Morgunblaðið - 11.01.1981, Page 46

Morgunblaðið - 11.01.1981, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1981 Umsjón: Séra J&n Dalbtí Hróbjartsson Séra Karl Siynrbjörnsson Siyurövr Ptílsson áUdrottinsdegi Biblíulestur Vikuna 11. —17. janúar. Sunnudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur 11. jan. Lúk. 2:41—52 12. jan. Mark. 1:1—8 13. jan. Mark. 1:9 —15 14. jan. Jóh. 1:35—42 15. jan. Matt. 4:12—17 16. jan. Hebr. 2:14 —18 17. jan. Jóh. 5:19 — 24 Undanfarið hefur verið all- mikil umræða um samskipti ríkis og kirkju. Það er ekki óeðlilegt að spurt sé um eðli þess sambands sem ríkir milli ríkisvaldsins annars vegar og þjóðkirkjunnar hins vegar og stóðu hennar við hlið annarra trúfélaga í landinu. íslensk þjóð og kirkja hafa átt langa samleið í hartnær þúsund ár. Islenska kirkjan hefur í raun alltaf verið þjóðkirkja þótt það heiti komi fyrst fram með stjórnarskránni 1874. Með hug- takinu er átt við kirkju, sem telur innan sinna vébanda alla landsmenn, sem hlotið hafa kristna skírn og hafa ekki bein- línis sagt sig úr henni. Sá möguleiki var reyndar vart fyrir hendi fyrir daga stjórnarskrár- innar, en síðan hefur ríkt TRÚFRELSI á íslandi, og það er einn hornsteina okkar stjórn- skipunar. Þrátt fyrir það teljast 90 af hundraði landsmanna til þjóðkirkjunnar, eða 208.286 árið 1978. Fjölmennasti söfnuður utan þjóðkirkjunnar er Fríkirkj- an í Reykjavík með 6.149 með- limi, Kaþólska kirkjan taldi 1.543, en utan allra trúfélaga voru 2.643 árið 1978. Engin ríkiskirkja Á Islandi er ekkert til sem heitir ríkiskirkja, þótt það hug- tak sé oft notað um þjóðkirkj- una. Rikiskirkja er kirkja, sem er deild í ríkiskerfinu, þar sem ríkisvaldið fer með öll völd í málefnum hennar ytri sem innri og annast allan rekstur kirkna og safnaða. Þvi er ekki svo farið á íslandi. íslenska kirkjan, þjóð- kirkjan, er ekki deild í ríkiskerf- inu og nýtur frelsis í „innri málurn" sínum. Samkvæmt stjórnarskránni ber ríkisvaldinu að „styðja hana og vernda" án þess að nánar sé mótað í hverju sá stuðningur og vernd séu fólgin. I framkvæmdinni er það svo að Alþingi setur kirkjunni lög og ráðstafar embættum hennar og eignum. Mörgum finnst framkvæmd þeirra mála lítið eiga skylt við „stuðning og vernd" fjarri því. Prestar kirkjunnar teljast opinberir starfsmenn og njóta réttinda og bera skyldur sem slíkir. Þeir hljóta laun úr ríkis- sjóði, miðlungslaun háskóla- manna, en af þeim launum verða þeir að reka embætti sín að öllu leyti, halda uppi opinberri skrifstofu á heimili sínu og bera mikla risnu. Að vísu njóta prest- ar á landsbyggðinni embættis- bústaða með okurleigukjörum, þótt oftast sé um að ræða gömul hús og óhentug og niðurnídd, vegna þess að ekki er veitt nægilegu fé til viðhalds og endurbóta þeirra. Prestsheimilið er undir miklu álagi, vinnutími þeirra er langur og mestur á þeim tímum er aðrir njóta hvíld- ar með fjölskyldum sínum. Samt fá prestar enga yfirvinnu greidda eins og aðrir opinberir starfsmenn og ekkert álag vegna óþægilegs vinnutíma. Mikilvæg- ur þáttur í starfi prestsins er vitaskuld guðsþjónustuhald og ýmsar athafnir svo sem hjóna- vígslur og útfarir. En megin- þungi starfsins er fólginn í því sem kallað er sálgæsla og bygg- ist á persónulegum samskiptum og viðtölum við þá sem á ein- hvern hátt sjá ekki fram úr eigin vandamálum. Ríkið byggir engar kirkjur Söfnuðir þjóðkirkjunnar eru sjálfstæðar starfseiningar og sóknarkirkjurnar eru sjálfseign- arstofnanir. Gagnstætt því sem margir halda þá byggir ríkið ekki kirkjurnar né heldur þeim við. Sú skylda hvílir alfarið á söfnuðunum. Að þessu leyti sitja söfnuðir þjóðkirkjunnar við sama borð og önnur trúfélög. Þetta skyldu þeir athuga, sem finna að því hve íslenskar kirkj- ur eru fátækar að listaverkum t.d. Á fjárlögum er veitt smánar- lega smárri fjárhæð í kirkju- byggingarsjóð, sem lánar fé til kirkjubygginga, en það eru svo lágar upphæðir að það munar sáralitlu til eða frá. Safnaðar- fólkið sjálft ber allan hitann og þungann af byggingum og rekstri kirknanna. Söfnuðirnir afla tekna til starfsemi sinnar með sóknar- gjöldum, kirkjugjaldi, sem er nefskattur og innheimtur er með opinberum gjöldum. Fyrir þá þjónustu greiða söfnuðirnir stór- fé í innheimtuþóknun. Ríkis- valdið ákveður upphæð kirkju- gjaldsins og því er yfirleitt haldið í algjöru lágmarki og þannig heldur ríkisvaldið söfn- uðunum í fjársvelti sem stendur kirkjulegu starfi öllu mjög fyrir þrifum. Eignir kirkj- unnarog ráðstöfun þeirra Ríkisvaldið