Morgunblaðið - 11.01.1981, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1981
15
Eftir hádegi næsta dag ætlaði
Vilhjálmur að halda blaðamanna-
fund og segja þá opinberlega af
ferðum sínum. En mér fannst
Vilhjálmur vera búinn að segja
svo skilmerkilega frá við gestina í
ráðherrabústaðnum, að ég vissi
orðið allt sem ég þurfti að vita, tók
þvl saman mikið samtal við Vil-
hjálm Einarsson.
Og þegar Vilhjálmur hélt sinn
blaðamannafund, var Vísir kom-
inn út og í honum allt sem kom
fram á fundinum. Ég hef ævinlega
verið hreykinn af þessari blaða-
mennsku minni. Og það er ábyggi-
legt, að þarna var Vísir fyrstur
með fréttirnar.
Sleggjukastaraævi
— Og hvenær fórstu svo að
kasta sleggju?
— Það var 1945. Þá var sleggju-
kast í fyrsta skipti á drengja-
meistaramóti, og viku áður en
keppnin hófst, kom Benedikt heit-
inn Jakobsson labbandi með
sleggju til okkar Gvendar jaka,
þar sem við vorum að kasta kúlu
og lét okkur prófa. Það var í fyrsta
sinn sem ég kastaði sleggju. Guð-
mundur æfði lítils háttar kúlu-
varp, ungur maður, en hann var
snjall glímumaður.
Já, það er langt síðan það var!
, Ég varð fyrst íslandsmeistari í
sleggjukasti árið 1950 og síðan
samfleytt næstu fjórtán árin.
Metið hans Vilhjálms Guð-
mundssonar bætti ég 1953 og
kastaði lengst á minni sleggju-
kastaraævi 54,23. Núna er metið
guðsblessunarlega komið yfir 60
metra. Jón Magnússon hafði af
mér metið og síðan tók. Erlendur
Valdimarsson við og hefur kastað
„Ég var í fyrstunni
ógurlega sár við þá,
því það þorði eng-
inn þeirra að setja
undir mig hest.“
tæpan 61 metra. Erlendur átti að
gera meira af því að kasta sleggju.
Ég held hann hefi verið enn
efnilegri sleggjukastari heldur en
kringlukastari.
Svo varð ég enn íslandsmeistari
á gamalsaldri — fyrir slysni. Það
var árið 1975. Ég komst í landslið-
ið fyrir vikið — og hafði þá ekkert
æft í tíu ár. Ég vil svo taka það
fram, að ég byrjaði að kasta
sleggju vitlaust og það tók mig
fjórtán ár að læra að kasta sleggju
rétt.
Ég slasaðist aldrei í sleggju-
kasti — aftur á móti hásinarslitn-
aði ég á báðum fótum í fótbolta og
körfubolta, svo brákaðist ég á
hendi í handbolta, og varð iðulega
fyrir höggum og pústrum í þessum
íþróttum. En ég slasaðist aldrei í
sleggjukasti. Það á nú svo sem
ekkert að gera manninum, þótt
hann meiðist smávægilega í
íþróttaleik, mannslíkaminn grær
svo andskoti vel og furðulegt oft,
hvað má bjóða honum. En sundið
held ég sé allra íþrótta göfugast
og það hef ég iðkað eftir að ég
komst á gamalsaldur.
Þorgeir Hávarsson
setur íslandsmet
Já, Laxness hef ég ævinlega
lesið og eiginlega verið aðdáandi
hans frá því ég man eftir mér. Ég
hef gaman af öllu sem sá karl
skrifar. íslandsklukkan er mér
eins og Njála og læt ég aldrei líða
lengi milli þess sem ég les þær
bækur.
Einu sinni hafði Svavar heitinn
Markússon með sér Gerplu út í
landskeppni við Norðmenn, og
vorum við Svavar og Jón Péturs-
son saman í herbergi. Þegar við
hvíldum okkur nokkru fyrir
keppnina, fór ég að lesa upphátt
kaflann fræga þar sem Þorgeir
hangir á hvönninni — og svo fór,
að Jón setti nýtt íslandsmet,
Svavar jafnaði íslandsmet, og ég
vann Danann, sem var nú alltaf
keppikeflið, og bjó síðan að þess-
um þorgeirsku áhrifum og setti
Islandsmet nokkru síðar í þessari
sömu utanlandsferð.
Maður getur haft ýmisleg not af
góðum skáldskap!
Tölvur og
bókhaldsbækur
— Sem ég tala við Þórð á
skrifstofu hans i Reiknistofu
hankanna, verð ég snortinn af
andrúmsloftinu og vil nú fá að
vita eitthvað um þá stofnun.
— Reiknistofa bankanna er
tölvufyrirtæki. Við færum hér
bókhald fyrir rúmlega 100 af-
greiðslustaði banka og sparisjóða,
og vinnum á þrískiptum vöktum
allan sólarhringinn.
Öll ávísanaviðskipti fara hér í
gegn, sem og bókhald á veltu-
reikningum.
Það má segja að við séum
mátulega litlir í þessum efnum,
því útí hir.um stóra heimi eru
ávísanir uppí þrjá og fjóra daga á
leiðinni milli banka, en hérlendis
eru ávísanir komnar inná réttan
bankareikning strax sama kvöld
og þær eru gefnar út — komi þær
á annað borð í banka samdægurs.
Fyrir vikið eru tékkaviðskipti
miklu öruggari hér heldur en útí
löndum.
