Morgunblaðið - 29.03.1981, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 29.03.1981, Qupperneq 10
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MARZ 1981 ^ _____ Ur Ævisögu Guðrúnar Ketilsdóttur Guðrún Ketilsdóttir, kölluð Gunna „suða dó í desember árið 1842 á 84. aldursári. Síðustu árin var hún á flækingi um Öngulstaðahrepp. Gunna var símasandi, hvar sem hún var stödd; þegar hún var ein á gangi milli bæja, talaði hún við sjálfa sig, svo að suðan heyrðist langar leiðir: í ákafa sínum slengdi hún öllu í einn hrærigraut, svo að erfitt var að fylgjast með efninu. Þegar Gunna var gömul orðin var ævisaga hennar rituð upp hjá Sigfúsi Jónssyni hreppstjóra á Syðra-Laugalandi og höfð eftir henni jafnóðum og hún sagði frá. Þessi er formáli fyrir Ævisögu Guðrúnar Ketilsdóttur í 5. bindi Grímu hinnar nýju, sem Þorsteinn M. Jónsson gaf út. Hér á eftir fara nokkur brot úr sögu Gunnu en þó að frásagnarmátanum kunni að vera íýmsu áfátt er orðfærið í lagi: „Þegar ég var þangað kom- inn, voru þar sjómenn meðal hverra einn var frá Hrafnagili, er Illugi hét, mesti bölvaður refur, en álitlegur maður; en margur hylur úlfinn undir sauðargærunni, og svo var um hann. Hann bauð mér alla þjónustu, en ókunnugur varn- ingur firrir margan fé. Hann var með bjart hár, mann- skrattinn, á blárri peysu og grænum bol, með hatt og í fallegum sokkum, með góða skó á fótum. Þá kviknaði tilhugalífið með okkur, sem aldrei skyldi verið hafa. Ég átti þá fimm kistur og var meira í þeim en myrkrið tómt; nokkuð af rúsínum átti ég í einni, og laumaði ég oft í hann af þeim, þvi ég hugsaði hann væri maður, en ekki djöfull. Svo tældi hann mig í búskap að Kristnesi um vorið; átti ég þar sýrutunnu um haustið og margt þar niður í ... Þá fór hann í sitt kvennafar frá einni stelpunni til annarr- ar, en ég mátti sluma og þegja og ergist svo hver með aldrin- um. ... Fór ég þá í Eyjafjörðinn minn og gekk vel. Vistaðist ég Ekki uppnæmur Bóndi kom í kaupstað og spurði búðarmaður hann, hvort nokkuð væri að frétta. „0, nei.“ „Bara ekki nokkur skapaður hlutur?" „Ja, ekki nema þetta með hann Jóhann." „Nú?“ „Ja, hann skar sig.“ „Skar hann sig? Ekki þó mikið." „Ojú.“ „Nú, og hvar?“ „Hann skar sig á háls.“ (Guðmundur G. Hagalín skrásetti.) á Stórahóli og var þar í mesta yfirlæti. Fór ég til grasa þaðan norður að Mývatni. Þá var ég falleg að sjá, með rauða diska í kinnunum og hvíta tauma niður með nefinu, bláeyg og smáeyg og hafinbrýnd, brúkaði vænan fald og rauðan ský'u- klút um höfuðið og borðalagða hempu yfir þverar herðarnar, og allt var eftir þessu. Þá var ég þéruð af öllum og sagt: „Komið þér sælar! Sælar verið þér!“ En nú segja allir: „Þarna kemur skrattans kerlingin hún Guðrún Ketilsdóttir!" Úr Ballarárannál: Úr Njáls sögu: Misvitur er Njáll“ Við grípum niður í Njáls sögu þar sem Hallgerður innir farandkonur frétta en þær höfðu verið á Bergþórshvoli um nóttina. Njáli var þannig farið, að honum óx ekki skegg eins og öðrum mönnum og hendir Hallgerður gaman að, kallar hann karl hinn skegglausa og syni hans taðskegglinga. „Sá atburður, varð, að far- taða betri en annars staðar," andi konur komu til Hlíðar- enda frá Bergþórshvoli. Þær voru málugar og heldur illorð- ar. Hallgerður átti dyngju og sat hún þar oftlega í. Þar var Þorgerður, dóttir hennar, og Þráinn og Sigmundur og fjöldi kvenna. Gunnar var eigi þar né Kolskeggur. Farandkonur þessar gengu inn í dyngjuna. Hallgerður heilsaði þeim og lét gefa þeim rúm og spurði, hvar þær hefðu verið um nóttina. Þær sögðu að Bergþórshvoli. „Hvað hafðist Njáll að?“ segir hún. „Stritaðist hann við að sitja,“ sögðu þær. „Hvað gerðu synir Njáls?“ sagði hún, „þeir þykjast nú helst menn.“ „Miklir eru þeir að vallarsýn, en óreyndir eru þeir mjög,“ sögðu þær. „Skarphéðinn sögðu þær. „Misvitur er Njáll," segir Hallgerður, „þar er hann kann til hversvetna ráð.“ „Hvað er í því?