Morgunblaðið - 30.01.1981, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1981 2 3
Athugasemd við greinar-
gerð læknaráðs Fjórðungs-
sjúkrahússins á Akureyri
— frá Grétari Ólafssyni formanni læknaráðs Landspít
alans og Rannsóknarstofu Háskólans við Barónsstíg
Rcykjavlkurlarknishérað
Reykjaneslæknishrrað
önnur héruð landsins
l.andsp.
leKudagar %
58.6
19.4
21.9
BorKarsp.
leKudaxar %
52.3
13.8
13.0
I*andakotssp.
lexudaKar Í
61.9
17.8
13.8
Stjórn læknaráðs Landspítal-
ans er tilneydd að gera athuga-
semd við greinargerð læknaráðs
F.S.A. í Morgunblaðinu sl. laug-
ardag (greinargerðin kom einn-
ig í fleiri fjölmiðlum), þar sem í
greinargerðinni koma fram
rangar staðhæfingar um íbúða-
fjölda þjónustusvæðis sjúkra-
húsa Reykjavíkur og þar af
leiðandi villandi niðurstöður
þegar læknaráð F.S.A. reiknar
út rúmmetrafjölda á íbúa þjón-
ustusvæðis F.S.A. og Reykjavík-
ursjúkrahúsanna þriggja,
Landspítalans, Borgarspítalans
og Landakotsspítala.
I greinargerð læknaráðs
F.S.A. segir á einum stað: „Ef
íbúatala þjónustusvæðis Akur-
eyrar er talin 21 þúsund manns
og húsnæði Kristneshælis,
Læknamiðstöðvarinnar og
Heilsuverndarstöðvar Akureyr-
ar er talið með sjúkrahúsinu á
Akureyri, hefir það á að skipa
1,1 rúmmetra á íbúa þjónustu-
svæðis. Á sama tíma hefir
sjúkrahúsið á Sauðárkróki á að
skipa 1,9 rúmmetra á íbúa
þjónustusvæðis og sjúkrahúsið
á Húsavík 2,0 rúmmetrum á
íbúa þjónustusvæðis. Ef 130
þúsund manns eru talin vera á
þjónustusvæði sjúkrahúsanna í
Reykjavík hafa Landspitalinn,
að frátalinni geðdeild hans,
Borgarspítalinn og Landakots-
spítali ásamt tilheyrandi hús-
næði á að skipa 3,7 rúmmetrum
á íbúa þjónustusvæðis."
Samkvæmt skýrslu heiibrigð-
ismálaráðs Reykjavíkurlæknis-
héraðs voru legudagar ársins
1978 á sjúkrahúsum Reykjavík-
ur eftirfarandi:
Ileildarlegudagafjöldi á
Landspítalanum var 179252.
Heildariegudagafjöldi á
Borgarspítalanum var 119191.
Heildarlegudagaf jöldi á
Landakotsspítala var 61434.
og sýnir tafla nýtingu þeirra af
læknishéruðum, reiknuð í pró-
sentum.
Þetta sýnir að þjónustusvæði
sjúkrahúsa Reykjavíkur er ekki
einungis Reykjavík og Re.vkja-
nes eins og ég geri ráð fyrir að
læknaráð F.S.A. telji, en í
þessum landshluta bjuggu árið
1978 132328 manns.
í greinargerð læknaráðs
F.S.A. er gert ráð fyrir því, að á
þjónustusvæði Reykjavíkur-
sjúkrahúsanna séu búsettir 130
þúsund manns. Árið 1978 voru
t.d. legudagar íbúa Akureyrar á
Reykjavíkursjúkrahúsunum
eftirfarandi:
legudagar
Á Landspítalanum 2758
Á Borgarspítalanum 1077
Á Landakotsspítala 257
eða alls 4092
Það er því ljóst að þjónustu-
svæði þessara þriggja sjúkra-
húsa er landið í heild, en ekki
einungis Reykjavík og nágrenni,
enda eru á þessum sjúkrahúsum
helztu sérdeildir og sérfræði-
þjónusta landsins.
Ég á ekki von á að hlutfall
legudaga ársins 1978 hafi
breytzt sl. 2 ár svo teljandi sé.
Stjórn læknaráðs Landspítal-
ans er hér einungis að benda á
rangar forsendur í greinargerð
læknaráðs F.S.A. sem gefa vill-
andi niðurstöður við útreikn-
inga rúmmetra á íbúa þjónustu-
svæðis sjúkrahúsanna.
Við erum ekki að mótmæla
starfsbræðrum á Akureyri í
baráttu þeirra fyrir byggingu
og þróun F.S.A. í sérdeilda-
sjúkrahús, sem við styðjum
heils hugar og sendum þeim
árnaðaróskir og kveðjur.
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í
MORGUNBLAÐINU
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
IOOF 1=1621308V. =
IOOF 12 = 1621208Vi =
H*imt.SI.Nr.11
Á morgun laugardag er •íðasti
■nnrítunardagur í enskunám-
skeiöið Angliu. Innritun fer fram
aö Aragötu 14 kl. 15—17. Upp-
lýsingar í síma 13669. fyrír
hádegi og 18039, eftir kl. 17.
KFUM & K Hafnarfirði
Kristniboösvikan.
Samkoma í kvöfd kl. 8.30 í húsi
KFUM & K Hverfisgötu 15,
Hafnarfiröi.
Kristniboöspáttur, Elsa Jakob-
sen, myndir, ræöa sr. Frank M.
