Morgunblaðið - 29.03.1981, Side 21

Morgunblaðið - 29.03.1981, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MARZ 1981 61 Grænlandskort eftlr Bertlus frá árlnu 1618. Þarna hafa menn verið búnir að komast að þvi að landið er eyja en á kortinu eru þau tvð. íslenzk litapóstkort frá þvi um aldamót. Efst ÞinKvellir. i miðið Eskifjörður og neðst Hekla. Islensk spil úr spilasafni Magna. Þarna eru t.d. Geysis-spilin sem Eggert Guðmundsson teiknaði, Rammislenzku-spilin sem Lovisa Matthiasdóttir teiknaði og Tafl-spilin sem Tryggvi Magnússon teiknaði. að fleygja því ekki, heldur bera það undir sérfræðing og fá úrskurð um verðmæti þess. Það er svo margt sem leynist í eigu manns sem gæti verið verð- mætt þó maður átti sig ekki á því. Tökum til dæmis gamla skömmtunarseðla — þeir segja mikla sögu um fátækt og vand- ræði, og eru auk þess merk heimild um neyzluhætti fyrr á tímum. En það er, eins og ég sagði, alls ekki víst að maður átti sig á verðmæti svona hluta — sérstaklega ekki á þeim sviðum þar sem þekking manns er takmörkuð. Einu sinni þegar ég var staddur í London fyrir mörgum árum, var ég ásamt nokkrum félögum mínum að skoða útstoppaða fugla í glugga antikbúðar þar. Við skoðuðum fuglana drykklanga stund en enginn okkar veitti því athygli að einn þeirra var geirfugl. Þetta var skömmu áður en íslendingar keyptu geirfuglinn, sem frægt varð á sínum tíma, en þarna hefur hann örugglega verið á miklu lægra verði en á uppboðinu." Er ekki dýrt að hafa söfnun fyrir tómstundaiðju? „Nei, því fer fjarri að svo þurfi að vera. Það er til dæmis hægt að safna frímerkjum á öllum stigum, — dýrum frí- merkjum eða ódýfmn og allt þar á milli. Það skiptir engu máli hvort safnið er dýrt eða ódýrt — það er ánægjan sem maður hefur af safninu sem öllu máli skiptir. Það er líka hægt að safna nær hverju sem er og margar tegundir söfnun- ar hafa engan kostnað í för með sér — það er t.d. hægt að safna steinum, vindlamerkjum, eldspýtustokkum, jólakortum, kertum o.s.frv. Söfnunarástríðan er öllum mönnum í blóð borin og það er öllum hollt að láta eftir henni. Ég þekki til dæmis lækni sem segir, að það sé sama hversu þreyttur hann sé eftir erfiðan dag — að þegar hann sest niður við frímerkjasafnið á kvöldin þá gleymi hann sér alveg og öðlist þannig dýrmæta hvíld." Hvenær hófst frí- merkjaútgáfa hér á íslandi? „1. janúar 1873 var fyrsta íslenzka frímerkið gefið út. Elztu íslenzku frímerkin, og eins frímerki frá árinu 1903, eru í mjög háu verði — það dýrasta kostar yfir 20.000 nýkr. og myndi trúlega seljast á enn hærra verði á uppboði. Þessi dýru frímerki eru flest erlendis því það hafa fáir íslendingar efni á að eiga þau. — Það er mikil eftirspurn eftir frí- merkjum frá öllum tímum hér- lendis og þau eru í tiltölulega háu verði. Frímerki frá ára- tugnum 1950—1960 eru til dæmis mörg á verðbilinu 60— 1000 nýkr. Mörg frímerki eru dýr þó þau séu alls ekki gömul, t.d. kostar frímerkið með Al- þingishúsinu frá 1952 um 1000 nýkr. Annars er hægt að fá ókeypis upplýsingar um verð- gildi einstakra frímerkja frá Félagi frímerkjasafnara að Amtmannsstíg 2. Þar er alltaf opið frá kl. 15—18 á laugardög- um og í herbergi félagsins. Þar liggja frammi verðlistar, og eins getur fólk fengið ókeypis ráðgjöf um allt er lýtur að frímerkum og frímerkja- söfnun," sagði Magni að lokum. íslandskeppni í hárgreiöslu og hárskuröi 1981 veröur haldin sunnudaginn 17. maí í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi. Nánari upplýsingar í símum 51434 — 33968 — 21144' Samband hárgreiöslu og hárskerameistara. The Globe Study Centre for English 3ja—8 vikna enskunámskeið fyrir ungmenni 14—21 árs Skráning er hafin í hin vinsælu enskunámskeiö í Exeter á suðurströnd Englands. Brottfarardagar frá íslandi: 4. júlí og 1. ágúst. Verð frá kr. 6.250,- Innifalið í verði er t.d. 1. Flugfargjöld báöar leiöir. 2. Bílferð: London — Exeter — London. 3. Fullt fæði og húsnæði hjá valinni enskri fjölskyldu. 4. 14 klst. kennsluvika hjá góöum og reyndum kennurum. 5. Allar kennslubækur og gögn. 6. Ein dagsferö á viku (t.d. ein dagsferö til London á hvoru námskeiöi). Auk þess eiga nemendur kost á aö stunda margskonar íþróttir og fara í skemmti- og kynnisferöir. ísl. fararstjóri fylgir nemendum frá Keflavík til Exeter og dvelur þar til leiöbeiningar. Einnig sér hann um allan undirbúning vegna fararinnar. Allar nánari uppl. veitir Böövar Friðriksson í síma 41930 á skrifstofutíma og í síma 78238 á kvöldin og um helgar. Renascence- stólar 'Bóktmrim Hverfisgötu 76 — Sími 15102

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.