Morgunblaðið - 19.12.1980, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 19.12.1980, Qupperneq 12
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1980 Bragi Kristjónsson Millirikjaviðskipti og alþjóðastjornmál: Alþjóðabáknin og viðskiptafrelsið Um ríkar þjóðir og snauðar — síðari grein ÝMSIR álíta framtíðar samskipti iðnríkja og þróunarríkja meira vandamál en vopnaglamur risaveldanna. Merkasta framiag til framtíðar- lausnar þess er álit 17 manna nefndar undir forsæti Willy Brandts, fyrrv. kanslara Vestur- Þýzkalands, sem nýlega skilaði áliti sínu tl Waldheims aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Rob- ert McNamara, aðalbankastjóri Alþjóðabankans í Washington átti á sínum tíma frumkvæði að starfi nefndarinnar. Hér er fjallað um nokkur atriði skýrslunnar frá ýmsum hliðum. Meðal tillagna spekinganna um ráðstafanir til bóta er, að komið verði á fót nýrri alþjóða- stofnun við hlið þeirra, sem fyrir eru, einskonar Alþjóðaþróun- arsjóði, sem einkum ætti að leggja meiri áherzlu á heild- stæða og almenna iðnþróun og atvinnuuppbyggingu í stað hinna hefðbundnu þróunarverk- efna; byggingar tiltekinna verk- smiðja, aðstoðar eða stuðnings við ákveðna verkmenntun, t.d. í veiðiskap af ýmsu tagi og þess háttar. Auk þess sé nauðsyn að koma á fót eftirlitsaðilja af æðri gráðu, sem hafi vakandi auga með framkvæmd þróunaraðstoð- ar og gæti þess að misfellur eigi sér ekki stað. Nefndin gagnrýnir ýmsa fleiri aðilja ítarlega í skýrslu sinni um þessi mál. Hinir alþjóðlegu einkabankar fá t.a.m. orð í eyra. Eru þeir gagnrýndir fyrir að vera á erfiðleikatímum alltof tækifærissinnaðir til að unnt sé áfram að fela þeim fjármagns- miðlun frá hinum auðugu OPEC-olíuríkjum til hinna lítt megandi. Og það er einnig álit spekinganna, að fjölþjóða- fyrirtæki hljóti í framíðinni að vera háð strangara eftirliti um fjárfestingar og framkvæmdir. Willy Brandt og félagar hans álíta, að skýrslan ætti að stuðla að því að koma á alþjóðaráð- stefnu helztu iðnríkja og þróunarríkja, þar sem umræðan um framtíðarskipan þróunar- aðstoðar og önnur samskipti þessara aðilja yrði tekin til endurskoðunar með tillögur nefndarinnar að vegvísi. Bent er á, að fjöldi þátttökuríkja ætti ekki að vera meiri en tuttugu og fimm, þar sem hinar fjölþjóð- legu mammútaráðstefnur um þessi málefni hafi engu til leiðar komið nema endalausum flaumi orða. Nú sé lokið könnun og úrvinnslu um vandamálið og því hægt að hefjast handa um lausn þess. Líka er það álit Willy Brandts og nefndarinnar, að sósíalista- ríkin hljóti að taka' virkan þátt í slíkum viðræðum. Fram til þessa hafa ríki sósíalismans ekki lagt af mörkum nema um 3% af heildarframlögum til þriðja heimsins árlega, á þeirri for- sendu að aðstoð við þróunarríki sé aðeins mál milli hinna gömlu heimsvaldasinna og fyrrverandi fórnarlamba þeirra. Álit og gagnrýni Alþjoða verzlunarráðsins Skýrsla Brandt-nefndarinnar hefur hlotið velviljaðar móttök- ur hjáa flestum viðkomandi að- iljum, enda eru hér að mestu farnar troðnar slóðir, þótt stundum sé all hastarlega stung- ið á nokkrum kýlum með öðrum hætti en fyrr. Ein undantekning er þó frá þessu: Alþjóðaverzlun- arráðið (ICC) hefur ákaft mót- mælt flestum nýjum hugmynd- um, sem fram koma í skýrslu- gerðinni. Alþjóðaverzlunarráðið bendir á, að í áfergjulegri leit sinni að nýjum opinberum afskiptum af þróunarmálum, hafi Brandt- nefndin algerlega gleymt hinum þýðingarmikla þætti, sem frjálst framtak hefur í heimsviðskipt- unum. Sú almenna vesæld, sem er í iðnrikjunum og nefndin vill nú miðla til þróunarríkja, sé eingöngu og alfarið að þakka einkaframtaki fyrirtækja og ein- staklinga. Einkaframtakið