Morgunblaðið - 19.12.1980, Side 11

Morgunblaðið - 19.12.1980, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1980 43 Að vera eða vera ekki Enginn maður er föst stærð. Mín sjálfsmynd er hvorki mín eigin smíð né eitthvað sjálfgefið; einhver vöggugjöf. Og af því allt er breytingum undirorpið er sjálfsmynd mín ekki eins í dag og á morgun. Að nokkru leyti ræð ég sjálfs- myndinni; ég hef einfaldlega áhrif á skoðanir annarra á mér. Þó er þessi viðleitni sjaldnast persónuleg uppfinning. Eg hleyp nefnilega eftir þeim góða orðstír sem mér lærist. Vitur maður hefur sagt: Þú ert það sem aðrir telja að þú sért. Telji aðrir þig hógværan, ertu hógvær; telji aðrir þig hrokafull- an, ertu hrokafullur. Hér er nokkur sannleikur. En fullyrð- ing þessi horfir fram hjá spurn- ingnni um það hvers vegna menn eru taldir eitt en ekki annað. Vissulega er hér ekki um tilvilj- anir að ræða. Fullyrðingar um hvernig menn eru byggjast að nokkru leyti á reynslu af þeim sem fullyrðingin tekur til. Þó hugmyndin um manninn sem spegilmynd af viðhorfum annarra sé einföldun, felur hún í sér aðvörun til okkar sem fellum dóma um menn á hverjum ein- asta degi. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Sú ábyrgð felst í að umgangast aðra menn, að hægt er að hafa áhrif á hvernig aðrir skoða náunga okkar og náunginn sjálfan sig. Ég sagði áðan að menn reyndu að skapa um sig jákvæð viðhorf. Þetta á að nokkru við meðan menn eru í aðstöðu að móta skoðanir annarra og hafa ákveð- inn vilja. Óviss maður kann að trúa ýmsu misjöfnu um sjálfan sig. En svo er ekki sama hver gefur okkur umsögn. Við trúum ekki öllum jafnt, því þeim sem borin er virðing fyrir er fremur trúað en öðrum mönnum. Svo er ekki sama hve margir segja okkur hvernig við erum og hve oft. Því fleiri og því oftar, því meiri verður trúgirnin. Við getum snúið dæminu við og sagt: Hverju trúum við ekki upp á náunga okkar? Hve oft höfum við ekki tekið afstöðu til annarra manna einungis af sögusögnum án eigin reynslu? Það undarlega gerist að sá sem eitt sinn trúir sögusögn breytir oft engu um afstöðu sína þrátt fyrir reynsluna, heldur þvert á móti. Sanngirnin skiptir ekki öllu máli. Það sem hér er sagt má endursegja í tveimur setn- ingum: Ef þú hittir mann sem þér er sagður ósiðvandur og honum verður ósiðlegt atvik á, er það vegna þess að hann er ósiðvandur. Hafir þú heyrt hann siðvandan en honum verður ósið- legt atvik á, er það þrátt íyrir að hann er siðvandur. Stundum getur sögusögnin um náungann verið svo ólíkleg þegar að reynslunni kemur að við tökum nýja afstöðu. Það breytir því þó ekki að mælikvarðinn sem við metum og mælum með er ákaflega ónákvæmur. En málið er ekki svona einfalt. Þó menn hafi viðleitni til að skapa sér góðan orðstír; taka þátt í sjálfsmynd sinni, greinir menn á um orðstírinn. Því hvað er orðstír annað en afstæð met- orð? Ef við tilheyrum hópi þjófa öðlumst við góðan orðstir með gripdeildum. Ef við trúum hins vegar á eignaréttinn, sem er ein ástæðan fyrir því að menn stela, leitum við góðs orðstírs eftir öðrum leiðum. Ungmennið sem brýtur lögin er oft alls ekki að brjóta lögin heldur þvert á móti að halda þau. Löggjafinn er jafningjahóp: urinn sem hann umgengst. í hópnum er hver sterkari en hann sjálfur. Hið vafasama get- ur hæglega orðið sjálfsagt og sá orðið mestur sem fæst kallar ömmu sína. Viðurlög hópsins við undanbrögðum frá tilskipunum eru þátttakendum oft raunveru- legri en óræð lög þjóðfélagsins. En fyrr en varir er orðinn þjófur úr manni. Réttvísin hleypur í spilið. Hann „löghlýðni“ verður lögbrjótur og stolt verður sam- viskubit. Sami verknaðurinn býr til hetjuna og vesalinginn. Sá sem er orðinn eitthvað, hættir að vera það sem hann var. Þjófurinn hættir að vera maður, því af því hann er þjófur er honum ekki treyst og af því honum e ekki treyst er hann þjófur. Af fljótfærni sannfærist þú um, að af því þjófurinn getur ekki annað en stolið, sé fangelsið Stiklað á stóru eftir Rúnar Vilhjálmsson hans rétta heimili. Við nánari athugun kemstu ef til vill að því, að heilt samfélag hafi ákveðið þjófnaðinn, þjófurinn séð um framkvæmdina og ekkert fang- elsi rúmi þátttakendur í einum þjófnaði. En að hvaða niðurstöðu svo sem þú kemst snýst spurningin ávallt um að vera eða vera ekki. Þannig skiptir meira máli að þú ert þjófur, en hvers vegna þú ert það. Grænlandssjóður lögfestur: Nánari samskipti við Grænlendinga beggja hagur FRUMVARP til laga um Græn- landssjóð. sem stuðla á að nánari samskiptum íslendinga og Græn- lendinga. var samþykkt sem lög frá Alþingi sl. miðvikudag. Sam- kvæmt hinum nýju lögum ber ríkissjóði að leggja sjóðnum til 125 m.kr. á ári næstu tvö árin. Þetta framlag skal miðast við gengi krónunnar gagnvart danskri mynt, eins og það er í dag. en breytast með skráningu dönsku krónunnar. Auk þess skal sjóðs- stjórn leita eftir framlögum í sjóðnum frá fyrirtækjum. félaga- samtökum og einstaklingum. Seðlabanki íslands annast fjár- reiður Grænlandssjóðs og ávaxtar fé hans. Framlögum og öðrum tekjum sjóðsins má jafnóðum breyta í grænlenzkan gjaldeyri. Grænlandssjóður skal veita styrki til kynnisferða, námsdvalar, listsýninga og samskipta á sviði tæknimála. 1 greinargerð með frumvarpinu var lögð áherzla á nánari samskipti þjóðanna um sameiginleg hagsmunamál, m.a. á sviði hafréttarmála, fiskverndunar og sjávarútvegs, og minnt á það að árið 1982 verða 1000 ár frá fyrstu heimsókn Eiríks rauða til Græn- lands. Fyrsti flutningsmaður frum- varpsins var Matthías Bjarnason, fyrrverandi sj ávarútvegsráðherra. Al''CI.VSINCAKIMIXN KR: rll c^? 22480 SÓFASETT FRA CHATEAUD ’ Vorum aö fá mikiö úrval af ítölskum sófasettum, smáboröum og kommóöum. Mikiö úrval af veggsamstæöum og boröstofusettum frá BAHUS. Sófasett, sófaborö í miklu úrvali frá Taiwan. Hornhillur, smáborðifatahengi og fleira.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.