Morgunblaðið - 19.12.1980, Page 30
62
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1980
Októberbíl Happdrættis DAS
OKTÓBER-bíllinn í Happdrætti DAS, Peugeot 305, kom á
miða númer 27430 í eigu Aðalheiðar Jónsdóttur, Hjarðar-
haga 60. Á myndinni sést hún ásamt dóttur sinni, taka við
bíllyklinum úr hendi framkvæmdastjóra happdrættisins,
Baldvins Jónssonar.
Kjarvalsstaðir:
Sýning á tillögu að
skipulagi Grjótaþorps
AÐ KJARVALSSTÖÐUM hefur verið opnuð sýninK á nýrri tillögu að
skipulagi Grjótaþorps, sem Hjörleifur Stefánsson og Peter Ottósson eru
höfundar að, en tillagan miðar að verndun og endurnýjun Grjótaþorps i
núverandi mynd þess.
Borgarskipulag Reykjavíkur stendur að sýningunni en tillagan var
unnin á vegum þess.
Tillagan hefur verið rædd lítillega
af viðkomandi yfirvöldum en tilgang-
urinn með sýningunni er sá að gefa
sem flestum kost á að kynna sér
tillöguna og koma með ábendingar
um það sem betur mætti fara áður en
ákvarðanir eru teknar.
Sigurður Harðarson, formaður
skipulagsnefndar sagði í ræðu við
opnun sýningarinnar, að fyrstu tillög-
una að skipulagi Grjótaþorps hefði
Guðjón Samúelsson, húsameistari
ríkisins, gert árið 1925 og hefði þar
verið gert ráð fyrir að öll húsin í
Grjótaþorpinu yrðu rifin og ný sam-
felld randþygging kæmi í þeirra stað.
Árið 1975 hefði hins vegar mátt sjá
fyrstu merki þess að mat manna á
gildi gamalla húsa væri tekið að
breytast því það ár kom fram tillaga
sem gerði ráð fyrir að fjögur gömlu
húsanna yrðu varðveitt. Hann sagði
að í almennri umræðu um þá tillögu
hefði komið fram greinilegur vilji til
að gengið yrði mun lengra í varð-
veislu húsanna og að lokinni itarlegri
könnun á sögu og ástandi húsanna,
sem framkvæmd var af borgarminja-
verði, hafi sú skoðun orðið ofaná að
varðveita bæri megnið af húsum
Grjótaþorps vegna menningarsögu-
legs gildis þeirra. Skipulagsnefnd
samþykkti svo í apríl 1979 að gerð
skyldi skipulagstillaga um verndun
og endurnýjun Grjótaþorps í núver-
andi mynd.
Megin hugmyndin að baki skipu-
lagstiilögunni er sú, að skipulags-
ákvæðum verði beitt til að stuðla að
því að sem flest húsin standi áfram
og þeim komið i sómasamlegt horf. Á
Ljósmynd: Kristinn
Opnunargestir á sýningunni að Kjarvalsstöðum virða fyrir sér likan
af tillögu um skipuiag Grjótaþorps.
auðum lóðum verði byggð ný hús, sem
taki mið af þeim sem umhverfis eru
að formi til og efnisnotkun.
í tillögunni er gert ráð fyrir sömu
götustæðum og nú eru nema hvað
Mjóstræti lengist í boga til norðurs
og út á Vesturgötu. Gert er ráð fyrir
einstefnuakstri frá Vesturgötu eftir
Mjóstræti til suðurs og niður Fischer-
sund, Bröttugötu og Grjótagötu til
austurs. Yfirborð gatna í Grjótaþorpi
verður valið til að undirstrika rétt
gangandi vegfarenda gagnvart ak-
andi umferð og stuðla að hægum
akstri bíla. Tryggt verði með búnaði
gatnanna að íbúar Grjótaþorps verði
ekki fyrir ónæði af akandi umferð
eins og stundum hefur verið seinustu
árin.
í tillögunni er hvatt til þess að
borgaryfirvöld geri verulegt átak til
þess að ganga endanlega og snyrti-
lega frá öllum opinberum svæðum í
Grjótaþorpi, þ.e.a.s. götum, stígum,
leiksvæði, almenningsgarði o.s.frv.
Jafnframt verði hafist handa um
endurbætur á húsum í eigu borgar-
sjóðs í Grjótaþorpi, eða ef þau verða
seld, þá verði það með kvöðum sem
tryggja varðveislu þeirra og viðhald
um ókomin ár.
Þau markmið, sem stefnt er að með
tillögunni eru í meginatriðum þau að
skapa heillegt hverfi, þar sem gömlu
húsin skapi tóninn sem þau nýju
fylgja. Gömlu húsin verði ráðandi i
heildarmynd Grjótaþorpsins og að
nýbyggingar verði að stærð og lögun í
samræmi við þau sem fyrir eru, til
þess að stuðla að þeim hlýleika sem
oft einkennir gömul hverfi.