sé það afl, sem gert hafi þessi lönd að því, sem þau nú eru og þriðji heimurinn vill nú eignast hlut- deild í. Á það er einnig bent, að þau þróunarríki, hin svokölluðu Nic-lönd, sem lengst eru á veg komin með batnandi lífskjör og þróaða framleiðsluhætti, hafi tileinkað sér hina frjálsu hætti og framtak, búið framleiðslu sinni og einstaklingum frelsi í starfi og lífi. Allt of mikil einföldun á flóknu máli sé að tala aðeins um Norður/Suður. Með því, segir Alþjóðaverzlunarráðið, geri nefndin aðeins illt verra og auki mótsetningarnar milli aðiljanna. Heildarmyndin sé miklum mun flóknari en svo, þar sem hin svokölluðu þróunarríki séu mjög misjafnt á veg komin við þróun og uppbyggingu atvinnulífs og framleiðslu í löndunum. Mestu máli hljóti að skipta afstaða stjórnvalda viðkomandi landa til frjálsra viðskiptahátta. Verzlun- arráðið átelur einnig, að það verði á valdi ríkisstjórna og alþjóðastofnana að koma fram afdrifaríkum grundvallarbreyt- ingum á heimsviðskiptunum. Og auk þess vilji Brandt-nefndin fjölga þeim alþjóðastofnunum, sem nú ráðskast með þessi málefni. Engin ástæða sé til að auka hina alþjóðlegu skrif- finnsku, nóg sé samt af svo góðu. Helzta nauðsynjamál þróunar- ríkjanna sé að koma á frjálsum viðskiptaháttum og komast hjá þeirri ógæfusömu hafta- og verndarstefnu stjórnvalda, sem sé upphaf alls ills í frjálsu viðskiptalífi. Einnig er það átal- ið í umsögn ráðsins, að ríkis- stjórnir þróunarlandanna hafi oft gert sig sekar um mistök, þegar þær hafi vanrækt þær framleiðslugreinar, sem fyrir voru í landinu vegna þrýstings frá iðnríkjunum að koma á fót nýjum framleiðslugreinum, sem alls ekki henta viðkomandi landi, en geta þjónað tíma- bundnum hagsmunum iðnríkj- anna betur en atvinnulífi heima- manna. Alþjóðaverzlunarráðið lætur það álit uppi, að sambúðarvandi iðn- og þróunarríkja leysist ekki, þótt sett verði á stofn nýtt alþjóðabákn mörg hundruð fræðinga á sviðum stjórnunar og hagfræði. Betri árangur náist með því að stuðla að bættum rekstri og árangursríkara starfi þeirra stofnana, sem fyrir eru. Og þar séu ýmis jákvæð teikn á lofti. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi þannig nú breytt lána- reglum sínum, fjármagn Al- þjóðabankans hafi verið tvöfald- að og báðar þessar stofnanir stefni að einföldun starfshátta, sem gera muni þróunarríkjunum auðveldara að fá þar fyrir- greiðslu með eðlilegum hætti. Alþjóðaverzlunarráðið lýsir einnig mikilli vantrú á hugmynd nefndarinnar um sköttun á milliríkjaviðskipti. Hið einasta, sem jákvætt sé í skýrslu Brandt-nefndarinnar, séu hug- myndir hennar um að reyna að koma í veg fyrir sveiflur í verði nauðsynlegustu hráefna heims- verzlunarinnar. En í sama mund átelur ráðið nefndina fyrir hug- myndir sem hníga í þá átt, að það gerist fyrir opinberan al- þjóðaatbeina. Lokaálit Alþjóðaverzlunar- ráðsins er, að frjáls verzlun og viðskipti geti orðið það afl, sem bezt komi þróunarríkjunum til góða, en ekki afskipti alþjóða- stofnana ofan frá, sem meira og minna séu undir þrýstingi frá öflugustu iðnríkjunum. Hin frjálsu markaðsöfl nái ekki árangri undir draum- kenndri hagsmunaforsjá utan- aðkomandi aðilja, segir í áliti verzlunarráðsins. í slóð vinnandi fólks ÖLL ERU ÞAU ÖNNUM KAFIN í ERILBORG. Ilöfundur lesmáls og mynda: Richard Scarry. Jarðskjálfti í Tadzhikistan Moskvu. 