Morgunblaðið - 30.01.1981, Síða 19

Morgunblaðið - 30.01.1981, Síða 19
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1981 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1981 19 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúí Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 70 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakiö. Manntalið Manntalið, sem framkvæma á nú um helgina, hefur vakið miklar umræður. Þær spretta ekki af því, að menn séu á móti því, að þjóðin sé talin með eins nákvæmum hætti og unnt er, heldur hinu, að ýmsum þykir sem hið opinbera sé farið að hnýsast um of í einkahagi manna með sumum spurningum í tengslum við manntalið. Þá hefur einnig verið látinn í ljós sá ótti, að misfarið verði með þær upplýsingar, sem aflað verður. Alþingi tók ákvörðun um manntalið með lögum, sem samþykkt voru 17. desember. Frumvarpið að lögunum var samið af Klemens Tryggvasyni hagstofustjóra. í því var gert ráð fyrir, að úrvinnslu skýrslna á grundvelli manntalsins skyldi Hagstof- an ein annast og yrðu hlutaðeigandi starfsmenn hennar bundnir þagnarskyldu. Þegar frumvarpið var til afgreiðslu í efri deild Alþingis, tók Ólafur R. Grímsson þingflokksformaður Alþýðu- bandalagsins til máls og sagði þetta ákvæði í lögunum óeðlilegt miðað við núverandi tæknistig slíkrar úrvinnslu. í meðförum þingsins var frumvarpi hagstofustjóra síðan breytt á þann veg, að nú er heimilt að láta viðurkenndum rannsóknaraðilum og opinberum stofnunum í té upplýsingar skráðar á manntal, enda sé þá nöfnum og auðkennisnúmerum einstaklinga sleppt. Ekki er getið um neina þagnarskyldu þessara aðila og í lögunum er úrvinnsla Hagstofunnar nú bundin við „manntalsskýrslur". Greinilegt er af þessu, að alþingismenn hafa tekið sjónarmið félagsvísindamannsins á Alþingi fram yfir varúð hins reynda embættismanns Klemens Tryggvasonar. Ef hans ráðum hefði verið fylgt, væri mun minni ástæða til þeirrar tortryggni, sem nú verður víða vart. Nú er það svo um félagsvísindin eins og svo margt annað, að þeir eru ef til vill fáir, sem komið hafa óorði á þau. Á svipstundu er ekki unnt að breyta því áliti á þessum fræðum, sem náð hefur að skjóta rótum, í mörgum tilvikum alls ekki að ástæðulausu. Neikvætt viðhorf til manntalsins á einnig rætur að rekja til þess, að almenningi finnst ríkisvaldið vera orðið alltof umsvifamikið. Má túlka afstöðuna til þess sem andspyrnu gegn útþenslu og afskiptasemi hins opinbera kerfis. Þau sjónarmið eiga fullan rétt á sér og frá þeirri grundvallarreglu má ekki víkja, sem metur einstaklinginn og frelsi hans meira en hagsmuni heildarinnar. Manntöl hafa hins vegar oft áður verið framkvæmd og eru eðlilegur þáttur í lífi hverrar þjóðar og ómetanleg stoð fyrir hana. Á blaðamannafundi hefur Klemens Tryggvason bent á það, að í manntalinu sé aðeins verið að spyrja um saklausa hversdags- lega hluti, sem alls ekki geti orðið til skaða eða óþæginda fyrir fólk, jafnvel þótt upplýsingar kæmust á almanna vitorð, sem hann taldi af og frá. Þá lagði hagstofustjóri jafnframt áherslu á það, að nöfn einstaklinga væru ekki notuð í úrvinnslunni og kæmu hvergi fram, aðeins væri spurt um nafn til að ganga úr skugga um að viðkomandi einstaklingur hefði skilað skýrslu. Öll þessi rök verða menn