök sjúkl-
inga og aðstandenda þeirra. Þessi
félög eru oft í fararbroddi hvað
varðar fyrirbyggjandi starf og
fræðslu, en virkni þeirra er þó
misjöfn eftir landshlutum. Náin
tengsl heilsugæslustöðva við þau
eru dýrmæt til þess að nýta megi
þjónustu og tíma sem best.
Félagsmálastofnanir tengjast
einnig heilsugæslustarfi mjög ná-
ið. Góð samvinna milli þeirra og
heilsugæslustöðva er nauðsynleg,
enda er þar oft um sameiginlega
skjólstæðinga að ræða.
Gagnkvæmur skilningur heil-
brigðisstétta á störfum hvers ann-
ars, samvinna á jafnréttisgrund-
velli og samhæfing starfsaðgerða,
með hag þess sem þjónustu hlýtur
í brennidepli, getur haft úrslita-
þýðingu hvað varðar gæði og
árangur heilsugæslu.
Kínamenn á
Kjarvalsstöðum
Kínverjar eru listrænt fólk og
eiga sér langa og merkilega hefð í
myndlist. Þeir hafa fundið þar í
landi myndir málaðar á silki, sem
munu vera allt að því 2400 ára
gamlar. Og það var ekki kastað
höndum til þessara máiverka í þá
daga fremur en nú á síðustu árum,
eftir að þeir þar fyrir austan hafa
stofnað alþýðulýðveldi og atvinnu-
listmálarar þar með drifnir upp úr
þeirri lægð, er þeir sjálfir segja,
að ríkt hafi þar í landi í myndgerð,
en blómstri nú á nýjan leik. Sú
sýning, sem nú stendur í Austur-
sal á Kjarvalsstöðum, á að sýna og
sanna fyrir okkur að myndlist hafi
öðlast sinn fyrri sess og að
skapandi listaverk séu dáð og virt
af þeim í alþýðustétt austur þar.
Ekki skal ég lengja mál mitt
með óþarfa snakki að sinni. Sann-
ast orða er þessi kínverska sýning
ákaflega falleg á köflum, en hún
er nokkuð misjöfn, og sannast hér
einu sinni enn, að lítið hafa þeir í
Kína sótt gott til vina sinna í
Kreml. Hér á ég auðvitað við hinn
margslitna og leiðinlega sósíal-
realisma, sem fyrir löngu hefur
fengið maklega afgreiðslu hér á
vesturhjaranum. Það eru svo
margir ágætir hlutir á þessari
sýningu, að ég held við verðum að
einbeita okkur á þá. 45 listaverk
eru nú í Austursalnum á Kjarvals-
stöðum. Þar eru engin'skilrúm, og
salurinn fær því að njóta sín til
fulls að þessu sinni. Eitt eða tvö
verk eru eftir hvern listamann á
þessari sýningu, og þar sem kín-
verska er kínverska í mínum
eyrum, legg ég ekki út á þá braut
að nefna nöfn, en ég vil benda á
Grænmeti
nokkur úrvalsverk, sem að mínum
dómi eru þess fyllilega verð, að
sem flestir kynnist. Þar er farið
með pensil á þann hátt, að margur
gæti af lært, og þar kemur hin
merkilega hefð kínverskrar mynd-
listar mjög greinilega til skila.
Þessi verk eru: No. 3,16, 22, 29, 30,
35, 39, 42 og að lokum tvö verk í
sérflokki No. 44 og 45. Þessi verk
eru eftir einn þekktasta málara
Kínverja á seinustu árum, og
hann heitir Chi Pai-shih. Hér
sannast eins og svo oft áður, að
heimsfrægðin er ekki alltaf í ætt
við Garðar Hólm og að í mjög
mörgum tilfellum er hún verð-
skulduð og á enga samleið með
öllu því skrumi, sem oftlega er
spúð yfir saklaust fólk.
Persónulega hafði ég mikla
ánægju af að sjá þessa sýningu
Kínamanna, og ég vonast til, að
sem flestir fái tíma til að skreppa
þarna inn og njóta, en jól eru í
nánd, og þá er oft lítill tími aflögu
hér norðurfrá til annars en að
undirbúa sólkomu og sýna trú sína
í verki. Hér fáum við ágætt
tækifæri til að sjá, hvað þeir
Mvndllst
eftir VALTÝ
PÉTURSSON
þarna fyrir austan sýna þjóðum
til að sanna menningu sína fyrir
alheimi. Þessi sýning er farand-
sýning, sem víða hefur farið og er
á langri leið. Látum hana ekki
fara óséða úr landi, það væri
leiðinlegt fyrir þá í Kína og
sorglegt fyrir okkur hér á íslandi.