Morgunblaðið - 19.12.1980, Side 18
50
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1980
Minning:
Björgvin Torfason
frá Vestmannaeyjum
Fæddur, 7. ágúst 1925.
Dáinn 11. desember 1980.
Fyrir um fimmtán árum hélt ég
fyrsta erindi mitt hjá Sálarrann-
sóknarfélagi íslands, og efnið var
„Endurholdgunarkenningin“.
Setti ég þar fram niðurstöður
Bandaríkjakonunnar Dr. Gina
Cerminara um endurholdgun, eft-
ir miklar rannsóknir á starfi
Edgar Casey i Virginia Beach.
I lok fundarins kom til mín
meðal annarra maður sem ég
þekkti ekki, en honum var mikið
niðri fyrir um að fá að lesa þessa
bók. Þessi maður var Björgvin
Torfason. Ég heyrði það á spurn-
ingum hans, að hér var leitandi
maður, sem ekki var að hefja leit
sína, en eygði nýjar upplýsingar,
nýtt sjónarsvið og víkkaðan skiln-
ing, í leitinni að þekkja sjálfan sig
og lögmál tilverunnar.
Þetta upphaf varð að kunn;
ingsskap og vináttu sem varir. I
hvert skifti sem við hittumst var
tækifærið notað til að skiftast á
skoðunum, upplýsingum og
reynsluatriðum.
Björgvin var virkur félagi í
Sálarrannsóknarfélagi íslands og
var í stjórn í mörg ár, og nú síðast
í varastjórn.
Hann var ávallt áhugasamur
um þróun félagsins og að félags-
mönnum væru gefin tækifæri til
að kynnast fólki með sérstæða
hæfileika, og þannig öðlast beina
reynslu eins og hann hafði gert.
Ég þakka Björgvin fyrir hans
góðu störf í þágu félagsins og
einnig sendi ég Dagbjörtu mínar
beztu þakkir fyrir hennar góða
framlag, því að málefnið var
sameiginlegt áhugamál þeirra
hjóna.
Ég vona að hluti af uppskeru
margra ára leitar að þekkingu og
reynslu hafi skilað sér í að gera
lokaskrefin léttbærari,-
Ég veit að Björgvin hafði gott
og nothæft vegarnesti sem hann
þurfti fyrr, en aðstandendur og
vinir ætluðu, en ferill hverrar
sálar er einstaklingsbundinn.
Dagbjörtu, dætrunum og öðrum
aðstandendum votta ég samúð
mína.
Ég óska Björgvin fararheillar
og gæfu á nýjum sviðum og veit að
þar verður hann einnig góður
liðsmaður, og kveð góðan sam-
starfsmann og vin.
Guðmundur Einarsson
forseti Sálarrannsóknar-
félags íslands.
Andlátsfregn vinar míns og
skólabróður Björgvins Torfasonar
kom sem reiðarslag yfir okkur
samstarfsmenn hans. Hann hafði
staðið af sér erfiða skurðaðgerð í
haust og við vorum að gera okkur
vonir um að sjá hann aftur
hressan í hópi okkar, þegar vorið
færi að nálgast. Því er þó ekki að
neita að annað veifið gætti nokk-
urs uggs meðal okkar þar sem við
erfiðan sjúkdóm var að stríða.
Kynni okkar Björgvins hófust,
er við þreyttum inntökupróf í 3.
bekk Verzlunarskóla íslands árið
1944. Sú vinátta, sem þá var
stofnað til rofnaði aldrei.
Björgvin Torfason var fæddur í
Vestmannaeyjum 7. ágúst 1925.
Foreldrar hans voru Torfi Ein-
arsson formaður þar og kona hans
Katrín Ólafsdóttir.
Að loknu barna- og gagnfræða-
skólanámi í heimabyggð sinni
innritaðist Björgvin, eins ojg áður
er sagt, í Verzlunarskóla Islands
1944 og lauk þaðan stúdentsprófi
1948. Þaðan lá leiðin til Kanada
þar sem hann stundaði háskóla-
nám í eitt ár.