að hafa í huga nú um helgina, þegar þeir svara þeim spurningum, sem fyrir þá eru lagðar. Hver og einn verður á grundvelli þeirra að taka ákvörðun fyrir sig. Miðað við þær umræður, sem orðið hafa, er augljóst, að breyting Alþingis á frumvarpinu um manntalið eins og það kom frá hagstofustjóra hefur alls ekki verið til bóta. Pólskir stúdentar og SHÍ Spennan magnast nú enn á ný í Póllandi. í næstu viku er boðað þar til allsherjarverkfalls, sem standa á í skamman tima, og síðar er það aftur fyrirhugað, hafi stjórnvöld ekki orðið við kröfum verkalýðshreyfingarinnar innan ákveðins frests. Æ fleiri hópar í Póllandi láta til sín taka í frelsisbaráttunni og má þar á meðal nefna háskólastúdenta, sem krefjast félagafrelsis og að verða lausir við pólitíska innrætingu. Fulltrúar Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, í Stúdenta- ráði Háskóla Islands, báru þar upp tillögu í vikunni um að ráðið sendi pólskum stúdentum stuðningsskeyti. Þessi tillaga fékksi, ekki samþykkt, þar eð vinstri menn, sem hafa meirihluta í Stúdentaráði, komu í veg fyrir afgreiðslu hennar. Fáir hafa verið jafn yfirlýsingaglaðir og háværir um ýmsa þætti alþjóðamála og vinstrimenn í Háskólanum. Tvískinnungur þeirra í þeim efnum kemur berlega í ljós í afstöðunni til tillögu Vökumanna. Er langt síðan jafn glögglega hefur komið fram, hve tvöfaldir þeir eru í roðinu, þegar hagsmunir heimskommún- ismans eru annars vegar. Hvenær skyldu vinstrisinnar á íslandi telja sovéska herinn hafa hreiðrað svo vel um sig í Afganistan, að þeim sýnist tímabært að stofna vináttufélag við landið? AT VINNU ÁST ANDIÐ Á LANDINU NOKKUÐ HEFUR borið á atvinnuleysi í ýmsum stéttum, sérstaklega á höfuðborgarsvæðin og á Akureyri, m.a. hefur Mbl. skýrt frá því, að fjöldi múrara sé án vinnu á höfuðborgarsvæðinu og mjög slæmt ástand ríki hjá ýmsum stéttum á Akureyri. Til að fá nánari fréttir af atvinnu- ástandinu víðs vegar um land hafði Mbl. samband við nokkra þá aðila, sem gleggst til þekkja í þessum málum. Fara þessi samtöl hér á eftir. Akureyri um þessar mundir. Harð- indin í vetur ættu stóran þátt, verktakar ættu í fjárhagslegum erf- iðleikum og fengju jafnvel ekki greitt það sem þeir ættu útistand- andi. Þá væri greinilegt að launa- maðurinn hefði ekki eins mikið fé handa á milli og áður og frestaði því ýmsu í byggingum sínum, sem áður hefði þótt nauðsynlegt. Þá sagði hann, að eitthvað væri um það, að verkamenn sem færu í verstöðvar á vetrum hefðu frestað því í ár m.a. vegna þess að fiskverð hefði ekki verið ákveðið og kjaramál sjómanna væru ekki til lykta leidd. Heiðrekur Guðmundsson hjá Vinnumiðlunarskrifstofu' Akureyrar sagði að nú væru um 130 manns skráðir atvinnulausir á Akureyri og af þeim hópi væri um helmingur verkamenn, sem hefðu haft ýmiss konar útivinnu. Hann sagði að þessa dagana fjölgaði iðnaðarmönnum daglega á atvinnuleysisskrá og þá einkum trésmiðum og múrurum. Hann sagðist ekkert sjá framundan, sem gæti orðið til þess að laga þetta ástand, en hins vegar gæti það enn versnað. Þá er vitað um fyrirtæki sem sagt hafa upp starfsmönnum, en þar sem yfirleitt er um að ræða tveggja mánaða uppsagnarfrest kemur það fólk ekki á atvinnuleys- isskrá strax. Á síðasta ári voru skráðir at- vinnuleysisdagar 20% fleiri en árið 