Morgunblaðið - 11.01.1981, Blaðsíða 7
\
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1981
7
Franska sendiráðið
mun sýna mánudaginn 12. janúar 1981 í Franska
bókasafninu, Laufásvegi 12, kl. 21.00. kvikmynd-
ina: „ON S’EST TROMPE D’HISTOIRE D’AMOUR”
frá 1973. Leikstjóri: J. Bertucelli. Meö: Coline
SERREAU, Francis PERRIN.
Ókeypis aðgangur. Enskir skýringartextar.
Á undan myndinni veröur sýnd fréttamynd.
Saga af ungum hjónum. „Hér er lýst lífi ungra
hjóna, Anne og Pierre, og hvernig reynt er, bæöi
leynt og Ijóst, aö þröngva þeim inn í heim
fastmótaðra lífshátta. Margt, sem þau lenda í,
höfum viö einnig upplifað og öllu höfum viö getaö
hlegið að, svona efri á.“
URSUS
með
a
drifi
ollum
RRRR
til afgreiðslu strax.
85 ha kostar 84.000.
120 ha kostar 162.000
160 ha kostar 174.000
Hagstæö greiðslukjor.
vélaborg
h/f
Simi 86655
Sundaborg 10, Rvk.
Höfum kaupendur að eftirtöldum verðbréfum:
VEROTRYGGÐ SPARISKIRTEINI
RIKISSJOÐS: Innlausnarverð
11. janúar 1981 Seðlabankans
Kaupgengi m.v. 1 árs Yfir-
pr. kr. 100.- tímabil frá: gengi
1969 1. flokkur 5.523,28 20/2 '80 3.303,02 67,2%
1970 1. flokkur 5.057,43 15/9 '80 3.878,48 30,4%
1970 2. flokkur 3.673,41 5/2 80 2.163,32 69,8%
1971 1. flokkur 3.338,29 15/9 '80 2.565,68 30,1%
1972 1. flokkur 2.898.09 25/1 '80 1.758,15 64,8%
1972 2. flokkur 2.480,70 15/9 '80 1.914,22 29,6%
1973 1. flokkur A 1.849,34 15/9 '80 1.431,15 29,2%
1973 2. flokkur 1.703,40 25/1 '80 1.042,73 63,4%
1974 1. flokkur 1.176,02 15/9'80 910,11 29,2%
1975 1. flokkur 990,73 10/1 '81 961,87 3,0% |
1975 2. flokkur 724,23
1976 1. flokkur 687,10
1976 2. flokkur 558,06
1977 1. flokkur 518,31
1977 2. flokkur 434,16
1978 1. flokkur 353,82
1978 2. flokkur 279,25
1979 1. flokkur 236,13
1979 2. flokkur 183,22
1980 1. flokkur 137,50
1980 2. flokkur 108,43
VEÐSKULDA- Kaupgengi m.v. nafnvexti
BRÉF:* 12% 14% 16% 18% 20% 38%
1 ár 65 66 67 69 70 81
2 ár 54 56 57 59 60 75
3 ár 46 48 49 51 53 70
4 ár 40 42 43 45 47 66
5 ár 35 37 39 41 43 63
*) Miöað er við auðseljanlega faateign.
nánraTMGMtfáM bum» hp.
VEROBRÉFAMARKAÐUR, LÆKJARGÖTU 12 R.
Iðnaðarbankahúsinu. Sími 28566.
Opiö alla virka daga frá kl. 9.30 — 16.
Hvenær á að nota eignar-
fornafnið sinn og hvenær
persónufornafnið hann?
Hvort á til dæmis að segja:
Hann talaði um börnin sín,
eða hann talaði um börnin
hans? í þessu dæmi er hið
fyrra að sjálfsögðu rétt, enda
merkir hið síðara annað. Oft
lendum við þó í stökustu
vandræðum í dæmum áþekk-
um þessu. Hvort á að syngja
í kirkjunni: Guði sé lof og
dýrð fyrir sinn gleðilegan
boðskap eða hans gleðilegan
boðskap? Ég held hið fyrra
sé rétt.
Tryggvi Gíslason hefur
kennt mér þá einu reglu sem
mér þykir dugandi í þessum
vanda. Hún er sú að nota
skuli sinn, ef viðmiðunarorð-
ið er í aukafalli, en hann ef
viðmiðunarorðið er í nefni-
falli. Ég held þetta sé góð
regla, en vafalítið má finna
undantekningar eins og oft-
ast endranær.
í bréfi Páls til mín (11,1) er
tilfært dæmi: „Þarna fæddist
þeim fyrsta barn sitt.“ Hér
ætti eftir reglunni, og sam-
kvæmt smekk okkar Páls
einnig, að standa: Þarna
fæddist þeim fyrsta barn
þeirra (ef. flt. af hann).
