Morgunblaðið - 29.03.1981, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 29.03.1981, Qupperneq 20
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MARZ 1981 Rætt við Magna R. Magnúmm, kaupmann, um söfnunarmál „M er svo margt sem leynist í eigu nmnm sem gæti veriö verómætf Magni R. Magnússon byrj- aði að safna frimerkjum sjö ára gamall. Allar götur síðan hefur líf hans og starf snúist um söfnun og með timanum hefur hann orðið einskonar sérfræðingur í þessum efnum vegna mikillar reynslu sinnar. Það er ekki auðhlaup- ið að þvi að ná viðtali við Magna og þegar blaðamaður Morgunblaðsins sat á tali við hann i verzlun hans að Lauga- vegi 15, hringdi siminn aðra hverja minútu. Það voru menn sem þurftu að leita ráða um ýmislegt varðandi frímerki, mynt, uppdrætti, póstkort, spil og hver veit hvað. „Þegar ég seldi minn hlut í Frímerkjamiðstöðinni, en ég var einn eigenda hennar um Metorkort úr ferðabók, gert 1626. Magni R. Magnússon með íslandsuppdrátt i litum sem gerður var af Prisso A. Zatta og var gefinn út í Feneyjum 1781. Á borðinu liggja nokkur eintök af spilum úr spilasafni Magna. Ljósm. Emiiía. Elsti uppdrátturinn i eigu Magna — kort frá árinu 1562. Það er gert í Feneyjum og er úr fyrstu útgáfu bókar Ptolemys, „Geografiu“. Kort frá árinu 1770 — þarna er Grænland ekki teiknað sem eyja heldur sem hluti af meginlandi. árabil, þá datt mér í hug að bæta ýmsu við — þótt frímerki séu auðvitað stórt áhugamál hjá mér ennþá,“ sagði Magni. „Síðan hef ég fengist við margskonar söfnun, s.s. söfnun gamalla uppdrátta, teikninga, póstkorta, spila o.fl. Víða erlendis er til mikið af íslenzkum eða íslenzkættuðum skjölum og munum. Þannig komst ég til dæmis yfir upp- kast að þjóðfundarmyndinni 1874 en hana keypti ég í kjallaraholu í Kaupmanna- höfn. Þar í borg hef ég oft rekist á gamlar teikningar og málverk frá Reykjavík og víðar frá Islandi. Nýlega var ég í Englandi og þar rakst ég á um tvöhundruð teikningar frá ís- landi og Grænlandi — þar á meðal voru teikningar úr ferðabók Paul Geimard, sem ferðaðist hingað á fyrri hluta 19. aldar. Þessar teikningar kostuðu frá 300 til 4000 nýkr. Póstkort eru eitt af því sem ég íslenzk póstkort frá þvi um aldamót i horninu neðst til hægri skopmynd af stórstúkumönnum á Akureyri að skemmta sér og ber hún heitið „Nýársnóttin 1915 — vininu helt niður“. S í r r IM* lOSAt I VM PARflVM NOVA r A « V | A . ítalskt kort eftir Ptolemys. Fyrir neðan ísland á kortinu sést „Frísland“ sem er ekki til. Kortið er byggt á ferðasögum Zeno-bræðra en ferðasögur þeirra hafa reynst hæpnar landafræðiheimildir. safna. í Þýzkalandi keypti ég fyrir skömmu tvö póstkort frá árinu 1896 og voru það fyrstu litprentuðu póstkortin með ís- lenzkum myndum. Þá hef ég lagt mig talsvert eftir að komast yfir gömul landakort eða uppdrætti af Islandi á síðustu árum og mér hefur gengið framar öllum vonum með þá söfnun. Á Norð- urlöndum, Englandi og Þýzka- landi hef ég víða rekist á gamla íslandsuppdrætti og á nú orðið töluvert af þeim. Þessi kort sýna greinilega hvernig hug- myndir manna um lögun og stærð landa og úthafa skýrðust eftir því sem tímar liðu fram. Elzta kortið sem ég á er úr Ptolemys Geografia og er gert í Feneyjum árið 1562. En maður þarf ekki að fara til útlanda til að leita uppi verðmæta safngripi því mikið er til af slíku í fórum fólks hérlendis, þó það viti í mörgum tilfellum ekki af því. En mikið hefur því miður farið forgörð- um í tímans rás fyrir hirðu- leysi. Til skamms tíma var til dæmis ekki óalgengt að þegar einhver dó var öllum hans skjölum fleygt án þess að nokkur hefði fyrir því að fara í gegnum þau og kanna hvort þar leyndust einhver verðmæti. Þannig hafa margir dýrgripir glatast. Fólk þyrfti að vera betur á verði í þessum efnum og ef það rekst á eitthvað í eigu sinni sem gæti verið verðmætt,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.