Séu ávísanir innistæðulausar,
þá sendum við út innheimtuseðl-
ana og lokum um leið viðkomandi
reikningum. En þrátt fyrir
strangari reglur í seinni tíð, þá
hafa tékkaviðskipti haldið áfram
að aukast síðustu árin, og raunar
er það sérkenni á íslensku við-
skiptalífi hversu tékkanotkun er
algeng. Tékkamagnið svarar til
þess, að annar hver Islendingur
gefi út tékka daglega árið um
kring.
— Og hvernig kann svo að-
dáandi Laxness við sig innan um
tölvur og bókhaldsbækur?
— Ég hef nú ekki haft tíma til
að fá leið á þessu starfi, sem ég
gegni nú, en flest störf verða
einhæf til lengdar, og ég held
öllum sé mjög hollt að skipta um
starf nokkrum sinnum á lífsleið-
inni.
Jú, eins og ég hef sagt þér, þá er
ég bjartsýnn maður og þar með
ánægður með líf og tilveru. Ég hef
verið hamingjumaður í einkalífi
mínu, og ævinlega haft nóg að
sýsla um dagana. Reyndar uni ég
mér varla, sé ég ekki vinnandi —
mér hefur alltaf þótt gaman að
vinna.
— Vinnan er guðs dýrð, stend-
ur i Kristnihaldinu!
— Já og einhvers staðar segir
líka, að það sé ekkert til sem heiti
göfug vinna — einungis munurinn
á vel unnu verki og illa unnu. Það
finnst mér gott mottó!
- J.F.Á.
Jarðskjálfti
á S-Ítalíu
Napóli, 9. jan. - AP.
SNARPUR iarðskjálftakippur
varð á Suður-ltalíu í morgun á
svæði því sem varð verst úti í
jarðskjálftunum i nóvemher sl.
Mikil skelfing greip um sig
meðal íbúanna en ekki er vitaö til
þess að fólk hafi slasast.
Mjög kalt er nú á Ítalíu og hafa
sex menn látist af þeim sökum.
Meðal þeirra var eldri maður sem
var heimilislaus eftir jarðskjálft-
ana miklu. Frost hefur mest
mælst 28 gráður á Celsius á
Norður-Italíu. Á jarðskjálfta-
svæðunum hefur hitinn farið
niður í 5 gráður.
Andófsmaður
handtekinn
Moskva 9. jan. AP
FELIX Serebrov einn upphafs-
manna hreyfingar í Sovétríkjun-
um sem berst gegn andlegum
pyntingum á andófsmönnum þar
í landi hefur verið handtekinn. að
sögn eiginkonu hans.
Serebrov, sem er 50 ára jarð-
fræðingur, var handtekinn á
fimmtudagskvöldið eftir að sjö
menn höfðu ráðist inn í íbúð hans
í Moskvu framkvæmt húsranns-
ókn. Ekki er enn vitað hvaða
ákærur verða bornar fram á
hendur honum.
Þetta gerðist
12. jan.
1684 — Loðvík XIV kvænist
Madame de Maintenon eftir lát
Maríu Theresu.
1821 — Ráðstefna stórveldanna í
Laibach hefst.
1848 — Uppreisn gegn Búrbónum
í Palermo á Sikiley.
1879 — Styrjöld Breta og Zulu-
manna brýzt út.
1906 — Stórsigur Frjálslynda
flokksins í þingkosningum í Bret-
landi.
1944 — Fundur Winston Churc-
hills og Charles de Gaulle í
Marrakesh.
1945 — Skipulagslaust undanhald
þýzka hersins eftir orrustuna í
Ardennafjöllum.
1958 — Tillaga Rússa um kjarn-
orkuvopnalaust svæði frá heim-
skautsbaug til Miðjarðarhafs.
1964 — Zanzibar verður lýðveldi
eftir uppreisn og soldáninn rekinn
úr landi.
1967 — Herinn heitir Mao for-
manni stuðningi í Menningarbylt-
ingunni.
1970 — Borgarastyrjöldinni í Níg-
eríu lýkur með uppgjöf Biafra.
1972 — Mujibur Rahman verður
forsætisráðherra Bangladesh.
1978 — Carter fordæmir afskipti
Rússa af Ogaden-stríðinu.
Afmæli. Edmund Burke, brezkur
stjórnmálaleiðtogi (1729—1797) —
J.H. Pestalozzi, svissneskur upp-
eldisfræðingur (1746—1827) —
Joseph Joffre, franskur hermaður
(1852—1931) — Hermann Göring,
þýzkur nazistaleiðtogi (1893—
1946).
Andlát. 1960 Neville Shute, rit-
höfundur — 1976 Agatha Christie,
rithöfundur.
Innlent 1268 d. Gizur jarl Þor-
valdsson — 1691 Fyrsti landfóg-
eti, Kristofer Heidemann, fær
landstekjur — 1815 d. Ölafur.
Thorlacius kpm — 1830 Síðasta
aftaka á íslandi. Morðingjar Nat-
ans Ketilssonar — 1853 „Ingólfur"
hefur göngu sína — 1880 Tíu ára
samningur um gufuskipaferðir við
Sameinaða gufuskipafélagið —
1932 Minkarækt hefst með komu
75 minka frá Noregi — 1940 d.
Einar Benediktsson skáld — 1944
Frumvarp um sambandsslit við
Danmörku lagt fram — 1944 „Max
Pemberton“ ferst — 1972 íslend-
ingar sigra Tékka í handknattleik
Orð dagsins. Menn hafa ekki gott
af því að gleypa fleiri skoðanir en
þeir geta melt — Havelock Ellis,
bandarískur sálfræðingur (1859—
1939).