Árið 1949 réðst Björgvin til
starfa hjá Olíufélaginu Skeljungi.
Gegndi hann þar ábyrgðarstörf-
um.
Hugur hans stóð þó jafnan til
starfa í þágu sjávarútvegsins og
árið 1968 réðst hann til starfa sem
fulltrúi á skrifstofu Síldarútvegs-
nefndar í Reykjavík. Tók hann að
sér eitt vandasamasta verk skrif-
stofunnar, en það var að skipu-
leggja og hafa yfirumsjón með
síldarsöltuninni go útflutningi
síldarinnar til hinna ýmsu mark-
aðslanda. Jafnframt stjórnaði
hann innflutningi og dreifingu
rekstrarvara vegna síldarsöltun-
arinnar.
í öllum þessum störfum ávann
Björgvin sér óskorað traust allra
samstarfsmanna og viðskiptavina
nefndarinnar, enda má með sanni
segja að hann hafi lagt sig allan
fram til þess að leysa þessi
ábyrgðarstörf sem bezt af hendi.
Björgvin kynnti sér vel sölu- og
markaðsmál síldarinnar og tók
þátt í fjölda samningaviðræðna
við erlenda síldarkaupendur. Eitt
síðasta verk hans á því sviði var
þátttaka í viðræðunefnd við Pól-
verja í Varsjá í byrjun september
varðandi viðskiptasamning land-
anna. Það var skömmu eftir þá
ferð, sem hinn alvarlegi sjúkdóm-
ur kom í ljós.
í einkalífi var Björgvin mikill
gæfumaður. Hann kvæntist árið
1950 skólasystur okkar Dagbjörtu
Guðbrandsdóttur, mikilhæfri
mannkostakonu. Þau eignuðust
tvær dætur, Kristínu, bókavörð í
Kópavogi, sem gift er Kára Kaab-
er, og Katríhu, sem stundar nám
við Háskóla Islands.
Nú þegar leiðir skiljast er
margs að minnast. Björgvin
Torfason var greindur maður og
stjórnsamur. Hann var kröfuharð-
ur við sjálfan sig og vann öll sín
störf af einstakri vandvirkni.
Hann hafði mikla ábyrgðartilfinn-
ingu og sterka réttlætiskennd. Og
hjartað hafði hann svo sannarlega
á réttum stað. I vinahópi var hann
jafnan hrókur alls fagnaðar. Hans
er sárt saknað af okkur öllum, sem
áttum því láni að fagna að starfa
með honum.
Við hjónin þökkum órjúfanlega
og trygga vináttu hans og flytjum
öllum aðstandendum innilegar
samúðarkveðjur.
Gunnar Flóvenz.
„Ég átti virtkvæmar vonir.
sem vermdust i hjartans glóð.
Til himins stigu i hljóðri bæn
min helgu draumaljóð.
Þannig kvað Helgi Sæmundsson
skáld og rithöfundur í einu af
æskukvæðum sínum, er hann var
nemandi í gagnfræðaskólanum í
Vestmannaeyjum og valdi því
heitið: Kveðja.
Sá, sem hér skal minnst átti
sínar viðkvæmu vonir og hjartans
glóð. Ég kynntist honum fyrst er
hann settist 1939 í fyrsta bekk
gagnfræðaskólans í Eyjum og
kenndi honum í tvo vetur.
Leiðir okkar lágu saman í skóla-
starfi og við íþróttaiðkanir.
Kreppan sagði til sín engu síður í
Eyjum en annars staðar með
þjóðinni. Skólinn starfrækti les-
stofu. Þangað Ieituðu nemendur
síðdegis, því að þeir bjuggu við
skort á orðabókum, kortabókum
og öðrum hjálpargögnum. Skóla-
stjórinn og ég önnuðumst vörslu
og aðstoð. Til íþrótta og skáta-
starfs sóttu ungmennin, því að
slíkur félagsskapur stóð opinn án
greiðslu. Kynni við æsku Éyjanna
urðu því náin í skóla og utan.