“ sögðu þær. „Það mun ég til finna, sem satt er,“ segir Hallgerður, „er hann ók eigi í skegg sér, að hann væri sem aðrir karlmenn, og köllum hann nú karl hinn skegglausa, en sonu hans taðskegglinga, og kveð þú nokkuð, Sigmundur, og lát oss njóta þess, er þú ert skáld.“ „Þess er ég albúinn," segir hann og kvað vísur þrjár eða fjórar, og voru allar illar. „Gersemi ert þú,“ sagði Hall- gerður, „hversu þú ert mér eftirlátur." Þá kom Gunnar að í því, — hann hafði staðið fyrir framan dyngjuna og heyrt öll orðtæk- in. Brá þeim mjög við, er þau Hlíðarendi í Fljótshlíð hvatti öxi, Grímur skefti spjót, Helgi hnauð hjalt á sverð, Höskuldur treysti mundriða í skildi." „Til stórræða nokkurra munu þeir ætla,“ segir Hall- gerður. „Eigi vitum við það,“ segja þær. „Hvað gerðu húskarlar Njáls?" segir Hallgerður. „Eigi vissum við það, hvað sumir gerðu, — einn ók skarni á hóla.“ „Hví mundi það sæta?“ segir Hallgerður. „Það sagði hann, að þar yrði sáu hann inn ganga. Þögnuðu þá allir, en áður hafði verið hlátur mikill. Gunnar var reið- ur mjög og mælti til Sigmund- ar: „Heimskur maður ert þú og óráðhollur, er þú hrópar sonu Njáls og sjálfan hann, sem þó er mest vert, og slíkt sem þú hefir þeim áður gert, — og mun þetta vera þinn bani. En ef nokkur maður hermir þessi orð, þá skal sá í brautu verða og hafa þó reiði mína.“ En svo var þeim öllum ótti mikill að honum, að engi þorði þessi orð að herma. Sagt frá Spánverjavígum Anno 1615. Þá sáust um veturinn á föstu hringar, bláir og rauðir, um allt loftið, hverj- um krækt í annan, eins og dægradvöl. Var vetur harður. Þá um vorið á tveggja postula messu (1. maí) voru 13 skipstap- ar á Breiðafirði af ógnarlegu norðan áhlaupafjúki; var smá- viðri um morguninn, kom á um dagmálaskeið og varaði allt fram að miðnætti. Þá hleyptu skipin innan og vestan úr eyjum í Höskuldsey og Eyrarsveit. í því áhlaupi drukknuðu á Breiðafirði 80 menn. Þá um haustið eftir brotnuðu skip spænskra fyrir norðan og voru drepnir 30 spænskir af íslenskum fyrir vestan í Isa- firði; tóku fyrir sig rán og gripdeild sumir eftir skipbrotin; sumir voru fínir menn. En með hverju móti þeir voru drepnir (sem aumlega var að farið), vil ég ekki vita eftir mig annálað liggi Ari Magnússon sýslumaður í ögri og kona hans. Ari hafði forystu fyrir Vestfirðingum þegar þeir gerðu aðför að Spánverjum í Æðey og drápu þá alla. FERÐA- LAGIÐ Ríkismanns mig rak að setri, ráðin engin þekkti betri, af sulti kominn mjög í mát. Sá ég vera soðið slátur, sál mín rak upp skellihlátur, og gufuna með græðgi át. Einmitt var það allur greiði, eg sem hlaut af krásar seyði; dró ég mig á beizla bát. Sái mín vön við sultarhaginn samt af slórði þennan daginn og vonir sínar allar át. Hjálmar Jónsson í Bólu Málshættir Betra er að vera laukur í lítilli ætt en strákur í stórri. Oft dregur lofið háðið í halanum. Margir eru málvinir, fáir fulltrúar. Allt er rétttækt af öreig- um. Auðginnt er æskan. Enginn er alheimskur, ef þegja kann. Þjófar stela fé manna, en vinir tímanum. Aldrei svo dauð Kerling var eitt sinn í Húna- þingi er Kristín hét; hún átti dóttur er eignaðist barn og lét það heita Kristínu. Kerling unni barninu og kom oft á bæinn til að sjá það og víkja því góðu. Eitt sinn er hún kom og ætlaði af stað aftur fór barnið að gráta. Kerlingu tók sárt til þess og vildi hugga og segir: „Vertu ekki að gráta Kristín litla, því þó ég verði dauð verð ég aldrei svo dauð að ég komi ekki hingað, það er ekki svo langt." „Farðu yfir Hrúta- fjarðarháls“ Sagt er að einu sinni hafi tvær kerlingar hitzt í Reykjavík og komizt í hár saman; var önnur þeirra borin og barnfædd á Suðurlandi, en hin á Norður- landi. Eftir mörg fáryrði og skammir sem þeim fóru á milli segir hin sunnlenzka: „Farðu til helvítis." En norðlenzka kerling- in vildi ekki velja hinni betri samastað, en gat ekki beðið henni verri bölbæna en að hún segir: „Farðu yfir Hrútafjarðar- háls.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.