Morgunblaðið - 11.01.1981, Page 38

Morgunblaðið - 11.01.1981, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1981 + Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, SALÓMON MOSDAL SUMARLIDASON, Skipasundi 61, veröur jarösunginn þriöjudaginn 13. jan. frá Fíladelfíukirkju, Hátúni 2, kl. 13.30. Ingibjörg Jörundsóttir, Gyöa, Silja, Henry, Hanna, Sigfús, Jóhann, Elsa og barnabörn. + Útför mannsins míns og fööur okkar, JÓNS MAGNÚSAR PÉTURSSONAR frá Hafnardal, Fellsmúla 5, fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 12. janúar kl. 13.30. Kristbjörg Jónsdóttir, Sigrún Huld Jónsdóttir, Lisbet Jónsdóttir Willis, Jóhann Þorsteinn Löve. + Eiginmaöur minn, GÍSLI E. GUÐNASON húsvöröur, Lyngheiöi 7, Selfossi, andaöist í London þann 6. janúar. Jarösett veröur mánudaginn 12. janúar kl. 14.00 frá Selfosskirkju. Fyrir hönd vandamanna, Jóna Vigfúsdóttír. + Móöir mín, GUDRUN LÁRA GÍSLADÓTTIR fró Hellissandi, sem andaöist á Elliheimilinu Grund 31. desember, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 12. janúar kl. 10.30. F.h. vandamanna, Anna Víglundsdóttir. + Faðir okkar, tengdafaöir og afi, ELLERT ARNASON, fyrrv. yfirvélstjóri, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, mánudaginn 12. janúar ki. 13.30. Blóm afbeöin, en þeim, sem vildu minnast hins látna er bent á líknarstofnanir. Sigrún Ellertsdóttir, Guölaugur Jóhannesson, Sigurþór Ellertsson, Sigurborg Bragadóttir, og barnabörn. + Eiginkona mín, VALGERDUR GUDNADÓTTIR, Austurgötu 47, Hafnarfirói, sem andaöist þann 4. janúar, veröur jarösungin frá Þjóökirkjunni í Hafnarfiröi þriöjudaginn 13. janúar kl. 15.00. Fyrir hönd vandamanna, Jens Daviðsson. + DAGRÚN HALLDÓRSDÓTTIR Lönguhlíó 3, sem andaöist 31. desember veröur jarösungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 12. janúar kl. 3,e.h. Kolbrún Svavarsdóttir, Hjalti Jósefsson, Dagrún Hjaltadóttir, Hjalti Hjaltason, Svavar Dalmann Hjaltason. + Kona mín, móöir, fósturmóöir, tengdamóöir og amma, JOHANNA GUDMUNDSDÓTTIR Rjúpufelli 21, er lést 31. sl. veröur jarösungin frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 13. jan. kl. 15. Jón Guómundsson, Örlygur Þorkelsson, Þórdís Óskarsdóttir, Benníe Þorkelsson, Ester Magnúsdóttir, Þórdís Þorkelsdóttir, Jóhanna Karlsdóttir, Sigmundur Sigmundsson, og barnabörn. Minning: Sigurbjörg Hjálmars- dóttir Siglufirði Fædd 8. maí 1912. Dáin 1. janúar 1981. Þann 1. janúar sl. andaðist á Landspítalanum frú Sigurbjörg Hjálmarsdóttir húsfreyja í Siglu- firði. Hún hafði átt við langvar- andi veikindi að stríða og var því hvíldin henni kærkomin. Mikill sjónarsviptir er að þessari merkiskonu er hún kveður og hana syrgir nú auk niðja og tengda- barna stór hópur annarra ætt- menna, tengdafólks og vina. Sigurbjörg var fædd að Húsa- bakka i Aðaldal, 8. maí 1912. Foreldrar hennar voru hjónin Hjálmar Kristjánsson og Kristrún Snorradóttir, sem bjuggu á Húsa- bakka. Hjálmar var fæddur að Hömrum í Reykjadal 26. júní 1877. Foreldrar hans voru hjónin sem þar bjuggu, Ólína Guðmundsdótt- ir og Kristján Hjálmarsson. Auk Hjálmars áttu Ólína og Kristján 8 börn — Kristrún Snorradóttir var fædd 18. júlí 1877 að Geitafelli í Reykjahverfi. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurbjörg Jónsdóttir og Snorri Oddsson. Snorri var hreppsnefndaroddviti og sagður mikill gáfu- og gæðamaður. Ættmenni og áar Kristrúnar og Hjálmars voru flestir Þingeyingar í húð og hár svo langt aftur sem vitað er. Fróðleiksfíkn og hag- mælska voru ríkjandi í báðum ættum. I því sambandi minnist ég þess að Kristján Jónsson Fjalla- skáld, og Kristján Hjálmarsson afi frú Sigurbjargar sem hér er minnst, voru bræðrasynir. Kristrún og Hjálmar gengu í hjónaband 22. júní 1902 og hófu búskap að Birningsstöðum í Lax- árdal en fluttu að Húsabakka árið 1903 og bjuggu þar í 22 ár. Eignuðust þau 13 börn. Af þeim komust 9 til fullorðinsára. Árið 1925 flutti fjölskyldan til Siglu- fjarðar. Það hefur að sjálfsögðu verið erfið ákvörðunartaka að yfirgefa Þingeyjarsýslu svo mjög sem þau hjónin og börn þeirra unnu sveit sinni og samtíðarfólki þar. Sú staðreynd, að jörðin var rýr og afkoman slæm þrátt fyrir samheldni og dugnað fjölskyld- unnar, olli því að ákveðið var að breyta til. Hugað var að nýjum heimkynnum og Siglufjörður varð fyrir valinu. Ekki veit ég með vissu hvaða dag þessi fjölskylda leit fyrst Siglufjörðinn, en það mun hafa verið snemma sumars 1925 eins og áður segir. Mér er afar minnisstætt þegar þessir nýju landnemar komu í bæinn. Gunnlaugur sonur þeirra kom fyrstur og einn og undirbjó komu þeirra. Hann borðaði hjá foreldr- um mínum og varð vinur fjöl- skyldunnar upp frá því. Tíðrætt var á heimili mínu um komu fólksins frá Húsabakka og ég mann enn í dag þegar þau stigu í land. Ég, 8 ára snáði, hefi sennilega fengið að vera í „mót- tökunefnd" með Gunnlaugi. Eftir stutta dvöl í Siglufirði var haldið yfir Vesturfjöllin og sest að í Engidal við Siglufjörð. Fjölskyldan bjó þó aðeins tvö ár í Engidal en flutti þá til Siglu- fjarðar. Þar ílengdust flestir þess- ara dugmiklu Þingeyinga. Unglingahópurinn frá Húsa- bakka stundaði atvinnu til sjós og lands, eftir því sem þrek og aldur leyfði. Sigurbjörg Hjálmarsdóttir kom fermingarárið sitt til Siglu- fjarðar og dvaldi því í Siglufirði í 55 ár. Ekki veit ég með vissu hvort það hafi verið ætlun hennar að setjast að til frambúðar í Siglu- firði þó það yrðu örlög hennar og eitt er víst að hún unni Siglufirði. Æskuár Sigurbjargar munu hafa liðið eins og flestra annarra ung- menna á kreppuárunum sem fóru í hönd. Hún var afar fróðleiksfús + Móöir okkar, JÓNA ÁGÚSTA SIGURDARDOTTIR, fré Flatsyri, andaöist á Landspítalanum 9. janúar. Börnin + Þökkum innilega samúö og hlýhug vegna andláts og jaröarfarar, SIGURDAR TÓMASSONAR, úrsmíðs, Barnónsstíg 51. Ingjaldur Tómasson, og aðrír vandamenn. + Þökkum innilega samúö, hlýhug og alla hjálp vegna veikinda, andláts og jaröarfarar ÓIÍNU JONSDOTTUR. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks Sjúkrahúss Keflavíkur og Safnaöar sjöundadags Aöventista. Einar H. Magnússon, Einar Valgeir Arason, Karl Einarsson, Ingibjörg Einarsdóttir, Magnea Einarsdóttir, tengdabörn og barnabörn. eins og hún átti kyn til og las mikið. Hún var ljóðelsk enda sjálf mjög vel hagmælt. í Sigiufirði kynntist hún ungum Svarfdæling, Stefáni Friðleifssyni. Var hann sonur hjónanna Friðleifs Jó- hannssonar útgerðarmanns frá Lækjarbakka og konu hans, Sig- ríðar Stefánsdóttur. 