Björgvin Torfason var eitt þessara
ungmenna, sem notfærðu sér það
sem skóli og æskulýðsfélagsskap-
ur gat veitt.
Það var fjölmargt sem lífið í
Eyjum bauð ungmennum sínum
til viðfangs. Náttúra Eyjanna,
hafið, fjaran, klettarnir og úteyjar
með fuglamor; sjósóknin, bátaflot-
inn og vélakostur hans; fiskvinnsl-
an, sem tækni var að þokast inn í;
höfnin með sitt oftsinnis marg-
brotna athafnalíf; íbúarnir hertir
af útsjónarsemi að sjá sér og
sínum farborða með öflun fiskjar
og vinna hann til afurða, að sækja
björg til eggja- og fuglatekju,
rækta Heimaey til nytja búsmala
og kartöfluræktar.
í slíku umhverfi ólst Björgvin
upp. Hugurinn næmur á marg-
breytileikann og tápið tilbúið til
athafnasemi. En vonir unglinga
þessa tímabils voru viðkvæmar
hvað varðaði menntun og frama,
því að fjár var vant.
Björgvin leitaði sér ungur vinnu
og jafnvel á skólatímanum. Að
sumrinu var farið á snurvoð eða
jafnvel á síld. Þessi vinnuhugur og
þörf á peningum varð þess vald-
andi að hann lauk ekki gagn-
fræðaprófi. Námsgáfur hömluðu
ekki, því á skýrslu skólans sést að
hann er í fyrsta og öðrum bekk
með þeim einkunnahæstu. Meðal
skólafélaga sinna var hann vel
látinn og sama var í félögum þeim
sem hann starfaði. Þar sem hann
var viðgekkst engin lognmolla.
Hann var lokaður og íbygginn
meðan hann hugsaði málið sem úr
þurfti að leysa en er ákvörðunin
var fengin, var ekki legið á
skoðuninni. Þá gat hann jafnvel
verið hávær. Siður var það löngum
í skólanum og hjá skátum að fara
i fjallaferðir. I slíkum ferðum varð
að beita varúð og stjórnsemi.
Þegar komið var í hættustaði urðu
allir að styðjast við vað. Þeir sem
voru á endum vaðsins urðu að vera
traustir og varkárir. Björgvin var
oft endamaður. í slíkum ferðum er
mikilvægt að þeir gefi sig fram
sem eru lofthræddir. Kom það
fyrir í slíkum ferðum að áður en
lagt var á svimháar tæpar slóðir,
þá voru þeir beðnir að gefa sig
fram sem lofthræddir væru.
Björgvin var hreinskilinn og kvað
uppúr með það að lengra þyrði
hann eigi og þorðu þá aðrir að
viðurkenna vanmátt sinn. Voru
þeir þá sendir til baka undir
forystu hans.
Þessa varfærni Björgvins mátti
ef til vill rekja til slyss sem varð
1936, er einn leikfélagi hans hrap-
aði til bana en félagar hans sluppu
naumlega.
Þessir eiginleikar Björgvins,
sem voru áberandi í fari hans sem
drengs fylgdu honum á mann-
dómsárunum og vöktu á honum
athygli í drengjahópnum við nám,
leik og störf.
Árið 1944 sest Björgvin í Versl-
unarskóla íslands og lýkur þaðan
stúdentsprófi 1949.
Á þeim námsárum hafði hann
herbergi í húsi Þorbjörns Jóhann-
essonar kaupmanns í Borg og varð
þar fjölskylduvinur.
Að loknu stúdentsprófi heldur
hann til Kanada í fiskiiðnfræði-
nám við MacGill-háskólann í
Montreal. Því miður varð hann að
hætta námi eftir eitt ár sökum
erfiðs fjárhags.
Um skeið var hann háseti á
togaranum Neptúnusi þar sem
Einar bróðir hans var þá stýri-
maður.
Úr 1950 gerðist Björgvin starfs-
maður hjá olíufélaginu Skeljungi.
