Morgunblaðið - 19.12.1980, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1980
61
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 10—12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
Þessir hringdu
Allt heldur en láta
börnin til annarra
Anna skrifar:
„Ég sendi þér þessar línur,
Velvakandi minn, vegna fyrir-
spurnar Ó.B.Ó. í dálkum þínum 11.
þ.m., þar sem kvartað er yfir því
að í skoðanakönnun hafi ekki
verið spurt, hvort útivinnandi
konur kysu fremur að vinna
heima, ef þeim byðist það. Mig
langar að segja frá minni reynslu
í þessu sambandi.
Timdi ekki að fara út
að vinna frá börnunum
Ég gekk í hjónaband árið 1929,
þegar kreppan var í algleymingi.
Við eignuðumst okkar fyrsta barn
1930. Komandi tímar þá gáfu ekki
miklar vonir um góða afkomu
fyrir verkafólk, sem ekki var
sérhæft á neinu sviði. Ég sá fram
á að ég yrði að afla tekna með
bónda mínum. En ég tímdi ekki að
fara út að vinna frá börnunum og
láta þau í annarra umsjá. Ég tók
því það ráð að skapa mér heima-
vinnu, sem gaf mér oft notalegar
tekjur.
Tapa dásamlegum tíma
sem aldrei kemur aftur
Ég er oft að hugsa um, hvernig
því sé háttað með konur nú til
dags. Geta þær ekki skapað sér
heimavinnu? Allt heldur en láta
börnin sín í uppeldi til annarra.
Þær hljóta að sjá, að þær tapa
dásamlegum tíma frá því að vera
með börnunum sínum. Sá tími
kemur aldrei aftur.
Með fyrirfram þökk fyrir birt-
ingu.“
Talað um óvætt-
inn í Njarð-
víkurskriðum
Steinþór Eiríksson hringdi og
hafði eftirfarandi að segja: —
Fyrir nokkrum dögum skrifaði
Ævar R. Kvaran umsögn í Mbl. um
bók Halldórs Péturssonar. Þar seg-
ist hann ekki fella sig við að orðið
óvættur sé haft í karlkyni. Þar er
ég ekki á sama máli og held því
fram að nota megi báðar myndirn-
ar jöfnum höndum. Hannes Ha-
fstein talar í einu kvæða sinna um
„huldar landsins verndarvættir" og
notar orðið þar í kvenkyni. En hér
fyrir austan var jafnan talað um
óvættinn í Njarðvíkurskriðum og í
fornsögum okkar er talað um
landvætti sem tóku á móti sendi-
manni Noregskonungs og sneru
honum á braut. Þar voru meðal
annars risi og griðungur sem telj-
ast munu karlkyns, hvað sem segja
má um fuglinn og drekann. Að öðru
leyti þakka ég Ævari Kvaran hans
sanngirni og smekkvísi sem ég og
fleiri kunnum vel að meta.
Krækja í áhang-
endur eins og
Moon-istar
Fyrrverandi námsmaður í Nor-
egi hringdi og sagði: Hann er víst
af norskum ættum þessi Fredrik-
sen, franski nasistinn, sem gerði
íslenska sendiráðinu í París heim-
sókn til að kanna möguleika á að fá
landvist hér. Ég var í Noregi i
sumar og þá sagði kunningi minn
mér að nasistar væru með ólíkind-
um öflugir í því landi og iðnir við
að pota sínum mönnum í áhrifa-
stöður. Og hann var ekki hrifinn af
aðferðum þeirra til að krækja í
nýja félaga, sagði þær einna helst
minna á aðferðir Moon-safnaðar-
ins. Ég ætla bara að vona að við
verðum sem lengst laus við að fá
fólk af þessu sauðarhúsi til íslands.
Sjónvarpið:
Auglýsing of an á auglýsingar
S.Á. skrifar:
„Afskaplega er ég orðinn leiður á
auglýsingafarganinu í sjónvarpinu.
Látum vera að sjónvarpið þurfi að
taka mikið magn af auglýsingum í
jólavertíðinni — fyrirtækið verður
þó að lifa. Og þá gerir maður sér
vonir um að fyrir auglýsingaféð
verði hægt að bæta annað efni. En
það sem gengur fram af mér, er
þegar sjónvarpið fer sjálft að leggja
undir sig besta útsendingartíma
fyrir eigin auglýsingar — sem
væntanlega kemur ekki greiðsla
fyrir, heldur hlýtur frekar að taka í
pyngjuna — og auglýsa þar sínar
bíómyndir og efni. Þetta kemur
meira að segja nú í kjölfarið á
löngum almennum auglýsingatima.
Auglýsingaþættirnir
fara að ná saman
Margt fólk hefur helst tækifæri
til að horfa á sjónvarp á sunnudög-
um og eftir fréttir þau kvöld væntir
maður þess af eðlilegum ástæðum
að fá sæmilegt efni. En auglýsing
ofan á auglýsingar, finnst mér
nokkuð langt gengið. Dagskrá sjón-
varpsins með sérstökum kynn-
ingarþáttum er daglega í hverju
einasta dagblaði, svo og viku-
dagskráin í heilu lagi. Og marg-
tuggin í sjónvarpinu. Því getur það
ekki farið fram hjá neinum manni
hvað er á dagskránni hjá þeim.
Annar auglýsingaþáttur er líka í
sjónvarpinu, þar sem taldar eru
upp bækur, sem eru til sölu og
sýningar, í borginni — aðeins
Reykjavík. Auglýsingaþættirnir
þeirra fara að ná saman. Þegar svo
er komið verður ódýrara að bregða
sér bara stöku sinnum í bíó heldur
en borga afnotagjald fyrir þessar
fáu kvikmyndir og þetta litla efni,
sem maður nýtur. Alltaf falla úr
einhver kvöld í vikunni hjá mér og
fleirum — en sunnudagskvöldin á
ég yfirleitt laus frá vinnu. Góði
Velvakandi komdu því á framfæri
við þá þarna í sjónvarpinu, að þeir
takmarki auglýsingaþættina við
það sem þeir eru neyddir til að
selja."
SIGGA V/öGA fi ‘ÍILVEftAU
Dem an tshringar
Draumaskart
Kjartan Ásmundsson,
gullsmíða v.
Aðalstræti 8.
NYARSKYOLD *
Súlnasalur hótelsins verður op-
inn á nýársdagskvöld.
Kvöldveröur framreiddur frá kl.
19.00.
Dansað fram eftir nóttu.
Samkvæmisklæðnaður
Þeir gestir er voru á síðasta Nýársfagnaði
og óska eftir forgangsrétti sínum nú, eru
beðnir að hringja í síma 20221 eða 25017
milli kl. 16.00—19.00 í dag, föstudag
Eftir það veröur borðum ráöstafaö til
annarra gesta.
EFÞAÐERFRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐI
MORGUNBLAÐINU
c<r