Halldórsson og söngur Geirtaug-
ur Árnason.
Arinhleðsla
Magnús Aöalsteinn Ólafsson,
sfmi 84736.
Innflytjendur
Get tekiö aö mér aö leysa út
vörur. Tilboö merkt: „Vörur —
3333*, sendist augld. Mbl.
húsnæöi
i boöi
J<—A—rv_n_A_kaK.
Keflavík
Til sölu raöhús í smíöum. Húsin
seljast fullgerö aö utan. Hag-
stætt verö og greiösluskilmálar
Aöeins örfá hús eftir óseld
Fasteignasalan Hafnargötu 27,
Kaflavík, simi 1420.
i til sölu
í - - M -aA-A.
Drápuhlíðargrjót
(hellur)
til sölu. Uppl. i síma 51061.
Ný komiö
stórglæsilegt úrval af enskum og
belgískum mottum og teppum.
Margir veröflokkar. Margar
stæröir og geröir. Teppasalan.
Hverfisgötu 49, sími 19692.
Vinsælar hljómplötur
Barbra Streisand — Guilty B.A.
Robertson — Initial Success.
Boney M — 20 Golden Hits.
John Lennon — Double Fantasy.
Mounting Excitement Good
Morning America. Bruce
Springsteen — The River. Einnig
aörar. islenskar og erlendar
hljómplötur og kassettur. Mikiö
á gömlu veröi. Póstsendum
F. Björnsson radióverzlun,
Bergþórugötu 2, sími 23889.
raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar
„Borgarmálin
í brennidepli“
Félög Sjálfstæöismanna í Breiöholti boöa til hverfatundar í
félagsheimilinu aö Seljabraut 54 taugardaginn 7. febrúar og hefst
fundurinn kl. 14.00.
Borgarfulltrúamir Daviö
Oddsson, Magnús L.
Sveinsson og Albert
Guömundsson mæta á
fundínn og hafa fram-
sögu um stefnu Sjálf-
stæðisftokksins í borg-
armálum. Aö loknum
framsöguræöum munu
borgarfulltrúarnir svara
fyrirspurnum.
Fundarstjóri: Hreiöar
Jónsson, klæöskera-
meistari.
Fundarritarar: Krístján
Guöbjartsson. fulltrúi og
Guömundur H. Slg-
mundsson. kaupmaöur.
íbúar hverfanna eru
hvattir til aö fjölmenna.
Seijabraut 54 — 7. tsbrúar — kl. 14.00
„Borgarmálin
í brennidepli“
Félög Sjálfstæöismanna í Austurbæ- Noröurmýri, Hlíöa- og Holta-
hverfi, og Háaleitishverfi boöa til hverfafundar í Valhöll. Háaleitisbraut
1, miövikudaginn 4. febrúar og hefst fundurinn kl. 20.30.
Borgarfulltrúarnir Davfö Oddsson og Birgir ísl. Gunnarsson mæta á
fundinn og hafa tramsögu um stefnu Sjálfstæöisflokksins í borgar-
málum. Að loknum framsöguræöum munu borgarfulltrúarnir svara
fyrirspumum.
Fundarstjóri: Jónas
Elíasson, prófessor.
Fundarritarar: Sigríöur
Ásgeirsdóttir, lögfr. og
Stella Magnúsdóttir
húsfrú.
íbúar hverfanna eru
hvattir til aö fjölmenna.
ValMU, Háaleitisbraut 1 — 4. fabrúar — kl. 20.30
Sjálfstæðisfólk Breiöholti
Þorrablót
Muniö þorrablót Sjálfstæöistélaganna í Breiöholti 7. febr nk. kl.
19.00 í félagsheimilinu aö Seljabraut 54. Miöar afhentir í félagsheimil-
inu Seljabraut 54. 31. janúar. kl. 2—5.
Uppl og miöapantanir hjá Geröi 73227, Lúövík 71972, Halldóri
72229, Alfheiöi 74826 og Kristínu 73648.
„Borgarmálin
í brennidepli“
Félög Sjálfstæöismanna í Laugarneshverfi, Langholti og Smáíbúöa-
Bústaöa- og Fossvogshverfi boöa til hverfafundar í Sigtúni (uppi),
þriöjudaginn 3. febrúar og hefst fundurinn kl. 20.30.
Borgarfulltrúarnir Davíö Oddsson og Markús ðrn Antonsson mæta á
tundinn og hafa framsögu um stefnu Sjálfstæöisflokksins í borgar-
málum. Aó loknum framsöguræöum munu borgarfulltrúarnir svara
fyrlrspurnum.
Fundarstjóri: Garöar
Ingvarsson, hagfræö-
ingur.
Fundarritar: Hróbjartur
Lúthersson, heilbrigöis-
fulltrúi og Jóhannes Sig-
urösson lögfræöinemi.
íbúar hverfanna eru
hvattir til aö fjölmenna.
Sígtún (uppi) — 3. febrúar — kl. 20.30
Akranes
Fundur verður í Sjálfstæðishúsinu, Heiöar-
geröi 20, mánudaginn 2. febr. kl. 20.30.
Fundarefni: Hvað er framundan í flokks- og
þjóðmálum. Framsögumaður Geir Hall-
grímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
A fundinum mæta einnig alþingismennirnir
Friðjón Þórðarson og Jósef H. Þorgeirsson.
Allir velkomnir.
Fulltrúaráö Sjálfstæöisfélaganna
á Akranesi.