Morgunblaðið - 29.03.1981, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.03.1981, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MARZ 1981 Sama árið og Böðvar fluttist til Ólafsvíkur var hann kosinn í byggingarnefnd, sem jafnframt var fyrsta byggingarnefnd í þorp- inu, ásamt þeim Jónasi Þorvalds- syni og Stefáni Kristjánssyni. Átti Böðvar síðan sæti í byggingar- nefnd allt til 1974, og var bygg- ingarfulltrúi jafnframt mestallan tímann. Þessi þrjátíu og fjögur ár voru mikið breytingarskeið í Ólafsvík, og þegar Böðvar lét af störfum sem byggingarfulltrúi, munu að- eins fimm íbúðarhús hafa staðið eftir að mestu óbreytt frá því hann byrjaði. Allan tímann starf- aði Böðvar við húsasmíði og var meðal annars yfirsmiður við hina tígulegu Ólafsvíkurkirkju. Alla tíð hefur Böðvar verið afgerandi sjálfstæðismaður og mjög áhugasamur um framgang góðra mála, bæði þjóðmál og í heimabyggð. Hann átti í fjölmörg ár sæti í hreppsnefnd og einnig í sýslunefnd. Hefur hann verið þeim sem eftir komu ráðhollur og í hvívetna góður bakhjarl. Landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins hefur Böðvar setið margsinnis og átt sæti í kjördæmisráði. Full- yrða má, að allt það, sem Böðvar hefur unnið á opinberum vett- vangi sem öðrum, hafi verið unnið af einstakri trúmennsku. Böðvar hefur verið góður fulltrúi síns flokks og sjálfstæðismenn sem og aðrir standa í þakkarskuld og senda bestu heilaóskir á þessum tímamótum. Böðvar er nú formað- ur stjórnar Sparisjóðs Ólafsvíkur og hefur ætíð verið mikill baráttu- maður fyrir tilvist sjóðsins og viðgangi. Arið 1944 kvæntist Böðvar Elín- borgu Ágústsdóttur frá Mávahlíð. Stóð hjúskapur þeirra til ársins 1971, að þau slitu samvistum. Er Böðvar nú til heimilis hjá syni sínum, Snorra, rafveitustjóra í Ólafsvík, og konu hans, Guðlaugu Ámundadóttur. Önnur börn Böðv- ars og Elínborgar eru Auður, húsmóðir og kennari í Ólafsvík, og Sturla, sveitarstjóri í Stykkis- hólmi. Fyrir nokkrum árum reisti Böðvar sumarhús í Urðarmúla á Fróðárheiði. Er þaðan víðsýnt og sér vel yfir Staðarsveitina og æskuslóðir hans. Dvelur hann þar gjarnan um helgar, á sumrin, einn eða með sínu fólki. Aldrei læsir Böðvar þessu húsi sínu, en tilmæli um góða umgengni liggja þar frammi í bundnu máli, enda er hann vel hagmæltur. Margir hafa leitað þarna skjóls, en aldrei verið níðst á því trúnaðartrausti sem húseigandinn sýnir vegfarendum. Átök eru í heimsmálum, þjóð- málum og í flokknum okkar, Sjálfstæðisflokknum. 30. mars hefur eitt sinn verið átakadagur í íslensku þjöðlífi. 30. mars í ár verður vonandi ekki neinn bar- dagadagur, heldur miklu fremur Ekki olía til Sovét Kuwait. 27. marz. — AP. HÁTTSETTUR embættis- maður í olíumálaráðuneyti Kuwait sagði í dag, að þaðan yrði ekki seld hráolía til Sovétríkjanna og engar samningaviðræður myndu hefjast um þetta mál. Þessi ummæli voru látin falla nú vegna þess að Lundúnablað hafði sagt í frétt að Sovét- menn myndu kaupa ókjör hráolíu af Kuwaitum og endurselja hana síðan til Tyrklands. Embættismaður- inn vildi ekkert um það segja, hvað yrði ofan á ef formleg beiðni yrði send þar að lútandi til Kuwaitstjórn- ar. Kuwait framleiðir sem svarar 1,5 milljón olíutunna á dag. I frétt blaðsins