17. desember. AP. SOVÉSKA fréttastofan Tass sagði í dag, að jarðskjálfti að styrkleika 12 á Medvedev-kvarða hefði orðið i höfuðborg Mið- Asíulýðveldisins Tadzhikistan snemma í morgun. Ekkert manntjón varð en skemmdir nokkrar. Samkvæmt Tass-fréttum voru upptök sjálftans skammt suður af borginni Dushanbe þar sem vegir lokuðust vegna mikilla skriðufalla. Á fimmtudag í fyrri viku varð jarðskjálfti, sem mæld- ist sjö á Richter-kvarða, í Uzbek- istan en engar fréttir voru um afleiðingar hans. Þýðing: Jóhann Pétur Sveinsson og Óiafur Garðarsson. Textateikning: Þorkell Sigurðsson. Setning og umbrot: Prentstofa G. Benediktssonar. Prentun: Officiene Grafiche Arn- oldo Mondadori Editore, Verona. Útgefandi: örn og Örlygur. Það er snjallt hjá höfundi að ráðast í gerð slíkrar bókar, því að við, borgarbúar, vitum alltaf minna og minna um það, hvað náungi okkar aðhefst. Úr því vill höfundur bæta, og bíður börnum í fylgd með sér í slóð vinnandi fólks. Við kynnumst byggingamönnum; kynnumst störfum á pósthúsi; kynnumst erli húsfreyju; við höld- um í sjóferð; fylgjum lögreglu og slökkviliði að störfum; skreppum inn á sjúkrahús; bregðum okkur í lestar- og flugferð; kynnumst sán- ingu og uppskeru; höldum í iður jarðar; leggjum vegi og gerum fatnað; kynnumst vatni og sól. Allt er þetta gert á gamansam- an hátt, og þegar börn hafa gert sér grein fyrir öllu því er bókin greinir frá, þá eru þau orðin býsna fróð um umhverfi sitt. Myndir höfundar eru mjög góð- ar, dýr í hlutverkum manna, sem sýna í skopspegli erilinn í Eril- FÁRVIÐRI Ilöfundur: Jan Terlouw Þýðing: Kari Ágúst Úlfsson Prentun: Prentrún sf. Útgefandi: Iðunn Það var með mikilli eftirvænt- ingu að ég nálgaðist efni þessarar bókar, svo mjög hafði ég hrifizt af hinum fyrri bókum höfundar. Og enn er Terlouw -samur við sig, tilþrif hans í frásagnarlist slík, að erfitt er til að jafna. Hann virðist kunna þessa íþrótt út í hörgul, hraði, spenna eftirvæntingar, mýkt og næmi, á öllu þessu kann hann skil, og þegar hann fer á kostum, þá er horfandi á hann. Bók sinni skiptir hann í tvo hluta Flóð og Fjöru. Einhvern veginn þótti mér meir til ,um fyrri borg. Lesmál er stutt en kjarnyrt, og höfundi tekst mætavel að draga lesandann inn á það svið er hann skoðar. Þýðing er góð, alls ekki hnökra- laus (Kynstri af símum (14); Eftir marga daga af sól og regni (55)), en yfirleitt samt góð. Textateikn- ingar eru góðar einnig, þó prent- villupúkinn sé með smá-stríðni eins og gengur, lyftir hornsteini á kaflann, má vera, að mín eigin þreyta hafi glapið mér sýn í seinni hlutanum, en mér þótti snerpa hans minni. Fyrri hlutinn er um unga stúlku á morgni lífsins, hún á sér fjöl- skyldu og unnusta, þráir frjáls- ræði lífsins. örlögin spinna henni vef, stundum er eins og hún sjálf sé að festast í netadræsu Gróu á Leiti, en samt sleppur hún ætíð, því að örlögin ætla henni meiri hlut, það er ekki umhverfið sem molar hana, heldur hjálpar hún, í seinni hluta bókarinnar, t.þ.a. raða því saman, eftir að náttúran sjálf hafði lagt það í rúst. Þetta er saga tveggja kynslóða. Móðir við son: „Við erum börn tæknialdar- innar. Og tæknin hefur helst kennt okkur að undrast ekki neitt. Bðkmenntlr eftir SIGURÐ HAUK GUÐJÓNSSON loft (78) og merkir sér titilsíðu bókarinnar. Prentun góð. Allra snotrasta bók. Tæknin skilur alla skapaða hluti, skilur allt, breytir öllu.“ „Já,“ segir Valeer, „þannig er þjóðfélag okkar byggt upp, þetta er okkur kennt. Mannkynið með tækniþekkingu sína segir náttúr- unni fyrir verkum." „Þið þekkið ekki morgunfrúna." Anna talar meir við sjálfa sig en Valeer. „En þið risuð upp gegn þeim hégóma mannkynsins að vilja útrýma þessu blómi sem svo fáir þekkja og enginn getur búið til.“ Þýðing Karls er góð, og þegar hann losnar undan áhrifum tízku- orða, þá verða tök hans á máli ágæt (Elska hafið; ferleg vand- ræði). Prentun og próförk vel unnin. Enn ein prýðisbók frá Iðunni þessu sinni. Enn er Terlouw samur við sig

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.