Morgunblaðið - 19.12.1980, Page 23

Morgunblaðið - 19.12.1980, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1980 55 Dagvistarmál í borgarstjórn: Ekki hægt að kalla þetta annað en sýndarsamþykkt giftra foreldra og sambúðarfólks. Sjöfn tók þó fram að hún teldi leikskólafyrirmyndina miklu betra fyrirkomulag — að börnin séu aðeins hálfan daginn í burtu í einu. I lok máls sins lagði Sjöfn fram tillögu, en hún er svohijóð- andi: „Endurskoðun á þessari framkvæmd fari fram eftir eitt ár.“ Tillögur Markúsar felldar Á borgarstjórnarfundi sem haldinn var fyrir nokkru urðu talsverðar umræður um tillögu frá félagsmálaráði um að lýtur að því að börn giftra foreldra og sambúðarfólks fái aðgang að dagvistarstofnunum borgarinn- ar. Fyrst tók til máls Guðrún Helgadóttir (Abl). Guðrún ræddi um skýrslu sem gerð hefur verið um innra starf á dagvistunarheimilum Reykjavík- urborgar, en tillaga sú sem fyrir fundinum lá var niðurstaða starfshópsins. Guðrún sagði að ágreiningur hefði orðið í félags- málaráði um nokkur atriði í skýrslunni, en hún hefði samt verið samþykkt í meginatriðum og ágreiningslaust, Guðrún gerði síð- an grein fyrir ágreiningnum og sagði: „Hér er um það að ræða sem formaður félagsmálaráðs lagði á megináherslu, að það væri tími kominn til að lýsa því yfir sem stefnumiði félagsmálaráðs að ekki einungis börn einstæðra foreldra fái inni á dagvistarheimilum borg- arinnar, heldur jafnframt öll börn borgarinnar, þó að við vitum auðvitað öll að við ráðum ekki við þá lausn.“ Þá gat Guðrún þess að orðið hefði að samkomulagi að reynt yrði að miða við 10% rými til handa börnum giftra foreldra og sambúðarfólks, og sagði síðan: „En á fundi félagsmálaráðs sam- þykktu einungis fulltrúar meiri- hlutans þessa stefnu, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram breytingartillögu við þetta.„ Þá minntist Guðrún á gjald það sem áformað er að tekið verði fyrir börn þessa fólks og sagði að sér fyndist ekki óeðlilegt að taka tvöfalt gjald fyrir þau „þar sem tveir eru um að ala þau börn upp“. F organgsf lokkarnir hafa ekki forgang Næstur talaði Markús Örn Ant- onsson (S). Markús sagði að uppi hefðu verið nokkuð mismunandi skoðanir á því hversu réttlætan- legt það væri að greiða niður leikskóladagvistunina fyrir börn efnaðra foreldra. Þegar menn hafi rætt um það fyrr á árum hvort taka ætti upp sveigjanlega gjald- skrá eftir efnahag, þá hafi það verið talið skilyrði að slík gjald- skrá ríkti, ef hefja ætti almenna heilsdagsdagvistun. „Þess vegna hefði verið mjög eðlilegt að gera ekki ráð fyrir þessu almenna vistunarkerfi, sem borgarfulltrúar meirihlutans vilja sennilega kalla svo, yrði ekki komið á fyrr en slík gjaldskrárbreyting eða tillaga um það lægi fyrir,“ sagði Markús. „En borgarfulltrúar meirihlutans vilja hafa hraðann á í þessu máli og mér sýnist að þeir ætli að fara svo hratt í sakirnar að ekki er hægt annað en að kalla þetta sýndar- samþykkt." Markús sagðist telja að margar frumforsendur skorti fyrir því að hægt væri að koma þessu í kring. „En það á að sýna fram á það að búið sé að uppfylla þetta kosningaloforð, það skal bara gert einhvern veginn." Markús sagði að sjálfstæðis- menn vildu skilyrða þetta að einhverju leyti. Hann sagðist geta sætt sig við það að börn giftra foreldra og sambýlisfólks fái inni á dagheimilum til heilsdags vist- unar, stæði