Annast hann þar birgðabókhald
og dreifingu olíu. Starfsmaður
Skeljungs er hann í rúm 18 ár en
frá miðju ári 1968 ræðst hann til
síldarútvegsnefndar og er loðnu-
nefnd er stofnuð 1973 gerist hann
starfsmaður hennar og síðustu
árin var hann einn þriggja nefnd-
armanna.
Á öllum þessum starfssviðum
naut Björgvin trausts og trúnaðar
yfirboðara sinna og voru falin
ýmis vandasöm störf og naut hann
þar varúðar sinnar, festu og
hreinskilni.
Þann 22. apríl 1950 kvongaðist
Björgvin Dagbjörtu Guðbrands-
dóttur, sem fædd er í Vestmanna-
eyjum og var skólasystir hans í
Verslunarskóla íslands. Dætur
hafa þau eignast tvær: Kristínu f.
5. okt. 1950, gifta Kára Kaaber,
eiga þau 2 syni, og Katrínu, f. 26.
febr. 1959 við nám í bókmenntum
við Háskóla íslands.
Foreldrar Björgvins voru Katr-
ín Ólafsdóttir og Torfi Einarsson.
Ólafur faðir Katrínar var frá
Lækjarbakka í Mýrdal en ættir
hans úr Vestur-Skaftafellssýslu
og Rangárvallasýslu. Ingibjörg
Jónsdóttir móðir hennar var úr
Mýrdal af Ásgarðis, Skipagerðis-
og Presta-Högnaættum.
Torfi faðir Björgvins fæddist í
Varmahlíð undir Eyjafjöllum.
Einar faðir hans var kominn af
séra Jóni Steingrímssyni, svo og
af Skógaætt.
Einn forveri þeirra var Jón
lögréttumaður ísleifsson í Selkoti
undir Eyjafjöllum. Hann var af
ætt Höfðabrekkumanna en Vigdís
kona Jóns var afkomandi Hannes-
ar Crumbeck hins fjölfróða kunn-
áttumanns sem bjó að Lambafelli
undir Eyjafjöllum fyrir nær 300
árum.
Þóra móðir Torfa, var dóttir
Torfa prentara í Reykjavík,
Þorgrímssonar, af hinni svo-
nefndu Efferseyjarætt en sú ætt
var blönduð borgfirskum ættum.
Fyrir aldur fram er Björgvin
horfinn úr tölu lifenda. Okkur sem
Olafur Markússon
Hellu - Minning
Þeir sem lifa það að komast yfir
miðjan aldur verða þeirri reynslu
ríkari að margir samferðamann-
anna kveðja og hverfa yfir landa-
mærin miklu, sem skilja að líf og
dauða.
Ólafur Markússon á Hellu and-
aðist á Borgarspítalanum í
Reykjavík 13. des. sl. og verður
jarðsettur frá Árbæjarkirkju í
dag.
Ölafur var fæddur 29. jan. 1905 í
Hákoti í Þykkvabæ. Foreldrar
hans voru hjónin Katrín Guð-
mundsdóttir og Markús Sveinsson,
sem þar bjuggu, en fluttu að
Dísukoti í Þykkvabæ árið 1923 og
bjuggu þar í 20 ár, er tveir yngstu
synir þeirra tóku við búinu.
Markús og Katrín eignuðust 15
börn og komust 13 þeirra til
fullorðinsára. Var Ólafur næst
elstur systkina sinna. Þykkvibær-
inn hefur mjög breytt um svip frá
því að Ólafur var að alast þar upp,
en hann var þá nánast eins og
hólmi, því stór vötn runnu um-
hverfis byggðarlagið. Lífsbáráttan
var hörð í Þykkvabænum á þeim
árum ekki síður en annars staðar.
Eins og aðrir sveitadrengir
hjálpaði Ólafur til við búskapinn
eftir því sem getan leyfði og fór
snemma að vinna fyrir sér. Á
unglingsárum hans var róið á
áraskipum frá Þykkvabæjarsandi.
