Morgunblaðið - 29.03.1981, Qupperneq 16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MARZ 1981
56
Strandapóstur
STRANDAPÓSTURINN er rit
sem lesa má sér til ánægju og
skemmtunar — auk fróðleiks að
sjálfsögðu. Þetta er ársrit sem
Strandamenn, heima og heiman,
halda úti og er nú nýverið kominn
út í fjórtánda sinn. Sömu menn
leggja ritinu til efni ár eftir ár, en
þar að auki eru líka alltaf að
birtast ný og ný nöfn. Sé augum
rennt yfir efnisyfirlit þessa nýj-
asta heftis kemur í ljós að fyrir-
sagnir eru þrjátíu talsins en ritið
er um hundrað og sextíu síður.
Talsvert er þarna um kveðskap og
fyrir honum fer ekki mikið að
blaðsíðutali þannig að lausamáls-
þættirnir eru ekki aliir mjög
stuttir. Ljóðskáldin í Strandapóst-
inum teljast ekki til þekktra
skálda á landsvísu en standa þó
fyrir sínu. Gæti ég trúað að sá
væri mestur vandi þeirra, sem
stjórna riti sem þessu, að velja og
hafna efni af því taginu. Stranda-
menn þóttu kvæðamenn góðir,
enda höfðu þeir undirleikinn þar
sem ægir lék sinn sinfón við
hrikaleg standbjörgin ár og síð —
þeir halda sér gjarna við þjóðlega
hefð en leggja sál sína í efnið og er
því jafnan kjarni og veigur í
kveðskap þeirra.
Bökmenntir
eftir ERLEND
JÓNSSON
Jóhannes frá Asparvík er gam-
alkunnur Strandapóstshöfundur.
Hann tínir hér til fróðleiksmola
um tunglið og áhrif þess. Tunglið
kemur víða við í þjóðtrúnni. Þar
sem nú ekki leyndi sér hvaða áhrif
það hafði á flóð og fjöru mátti eins
gera sér í hugarlund að það hefði
svipuð áhrif á mannlífið — og
raunar náttúruna alla; og varð það
heil vísindagrein á alþýðuvísu.
Annar gamalgróinn Stranda-
póstshöfundur er Jón Kristjáns-
son. Hann ritar hér þátt um
Guðmund Bárðarson, sem kom að
vestan, gerðist bóndi i Hrútafirði
og varð höfundi minnisstæður
fyrir margra hluta sakir, meðal
annars vegna þess að »hann talaði
öðruvisi en annað fólk á bænum.
Það er að segja, hreina vestfirsku
með sérstaklega skýrum hreim og
þungum áherslum.* Segist Jón
síðan oft hafa »hitt Vestfirðinga,
sem tala svipað mál eða hevrt bá
tala í útvarp, en engipn þeirra hefur
náð hinum skýra framburði Guð-
mundar.« Annan þátt ritar Jón
Kristjánsson sem hann nefnir
Hvaladráp i Hrútafirði. Er það
saga frá fyrri öld. Má gerst af
henni marka að orðið »hvalsaga« í
merkingunni: frétt sem víða berst
— er ekki út í hött heldur á
sögulegum rökum reist.
Þriðji höfundurinn, sem jafnan
hefur lagt Strandapóstinum til
efni, er Ingólfur Jónsson frá
Prestsbakka. Hann heldur hér
áfram með Hrútfirðingaþætti.
Ingólfur hefur þann háttinn á að
tvinna bernsku- og æskuminn-
ingar saman við þjóðlegan fróð-
leik og fer vel á því.
Meðal annarra þátta má nefna
Barn fætt i hákarlalegu eftir
Pétur Jónsson. Er það saga frá
miðri nítjándu öld. Harkan í
lífsbaráttunni var þá aldeilis
ótrúleg, og segir þarna frá stúlku
sem vænti sín á hverri stundu en
var nú samt send í hákarlalegu og
— fæddi sitt barn á hafi úti!
