Morgunblaðið - 19.12.1980, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 19.12.1980, Qupperneq 32
64 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1980 Einar Benediktsson: SÖGUR Hér er að finna allar sögur Einars úr Sögum og kvæðum, Dagskrá og fleiri blöðum og skáldsöguna Undan krossinum. Sumar smásagna hans eru meðal allra beztu smásagna, sem ritaðar hafa verið á íslenzka tungu LJÓÐASAFN l-lV Vandaðasta heildarútgáfa, sem út hefur komið af Ijóðum skáldsins. KVÆÐASAFN Við eigum aðeins fá eintök af hinni veglegu aldarafmælisútgáfu af kvæðum Einars Benediktssonar. Fagurlega bundin í skinnband. Asgeir Jakobsson: GRIMS SAGA TROLLARASKÁLDS Loksins sjómannabók, sem seltubragð er af! „Þar er lífinu, veiðunum og lífshættunni á togurunum lýst af meiri þekkingu og glöggskyggni en nokkur hefur gert áður... Mér var sannarlega dillað við lestur sögunnar.“ — Guðm. G. Hagalín í Mbl I Fríða Á. Sigurðardóttir: ' ÞETTA ER EKKERT ALVARLEGT „Hér er á ferð með athyglisverðari höfundum, sem ég hef lesið eftir bók um langa hríð,“ segir Jóhanna Kristjónsdóttir í ritdómi. Missið ekki af bók Fríðu, hún er bókmenntaviðburður. Jóhannes Helgi: \ l SIGFÚS HALLDÓRSSON \ \ OPNAR HUG SINN ----------- Sigfús er afburða skemmtilegur sögumaður og Jóhannes Helgi fer snillings höndum um sögur hans. — Það er dauður maður, sem ekki skemmtir sér vel við lestur þessarar bókar! ÁTJÁN KONUR, ferill þeirra og framtak í nútímahlutverkum Afrek þessara átján kvenna verða öðrum fyrirmynd og hvati á braut mennta og starfsvals. Sögu þessara kvenna þurfa allar íslenzkar konur að þekkja. Harold Sherman: HVERJU MÁ ÉG TRÚA? Einstök bók um lífsspeki eftir hinn mikla frömuð rannsókna á yfirskilvitlegum fýrirbærum, höfund bókanna „Dularmögn hugans," „Lækningamáttur þinn“ og „Að ___—, sigra óttann“. Halldór Pjetursson: SÝNIR í SVEFNI OG VÖKU Hér segir fjöldi kunnra manna frá draumum sínum og vökusýnum. Hver segir frá á sinn sérstæða, persónulega hátt, en sem heild mynda frásagnir þeirra óvenjulega bók, sem stór hópur lesenda mun fagna. SYRPA II, sagnaþættir úr fórum Gísla Konráðssonar Þetta þáttasafn er hvaðanæva af landinu. Það er fróðlegt og skemmtilegt og ómissandi í safn þeirra er þjóðlegum fróðleik unna. Hendrik Ottósson: HVÍTA STRÍÐIÐ VEGAMÓT OG VOPNAGNÝR Tvær bækur í einni. Frásagnir af átökum og baráttu á fyrstu árum skipulagðrar yerkalýðs hreyfingar á íslandi Alfred Lansing: V HARÐFENGI OG \ HETJULUND ' „Einhver mesta ævin- týrafrásögn vorra tíma, hrottalegur lestur, en eigi að síður hrífandi." — New York Times. Eiríkur Sigurðsson: ÆVIÞÆTTIR AUSTFIRÐINGS Hinn mikilhæfi skólamaður og bind- indisfrömuður stiklar á veigamestu atburðum ævi sinnar og koma fjöldi samferðamanna við sögu. Hlýhugur, samúð og virðing fyrir samferða- mönnunum mótar alla frásögnina. Gils Guðmundsson: FRÁ YSTU NESJUM Vinsælir vestfirzkir þaéttir af afreks- mönnum og atkvæðamönnum, sérkenni- legu fólki og fornu í lund, en víða er slegið á gamansama strengi. Lengsti þátt urinn er um Holt í Önundarfirði og Holts- presta. iarilajii. Vængir áítarinnar Sárl eraöunna else-madie PJOHR Barbara Cartland: VÆNGIR ÁSTARINNAR Amanda Burke var fögur sem vorið en sárafátæk. Ást hennar er hrein og einlæg og hún leggur allt í sölurnar til að bjarga manninum, sem hún elskar. RAUÐU ASTARSOGURNAR VERÐA ALLTAF VINSÆLLI OG VINSÆLLI! í þeim bókaflokki eru komnar út þrjár nýjar bækur: ÁSTIN ER ENGINN LEIKUR eftir Signe Björnberg, BARNLAUS MÓÐIR eftir Else-Marie Nohr og ÖRLÖGIN STOKKA SPILIN eftir Sigge Stark. THERESA CHARLES ER ALLTAF JAFN VINSÆL! NÁGRANNINN HENNAR segir frá baráttu ungrar stúlku fyrir hamingju sinni, næstum óyfirstíganlegri baráttu gegn sterkum fjölskylduböndum og hatrömmu, hefni- gjörnu baktjaldamakki. Og við höfum endurprentaö 3 af vinsælustu bókum Theresu Charles: MILLI TVEGGJA ELDA, SÁRT ER AÐ UNNA og SEIÐUR HAFS OG ÁSTAR. SKUGGSJÁ BÓKABÚD OL/VERS STE/NS SEI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.