Um fermingaraldur byrjaði ólaf-
ur sjóróðra frá sandinum og var
hálfdrættingur í skiprúmi hjá
Jóni í Unhól. Þegar hann var 17
ára fór hann á vetrarvertíð til
Vestmannaeyja og var þar sjó-
maður í sjö vertíðir, en vann
annars að búi foreldra sinna.
Ólafur kvæntist árið 1928
Hrefnu Jónsdóttur, Jónssonar,
bónda á Árbæ í Holtum og
Guðlaugar Ólafsdóttur, konu
hans. Hófu þau búskap í Dísukoti,
á móti föður Ólafs, árið 1929 og
bjuggu þar í eitt ár en fluttu þá að
Arbæjarhjáleigu í Holtum og
bjuggu þar í átta ár og síðan í
Bjóluhjáleigu í Djúpárhreppi i 27
ár, en hættu þá búskap og fluttu
að Hellu árið 1965.
Fyrstu búskaparár Ólafs og
Hrefnu reyndust mörgum frum-
býlingnum erfiður tími, fjárhags-
lega, og var svo næsta áratuginn.
Ólafur hafði því sama hátt á og
margir rangæskir bændur á þess-
um árum, að fara til sjós. Hann
fór á togara árið 1928 og var á
togurum, á vetrarvertíð, næstu 12
árin, eða til ársins 1939. Hann var
háseti á togaranum Skúla fógeta,
þegar hann strandaði við Grindar-
vík árið 1933 og 13 af 37 manna
áhöfn skipsins fórust. Hefur þetta
verið mikil reynsla í lífi Ólafs.
Meðan Ólafur stundaði sjóinn
varð kona hans að annast um
bústörfin heima. ólafi líkaði sjó-
mennskan vel og hafði hann orð á
að ef hann hefði ekki verið bóndi,
myndi sjómennska hafa orðið ævir
starf hans. En hugurinn stefndi
ailtaf til búskapar í sveit. Hann
var mikill dýravinur og umgekkst
búsmala sinn eins og þar væru
vinir hans. Hann hafði líka mik-
inn og góðan arð af gripum sínum
og verður talinn framarlega í hópi
rangæskra góðbænda.
Um árabil var hann forðagæslu-
maður í sveit sinni. Þótt slík störf
séu misvinsæl mun Ólafur hafa
haft af því ánægju. Kom þar til
hver dýravinur hann var og var
honum áhugamál að aðrir færu
vel með gripi sína. Hann var
einnig deildarstjóri hjá Sláturfé-
lagi Suðurlands í mörg ár. Þá var
hann kjötmatsmaður í sláturhús-
inu á Hellu um þrjátíu ára skeið.
Eins og flest matsstörf, er mat á
kjöti ekki vandalaust, enda oft
vanþakklátt. Þessi störf eins og
önnur leysti Ólafur af hendi með
þeirri samviskusemi, sem honum
var í blóð borin og lagði sig fram
um að á hvorugan væri haliað.
Eftir að Ólafur og Hrefna fluttu
að Hellu var þar mikiil gesíagang-
ur lengra og skemmra að komn-
um. Kom þar til gestrisni hús-
bændanna og áhugi þeirra og
ánægja, að blanda geði við annað
fólk. Um þetta voru þau hjón mjög
samhent, enda leið öllum vel í
návist þeirra.
Ólafur og Hrefna eignuðust
fjögur börn. Þau eru: Alda, hús-
móðir á Hellu, gift Sigurði Karls-
syni, umboðsmanni Olis, Baldur,
bóndi á Fit undir Eyjafjöllum,
kvæntur Sigríði Pálsdóttur, Bragi,
verkamaður á Hellu, hefur búið
hjá foreldrum sínum og Jón,
rafvirki, búsettur í Garðabæ, kona
hans er Lind Ebbadóttir. Barna-
börn þeirra eru 17 og barnabarna-
börn 10.
Ólafur Markússon var mikill
mannkostamaður, eins og hann
átti kyn til. Stærstu eðliskostir í
fari hans voru hvað hann var hlýr
og hýr í viðmóti og var eðlislægt