19. desember 1932 gengu þau í hjónaband, var það farsælt og sambúð þeirra öll til fyrirmyndar. En árið 1965, þann 22. marz, kom reiðarslag yfir fjölskylduna. Þann dag hné Stefán niður og var þegar örendur. Þetta óvænta and- lát þessa dugmikla og að manni virtist hrausta manns, var mikið harmsefni, ekki einungis eigin- konunni og börnunum fjórum, háöldruðum föður og systkinum, heldur og fjölda vina og sam- starfsmanna. Stefán starfaði í mörg ár við útgerð föður síns en síðustu ára- tugina sem hann lifði var hann starfsmaður í Síldarverksmiðjum ríkisins. Ég minnist Stefáns sem ég þekkti vel sem hins árrisula, dagfarsprúða eljumanns er ætíð skilaði dagsverki sínu með prýði. Eins og fyrr segir voru börn Stefáns og frú Sigurbjargar fjög- ur, þau eru þessi: 1. Friðleifur, tannlæknir í Reykjavík, kvæntur Björgu Árnadóttur. 2. Hjálmar, bankaútibússtjóri Keflavík, kvæntur Höllu Haraldsdóttur, listakonu. 3. Þröstur, banka- gjaldkeri Akranesi, kvæntur Guð- mundu Ólafsdóttur. 4. Sigríður Kristín, kennari, nú við fram- haldsnám í Noregi; gift Ingólf Klausen sjónvarpsvirkja. Þegar þessi barnahópur var að vaxa úr grasi í Siglufirði setti hann svip á bæinn. Allt var þetta íþróttafólk og bræðurnir kunnir skíðamenn m.a. Börnin að Eyrargötu 20 voru sannkallaðir sólargeislar foreldra sinna, allt frá því þau sáu fyrst dagsins ljós og þar til foreldrar þeirra kvöddu þennan heim. Frú Sigurbjörg starfaði um áratugi að félagsmálum í Siglufirði, tók m.a. þátt í störfum kvenfélagsins Von- ar. Þá fór hún ekkert dult með stuðning sinn við Framsóknar- flokkinn og hvatti hún okkur, sem vorum í forsvari flokksins í Siglu- firði um áraraðir, til dáða og frekari sóknar. Fyrir allt þetta er nú þakkað. Ég gat þess hér að framan að Sigurbjörgu hafi þótt vænt um Siglufjörð. Meðal ljóða hennar er kvæðið „Siglufjörður", þar lýsir hún Siglufirði að vorlagi og segir: Bjart er yfir bröttum hllöum, blærinn strýkur yfir skórö. Gnýpur hátt til himins benda hljoöar sem þær standi vörÖ. Sumarnætur bjartar. bliAar. blikar dýröleg sólar kIóÖ litar allt meö loKastofum sem liti maöur kuII ok blóÖ. Það efar enginn hug Sigurbjarg- ar til Siglufjarðar sem les þetta stef úr annars löngu ljóði. Útför frú Sigurbjargar Hjálm- arsdóttur var gerð frá Siglu- fjarðarkirkju sl. föstudag, 9. þ.m. Hún var lögð í gröf við hlið mannsins síns í Siglufjarðar- kirkjugarði. Ung voru þau Sigur- björg og Stefán þegar þau héldu til Siglufjarðar. Ung voru þau gefin saman í hjónaband — sem eins og fyrr segir var farsælt og hamingjuríkt. Siglufjörður var starfsvettvangur þeirra, vettvang- ur margþættra starfa og margs- konar hugðarefna — þess get ég mér þó til að æði oft hafi hugur þeirra reikað til bernskustöðv- anna í Aðaldal og Svarfaðardal. Frú Sigurbjörg og Stefán Frið- leifsson eru nú ekki lengur meðal okkar en allir sem þekktu þau minnast þeirra með virðingu og þakklæti. Virðingu fyrir dugnað þeirra og þrek, og þakklæti fyrir ævistarfið og fordæmi það sem þau gáfu öðrum með þegnskap sínum og góðvild sem og glaðværð, á góðra vina fundum. Blessuð sé minning mætra hjóna. Samúðarkveðjur sendi ég og fjölskylda mín til allra þeirra er nú syrgja Sigurbjörgu Hjálm- arsdóttur. Reykjavík, 10. janúar 1981, Jón Kjartansson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.