Morgunblaðið - 29.03.1981, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.03.1981, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MARZ 1981 49 Texti: Hildur Einarsdóttir Myndir: Emilía Bjömsdóttir varnarefnið natríumflúoríð eyði- leggi próteinerfðamörk í blóðinu þannig að ekki sé hægt að ákvarða blóðflokk viðkomandi ef efninu er blandað saman við blóðið, hvaða áhrif getur þetta haft? „Endingin á sýnunum er keypt því verði að prótein, sem eru ákvarðandi í blóðflokkagreiningu þau skemmast. Við höfum lagt það til marg- sinnis, að það væri æskilegt að taka tvö sýni úr hverjum ökú- manni og sé annað sýnið geymt hjá viðkomandi lögregluembætti, til þess að hægt sé að endurtaka mælingu á alkóhóli í blóði, ef bornar eru brigður á rannsókn þá sem þegar hefur farið fram á blóðinu eða ef annað tilefni gefst til endurtekningar. Við höfum einnig lagt til að tekin verði þvagsýni, því það gefur ýmsar veigamiklar upplýsingar um alkóhólmagn í blóði manna og er til fyllingar þeim upplýsingum, sem fást úr blóðsýninu. Tökum dæmi: Maður er alveg við 0,5%o mörkin, þvagsýni getur sýnt að í því eru 0,8%o eða 0,9%o eða l,0%o. Þetta þýðir einfaldlega að þvagið endurspeglar það magn sem var í blóðinu til dæmis einni eða tveim- ur klukkustundum áður. Þvagsýni tekur líka af allan vafa um mistök sem gætu hugsanlega átt sér stað hvað blóðsýni varðar." Matur getur dreg- ið úr áfengismagni í likamanum Þegar metið er hvort neysla tiltekins áfengismagns leiðir til ákveðins alkóhólmagns í blóði þá eru ýmsir þættir sem skipta þar máli. Þættir eins og hvort viðkom- andi hafi nærst áður eða á meðan á áfengisdrykkjunni stóð. Einnig hefur líkamsþyngd nokkuð að segja svo og brennsluhraði líkam- ans. Hvað er að segja um þetta? „Það er gamalþekkt að matur í maga getur dregið úr magni áfengis, sem kemur inn í líkam- ann. Segjum sem svo að tveir menn drekki sama áfengismagnið og eru jafn þungir. Annar neytir matar með áfenginu, má vera víst að það finnst minna áfengismagn í blóði þess, sem mataðist. Hér skal getið rannsóknar sem gerð var á vegum rannsóknarstof- unnar, til að sýna fram á að í blóði tveggja manna, sem drukku jafn mikið alkóhól á sama tíma mæld- ist misjafnlega mikið alkóhól, því annar hafði borðað en hinn drukk- ið án þess að neyta matar. Mæl- ingin fór fram eftir 15 mínútur og síðan með jöfnu millibili upp í 150 mínútur. Eftir klukkutíma mæld- ist til dæmis 0,8%o alkóhól í blóði þess sem borðaði en l,10%o í blóði hins svanga. Hálftíma seinna var sá svangi kominn upp undir l,30%o alkóhóls í blóði en sá saddi var kominn niður í 0,7%o en ofan við efri mörkin samt. Hvað líkamsþyngd varðar þá er hægt að taka dæmi um konu sem vegur 55 kíló hún hefur minni líkamsmassa en maður sem vegur 80 kíló, þarna er munurinn 25 kíló. Þess vegna má búast við að áfengismagn verði meira í kon- unni en karlmanninum, þó þau hafi neytt sama magns af áfengi. Brennsluhraði er settur þannig upp samkvæmt gamalli formúlu: hann er 0,1 gramm etanól / per kílógramm likamsþunga / per klukkustund. Á þessu eru þó miklar sveiflur eða +/- 30% eða jafnvel meira. Okkur geðjast því ekki að því hér á rannsóknarstof- unni að reikna brennsluhraða hjá tilteknum einstaklingi og nota þær tölur, því við teljum þær allt of óvissar." Breytingar á döfinni? Eru einhverjar breytingar á döfinni hjá yfirvöldum hvað varð- ar ofangreind mál? Við spurðum Hjalta Zóphóniasson deildarstjóra í Dómsmálaráðuneytinu þeirrar spurningar? „Verið er að athuga ýmsa hluti hvað varðar ölvunarakstursmál, en á þessu stigi er aðeins um frumathugun að ræða. Það kemur þó sterklega til greina að komið verði á reglum um að taka skuli tvö blóðsýni í stað eins sýnis og að einnig verði tekið þvagsýni, þar sem hægt er að koma því við. Það er líka í gangi athugun á því hvernig hægt er að tryggja á óyggjandi hátt að þau sýni, sem lögreglan fær í hendurnar hjá lækni á slysadeild séu rækilega innsigluð, þannig að ekki sé hægt að skipta um sýni eða rugla þeim saman. Tekið skal fram að endur- skoðun á þessum málum er ekki framkvæmd vegna þess að sann- ast hafi misbrestur hvað þetta varðar heldur til að tryggja á óvéfengjanlegan hátt að ökumað- ur grunaður um ölvun við akstur fái rétta lausn mála sinna. Þetta er einnig til þess að ekki sé hægt að bera brigður á störf þeirra manna, sem fást við sýnin, þar á ég einkum við lækna og löggæslu- menn. Það hefur líka komið til tals að taka upp læknisfræðilegt mat á ölvunarástandi ökumanns, en ekk- ert hefur verið ákveðið í þeim efnum." Drepið hefur verið á ýmsa hluti í þeim þrem greinum, sem birst hafa hér í blaðinu um ölvun við akstur, ennþá er þó margt órætt, meðal annars sú staðreynd, að mun fleiri íslendingar virðast aka drukknir en þekkist í nágranna- löndum okkar og er hægt að færa tölur þessu til sönnunar, en við munum láta það bíða um sinn. Háskilans t lyf c'o uiTnyáruumBðvi* Hé»Vóhs UWvás, Suðunjötu, RoykjevA LÖOREGÍ.AN I KEFUAVÍK í umslagi eins og þessu eru blóðsýnin send á milli slysadeild- ar og rannsóknarstofunnar. Á að taka eitt eða tvö bióðsýni? David Pitt & Co hf Klapparstíg 16 Pósthólf 1297 Sími 13333 121 Reykjavik Skrifborðsstólar margar gerðir Skóla- og skíða- pokar Lampar hentugir skólafólki Myndlistarvörur í miklu úrvali Skjalatöskur Töfl og tafl- menn *!■»«* M M H U IV* vt Bækur Íi Skrif' * möppur Jarðlíkön Gjafavöruúrval Nú, sem endranær býður Penninn upp á mikið úrval af gjafavörum: Pennasett, jarðlíkön, töfl og töskur — og í verslun okkar í Hallarmúla fást skrifborðsstólar, lampar, myndlistarvörur auk úrvals íslenskra og erlendra bóka. Gjafavöruúrvalið er í Pennanum Hallarmúla 2 Hafnarstræti 18 Laugavegi 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.