þannig á. Hann sagði það sjálfsagt að nýta laus dagvist- unarrými til fulls, „en hins vegar gerir tillaga meirihlutans ráð fyrir því að forgangsflokkarnir fái ekki neinn forgang lengur að dagvistarrýmum, umfram 90% þegar gert er ráð fyrir að 10% 7. segir Markús Örn Antonsson verði ófrávíkjanlega tekin frá fyrir þessa almennu vistun. Þá geta skapast þær aðstæður að vísa þurfi frá einstæðum foreldrum," sagði Markús. I lok máls síns lagði Markús fram breytingartillögu við tillögu félagsmálaráðs og var hún svo- hljóðandi: „Borgarstjórn samþykkir, að börn giftra foreldra fái aðgang að dagheimilum borgarinnar frá 1. jan. 1981. Verði hér eingöngu um að ræða að fullnýta vistrými á dagheimilum, þ.e.a.s. ef forgangs- hópar sækja ekki um þau rými. Fyrir börn giftra foreldra eða i sambúð greiðist ekki lægra gjald á dagheimilum, en giftir foreldrar greiða fyrir börn sín í einkadag- vistun, sem dagvistunardeild Fé- lagsmálastofnunar hefur milli- göngu um að útvega. Tii vara lagði Markús fram aðra tillögu svohljóðandi: „Framkvæmd samþykktarinnar verði frestað, þar til borgarstjórn hefur staðfest reglur um skrán- ingu barna giftra foreldra og sambúðarfólks á dagheimili og enn fremur reglur um breytilega gjaldskrá dagvistarheimila eftir efnahag. brýnasta þörf hafa fyrir pláss á dagvistarstofnunum. „Við erum ekki búin að ná því marki," sagði Elín, „og hvað gerir þá svona samþykkt í félagsmálaráði? Mér sýnist að hún varpi bara vand- anum yfir á innritunarfólkið. Það verður að standa andspænis þess- um forgangsflokkum, því fólki sem erfiðast á, sem verður að vinna — sem þarf að koma börnum sínum fyrir á meðan og það á svo að leysa úr málinu." Elín sagði að svona yfirlýsing eins og tillaga félagsmálaráðs væri leysti ekki nokkurn vanda. Elín sagði að þetta mál væri svo óundirbúið og óundirbyggt að ekki væri hægt að framkvæma þetta í raun nema þá að mismuna fólki. Alltaf hlýtur að vera um val að ræða Næst kom í pontu Guðrún Helgadóttir (Abl). Hún sagði vandann þann að ekki væri til nóg dagvistarrými. Á meðan svo væri hlyti alltaf að vera um að ræða forgangshópa af einhverju tagi. „Við getum ekki einu sinni leyst allan vanda forgangshópanna, þannig að alltaf hlýtur að vera um val að ræða,“ sagði Guðrún. I lok máls síns lýsti Guðrún því yfir að hún styddi tillögu félagsmálaráðs. Auka ber áhrif heim- ila og forstöðukvenna Þessu næst talaði Albert Guð- mundsson (S). Hann sagðist vilja auka áhrif heimilanna og for- stöðukvennanna í vistunarmálum dagvistarheimila. Síðan sagði Al- bert telja það fráleitt að giftir foreldrar og sambúðarfólk ættu að greiða tvöfalt hærra gjald heldur en forgangshóparnir. Síðan óskaði Albert eftir því að sá liður tillög- unnar sem kveður á um tvöfalt gjald yrði borinn sérstaklega und- ir atkvæði. * Leikskólarnir betra fyrirkomulag Er Albert hafði lokið máli sínu kom í ræðustól Adda Bára Sigfús- dóttir (Abl). Hún sagðist fagna því að nú ætti að opna dagvistar- heimili fyrir giftum foreldrum og sambúðarfólki þó það væri ekki nema að litlu leyti. Hún sagði þetta mál hafa verið sér kappsmál frá því hún tók sæti í borgarstjórn og hvatti til að tillaga félagsmála- ráðs yrði samþykkt. Síðasti ræðumaður við þessa umræðu var Sjöfn Sigurbjörns- dóttir (Afl). Hún lýsti sig sam- mála tillögu meirihluta félags- málaráðs um að opna dagivstar- heimili