Viðmiðunarorðið er í nefni-
falli, og ber þá að nota
persónufornafnið, ekki eign-
arfornafnið. Enn annað
dæmi: Þetta eru foreldrar
(nf.) hennar, en hún talaði
um foreldra (þf.) sína.
Garðar Baldvinsson í
Reykjavík segir m.a. í mjög
vinsamlegu bréfi:
„í þætti þínum 8.12. sl.
varpar Sigurvin Einarsson
fram spurningu til þín og er
hún þannig: „Er lo. veikfelld-
ur (vanheill) ekki algengt?
(undirst. mín). Þú svarar
þannig: „Ég held ekki. Að
minnsta kosti var það ekki
daglegt mál í minni sveit."
Mér virðist ekki fara á milli
mála að orðið „veikfelldur"
sé að þínu mati óalgengt.
Það er ekki ætlan mín að
setja sjálfan mig á háan
hest. Samt get ég ekki varist
að telja fyrri setninguna í
svari þínu neita hinni seinni,
vegna þessa „ekki“ í spurn-
ingunni. Mér finnst þú sem
sagt neita neitun og mín litla
kunnátta segir mér að það
þýði sama og játun. Þess
vegna tel ég fyrri setninguna
þína hafa átt að hljóða svo.
„Ég held það.“
Þetta voru orð Garðars og
skil ég mætavel hvað fyrir
honum vakir. Rétt er regla
hans, að tvöföld neitun jafn-
gildi játun, sbr. ósjaldan =
oft. En þegar Sigurvin spyr,
notar hann orðið ekki, að ég
hygg, vegna þess að hann
býst við jákvæðu svari. Það
er ekki neitun frá hans hálfu.
Við segjum, þegar svo ber
undir: Kemur þú ekki á
morgun? Þess vegna svaraði
ég eins og ég gerði. Ef
Sigurvin hefði spurt hlut-
laust: Er lo. veikfelldur óal-
gengt (sjaldgæft), þá hefði ég
svarað eins og Garðar vildi
láta mig hafa svarað: „Ég
held það.“ Að svo mæltu,
þakka ég Garðari Baldvins-
syni góðar óskir og þigg
fúslega liðsinni hans til varð-
veislu og eflingar móður-
málsins.
Mikil þörf væri þess til
dæmis, að skerpa tilfinningu
manna fyrir notkun réttra
fallmynda hverju sinni. Ég
tek nokkur dæmi úr Páls-
bréfi því til staðfestingar.
Fyrsta dæmi: „Samt fann
hann fleiri marmarabrot og
þeim tókst hann að raða
saman.“ Auðvitað á hér að
vera: þeim tókst honum að
raða saman. Mér tekst eitt-
hvað, ekki mig eða ég.
Annað dæmi: „Andstæð-
ingar N.N. hafa viljað þyrla
upp ryki með því að bendla
honum við tíu ára gamalt
vopnasmygl.“
Hér á hins vegar að nota
þolfall, ekki þágufall. Við
bendlum einhvern við eitt-
hvað, einhver er bendlaður
við eitthvað.
Þriðja dæmi: „... hefur
aðgang að fullkomnum verk-
stæðum þar sem engu er til
sparað.“
Kemur hér aftur þágufall í
þolfalls stað. Við spörum
peninga. ekki peningum. Því
ætti að segja á verkstæðun-
um væri ekkert til sparað.
Fjórða dæmi: „... og vil ég
halda því óhikað fram, að
gamla fólkið dugi ekki nærri
því sá olíuskali, sem þar er
reiknað með.“
Einhverjum dugar eitt-
hvað. Gamla fólkinu dugar
þetta ekki. Hér á svo vitan-
lega ekki að vera olíuskali.
heldur olíuskammtur. Rétt
er að nota tækifærið og
minna á að orðið skammtur
fer hið besta oft og tíðum
þegar talað er um kvóta, eins
og nú er mjög í tísku.
Fimmta dæmi: „Með dugn-
aði og alúð ávann hann sér
hvarvetna trausts og virð-
ingar meðal vinnufélaga
sinna jafnt sem yfirboðara."
Menn afla sér einhvers, en
ávinna sér eitthvað. Þessi
góði maður hefur áunnið sér
traust og virðingu félaga og
stjórnenda.
Sjötta og síðasta dæmi í
bili: „... hvernig tegundir
pokadýra virtust svipa til
ýmissa dýraflokka."
Okkur svipar saman. Teg-
undum pokadýra svipar til
annarra dýraflokka. Tómas
kvað:
Og meðan kvoldljósin kynjabirtu
um kristal og silki hlóðu,
og naktir armar og hrjúfir hljómar
hverfðust í glitrandi móðu
mér dvaldist við hennar dökku
fegurð.
Samt dáðist ég enn meir að hinu,
hve hjörtum mannanna svipar
saman
i Súdan og Grímsnesinu.
4