Morgunblaðið - 29.03.1981, Side 2
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MARZ 1981
Guðrún Svava
og Þorbjörg
Höskuldsdóttir
Undanfarið hafa þær
stöllur Guðrún Svava Svav-
arsdóttir og Þorbjörg Hösk-
uldsdóttir verið með sameig-
inlega myndverkasýningu í
vestri sal Kjarvalsstaða og
lýkur henni nú um helgina.
Þær stöllur eru mjög virk-
ar í listsköpun sinni og koma
víða við, mála, teikna, gera
leiktjöld og búninga ásamt
því að a.m.k. Þorbjörg er
einn af aðstandendum
brúðuleikhússins. Þetta eru
þannig röskleika valkyrjur
sem gefa karlpeningnum
ekkert eftir nema að síður
væri.
— Það er stutt síðan ég
skrifaði um myndir Guðrún-
ar Svövu er til sýnis voru í
Listmunahúsinu við Lækjar-
götu og gæti sumt af mynd-
um hennar á þessari sýningu
rímað við þá umsögn mína og
þá einkum olíumálverk í
hlutbundnum stíl. Þó má
merkja töluverða tæknilega
framför í ýmsum myndanna
og vil ég þá helst nefna
myndina „Börnin okkar"
(12), þar sem fram kemur
falleg en dálítið köld grá-
tónaheild á móti óranslitum
handleggjum, sem taka full
mikið í, þ.e. liturinn er of
sterkur eða öllu heldur hrár
á móti grátónaheildinni
þannig að augað leitar of
mikið til handleggjanna í
stað þess að nema myndina í
heild. En fyrirtækið er mjög
djarft og sem slíkt virð-
ingarvert.
A sýningunni eru nokkrar
myndraðir í olíu á striga og
teikningum er listakonan
nefnir „Myndraðir um
frelsi". Þar kemur það fram
er ég hefi áður látið hafa
eftir mér um þessa listakonu
að hin fíngerðu kvenlegu
blæbrigði eru sterkasta hlið
hennar. Það er t.d. miklu
meiri fínleiki og samræmi í
myndum nr. 15 og 16 en t.d.
17 og 18, sem virka mun
hrárri í útfærslu allri.
Þetta sama kemur fram í
teikningum nr. 19 og 21, sem
mér þykja fíngerðastar, blæ-
brigðaríkastar og um leið
áhrifamestar teikninganna.
— Það er auðséð að Guð-
rún Svava er í sókn sem
málari en hún mætti gjarnan
fara sér hægar og þraut-
vinna myndirnar, — treysta
á köflum meir á eigin augu
og hendur en myndvörpuna.
— Þorbjörg Höskulds-
dóttir er traustur málari,
sem hefur haslað sér völl á
dálítið óvenjulegu sviði og
myndsvið hennar virðist
komið í full fastar skorður,
má vera að hún dreifi kröft-
um sínum um of. Teiknari er
hún líka ágætur og í heild
bera myndir hennar þess
vitni, að hún er mun meira
skóluð en stallsystir hennar
og mega menn meta það og
skilja svo sem þeir vilja.
Tíglar einkenna mjög
myndir Þorbjargar enda seg-
ist hún vera að flísaleggja
náttúruna(I), einnig eru
myndir hennar mjög arki-
tektónískar í byggingu og
hugsun, enda mun hún njóta
aðdáunar í röðum húsa-
meistara er festa sér vísast
óspart myndir hennar.
I málverki sínu „Öng-
þveiti" (11) virðist hún vera
Myndllst
eftir BRAGA
ÁSGEIRSSON
að reyna fyrir sér á nýju
myndsviði og ferst það vel úr
hendi, myndin er kröftug, vel
uppbyggð og skemmtilega
klassísk í myndhugsun.
Myndir Þorbjargar í
blandaðri tækni þóttu mér
hrifmestar, t.d. myndirnar
„Út“ (12), „Fjallagólf" (15),
„Eldfjallið" (21), „Jökullinn“
(22) og „Frumdrög“ 22—25.
Myndin „Eldfjallið" er mjög
skemmtilega uppbyggð mynd
þar sem bestu eðliskostir
listakonunnar fá notið sín og
gaman væri ef hún útfærði
hana í málverki af sömu
nákvæmni þótt ekki þori ég
að spá um árangurinn, því að
það breytist svo margt við
stækkun forma.