borgarinnar fyrir börn Þegar borgarfulltrúar höfðu lokið málflutningi sínum voru tillögur þær sem fyrir fundinum lágu bornar undir atkvæði. Fyrst voru báðar tillögur Markúsar Arnar Antonssonar felldar, bæði aðal og varatillaga, með 8 atkvæð- um gegn 7. Síðan var borin upp tillaga félagsmálaráðs, en hún er svohljóðandi: „Félagsmálaráð lýs- ir stuðningi við þau meginmark- mið, sem fram koma í greinargerð starfshóps um innra starf á dag- vistarheimilum Reykjavíkur. Ráðið samþykkir að börn giftra foreldra fái aðgang að dagheim- ilum borgarinnar frá 1. jan. 1981. Verði þau á aldrinum 3ja til 6 ára og miðist fjöldi þeirra við 10% heildarrýma. Ráðið samþykkir, að tvenns konar gjald verði á dagheimilum, þannig að giftir foreldrar og sambúðarfólk greiði tvöfalt gjald fyrir börn sín miðað við núverandi gjald.“ Tillaga félagsmálaráðs var borin upp í þremur liðum. Fyrsti liður hennar var samþ.vkktur með 9 samhlj. atkv., annar liður var samþ. með 9 atkv. gegn 4 og þriðji liðurinn var samþykktur með 8 atkv. gegn 7 og greiddu sjálfstæð- ismenn atkvæði gegn þeim lið. Þá var tillaga Guðmundar Þ. Jónssonar samþykkt með 14 samhlj. atkv. og tillaga Sjafnar Sigurbjörnsdóttur var samþ. með 15 samhlj. atkvæðum. Jákvæð þróun Þessu næst talaði Guðrún Ág- ústsdóttir (Abl). Hún sagði að nú væru svo til eingöngu börn ein- stæðra foreldra og námsmanna á dagheimilum borgarinnar. Hún sagði að það gæti varla talist æskilegt að börn sem búa við sérstæðar aðstæður heima hjá sér byggju einnig við sérstakar að- stæður utan heimilis. Hún sagði að hætt væri við að þau aðgreindu sig frá öðrum börnum og fengju villandi mynd af þjóðfélaginu. Hún sagðist telja það jákvæða þróun að börn foreldra í sambúð fengju aðgang að dagheimilum borgarinnar og sagði sig sammála þeirri tillögu sem framkomin væri frá félagsmálaráði. Næstur talaði Guðmundur Þ. Jónsson (Abl). Hann fagnaði því að dagvistarstofnanir borgarinnar væru að opnast fyrir gift fólk, en væru ekki eingöngu bundnir við forgangshópa. Guðmundur sagðist ekki vera sáttur við seinni lið tillögu félagsmálaráðs um að gift- ir foreldrar og sambúðarfólk greiði tvöfalt gjald fyrir börn sín og lagði hann því fram eftirfar- andi tillögu: „Borgarstjórn sam- þykkir að fela félagsmálaráði að leita leiða, til að taka upp sveigj- anlega gjaldskrá eftir efnahag og félagslegri aðstöðu foreldra. Fé- lagsmálaráð skal skila tillögu þar að lútandi til borgarstjórnar eigi síðar en í aprílmánuði 1981. Ekki hægt að fram- kvæma nema mis- muna fóiki Er Guðmundur hafði lokið máli sínu tók til máls Elín Pálmadóttir (S). Elín sagði að það hefði alltaf verið stefna borgarstjórnar að koma upp það mörgum dagvist- arrýmum og dagvistarheimilum að hægt væri að taka öll þau börn þar inn, bæði frá forgangshópum og öðrum. Hún sagði að ekki hefði náðst það markmið að hægt væri að uppfylla allar óskir þeirra sem ■ Jf-$r WC "ð* Jólatilboö Úrvals hangikjöt frá Akureyri og Borgarnesi. Allt kjöt á gamla verðinu til jóla. Sértilboö á kjúklingum aðeins kr. 3.200, nýkr. 32 pr. kg. miðað við 5 stk. Bökunarvörur á sértilboði. Allar vörur á markaðsverði. Jli Jón Loftsson hf. A A A A A A k v — I CI !-- -J Llt LJ J j -----: jui nnj j; j7 :------Juuairn 1 rri'rnm Hringbraut 121 Sími 10600 Matvörumarkaður sími 10600 — 28602.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.