Unglinga- og barnaskólinn á
Ueydalsá heitir þáttur eftir Þór-
dísi Benediktsdóttur og Svavar
Jónatansson. Það var nokkru fyrir
aldamót, nánar til tekið árinu fyrr
en til að mynda Leikfélag Reykja-
víkur var stofnað, að ákvörðun var
Ingólfur Jónsson
f rá Prestsbakka
tekin um stofnun þessa skóla. Slík
skólastofnun hlaut i þá daga að
teljast meiri háttar framtak.
Sigvaldi Guðmundsson ritar
Þætti úr verzlunarsögu Stranda-
sýslu. Þau töldust á fyrri öldum
forréttindi Strandamanna að geta
verslað við erlenda sjómenn
áhættuminna en aðrir landsmenn.
Fyrir og um aldamótin síðustu
varð baráttan fyrir eigin verslun
hluti sjálfstæðisbaráttunnar. Sá
hefði þótt í meira lagi glámskyggn
sem spáð hefði að eftir nokkra
áratugi kæmist í tísku að níða og
niðurdrepa innlendan atvinnu-
rekstur, þar með talda innlenda
verslun. Selstöðukaupmönnunum
dönsku hefði ekki þótt ónýtt að
eiga sér þvílíka bandamenn hér
innanlands.
Mannraunasögur eru snar þátt-
ur þjóðlegra fræða og væri með
ólíkindum ef Strandamenn kynnu
ekki margar slíkar. Hér er ein:
Kraftaverk eða tilviljun. Þar seg-
ir frá manni sem var að síga í
Hornbjarg. Unglingspiltur hugð-
ist draga hann upp en megnaði
ekki, og spottinn rann allur um
greipar hans. Tæpast var þess
vænst að sigmaðurinn sá sæist
framar dauður, hvað þá lifandi!
En sem menn tóku að renna
augum ofan eftir bjarginu sást
hvar hann veifaði frá syllu einni,
hafði hrapað sjötíu til áttatíu
metra, skrámast eitthvað en ekki
slasast teljandi. Ótrúlegt en satt!
Þó ég láti hjá líða að nefna fleiri
þætti þessa ágæta rits langar mig
að taka fram að þeir, sem ekki
hafa verið nefndir hér, eru að
engu leyti síðri en hinir sem ég hef
hyllst til að geta um. Stranda-
menn kunna einnig að segja frá
hversdagslegum atburðum svo í
minni festist en hér er einmitt
nokkrar slíkar frásagnir að finna.
Og eyðing jarða og hreppa hefur
orðið þeim, sem brott fluttu,
hvatning til að bjarga að minnsta
kosti því sem bjargað varð: endur-
minningunni um lífshætti, mann-
líf og byggð sem einu sinni var.
Á „AUTO ’81“ sjáið þið 150 bila af öllum
?erðum, stærðum og verðum.
Á „AUTO ’81“ sjáið þið allt sem viðkemur
bílum m.a. verkfæri, dekk, aukahluti og fl. og fl.
Á „AUTO ’81“ sjáið þið Rolls Royce í fyrsta
sinn á íslandi.
Á „AUTO ’81“ sjáið þið Lamborghini
Countach LP 400S, 12 cyl sportbíl með 375
hestafla vél og nær 315 km hraða.
Á „AUTO ’81“ sjáið þið skemmtiatriði í
sérflokki.
Á „AUTO ’81“ fáið þið vandaða sýningarskrá
ókeypis.
Á „AUTO ’81“ fáið þið kannski lukkuvinn-
ing, því dregið verður á klukku stundarfresti
um veglega vinninga og gildir hver aðgöngu-
miði jafnframt sem lukkumiði.
Fróðleg og skemmtileg
sýning
fyrir alla fjölskylduna.
Opnimartími
Laugardaga kl. 13-22
Sunnudaga kl. 10-22
Virkadaga kl. 16-22