1979 og sagði Heiðrekur að slæmt atvinnuástand á Akureyri í desem- ber sl. hefði valdið mestu þar um. Helgi Bergs, bæjarstjóri á Akur- eyri, sagði að þessi vetur hefði verið mjög harður nyrðra. Þess vegna hefði dregið úr framkvæmdum, en fleira sagði Helgi að spilaði inn í og nefndi breytt vaxtakjör á sama tíma og lánstími hefði ekki verið lengdur. Þá hefðu verið gífurlega miklar byggingaframkvæmdir á Akureyri undanfarin ár og ekki væri fjarri lagi að ætla, að markaðurinn væri að mettast. — Ef dæma á út frá reynslu undanfarinna ára þá fer atvinnu- ástand venjulegast batnandi hér er kemur fram í febrúar. Hvort það verður þannig í ár skal ég ekki segja um, en að sjálfsögðu vonum við það, sagði Helgi Bergs. Um 130 manns eru nú skráðir atvinnulausir á Akureyri, en voru um og innan við 60 á sama tima i fyrra og hittifyrra. Magnús L. Sveinsson, formaður VR: „Ástandið fer að nálgast hættumörk“ „HÆGT og hítandi hefur þetta sigið i þá átt að atvinnutækifærum hefur fækkað i verzluninni,“ sagði Magnús L. Sveinsson. formaður Verzlunarmannafélags Reykjavík- ur i samtali við Morgunblaðið í gær. 33 verzlunarmenn eru nú skráðir atvinnulausir i Reykjavík og er það óvenju mikill fjöldi. „Astandið er orðið þannig. að það fer að nálgast hættumörk,“ sagði Magnús. Hann sagði að fyrir áramót hefði farið að bera á atvinnuleysi fólks í þessari stétt og eftir áramót hefði atvinnulausum fjölgað verulega. Stöðugt fleiri hafa samband við starfsfólk VR vegna atvinnuleysis eða ótta við það og sagðist Magnús óttast að þetta ástand ætti eftir að „Erfiðleikar fyrirtækjanna Pétur Sigurðsson, forseti Alþýðusambands Vestfjarða: Atvinnuástand með þokkalegasta móti nema hvað nokkuð atvinnuleysi er á Flateyri „ATVINNUÁSTAND hefur verið með þokkalegasta móti hér á Vest- fjörðum að undanförnu. og má reyndar segja, að ekki sé um neitt atvinnuleysi að ræða nema á Flat- eyrl,“ sagði Pétur Sigurðsson. for- seti Alþýðusambands Vestfjarða. „Hér vinna menn að vísu ekki langan vinnudag, eða sína átta tíma, Hallsteinn Friðþjófsson, Seyðisfirði: „Agætis at- vinnuástand“ „VIÐ ÞURFUM ekkert að kvarta, hér hefur verið ágætis atvinnu- ástand í allan vetur og enginn án atvinnu," sagði Hallsteinn Frið- þjófsson, formaður verkalýðsfélags- ins á Seyðisfirði, í samtali við Mbl., er hann var inntur eftir atvinnu- ástandinu. aukast jafnt og þétt og að því kemur að þau þurfa að draga úr kostnaði og þjónustu þá um leið. Þetta gerist ekki í stórum stökkum heldur hægt og sígandi. Við erum vanir sveiflum í þessari grein, en um slíkt er ekki að ræða núna. Þessi starfsgrein er næmur mælikvarði á það, sem er að gerast í þjóðfélag- inu,“ sagði Magnús L. Sveinsson. Margir, sem ekki skrá sig í Eyjum í VESTMANNAEYJUM voru 17 manns skráðir atvinnulausir i gær og sagði Jón Kjartansson, formað- ur Verkalýðsfélagsins, að þar væri slæmt ástand i atvinnumálum, en því miður hefði það einnig verið svo á þessum tima oft undanfarin ár. „Við gætum eflaust þrefaldað þessa tölu atvinnulausra hér í Eyj- um án þess að vera langt frá raunverulegum fjölda atvinnu- lausra. Hér eru margir, sem bíða og sjá hvað setur, aðrir skrá sig alls ekki þó þeir hafi ekki vinnu og enn aðrir eiga ekki rétt á bótum og eru því ekki á skrá,“ sagði Jón Kjart- ansson. Hann