Morgunblaðið - 29.03.1981, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 29.03.1981, Qupperneq 12
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MARZ 1981 NÝJUNGAR—— Loks fundið ráð til að losa fólk úr límingunni Tækniafrek tuttugustu aldar eru mikil og martfvísleK en stundum dálitið tvíejfgjuð. Þann- ig er það t.d. með „galdragripið*, æm fyrst kom á markaðinn fyrir um sex árum ok airæmt er orðið. „Galdragripið" eða „Super glue“ eins og það heitir á ensku, er lím sem límir allt í bókstaflegri merkingu og þeir, sem nota það, hafa stundum lent í hinum kát- broslegustu vandræðum. Fólk hef- ur límst saman og ekki getað losnað úr þeim faðmlögum nema á kvalafullan hátt, alls konar hlutir hafa festst við það og sagt er frá konu nokkurri, sem komst að því, að hún gat ekki með nokkru móti Dýrðardagar hrekkjalóma. losað fingurna af símtólinu eftir að hún hafði verið að nota límið. Framleiðendur límsins, Bostik- fyrirtækið, hafa nú tilkynnt, að þeir hafi fundið upp efni, sem leysir upp límið á „nokkrum mín- útum“, og mun það framvegis verða selt með líminu. Konunglega breska slysavarna- félagið hefur fagnað þessum tíð- indum en þó bent á, að þetta nýja efni muni ekki alltaf leysa vanda þeirra, sem verða fyrir barðinu á hrekkjalómum og skemmdarvörg- um, en hrekkir og alls kyns uppátæki með „gaidragripið“ hafa verið mjög algeng og hreinasta plága sl. sumar. í águstmánuði sl. réðst hópur unglinga á mann nokkurn á Vauxhall-brúnni í London með límtúbur að vopni og límdu hann fastan við brúna og mánuði fyrr urðu björgunarmenn að mölva sundur klósett á almenningssal- erni til að losa um mann, sem hafði uppgötvað sér til mikillar hrellingar þegar hann ætlaði að standa upp af klósettinu, að það gat hann ekki nema að ganga út með það á rassinum. - PAUL KEEL KRABBAMEINl Er kveikjan í kaffinu? Nú er komið að kaffinu sem hugsanlegum krabbameinsvaldi en visindamenn við Harvard- háskólann i Bandarikjunum hafa fundið samsvörun með mikilli kaffidrykkju og krabbameini i magakirtli, sem gefur frá sér meltingarvökva. Telja þeir, að kaffið eigi e.t.v. sök á helmingi þeirra 20.000 dauðsfalla, sem krabbamein i þessu liffæri veldur árlega i Bandarikjunum. Kaffimenn hafa sumir tekið þessum tíðindum ilia en aðrir iáta sér fátt um finnast enda virðist svo sem flest sé nú farið að valda krabbameini. Ekki er þó rétt að skella skollaeyrum við þessum niðurstöðum vísindamannanna en þeir verða hins vegar að renna frekari stoðum undir fullyrðingar sínar áður en þeir geta með góðri samvisku ráðlagt fólki að draga úr kaffiþambinu. Vísindamennirnir spurðu meira en 1000 sjúklinga spjörunum úr um lífshætti þeirra og fundu út sér til mikillar furðu, að þeir, sem þjáðust af þessu tiltekna krabba- meini, drukku miklu meira kaffi en aðrir sjúklinganna. Miklu meiri rannsókna er þó þörf og ekki víst, að kaffið eitt eigi hér alla sök heldur kann það að vera samverk- andi með öðrum þáttum. Það er erfitt fyrir leikmenn að dæma um gildi þessara rannsókna en ef nokkuð má marka þær, er víst, að kaffidrykkja er ekki næst- um því eins óholl og reykingar en verulega varsamari en sakkarín, sem talið er geta valdið krabba- meini. En ef niðurstöður vísinda- mannanna við Harvard eru réttar eru líkurnar á að sá, sem ekki drekkur kaffi, fái krabbamein í magakirtli aðeins einn á móti tvö hundruð, sá sem drekkur tvo bolla, hefur tvöfaldar líkur á að fá sjúkdóminn og þrefaldar sá, sem drekkur þrjá eða meira. (Úr ritstjórnargrein í New York Times.) Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur . FANGELSISMALl Allt vill lagið hafa Eins og fram hefur komið i fréttum gerðust þau tiðindi fyrir skemmstu suður á ítaliu að tuttugu og átta ára gömul hermdarverkakona, sem er að afplána þungan fangelsisdóm i stranggæslufangelsinu i Mess- ina á Sikiley, fann upp á þvi að eignast tólf marka meybarn. Það merkilega við fæðinguna er að svo á að heita að móðirin hafi setið við harðasta kost í einangrunarklefa þarna í fang- elsinu í hartnær tvö ár, en þegar lögreglan vildi fá hana til að upplýsa hvernig hún hefði orðið ólétt aftók hún með öllu að skýra frá því. Það var ítalskur sjónvarps- fréttamaður sem leysti gátuna. Svo er að sjá sem barnið hafi komið undir í réttarsal itMílanó, eða nánar tiltekið bak við riml- ana í búrinu sem lögbrjótar eru læstir inni í við réttarhöld þar syðra ef yfirvöld telja þá sér- staklega háskalega. Fyrir um það bil tíu mánuðum var Francesca Bellere kyrfilega járnuð og færð þannig upp í fangaflutningabíl sem skiiaði henni síðan til Mílanó þar sem fundum hennar og hryðju- verkamannsins Bagio Brusa bar saman um stundarsakir saman í fyrrgreindum