— Dregið saman í hnot-
skurn þá hefði mátt vera
meiri slagkraftur í sýning-
unni í heild og má það
sumpart skrifast á kostnað
upphengingarinnar, sem er
full eintóna og bragðdauf.
Það er líkast sem sumir
forðist hið óvænta sem heit-
an eld, — allt á að vera opið,
rétt og slétt.
— Þetta er sýning sem
fyllilega á það skilið að vera
skoðuð og vonandi fjölmenn-
ir fólk á Kjarvalsstaði um
helgina því þar er margt að
skoða um þessar mundir.
Bjóðum stoltir
PENTAX
Landsins mesta
úrval af Ijós-
myndavörum.
MX, MV, ME, ME Super
og loksins PENTAX LX.
Greiöslukjör
Versliö hjá fag-
manninum
LJOSMYNDAÞJONUSTAN S.F.
LAUGAVEGI 178 REYKJAVIK
SIMI85811
Vilja lögleiðingu bílbelta
NÝLEGA hélt klúbburinn ör-
uggur akstur i Reykjavik 15.
umferðarmálafund sinn frá ár-
inu 1966. Var hann haldinn i
Súlnasal Hótel Söjíu ojí sóttur af
rétt um 250 manns.
Að loknu ávarpi formanns
klúbbsins, Gísla Björnssonar lög-
reglufulltrúa, fór fram hefðbundin
verðlaunamerkjaafhending Sam-
vinnutrygginga fyrir öruggan
akstur. Arið 1980 hlutu 312 bif-
reiðaeigendur 5 ára viðurkenn-
ingu, en 97 10 ára verðlaun, 34 20
ára og 2 30 ára verðlaun að þessu
sinni. Geta má þess, að 10 ára
áföngunum fylgir iðgjaldsfrí
ábyrgðartrygging viðkomandi
ökutækis 11. árið.
Aðal umræðuefni fundarins var
svo umræða um bílbeltin eða
öryggisbelti, eins og sumir nefna
þau, kosti þeirra og hugsanlega
galla. Fór málflutningur aðallega
fram í formi spurninga og svara.
Að loknum umræðum var eftir-
farandi tillaga frá stjórn klúbbs-
ins samþykkt einróma gegn 2
mótatkvæðum:
„Almennur umferðamálafundur
á vegum klúbbsins öruggur akst-
ur í Reykjavík, haldinn að Hótel
Sögu 18. marz 1981, skorar á
dómsmálaráðherra að beita sér
fyrir því, að notkun bílbelta verði
lögfest á yfirstandandi þingi.“
Stjórn klúbbsins var öll endur-
kjörin, og skipa hana þessir: Gísli
Björnsson, lögreglufulltrúi, for-
maður, Gísli Kárason, bifreiða-
stjóri og Guðmundur Höskulds-
son, tryggingafulltrúi. Varamenn
eru: Ulfur Markússon, fram-
kvæmdastjóri og Ólafur Einars-
son, kennari.
Fundarstjóri þessa fundar var
Baldvin Þ. Kristjánsson, en fund-
arritari Guðmundur Höskuldsson.
Stykkishólmur:
W kaupmenn- verslunarstjórar
AVEXTIR
IKUKKAR
Epll rauö - Epli græn - Epll dönsk - Appelsínur - Blóö
appelsínur - Srtrónur - Greipaldin - Vínber græn - Vínber
blá - Perur - Melónur - Plómur - Pomelos - Jaröarber -
Kiwi - Ananas - Bananar - Klementfnur Jaffa
ERT KRISTJAIMSSON HF
4, sími 85300
Isinn á för-
um og allir
bátar á sjó
Stykkishólmi. 27. marz.
í DAG hefur verið hér sól og blíða
og hið bezta veður eftir hina löngu
tíð umhleypinga. ísinn er nú að
gisna mjög í höfninni og er hann á
förum af firðinum. Allir bátar
fóru á sjó og vonum við nú að
sumarið sé í nánd. Ættu bátar þá
að geta farið að stunda róðra
daglega og vitja neta.
Fréttaritari