Morgunblaðið - 29.03.1981, Síða 4
skrift og reikningi svo að hann
varð að fá sér erfiðisvinnu sem
borgardrengirnir litu ekki við. Um
tíma vann hann í brauðgerð og ók
brauðum á handvagni í nálæg
kaffihús, síðan var hann innan-
búðar í smjörbúð og þá þjónn í
veitingahúsi. Þegar hann var 16
ára varð hann ökumaður á hesta-
sporvagni og fékk 12 skildinga á
viku. Hann hélt það út í þrjú ár
þar til 1901 þegar Viktoría drottn-
ing lézt, en þá fékk hann starf
kerruekils hjá gosdrykkjafyrir-
tæki og keyrði út engifersöli í
bjórkrárnar í Bristol. Þar tók
hann sögulega ákvörðun, ekki að-
eins fyrir sjálfan sig heldur
brezka verkalýðshreyfingu eins og
síðar kom á daginn.
Nú man enginn lengur eftir
Bevin í Bristol frá þessum dögum,
þótt margir kunni um hann sögur
frá foreldrum sínum, öfum og
ömmum.
Kirkjurækni hans var orðlögð,
þann sið hafði móðir hans inn-
prentað honum og hann var stað-
ráðinn i að halda þeim sið hennar
vegna. Utanþjóðkirkjumenn stóðu
traustum fótum í Bristol á þessum
árum. Hann gerðist veraldlegur
predikari og það auðveldaði hon-
um að hugsa sjálfstætt og láta
ekki í minni pokann í rökræðum.
Vinir hans hvöttu hann til að læra
í tómstundum sínum, þótt þær
væru af skornum skammti, því að
hann hafði gengið í hjónaband
rúmlega tuttugu og fimm ára
gamall og kvænzt dóttur vín-
smakkara úr bænum. Lítið er
vitað um konu hans, því að fáir
vilja tala um hana, að minnsta
kosti um hana á Bristrolárunum,
og jafnvel fáir treystu sér til þess
síðar að láta í ljós skoðun á henni.
Andófsskoðanir Bevins í trú-
málum leiddu óhjákvæmilega til
andófsskoðana í stjórnmálum.
Hann varð forystumaður í sósíal-
istafélagi Bristol og skipulagði
mótmælaaðgerðir atvinnuleys-
ingja. Ein mótmælin eru enn í
minnum höfð: í nóvember 1908 fór
hann í broddi fylkingar 400 at-
vinnuleysingja til morgunmessu í
Bristol-dómkirkju til að vekja
velklædda kirkjugesti til meðvit-
undar um áþján þeirra.
Stjórnmálastarfsemin fór að
bitna á tekjum hans. Margir
viðskiptavinir hans kusu greini-
lega að hætta viðskiptum við hann
og laun hans rýrnuðu. Hann var
alvarlega að hugsa um að flytjast
úr landi. Sagt var að hann hefði
jafnvel útvegað sér nauðsynleg
skilriki. En verkfall hafnarverka-
manna í Bristol 1910 breytti öllu.
Fram að þeim tíma höfðu
vinnuveitendur annað hvort beint
farmi sínum til annarra hafna eða
ráðið til sín kerruekla til að ferma
og afferma skipin. Nú bað leiðtogi
hafnarverkamanna Bevin að fá
kerrueklana undir hans stjórn til
að gerast ekki verkfallsbrjótar og
það gerði hann með þvi að setja á
laggirnar kerruekladeild hafnar-
verkamanna og gerast fyrsti
formaður hennar. Aður en eitt ár
var liðið voru félagsmenn orðnir 2,
000 — þriðjungur allra hafnar-
verkamanna í Bristol — og vinnu-
veitendur í borginni viðurkenndu
hann og samþykktu launahækkan-
ir og styttingu vinnutíma.
Sama ár hætti Bevin, sem þá
var 29 ára gamall, kerruakstri og
varð starfsmaður félagsins í fullu
starfi.Fagurlega skreytt félags-
skírteini Bevins þótti mikill kjör-
gripur á heimili hans þar til hann
lézt og síðan var það afhent
Sambandi flutningaverkamanna
(TGWU) til varðveizlu og þv! var
komið fyrir á safni þess. Nú er það
í glerskáp í Bevin-herberginu í
Transport House. Jack Jones átti
þá bráðsnjöllu hugmynd að breyta
hinni gömlu skrifstofu Ernests í
fundarherbergi þar sem minja-
gripir um Bevin eru til sýnis um
aldur og ævi.