réttarsal, en Bagio þessi, sem hefur þegar verið dæmdur til 28 ára fangelsisvist- ar, var félagi og unnusti Franc- escu þegar bæði voru handsömuð í maí 1979. Fréttamanninum sem fyrr er nefndur hugkvæmdist að grafa upp og skoða sjónvarpsmynd, sem hafði verið tekin af hinum sextán ákærðu í búrinu í réttar- salnum, og mikið rétt: skötuhjú- in tvö sáust á myndinni í hörku faðmlögum! Svo virðist sem verðirnir sem gættu búrsins hafi alls ekki tekið eftir tilburðum elskend- anna og það þótt ástarleikur þeirra gerðist að lokum æði magnaður. Hryðjuverkamenn leika ósjaldan þann leik þegar þeir eiga að svara til saka að láta öllum illum látum í dómsalnum, gera aðsúg að embættismönnum réttarins og beita öllum brögð- um til að sýna þeim og „kerfinu" fyrirlitningu sína; og eru ítalskir hryðjuverkamenn engir eftirbát- ar starfsbræðra sinna með öðr- um þjóðum í þessari list. Samt mun það nýtt á Ítalíu — og ef ekki í heimssögunni — að dæmd- ur afbrotamaður eigi samfarir við dæmda afbrotakonu svo að segja undir nefinu á dómaran- um. Þegar hryðjuverkamenn eiga hlut að máli er þess vand- lega gætt að halda karl- og kvenföngum aðskildum bæði í varðhaldi sem í réttarsal. Barnið var tekið með keisara- skurði í sjúkrahúsi í Messína, en þangað var Francesca flutt úr klefa sínum þegar stundin nálg- aðist. Að ítölskum lögum á hún rétt á því að hafa barnið hjá sér í þrjú ár í sérstakri deild fyrir fangelsaðar mæður, en að þeim tíma liðnum verður barnið feng- ið í hendur nákomins ættingja. Francesca á enn eftir að af- plána 14 af þeim 16 ára fangels- isdómi sem hún hlaut fyrir margvíslegar misgerðir og þar á meðal vopnaburð og rán. Og nú fer fram opinber rannsókn á því hvernig það mátti ske að tveir tukthúslimir gátu athafnað sig með þvílíkum ágætum í troðfull- um réttarsal að af varð barn. - DAVID WILLEY HEILBRIGÐISMÁL Galdralæknar fá gæðastimpil Fyrir fjórum mánuðum fannst óður maður, tjóðraður við tré nokkra tugi kílómetra norð- vestur frá Salisbury i Zimbabwe. Ilann var grindhoraður og alls- nakinn, og er einhver gerði sig liklegan til að nálgast hann, sýndi hann tilburði til þess að beita ofbeldi. Þeir sem bjuggu í nágrenninu sðgðu, að 10 árum áður hefði hlaupið i hann illur andi, og allar götur siðan hefði hann verið hlekkjaður við tréð til þess að hann yrði ekki öðrum til tjóns með árásargirnd sinni. Jerry Chari, sem er ein af um það bil 30.000 töfralæknum í Zimbabwe frétti af manni þessum, er Horufu heitir, og fékk áhuga á því að reyna að lækna hann. Honum var gefið jurtaseyði, svo að hann yrði rólegri, og síðan var hann fluttur á lækningastöð frú Chari í Salisbury. Og nýlega var Horufu útskrifaður. Hann var dálítið eftir sig, en brosti út að eyrum og kvaðst hlakka til að fara heim og aðstoða foreldra sína við plæginguna. Og hann bætti við: „Það er engin stæða til þess að binda mig aftur." Þremur dögum áður hafði heil- brigðismálaráðherra Zimbabwe, dr. Herbert Ushewókunze, lýsti því yfir, að hann myndi á næst- unni leggja fram frumvarp, þar sem í fyrsta sinn yrði kveðið á um viðurkenningu á hlutverki þeirra, sem ástunda lækningastörf sam- kvæmt fornum erfðavenjum. Slík- ur áfangi myndi binda enda á um 80 ára langa andstöðu stjórnvalda í landinu gegn læknum af þessu tagi. Andstaðan gegn þeim hefur komið fram í ýmsum myndum, og jafnvel í harkalegum ofsóknum. Það er rótgróin þjóðtrú í Zimb- abwe að til séu illir andar, og það sé á valdi hinna svonefndu töfra- lækna að reka þá út. Einkum er þessi trú óhagganleg til sveita, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir nýlenduyfirvalda til að uppræta hana. Síðast liðna fjóra' mánuði hafa rúmlega 40 manns verið ieiddir fyrir dómstóla, ákærðir fyrir að hafa drepið fólk, sem talið var á valdi illra anda. Orðið töfralæknir kallar fram hugmyndir um hættulega mann- eskju, sem hefur í fórum sínum tennuc, bein og hlebarðaskinn. Þegar hugmyndir eiga lítið skylt við raunveruleikann, a.m.k. er frú Chari á í hlut. Hún er ósköp venjuleg í útliti, klæðist kjólúm á vestræna vísu, er í venjulegum skóm og gengur við staf. Hins vegar ber hún höfuðfat úr fjöðrum samkvæmt gamallri erfðavenju. Þegar hún tók að sér að lækna Horufu, var það fyrsta skrefið að komast að raun um, hverrar tegundar sá andi var, er að hennar mati hafði tekið sér bólfestu í líkama hans. Þegar hún taldi sig hafa fullnægjandi vitneskju um það „samdi" hún við andann um að hann hyrfi á brott. Gordon Chavunduka þjóðfélags- fræðingur og prófessor við Há- skólann í Zimbabwe hefur raryi- sakað hinar fornu lækningarað- ferðir í landinu og hann hefur þetta að segja: „í mörgum löndum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.