Morgunblaðið - 11.01.1981, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1981
radauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
kennsla
Bókleg kennsla
fyrir einkaflug hefst miövikudaginn 14. jan.
Væntanlegir nemendur hafið samband við
skólann sem fyrst.
Flugskóli
Helga Jónssonar,
sími 10880.
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐÍNU
Aðalfundur fulltrúaráðs
Sjálfstæðisfélaganna í
Kópavogi
verður haldinn mánudaginn 12. janúar nk. kl.
20.30 í sjálfstæðishúsinu að Hamraborg 1, 3.
hæð, Kópavogi.
Dagtkrá:
1. Venjuleg aöalfundarstörf
2. Styrmir Gunnarsson, ritstjóri, rœðir
um: Forystu og framtíö Sjálfstæöis-
flokksins.
Frjálsar umræöur.
Sf/'órn fulltrúaráðsins
Kópavogur — Kópavogur
Spilakvöld
Sjálfstæöistélag Kópavogs auglýsir.
Spilakvöldin hefjast aftur þriöjudaginn 13. janúar í Sjálfstæöishúsinu,
Hamraborg 1, Kópavogi kl. 21.00 stundvíslega. Fjölmennum og
verum meö frá byrjun.
Allir velkomnir.
Stjórnin.
Kópavogur — Kópavogur
Spilakvöld
Sjálfstæöisfélag Kópavogs auglýsir.
Spilakvöldin hefjast aftur þriöjudaginn 13. janúar kl. 21.00 stund-
víslega Fjölmennum og verum meö frá byrjun.
Allir velkomnir.
Stjórnln.
Arinbjörn Þorkelsson
arkitekt - Áttræður
Arinbjörn er fæddur í Bú-
landsseli í Skaftártungu 11. janú-
ar 1901, sonur þeirra ágætu hjóna
Signýjar Báröardóttur frá Ljótar-
stöðum og Þorkels Arnasonar frá
Snæbýli í sömu sveit. Þorkell var
talinn góður fjármaður og ágætur
búmaður. Búnaðist þeim hjónum
því vel hvar sem þau bjuggu. Þau
eignuðust fjögur börn: þrjár dæt-
ur og einn son. Árið 1904 fluttist
Arinbjörn með foreldrum sínum
að Skálmarbæjarhrauni í Álfta-
veri og dvaldi hjá þeim þar til 13
ára aldurs. Vorið 1913 dó faðir
hans, og ári síðar hætti móðir
hans búskap og dvaldi þá að mestu
leyti hjá dóttur sinni á Herjólfs-
stöðum í sömu sveit með soninn.
Fljótt var Arinbjörn liðtækur við
sveitastörfin, og var talinn harð-
duglegur að hvaða verki sem hann
gekk.
Vorið 1920 flytur hann með
móður sinni til Reykjavíkur.
Ekki naut Arinbjörn neinnar
menntunar í æsku nema lítils
háttar í farskóla, og þegar til
Reykjavíkur kom fannst honum
hann ekki vera vel undir lífið
búinn. Þar sem hann var með
móður sinni, sem þá var komin á
efri ár, hann alveg efnalaus og
ekki árennilegt að ætla sér að lifa
á verkamannakaupi, fór hann
fljótt í húsasmiðanám til vel
þekkts borgara hér í bæ, Árna
Erasmussonar og lærði hjá honum
húsasmíði. Fljótlega eftir það fékk
hann meistararéttindi, og fyrsta
stórverk, sem hann tók að sér, var
b.vgging Laugarvatnsskóla og þar
næst Mjólkurbú Flóamanna. Þetta
sýnir dugnað og áræði þessa unga
manns, og hvað honum var vel
treyst. Nokkrum árum síðar fór
hann í arkitektsnám til Þorleifs
Eyjólfssonar og lærði hjá honum.
Eftir það vann hann í teiknistofu
hjá þeim fræga manni Sigmundi
Halldórssyni, á annað ár. Síðan
stundaði hann alfarið húsateikn-
ingar og var mikið eftirsóttur. Var
því oft langur vinnudagur hjá
honum, það hafa sagt mér húsa-
smíðameistarar, að það hafi verið
sérstaklega gott að vinna eftir
teikningum hans. Þessa atvinnu
stundaði hann þar til fyrir fáum
árum að hann hætti störfum.
Árið 1927 giftist hann sinni
ágætu konu, Agústu Guðríði Ág-
ústsdóttur, dóttur Ágústs Jósefs-
sonar heilbrigðisfulltrúa, og var
það hans mesta gæfuspor. Þau
bjuggu á ýmsum stöðum hér í
borg á fyrstu búskaparárum sín-
um, en lengst bjuggu þau á
Baldursgötu 29. Þau eignuðust tvö
börn: Pálínu Ágústu, sem nú er
ekkja hér í borg, og Þóri Sigurð,
skurðlækni í Svíþjóð. Fljótt var
heimili þeirra orðlagt fyrir gest-
risni og greiðasemi. Þar var alltaf
opið hús fyrir þá sem þangað
leituðu. Ég veit að margir Vestur-
Skaftfellingar minnast þeirra
hjóna fyrir sérstaka gestrisni og
greiðasemi.
Árið 1967 missti hann sína góðu
konu, og varð það honum mikið
áfall. Síðan hefur hann átt heimili
hjá Pálínu dóttur sinni.
Um nióður sína annaðist hann
með ágætum, og átti hún góða elli
hjá þeim hjónum.
Oftast hefur Arinbjörn gefið sér
tíma til að heimsækja æskubyggð-
ina árlega, þó oftast hafi hann
ekki haft tíma til að dvelja þar
nema stuttan tíma meðan hann
var við störf, en síðan hann hætti
að vinna hefur hann lengt dvalar-
tíma sína þar, og eru það honum
miklar ánægjustundir, því að allt-
af eru honum æskubyggðir sínar
kærar.
Og nú þegar ég lít yfir æviferil
vinar míns og frænda, tel ég að
hann megi vel við una.
Óska ég honum þess, að hann
fái að halda sinni góðu heilsu og
að ellin verði honum mild.
Vigfús Gestsson
Söngsveitin Filharmonía
Söngkraftar óskast
til þátttöku í flutningi á óperunum:
Fidelio og Othello.
Nánari uppl. í símum 27787 og 74135.
5 skemmtileg sumarhús
Eitt mun örugglega henta yður.
Þetta 22 ferm. hús gefur 6 möguleika á innanhússkipulagi. Svefnloft í risinu.
Stæröir: 49 ferm., 43 ferm., 37 ferm., 31 ferm. og 22 ferm.
WUlTURMLICi
TILLXQA. 3L
ÍSUMNtHfc CERfi A4
TIILAOA __________________
ÍSUtltfHlS G£KD AA
Sumarhúsasmíói Jóns,
Auöbrekku 44—46. Upplýsingar í síma 45810.