Frá starfí Hjálparstofnunar norsku kirkjunnar:
Um 1.600 starfs-
menn annast þró-
unarhjálp í Súdan
í SUÐUR-SÍJDAN rekur Hjálparstofnun norsku
kirkjunnar umfangsmikla þróunarhjálp, en þar
hefur stofnunin verið að verki í ein 6 ár. Hjálparstofn-
unin rekur þróunar- og neyðarhjálp i 17 löndum og
kostaði starfsemi stofnunarinnar á síðasta ári
yfir 80 milljónir norskra króna. í Súdan vinna um
1.600 manns hjá Kirkens Nödhjelp eins og stofnunin
heitir á norskunni, KN, Norðmenn eru sjálfir um 40
og aðrir eru úr hópi innfæddra.
Hjúkrunarfólkið heimsækir reglulega hin ýmsu þorp og er mikil
áherzla lögð á bólusetningarherferðir meðai barna.
Morgunblaðinu var boðið að
kynnast starfsemi KN í Suður-
Súdan, en Hjálparstofnun kirkj-
unnar á íslandi hefur um árabil
lagt fram sinn skerf til ýmis konar
þróunarhjálpar víða um heim, nú
síðast með Hjálparstofnun norsku
kirkjunnar. Guðmundur Einars-
son framkvæmdastjóri og Sigur-
jón Heiðarsson skrifstofustjóri
Hjálparstofnunarinnar héldu til
fundar við Norðmennina fyrir
nokkru og kynntu sér starfsemi
þeirra og í framhaldi af ferð
þeirra hefur nú verið ákveðið að
Hjálparstofnunin leggi Norð-
mönnum lið. Hér á eftir verður
lýst nokkuð starfi Norðmannanna
og glefsum úr ferð íslendinganna
til Afríkulandsins.
Þróunarhjálp
er erfið
— Við reynum að koma til
hjálpar á sem flestum sviðum og
er hlutverk okkar að reyna að
betrumbæta lífskjör fólksins,
benda því á að það sé ekki sama
hvernig farið er að við ræktun
kornsins, að það sé ekki sama
hvernig vatn það drekkur o.s.frv.,
segir Per Westborg stjórnandi
starfs Norðmanna í Suður-Súdan.
— Þróunarhjálp er alltaf erfið og
við þurfum sífellt að vega og meta
hvar og hvernig við getum hjálp-
að. Fólkið býr við aldagamlar
hefðir og allar venjur og trúar-
brögð sníða lífskjörum oft nokkuð
þröngan stakk. Við þurfum að
fara varlega í að breyta hugmynd-
um fólksins, en það sem við
leggjum áherzlu á er, að sýna
fram á hvað ákveðin kunnátta í
kornrækt til dæmis getur gefið
mun meiri uppskeru og hvernig
ákveðið hreinlæti getur fækkað
sjúkdómum og veikindum. Smám
saman sjá menn hvernig þessi
atriði skipta máli, en það geta
liðið áratugir áður en við fáum að
sjá árangur af starfi okkar.
Með þessum orðum yfirmanns-
ins er þróunarhjálp Norömanna í
Súdan sennilega bezt lýst. Þeir sjá
að landið gefur ýmsa möguleika,
fleiri möguleika til lífsviðurværis
en innfæddir kannski hafa vitað
um.
Aðalbækistöðin er við þorpið
Torit og hafa Norðmenn komið sér
upp vistarverum fyrir starfsmenn
og fjölskyldur þeirra, verkstæðum
og reka sjálfir skóla fyrir börn sín,
en bækistöðin heitir Hilieu. En
hver eru helztu verkefni Norð-
manna í Súdan?
Áherzla á matvæla-
framleiðslu
— Síaukin áherzla er lögð á
aukna matvælaframleiðslu, efl-
ingu heilsugæzlu t.d. með bólu-
setningarherferðum einkum með-
al barna, unnið er að vatnsöflun
og vegagerð og íbúunum öfluð
frekari atvinnutækifæri með
stofnun búgarða og iðnaðar eftir
því sem við verður komið, en með
þessu er hugmyndin að fólk verði
sjálfu sér nógt með matvörur og
annan nauðsynjavarning og þjón-
ustu, segir Jon Kristian Oiestad
einn starfsmanna KN í Osló, en
hann var í nokkur ár starfandi í
Suður-Súdan.
Og til þess að sinna þessum
verkefnum reka Norðmennirnir
sem fyrr segir búgarða, trésmíða-
verkstæði, bílaverkstæði, prent-
smiðju, radíóverkstæði og fleira
og fer þessi starfsemi fram bæði í
Hilieu og í nokkrum þorpum í
kring. Liggur starfssvæði KN
syðst í landinu, austan við Níl, allt
austur að landamærum Kenya og
suður að landamærum Uganda.
Búa um 400 þúsund manns á þessu
svæði.
Per Westborg rekur í nokkrum
orðum aðdraganda starfsemi KN í
Súdan:
— Súdan verkefnið er að sumu
leyti líkt öðrum verkefnum stofn-
unarinnar, það byrjaði sem neyð-
arhjálp og hélt síðan áfram og var
skipulagt sem langtímaverkefni,
en á slík verkefni höfum við viljað
leggja sífellt meiri áherzlu. Á
Cessna Conquest-vélin,
suðurhluta Súdan.
sem flutti ferðaiangana frá Nairobi