Morgunblaðið - 19.12.1980, Side 28
60
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1980
HÖGNI HREKKVlSI
Með
morgnnkaffinu
SjúklinKurinn sem heldur 'ann
sé mús, er frammi á biðstof-
unni.
COSPER
Pabbi. — Ég hringdi í öll símanúmerin, sem ég fann
í ;-:ibókinni þinni og bauð í kvöldkaffi!
í tryllingi knýja
þau þjóna sína
Vigdís Jónsdóttir hringdi:
„I Velvakanda 12. þ.m. er grein
eftir Ragnar Þorsteinsson, sem á
að vera svar eða einhvers konar
kaffæring á ágætri vörn Sóleyjar
Jónsdóttur frá Akureyri, sem birt-
ist í Velvakanda nú fyrir stuttu.
Ekki sýnist fráleitt að álykta að R.
Þ. safni biblíum á ýmsum tungu-
málum og er það góðra gjalda
vert. Hitt er líka ljóst, að ekki
þekkja allir safnarar svo gjörla
innihald bóka sinna, en það er
annað mál. Eins og einhver vitur
lét í ljós nú ekki alls fyrir löngu,
er það mikið mein, að allur
almenningur hefur því miður litla
þekkingu á kristinni trú, sem þeir
þó opinberlega játa, a.m.k. að
nafni til. Það er því ofur auðvelt
að velja einhverja tvo eða fleiri
ritningarstaði af handahófi í Bibl-
íunni og æpa: „Hér er ósamræmi.“
Á ríki hans mun
enginn endir verða
Mig langar einmitt til þess að
athuga tvær ritningargreinar,
sem R.Þ. flaggar og segir að séu í
mótsögn. Það er í I. Mósebók 9.K.
3. v. og V. Mósebók 14 K. 6—8 v.
Hann gætir þess ekki og skilur
sennilega ekki, að langur tími
hefur liðið á milli í sögunni.
Biblían er fyrst og fremst frásögn
af áformum og útvalningu Guðs,
hvort sem mönnum líkar betur
eða verr. Fyrri ritningargreinin er
sáttmáli Guðs við Nóa, eftir flóðið,
á fyrsta stigi útvalningar. Seinni
ritningargreinin eru fyrirmæli til
Guðs útvöldu þjóðar, sem var
ætlað sérstakt hlutverk og fékk
þess vegna strangari reglur um
boð og bönn, umfram aðrar þjóðir,
sem þó voru frá Nóa komnar. Og
Guð hélt áfram útvalningu sinni,
þar til hann hafði fundið unga
konu, sem var hæf til að fæða
Frelsara heimsins. „Hann mun
verða mikill og kallaður sonur
hins hæsta; og Drottinn Guð mun
gefa honum hásæti Davíðs föður
hans; og hann mun ríkja yfir ætt
Jakobs að eilífu og á ríki hans
mun enginn endir verða." Þessi
orð úr helgum texta eru oss lesin á
jólum, úr 1. kafla Lúkasarguð-
spjalls.
Mótbárur stand-
ast ekki
Lesendur ættu að kynna sér 53.
kafla Jesaja, það er stórkostlegur
spádómur um Krist og það sem
hann var og er. í upphafi 61. kafla
Jesaja vitnaði Kristur sjálfur,
þegar hann lýsti því yfir, hver
hann væri, en var auðvitað hrak-
inn burt af trylltum lýð. Áform
Guðs standa óhögguð og eru mjög
augljóslega að verki í dag. Það
sanna hinir fornu spádómar Biblí-
unnar, sem koma svo skýrt fram á
vorum dögum að undrun vekur.
Gegn þessu má hafa ýmsar mót-
bárur, en þær standast ekki, ef
málin eru rædd af sanngirni.
Staðreynd er, að við lifum á geysi
örlagaríkum tímum. Á þetta eru
margir blindir, en það voru menn
líka á dögum Nóa. Illu öflin vita,
að tími þeirra er orðinn naumur. I
tryllingi knýja þau því ákaft þjóna
sína og nytsama sakleysingja
áfram, á ótrúlega mörgum svið-
um.
..svo á jörðu
sem á himni“
Ég vil eindregið ráðleggja les-
endum að athuga Lúkas 12. k. v.
35—40. Guð mun halda áfram
verki sínu unz friður hans og
kærleiki ríkja á jörð. Sjá einnig
Jesaja 55. k. v. 1—13. Það er í
samræmi við það sem Drottinn
vor kenndi í helgri bæn: „að hans
vilji verði, svo á jörðu sem á
himni.“
Mín jólaósk til R.Þ. er sú, að
hann lesi nú sínar innlendu og
útlendu Biblíur með breyttu hug-
arfari, því að Drottinn elskar oss
og vill að sem flestir komist til
þekkingar á hans blessaða orði.
Guð gefi okkur öllum gleðileg
jól.“
Snúumst gegn
ranglætinu
S.S. skrifar:
„Kæri Velvakandi
Ég leyfi mér að leita til þín með
mál sem nokkuð hefur verið fjall-
að um í dálkum þínum, þ.e.a.s.
símamálið svokallaða eða nýju
skrefatalninguna sem ætlunin er
að koma á hér á höfuðborgarsvæð-
inu, líklega með tilheyrandi
undanþáguskrifstofubákni og öðru
sem óhjákvæmilega fylgir í kjöl-
farið. Ástæðurnar til að mótmæla
þessari breytingu eru ótalmargar,
en verða ekki tíundaðar hér. Það
dugir þó skammt að hver nöldri í
sínu horni, hér verða margir að
sameinast um að mótmæla kröft-
uglega, svo að skiljist, hvar verður
að setja mörkin, þegar seilst er til
fanga hjá borgurum sem eiga
erfitt með að koma vörnum við.
Utbúnir hafa verið undirskrifta-
listar en sjálfboðaliða þarf til
aðstoðar við að dreifa þeim og
safna saman. Listarnir eru fáan-
legir á Sólvallagötu 4 hér í borg.
Er vonandi að fólk bregðist fljótt
og vel við þeirri áskorun að snúast
gegn ranglætinu og standa á rétti
þeirra sem minnst mega sín.“
fyrir 50 árum
„Ný kirkja var víjjð
að Stórólfshvoli síðast-
liðinn sunnudag, að
viðstöddu eins mörjíu
fólki og kirkjan rúm-
aði, enda var ágrætt veð-
ur þann dag. Biskup
hafði farið austur dají-
inn áður oj? með honum
prestarnir, síra Skúli
Skúlason, fyrrum prest-
ur í Odda, en Stórólfs-
hvoll er annexía þaðan
ojí síra Hálfdán Ilelga-
son á Mosfelli. —
Vígsluathöfn fór fram
eftir helgisiðabokinni,
með víjjsluræðu bisk-
ups, en nefndir prestar,
ásamt sóknarprestin-
um, síra Erlendi I»órð-
arsyni í Odda oj?
Björjfvin sýslumanni
Vijffússyni, lásu rit-
ningarkafla. Ennfrem-
ur voru skírð tvö börn.
Kirkjan er einstaklega
lajflejft jfuðshús ojf hið
vandaðasta að öllum
frájfanjfi. Hefir staðið
fyrir smíðinni Guð-
mundur Þórðarson
trjesmiður á Lambalæk
í Fljótshlíð ...“