sagði að þó svo að margir Eyjabátar væru byrjaðir á vertíð þá hefðu gæftir verið lélegar og lítill afli. „Hér kemst þetta ekki í fullan gang fyrr en kemur fram í febrúar, en um leið og sá guli gefur sig til þá vantar hér frekar vinnufúsar hend- ur heldur en hitt — vonandi," sagði Jón Kjartansson. en allir halda vinnunni. A Flateyri hefur hins vegar skapast erfiðleikar vegna þess hversu togarinn á staðn- um hefur aflað treglega að undan- förnu og þar er nokkur fjöldi manns á atvinnuleysisskrá," sagði Pétur ennfremur. Þá kom fram í samtalinu við Pétur, að þótt einn og einn dagur “ hefði fallið úr í fiskvinnslunni, hefði fólkið ekki misst laun, því allir væru á fastráðningarsamningi. Þá sagði Pétur ennfremur, að enn væri ekki farið að gæta neins samdráttar í húsbyggingum og því næg atvinna hjá iðnaðarmönnum. — „Það fer hins vegar ekki hjá því, að samdráttar fari að gæta í húsbygg- ingum, ef svipað ástand varir lengi áfram, þ.e.a.s. að fólk vinni bara sína átta tíma. Afrakstur af slíkri vinnu gefur ekki mikla möguleika," sagði Pétur ennfremur. Það kom fram í viðtalinu við Pétur Sigurðsson, að línuveiðar hefðu gengið mjög vel og menn vonuðust til þess, að ástandið kæmist í sitt gamla horf þegar skrapdögum tog- aranna linnti. Bárður Jensson, Ólafsvik: Allir vinnufærir menn eru í vinnu „IIÉR ER engin uppgripavinna eins og þekktist hér áður. en cigi að siður eru allir vinnufærir menn i vinnu. sem er fyrir mestu, og við kvörtum því ekki,“ sagði Bárður Jensson. formaður Verkalýðsfélags- ins Jökuls á Ólalsvik. „Afli bátanna og togaranna hefur verið mjög þokkalegur í vetur og unnið hefur verið átta til tíu tíma á dag og því má segja að gott hljóð sé í okkur,“ sagði Bárður ennfremur. Atvinna virðist næg á Self ossi KRISTJÁN Guðmundsson hjá verkalýðsfélaginu á Selfossi gaf Morgunblaðinu þær upplýsingar i gær, að þar væri atvinnuástand með allra bezta móti. Nefndi hann sem dæmi, að í desember og janúar hefðu ekki færri verið skráðir atvinnulausir siðan 1970. Sagði hann þetta bæði eiga við verkamenn og iðnaðarmenn. Oft undanfarna vetur hafa menn verið skráðir atvinnulausir á Selfossi, sem starfað hefðu annars staðar, en í vetur hefði slíkt ekki átt sér stað. — HÉR Á Akureyri er óhætt að segja að sé nokkuð alvarlegt ástand i atvinnumálum, sagði Jón Helga- son, formaður Einingar á Akur- eyri, i samtali við Mbl. i gær. í dag verður haldinn fundur i atvinnu- málancfnd Akureyrar þar sem þessi mál verða rædd og einnig sagði Jón, að hann hefði farið fram á fund með þeim, sem skráðir eru atvinnulausir á staðnum. Um 130 manns eru nú skráðir atvinnulaus- ir á Akureyri. t janúar 1980 voru 60 manns skráðir atvinnulausir á Ak- ureyri og 55 i janúar árið á undan. Jón Helgason sagði, að margar ástæður væru fyrir atvinnuleysi á Hvorki betra né verra hjá vörubifreiða- stjórum en oft áður „Um leið og sá guli gefur sig til vantar vinnufúsar hendur“ sagði Jón Kjartansson i Vestmannaeyjum í gær. ATVINNUÁSTAND hjá vörubif- reiðastjórum i Reykjavik og nágrenni hefur oft verið verra á þessum tíma árs en það er nú, að þvi er Einar Ögmundsson hjá Landssambandi vörubifreiða- stjóra tjáði Morgunblaðinu i gær. Hins vegar sagði hann að vöru- bifreiðastjórar hefðu mjög lítið að gera á Suðurnesjum og á Akureyri