Þessir fyrstu dagar verkalýðs-
baráttunnar voru erfiðir. Margar
sögur fara af því hvernig vinnu-
veitendur jafnt sem hafnarverka-
menn eltu Bevin á röndum um
göturnar. Söfnun félagsgjalda var
stöðugur höfuðverkur — mikil
þolraun þegar atvinna var af
skornum skammti og litlu skárra
þegar tímarnir voru tiltölulega
góðir. Gamall hafnarverkamaður
hefur það eftir föður sínum að
Bevin hafi staðið við hafnarhliðin
á laugardagseftirmiðaögum og
beðið eftir því að félagsmenn hans
færu úr vinnunni með vikulaunin,
setið fyrir þeim og vikið þeim
afsíðis til að innheimta vikuleg
félagsgjöld, hlustað þolinmóður á
afsakanir þeirra, en aldrei gefið
sig og alltaf krafizt að gjöldin
yrðu greidd fljótt og vel. Þegar hér
var komið var hann orðinn feitlag-
inn, hann hafði fengið það vaxt-
arlag sem hann varð seinna fræg-
ur fyrir og skopteiknarar fengu
síðar miklar mætur á. Gildleiki
hans kom sér áreiðanlega vel á
þessum tíma.
Bevin fékk skjótan frama í
verkalýðshreyfingunni. Árið 1914
var hann orðinn einn þriggja
æðstu manna landssambandsins
sem félag hans var í og verksvið
hans var allur suðvesturhluti
Englands. Þegar stríðinu lauk var
hann orðinn einn fastafulltrúa
þess bæði hjá Verkalýðssamband-
inu, TUC, og á ráðstefnu Verka-
mannaflokksins. Árið 1920 fluttist
hann til London og varð vara-
framkvæmdastjóri og flutti mál
hafnarverkamanna þegar þeir
kröfðust launahækkunar fyrir
nýjum rannsóknardómstól, einum
af nokkrum sem ríkisstjórnin kom
á fót eftir stríðið. Frábær mál-
flutningur hans gerði hann lands-
frægan og hann hlaut viðurnefnið
málsvari hafnarverkamanna. Árið
1922 sameinaði hann um tólf
verkalýðsfélög flutningaverka-
manna og nokkra í skyldum grein-
um í Samband flutningaverka-
manna, TGWU, og varð fyrsti
framkvæmdastjóri þess. Sam-
bandið hafði rúmlega 300, 000
menn innan vébanda sinna og var
því eitt fjölmennasta verkalýðsfé-
lag landsins og varð fljótlega það
fjölmennasta.
Ljósmyndir af Bevin frá þessum
árum sýna hörku hans, vígamóð,
ákveðni, seiglu, slægð, miskunn-
arleysi og harðýðgi sem hann
þurfti að hafa til að bera til að fá
öllu þessu framgengt. Jafnvel þá
voru aðferðir hans gagnrýndar,
einkum hranaleg meðferð hans á
samstarfsmönnum og einkum sá
háttur hans að hnupla mönnum úr
öðrum félögum, sem hann átti í
höggi við. En Jack Jones, eftir-
maður Bevins í TGWU, ver hlut-
verk hans á þeirri forsendu að það
sem hafi þurft þá — og Jones telur
að þess þurfi ekki siður nú — hafi
verið styrk forysta með stuðningi
fjölmennra verkalýðsfélaga.
Bevin var vissulega fylgjandi
persónulegri og ákveðinni stjórn í
verkalýðsfélögunum — og Jack
Jones skýrir frá því að föður
Richard Crossmans hafi verið
falið að semja reglur TGWU fyrir
Bevin með einmitt þetta í huga.
Nefndir trúnaðarmanna, hreyf-
ingar óbreyttra flokksmanna,
grasrótalýðræði og fleiri glamur-
yrði sem nú hljóma kunnuglega í
eyrum hefðu verið Bevin eitur í
beinum. Hann áleit að verkalýðs-
leiðtogi ætti að geta treyst stuðn-
ingi umbjóðenda sinna í samn-
ingaviðræðum, þvi að þegar hann
komst að samkomulagi við vinnu-
veitanda átti það að standast og
hann lét ekki nokkra félagsstjórn
komast upp með að eyðileggja það.
