Morgunblaðið - 30.01.1981, Side 24

Morgunblaðið - 30.01.1981, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1981 Félag íslenskra bygging- arefnakaupmanna 50 ára Formaður Kaupmannasamtakanna, Gunnar Snorrason, sœmir þá Eggert Kristinsson og Hjört Hjartarson gullmerki Kaupmannasam- taka íslands. Félag íslenzkra byggingarefna- kaupmanna hélt upp á 50 ára afmæli sitt þann 27. desember sl. með móttöku í húsnæði Kaup- mannasamtakanna að Marargötu 2. Formaður félagsins, Leifur ís- leifsson ávarpaði gesti og sagði m.a.: Ágætu félagar og gestir. Fyrir hönd stjórnar Félags ís- lenzkra byggingarefnakaupmanna býð ég ykkur öll hjartanlega velkomin til þessarar móttöku, sem er vegna 50 ára afmælis félagsins, eii það var stofnað 1930. Markmiðið með félagsstofnun- inni var að gæta hagsmuna félags- manna, einkum að því er snerti lánsverzlun og voru samþykktir mjög ítarlegir lánsverzlunar- skilmálar á stofnfundinum. Stofnendur á stofnfundi voru níu verzlanir í Reykjavík og Hafn- arfirði, en þær voru: J. Þorláksson & Norðmann, Helgi Magnússon & Co., Völundur, Á. Einarsson & Funk, Jóhannes Reykdal, Timb- urverzlun Árna Jónssonar, Dverg- ur h.f., Isleifur Jónsson og H. Benediktsson & Co., en stuttu síðar bættust við Mjólkurfélag Reykjavíkur, Málarinn og Skógur hf. í fyrstu stjórn félagsins voru kosnir: Formaður Jón Þorláksson, Sveinn M. Sveinsson og Kjartan Gunnlaugsson. Varamenn: Óskar Norðmann og Árni Jónsson. Endurskoðendur: Júlíus Schopka og Þorlákur Björnsson. Til vara Isleifur Jónsson. Allir þessir menn að undanteknum ísleifi Jónssyni eru nú látnir. Ágætu gestir, ég ætla ekki að reyna að rekja sögu þessa félags í 50 ár, þó að í stuttu máli væri, það býður betri tíma. En þó verð ég að segja það að full ástæða var til að stofna þetta félag fyrir 50 árum. Eins og ég gat um áðan voru það fyrst erfiðleikar í lánsviðskiptum, innflutningshöft í heimskrepp- unni og barátta við álagningar- höft frá 1938. Síðan stríðsárin með innflutningsskrifstofuna og fjár- hagsráði o.fl. o.fl. Það má með sanni segja að til forustu í félagi voru völdust afburðamenn til aö fást við þann vanda er uppi var hverju sinni og vil ég með sanni segja að þeim hafi tekist ágætlega til, ekki einvörðungu félagsmönn- um okkar til framdráttar, heldur og öðrum kaupmönnum og lands- lýð öllum. Störf þessara manna í Kaupmannasamtökum íslands sýna og sanna að þeir hafa verið ágætlega liðtækir og full þörf er á sterku félagi byggingarefnakaup- manna og sterkum Kaupmanna- samtökum, ef hinn frjálsi at- vinnurekstur ætlar sér að vera áfram í landi voru. Eg vil biðja menn að athuga að baráttunni er ekki lokið. Þó margt hafi áunnist erum við enn að berjast við sum sömu vandamálin t.d. álagningar- ófrelsi og ófrjálsa verðmyndun í gífurlegri verðbólgu, en sú barátta hefur staðið I 42 ár. Ég ætla að biðja menn að lokum að hafa hugfast að sameinaðir stöndum vér en sundraðir fölluni vér. Ég vil biðja formann K.í. herra Gunnar Snorrason að koma hingað til mín og taka við smá gjöf frá félagi voru til K.Í., en það er málverk eftir einn af okkar ágætustu kaupmönnum, Sigurliða heitins Kristjánssonar (Silla). Á viðfesta silfurplötu er grafið: Til Kaupmannasamtaka íslands 30 ára. Frá Félagi íslenzkra bygg- ingarefnakaupmanna 50 ára. Framkvæmdastjórn Kaup- mannasamtaka íslands ákvað í tilefni af 50 ára afmæli Félags íslenzkra byggingarefnakaup- manna, eftir tillögum stjórnar F.