hefðu vörubílstjórar nánast ekk- ert að gera. Heiðrekur Guðmunds- son hjá Vinnumiðlunarskrifstof- unni á Akureyri sagði að þar væru 16 vörubifreiðastjórar nú skráðir atvinnulausir og hefðu þeir haft mjög lítið að gera síðustu vikur. Einar Ögmundsson sagði, að það væri ekki nýtt að lítið væri með vinnu hjá vörubifreiðastjór- um á þessum árstíma. Þessi vetur hefði verið harður, landið væri í klakabrynju og því væri lítið um stórframkvæmdir. Ef á heildina væri litið sagðist Einar þó álíta, að atvinnuástand væri hvorki Svipað atvinnuástand í Reykjavík og oft undan- farin ár á þessum tíma 216 MANNS voru skráðir at- vinnulausir hjá Ráðningarskrif- stofu Reykjavíkurborgar í gær, 175 karlar og 41 kona. Að sögn Gunnars Helgasonar er þessi fjöldi í heildina sambærilegur við það, sem verið hefur á þessum tíma undanfarin ár, en hins vegar sagði Gunnar það vera áberandi hversu margir múrarar og verzlunarmenn væru í þessum hópi. 29. janúar í fyrra voru 195 manns skráðir atvinnulausir í Reykjavík, 157 karlar og 38 konur. I lok janúar 1979 voru 304 skráðir atvinnulausir, 236 karlar og 68 konur. 40 verkamenn eru nú skráðir atvinnulausir í Reykjavík, verzl- unarmenn eru 33, þar af 11 konur, 27 múrarar voru á skrá í gær, en voru 31 fyrir nokkrum dögum. 7 trésmiðir eru skráðir atvinnulaus- ir og sami fjöldi málara, en það er ekki talið óeðlilegt ástand hjá þessum stéttum miðað við árs- tíma. Hjá Ráðningarskrifstofu Reykjavíkurborgar eru þeir einir skráðir, sem eiga rétt á atvinnu- leysisbótum. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær telja Gunnar Björnsson, formaður Meistara- sambands byggingamanna, og Helgi Steinar Karlsson, formaður Múrarafélags Reykjavíkur, að at- vinnulausir múrarar í Reykjavík, Kópavogi, Mosfellssveit og Sel- tjarnarnesi séu nú á milli 60 og 70 að nemum meðtöldum. Siglufjörður: Fyrirtækin standa illa, en atvinnu- ástand svipað og undanfarin ár „ÞAÐ ER rangt að gera mikið úr einhverju atvinnuleysi hér á Siglufirði, en hins vegar má undirstrika það, að hin fáu, en stóru atvinnufyrirtæki hér standa mjög illa fjárhagslega. Þess vegna eru menn kviðnir, en nú í lok janúar cr atvinnuástand- ið svipað og í mörg undanfarin ár,“ sagði Kolbeinn Friðbjarnar- son formaður Verkaiýðsfélagsins Vöku á Siglufirði. Kolbeinn var spurður hvort ekki væri rétt að búið væri að segja upp 60 manns hjá Sigló-síld og stórum hópi manna hjá Síldar- verksmiðjum ríkisins. — Það er rétt og það er að sjálfsögðu slæmt. Hitt ber þó að hafa í huga að menn reikna ekki með að stoppið hjá Sigló-síld vari nema í 2—3 vikur. Það er ekki nýtt að þar komi til rekstrarstöðvana og iðulega hefur ekki verið unnið nema í 8—9 mánuði hjá fyrirtæk- inu undanfarin ár. — Hjá SR er búið að segja upp 38 mönnum, en þeir hafa þriggja mánaða uppsagnarfrest, sem mið- ast við 1. febrúar þannig að þeir missa ekki vinnuna fyrr en 1. maí. Við erum nú svo bjartsýnir að vona að til þessar uppsagnir komi ekki framkvæmda, sagði Kolbeinn Friðbjarnarson. betra né verra en oft áður án þess þó að hafa nákvæmar tölur þar um. 38 manns hefur verið sagt upp hjá Sildarverksmiðjum rikisins á Siglufirði. Rúmlega tvöfalt fleiri skráðir atvinnulausir á Akureyri en 2 síðustu ár

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.