Margir virðulegir starfsmenn
verkalýðsfélaga hafa á takteinum
sögur af því hvernig hann hafi
neitað að láta nokkum komast
upp með nokkra andstöðu, neytt
einþykka menn til að segja af sér
og jafnvel knúið fram launalækk-
anir.
Valdataka fyrstu ríkisstjórnar
Verkamannaflokksins 1924 breytti
heldur ekki aðferðum Bevins. Það
ár efndi hann bæði til landsverk-
falls hafnarverkamanna og verk-
falls strætisvagna- og sporvagna-
stjóra í London. Leiðtogar Verka-
mannaflokksins komust í bobba —
flutningamálaráðherrann var
einnig forseti félags Bevins — en
Bevin ekki. En íhaldsblöðin kom-
ust í feitt og gagnrýnendum hans
fjölgaðí. Þeir töldu hann harð-
skeyttasta verkalýðsleiðtoga
landsins. Það taldi hann líka.
Þegar allsherjarverkfallið 1926
fór út um þúfur markaði það
tímamót hjá honum og allri
verkalýðshreyfingunni. George-
Brown lávarður heldur því fram
að Bevin hafi reynt að koma í veg
fyrir það, þar sem hann hafi vitað
hve illa verkalýðsfélögin voru búin
undir slík átök. En þegar því var
lokið var hann ekki hræddur við
að snúa við blaðinu þar sem hann
taldi að kúvending væri nauðsyn-
leg. Bevin komst að þeirri niður-
stöðu að byltingarleiðin hefði
reynzt árangurslaus. Það sem
hann og aðrir höfðu í huga var að
Bevin hafði forgöngu um stofnun AtlanUhafsbandalsgsins.
Ernast Bavin mað Mototov, sam honum gaöjaðist akki aé.
Bavin 14 ára gamall.
hann í lykilaðstöðu í verkalýðs-
hreyfingunni. Transport House og
Verkamannaflokkurinn merktu
eitt og hið sama upp frá þessu.
En framlag Bevins til Verka-
mannaflokksins var ekki einskorð-
að við verkalýðsbaráttuna. Með
ræðu sem hann flutti á ráðstefnu
Verkamannaflokksins 1935 átti
hann þátt í að breyta afstöðu
flokksins til friðarstefnu og neyða
Verkamannaflokksleiðtogann
George Lansbury til að segja af
sér. George-Brown lávarður segir.
„Eftir á að hyggja hrífst maður af
því mikla miskunnarleysi og afli
sem gerðu honum þetta kleift, en
ég minnist þess ekki að þetta hafi
verið sérstaklega áhrifamikil
stund, þótt afleiðingarnar væru
það að sjálfsögðu."
Ein afleiðingin var sú að Clem-
ent Attlee varð leiðtogi Verka-
mannaflokksins. Ef dregið hefði
verið að velja leiðtogann fram yfir
kosningarnar það ár hefði Herbert
Morrison líklega orðið fyrir val-
inu, en hann hafði glatað þingsæti
sínu 1931 og vann það ekki aftur
fyrr en 1935. Framtíð Bevins
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MARZ
ERNEST BEVIN
Einn af risum 1
““, aldarinnar
B«vin 1920 þagar hann barðiat fyrir
baattum kjörum hafnarverkamanna.
báðir aðilar vinnumarkaðarins
yrðu að koma saman og gera út
um ágreiningsmál sín. En and-
rúmsloft efnahagsmála þeirra
tíma var ekki hagstætt slíkum
tilraunum.
Það sem Bevin hafði í huga var
að verkalýðshreyfingin tæki upp
kunnáttusamlegri vinnubrögð.
Mynd af honum þar sem hann
stendur stoltur fyrir framan
Transport House 1928 lýsir þessu
viðhorfi hans vel. Aðalstöðvar
Verkamannaflokksins, TUC, og
TGWU voru opnaðar það ár. Hann
hafði reist þær og félagið hans
átti þær. Fram til þessa höfðu
samtök verkamanna orðið að gera
sig ánægð með lélegt húsnæði í
sóðalegum hliðargötum. Húsið
hans var átta hæða sérhannað
skrifstofuhús, steinsnar frá þing-
húsinu, og átti að vera meira en
táknræn breyting. Með því að vera
húsráðandi í bækistöð Verka-
mannaflokksins og TUC komst