Í.B. og heiðursmerkjanefndar K.í. að sæma þá Hjört Hjartarson forstjóra J. Þorláksson & Norð- mann hf. og Eggert Kristinsson forstjóra Málara lif., gullmerki Kaupmannasamtakanna ásamt heiðursskjali. Formaður Kaup- mannasamtakanna, Gunnar Snorrason, afhenti merkin og sagði m.a.: Heiðruðu gestir, góðir félagar. Fyrir hönd Kaupmannasamtaka íslands og einnig persónulega, árna ég Félagi íslenzkra bygg- ingarefnakaupmanna allra heilla í tilefni af hálfrar aldar afmæli félagsins, en félagið er stofnað Alþingishátíðarárið 1930. Árið 1930 minntumst við eitt þúsund ára afmælis Alþingis ís- lendinga. Eftir margar myrkar ófrelsisaldir, var þjóðin vöknuð til vitundar um sjálfa sig, sjálfstæða og óháða öðrum efnahagslega. Það Hrafn Sæmundsson: Eitt skref inn í framtiðina William Heinesen Gagnrýn- endur verðlauna Heinesen SAMTÖK danskra gagn- rýnenda hafa ákveðið að úthluta færeyska rithof- undinum William Heine- sen árleg verðlaun sin fyrir bókina „Það á að dansa“ sem kom út á sl. ári og var einnig gefin út i íslenzkri þýðingu Þor- geirs Þorgeirssonar. Verðlaunin nema 7 þús- und krónum. Félag danskra bóksala veitti um dagin Tage Skou-Hansen árlega viður- kenningu sína fyrir bókina „Over stregen" sem verður sagt frá í Mbl. en Heinesen kom þar næstur. Árið 1981 hefur nú göngu sína. Þó að hvert nýtt ár sé yfirleitt öðrum árum líkt, eru þó alltaf spunnir einhverjir nýir þræðir. Þannig verður árið 1981 til að mynda helgað málefnum fatlaðra fremur venju. Sameinuðu þjóðirn- ar hafa beint því til þjóða heims- ins að þær vinni sérstaklega að málefnum fatlaðra á þessu ný- byrjaða ári. Hér á íslandi verður margt á döfinni hvað þennan málaflokk varðar. Ef allt fer að óskum, mun staða fatlaðra batna eitthvað og skýrast. Margar hendur munu vinna að faglegum réttarbótum fatlaðra. ★ En þó að nú virðist rofa til í málefnum fatlaðra í bili, er það eitt, sem fatlað fólk má ekki gleyma. Eitt ár er fljótt að líða og fatlað fólk verður sjálft að hafa hönd á bakka og fylgjast náið með þróun mála. Þetta ár Sameinuðu þjóðanna er aðeins eitt skref inn í framtíðina. Því má ekki gleyma eitt augnablik. Fáir hlutir gerast af sjálfu sér. Þetta hefur fatlað fólk orðið að reyna. Það gagnar til að mynda lítið að hafa góð lög, ef ekki er farið eftir þeim. Það gagnar lítið að sjá alls staðar góðan vilja í orði, en þurfa síðan að þreifa á þeim veruleika að lítið sem ekkert sé gert eða framkvæmt af hinum góðu áformum. ★ Mig langar að minna á eitt svið í málefnum fatlaðra, sem ég hef áhyggjur af og tel víst, að þar verði á brattann að sækja. Þarna á ég við það misræmi sem er á stöðu fatlaðs einstaklings meðan hann er inni í kerfinu og eftir að hann kemur aftur út á almennan vett- vang þjóðfélagsins. Mikill fjöldi manna fatlast ár- lega af ýmsum orsökum. Á stofn- unum er állt gert fyrir þetta fólk. Á stofnunum eru heilir herskarar af sérfræðingum og hjúkrunar- fólki sem snúast í kringum dval- argesti. Ég efast um að öllu lengra verði komist í góðri umönnun en á íslenskum sjúkrahúsum. ★ Svo kemur sá dagur, að hinn fatlaði kveður stofnunina og verð- ur aftur að standa á eigin fótum og glíma sjálfur við veruleikann. í dag er þessi veruleiki ekki ljós eða grár, heldur svartur. Eftir að hafa búið við daglegt öryggi og góða umönnun, tekur nú oft við meiri og minni einangrun og oft erfiðar ytri aðstæður. Og ef fatlaður maður er ekki svo heppinn að komast fljótlega aftur út á vinnu- markaðinn, vill