hefur að mestu leyti yfirtekið ráðstöfun allra eigna kirkjunnar, sem eru tals- verðar í jörðum og hlunnindum. Meðferð þeirra eigna hefur verið með endemum og er þar flest meira í ætt við rán og gripdeildir og gerræðislegan yfirgang held- ur en „stuðning og vernd", og er það saga sem á sér enga hlið- stæðu vestan járntjalds. I röðum þjóðkirkjufólks á íslandi gætir vaxandi óánægju með þetta og æ oftar heyrast raddir um að tímabært sé að fari fram upp- gjör í þessum efnum. Opinber stefna í kirkjumálum Þótt ráðamenn og stjórnmála- leiðtogar tjái þjóðkirkjunni oft ást sína og virðingu í hátíðar- ræðum þá bera verk þeirra allt öðru vitni. Ef hægt væri að tala um nokkra stefnu í kirkjumálum þá er ekki annað að sjá en að hún sé sú ein að halda henni niðri sem mest má vera, svelta hana um starfsfé og láta hana veslast upp úr hor. Það er ekki langt þar til minnst verður þúsund ára afmælis kristnitök- unnar á Islandi, stofnunar þjóð- kirkju Islands. Islensk þjóð og kirkja hafa átt langa samleið og heilladrjúga og eiga enn fyrir höndum. Boðskapurinn um Jes- úm Krist og frelsið í honum og það líf trúar, vonar og kærleika, sem sá boðskapur vekur og nærir, á enn hljómgrunn í hjört- um islensku þjóðarinnar. Enn eru 9 af hverjum tíu börnum borin til skírnar og helguð frels- aranum og enn vilja flestir foreldrar að börn sín njóti fræðslu um hann og veg hans til lífs og heilla. Og það er greini- legt að þjóðin væntir mikils af starfi kirkjunnar, þjóð og mannlífi til blessunar. En við verðum að opna augun fyrir því sem er að gerast og að það stefnir í ógöngur og krefja kjörna umboðsmenn þjóðarinnar um að láta ekki hagsýslunga og kerfisþræla vaða uppi og þrengja kosti Guðs kristni í landinu og hindra starfsmögu- leika hennar og möguleika til áhrifa. Með kristnitökunni gerðu ís- lenska þjóðin og kristin kirkja með sér sáttmála, sem 62. gr. stjórnarskrárinnar ber vitni um. Við þurfum að spyrja okkur hvernig sá sáttmáli er haldinn. Hann birtist þó ekki bara í þáttum eins og byggingum kirkna og kjörum presta, sókn- artekjum og jarðeignum, þótt allt séu þetta nauðsynlegir þætt- ir og snerti lífshagsmuni kirkj- unnar og möguleika hennar til að sinna hlutverki sínu. Hann birtist ekki síður í félagsmálum °g löggjöf landsmanna, hvernig búið er að lítilmagnanum í þessu þjóðfélagi, hvernig sinnt er þörf- um sjúkra og vanheilla, hvernig skólarnir búa börnin út í lífið, svo eitthvað sé nefnt. Faðir vor — þitt er ríkið, máttur inn og dýrðin að eilífu. Amen. Þessi orð eru ekki hluti af „Faðirvorinu" eins og það er að finna í guðspjöllunum. Þetta niðurlag er „seinni tíma við- bót“, sem þó kom mjög snemma á öldum inn og tengd- ist „liturgíu" kirkjunnar. Þessi orð eru ekki bæn í eiginlegri merkingu heldur lofgjörð, trú- arjátning. Þau eru undirstrik- un á því hver sá er sem ávarpaður var í upphafi sem faðir. Hann er sá sem hefur allt vald á himni og jörðu, sá sem einum ber lotning og heiður. Faðir vor er almáttugur Guð og skapari allra hluta. Til hans höfum við beint orðum okkar, þegar við biðjum þessarar bænar sem Jesús kenndi. Hann er þess því megnugur að heyra og uppfylla það sem í bæninni feist. Hann getur látið nafn sitt helgast. Hann getur látið ríki sitt koma. Hann getur látið vilja sinn verða bæði á himni og jörðu. Hann getur gefið okkur daglegt brauð. Hann getur fyrirgefið allt sem við höfum misgert. Hann getur gefið okkur styrk í freisting- um. Hann getur frelsað okkur frá illu. Fyrir þetta ber honum sú lofgjörð sem í þessum niður- lagsorðum felst. Á veldi Guðs og mætti er enginn endir. Þegar allt annað er liðið undir lok, er hann enn. Þegar öll ríki veraldar líða undir lok stendur ríki Guðs. Og sá sem í skírn- inni hefur orðið barn hans og fyrir trúna varðveist í samfé- lagi við hann á hlutdeild í þessu ríki hans sem engan enda tekur. Að vera samvist- um við Guð á sér engan endi. Dauðinn megnar ekki að rjúfa það samfélag, vegna þess að eftir dauðann kemur upprisan. AMEN. Þetta er hebreskt orð, sem þýðir vissulega, já, verði svo. Amen er lokaorð í bænum og lofgjörðum í guðs- þjónustu Gyðinga. Þaðan hafa kristnir menn það. Þetta orð var einnig notað í upphafi setninga til þess að undir- strika eða leggja áherzlu á það sem ætlunin var að segja. Þegar orðið er notað þannig er það þýtt með orðinu „sann- lega“. AMEN. Þannig ljúkum við þessari bæn eins og flestum öðrum í trausti þess að það sem um hefur verið beðið verði vissulega.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.