var sagt að Sovétmenn myndu kaupa rösklega helming framleiðslunnar. dagur manns, sem sáttur rifjar upp liðna daga, og gerir á þann hátt upp við sjálfan sig og sam- ferðamenn. Bíður þess síðan með þolinmæði, að vora taki í Urðar- múlanum. Helgi Kristjánsson Ekki má minna vera en ég sendi vini mínum, Böðvari Bjarnasyni, húsasmíðameistara í Ólafsvík, kveðju og þakkarávarp á merkis- degi hans, en hann fyllir nú sjöunda tuginn. Böðvar er úr Staðarsveitinni, sonur merkis- hjónanna í Böðvarsholti, Bjarn- veigar Vigfúsdóttur og Bjarna Nikulássonar sem ég á svo litríkar minningar um frá fyrstu árum mínum á Snæfellsnesi. Þaðan hef- ir hann kraft og kjarna. Böðvar varð snemma lagvirkur og lagtæk- ur, og beindist áhugi hans allur í þá áttina. í uppvexti hans var ekki margra kosta völ en með áræði og dugnaði lærði hann smíðar og varð það síðar ævistarf hans. I Ólafsvík á hann mörg spor í iðninni og nægir það eitt að minna á hina veglegu og sérkennilegu Ólafsvíkurkirkju sem hann var yfirsmiður að. En ég minnist hans sérstaklega fyrir störf hans að félagsmálum þar sem hann var heill og ótrauð- ur og taldi aldrei neitt eftir þegar hann var sannfærður um að vinna góðum málstað gagn. Störf hans í þágu sjálfstæðisstefnunnar hér á landi verða seint þökkuð, ráðlegg- ingar hans og afstaða verður minnisstæð þeim er við hann skiptu. í hreppsmálum Ólafsvíkur vann hann um skeið, í Kaupfélagsstjórn Kaupfélags Ólafsvíkur, stjórn Sparisjóðsins o.fl. sem ekki verður tíundað hér. Traust hafði hann jafnan sveitunga sinna og sveit- inni vann hann meðan kraftar voru fyrir hendi, en samviskumað- urinn hægði á um leið og honum fannst hann ekki skila því sem hann var ánægður með. Hann vildi sem lengst vinna þannig. Þessu kynntist ég gleggst í fari hans. Vinátta okkar hefir jafnan verið traust og ég á honum marga góða stund að þakka. Kvæntur var Böðvar Elínborgu Ágústsdóttur frá Mávahlíð og eru 59 þeirra börn þrjú, allt nýtir og góðir stofnar á Snæfellsnesi. Um leið og ég þakka góða og gagnlega samfylgd óska ég Böðvari allra heilla og áframhaldandi vel- gengni. Árni Helgason SKRIFSTOFUR: 10100 AFGREIÐSLA: 83033 ,,Alveg einstakt kerfi. Viö ættum etv. aö likja eftir þvi'!" Betri ending Reynslan hefur sýnt, að pústkerfi úr álvörðu stáli endist 20-40% lengur en venjuleg pústkerfi, - bæði kútar og rör. Pústkerfi fyrir alla Fjöðrin h/f framleiðir nú um 50 gerðir af hljóð- kútum og mörg hundruð gerðir af púströrum - allt úrálvörðu stáli. Fjöðrin h/f hefur rúmlega 1000 mismunandi gerðir af pústkerfum á lager og í pöntun. Úrvalið er gífurlega mikið, enda er vandfundinn sú bíltegund, sem Fjöðrin getur ekki „þaggað niður í”! Við getum Góð þjónusta Fjöðrin h/f er brautryðjandi í sérþjónustu við íslenska bifreiðaeigendur. Eigin framleiðsla og eigið verkstæði tryggir góða vöru og gæða framleiðslu. Hljóðkútar og púströr eru okkar sérgrein, en vanti þig tjakk, fjaðrir, fjaðrabolta, hosuklemmur, skíðaboga, farangursgrind, eða smáhluti í bílinn borgar sig að ræða við okkur. BILAVÖRUBUOIN FJOÐRIN Skeifan 2 sími 82944 taggað niður í þeim flestum! «KaKan öeaynpeMHaa MOHTawHan <þopMa BblTb MOWeT, H3M cneflOBano 6bi KonnpoBaTb ee.»

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.