það henda, að sjálfstraustið dvíni. í sumum til- fellum missa menn kjarkinn á þessum tímamótum. í Morgunblaðinu 20. jan. skrifar Jakob um laxveiðar í net í Færeyj- um. Þetta er hreinn áróður út í Færeyinga. Það er vitleysa eins og flest annað sem Jakob skrifar um þetta mál. Ætlar Jakob að slá sig til riddara með því að ráðast á færeyska sjómenn með ósannind- um og rógburði? Ekki held ég að sanriir Islendingar taki undir slíkt. Þegar ég hafði lesið grein Jak- obs um netaveiði eyjaskeggja setti ég mig í samband við Landsstjórn Færeyinga og staðfestu þeir að engin net voru notuð við laxveiði Hrafn Sæmundsson ★ Og þarna kemur fleira til. Að glíma við fötlun sína, sem oft er óþægileg og jafnvel kvalafull, verður nú aðeins eitt af verkefn- um hins fatlaða. Fjármál einstakl- inganna fara úr skorðum. Staða fjölskyldunnar breytist og taka verður upp nýjan lífsstíl. Örorkubætur, svokallaðar, eru ekki til að lifa af, jafnvel þó að einstaklingurinn stæði á sléttu þar, aðeins línuveiði, net væru stranglega bonnuð og ekki flutt inn til eyjanna. Tilvitnun Jakobs í Vísi þ. 16. jan. þar sem er ágætt viðtal við veiðimálastjóra, Þór Guðjónsson, er heldur ekki rétt með farin því veiðimálastjóri minnist þar hvergi á netaveiði. í öðru lagi skrifar Jakob um aflamagn laxveiða Færeyinga og segir: Árin 1978—79—80 veidd 1101 tonn, og er það líka rangt með farið. Hið sanna er samkvæmt opin- berri aflaskýrslu, 1978 8 skip 37 tonn 1979 7 skip 106 tonn 1980 25 skip 466 tonn Samtals 609 tonn fjárhagslega. í verðbólguþjóðfé- laginu okkar hafa auk þess flestir meiri og minni skuldbindingar. Sumar þessara skuldbindinga eru beinlínis þvingaðar upp á fólkið. Þannig er það um húsnæðismálin og innheimtufyrirkomulag skatta. Það er ekkert grín fyrir einstakl- ing á íslandi að detta allt í einu út úr þeim lífsstíl sem okkur er markaður. Margt fatlað fólk fær svo sannarlega að þreifa á þessu. ★ Ég hef minnst hér lauslega á þessa efnislegu hluti og drepið á það ósamræmi sem er á stöðu hinna fötluðu innan og utan stofn- ana. Ég tala af svolítilli persónu- legri reynslu. Sem betur fer eru mörg dæmi þess, að erfiðleikarnir eru yfir- stignir. í sumum tilfellum gerast meira að segja ævintýri. Þannig var það til að mynda með konuna sem hringdi til mín eftir að ég hafði skrifað eitthvað um málefni fatlaðra. Nákominn aðstandandi þessarar konu hafði fatlast fyrir nokkrum áratugum. Áður en sam- talinu lauk, sagði þessi kona, að hún hefði ekki viljað missa af þeirri lífsreynslu sem þetta verk- efni hefði fært sér. Vafalaust hafa margir fleiri sýnt slíkan mann- dóm og hlotið slík sigurlaun. Þáttur aðstandenda hinna fötluðu rúmast ekki í þessari smágrein. Þessum þætti er ótrúlega lítill gaumur gefinn. Uppistaðan af þessari veiði er færeyskur lax. Frá 1968 hafa Færeyingar gert út skip til að merkja lax við Eyjarnar. Merktir voru 2000 laxar, enginn af þeim er veiddur aftur við ísland. Rann- sóknir á þessum laxi sýna að hann hefur aðeins verið 2 ár í vatni áður en hann gengur í sjó, sem líka bendir til að það er ekki íslenskur lax, það eru niðurstöður þessara rannsókna. Eftir skrifum Jakobs er hann að taka upp hanskann fyrir Norðmenn og aðrar þjóðir. Illa eru þeir á vegi staddir að hafa mann sem ekki fer með réttara mál, en þú Jakob sleppur ekki fyrir horn með þín ósannindi. Grímur Guttormsson: Svar til Jakobs Hafstein

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.