Morgunblaðið - 29.03.1981, Page 28
68
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MARZ 1981
COSPER
Ég kom með hann til þess að hann gæti beðist
fyrirgefningar!
Já það er farið að þrenKjast um
og nú verð ég að selja golfvell-
Auli. þú gleymdir að kyssa mig ina mína í Bretlandi og i
kveðjukossinn! Svíþjóð!
HÖGNI HREKKVÍSI
. þRJM M'NÚTlR 6T AF, O'lNA
Upplýsir ekkert umfram
það sem öllum er kunnugt
Bjðrn Steffensen skrifar:
„Enn á ný hefur Verðlagsstofn-
un birt skýrslu um útsöluverð
nokkurra vörutegunda í matvöru-
búðum, til leiðbeiningar fyrir
neytendur.
Nú er ekki aðeins birt verð á
sama vörumerki í ýmsum mat-
vörubúðum, eins og áður var gert,
heldur er líka birtur samanburður
á verði á ýmsum merkjum sama
vöruheitis í ólíkum gæðaflokkum,
t.d. niðursoðnum baunum, rúsín-
um, kakói, tómatsósu o.fl., alls 10
vöruheitum.
Eins og 60—70% verð-
bólga hafi farið
framhjá Verðlagsráði
Á hvern hátt þetta síðasttalda á
að geta leiðbeint nokkrum manni
er vandséð. Allir vita að vörur
með sama heiti eru misjafnlega
vandaðar og ljúffengar, og þar af
leiðandi misjafnlega dýrar. Að
bera saman verð á góðri vöru og
miður góðri eða slæmri er, hátt-
víslega orðað, bara einhverskonar
meinloka, sem upplýsir ekkert
umfram það, sem öllum er kunn-
ugt, og er því ekkert efni til
skýrslugerðar.
Ekki er heldur auðskilið hvaða
tilgangi það getur þjónað, í þjóð-
félagi þar sem verðlag er ákveðið
með lögum, að bera saman verð á
sama vörumerki í ýmsum mat-
vörubúðum. Það er eins og það
hafi farið framhjá verðlagsstjóra
að við búum við 60—70% verð-
bólgu, og að kaupmenn eru háðir
þeim ólögum, að vera bannað að
hækka útsöluverð gamalla vöru-
birgða, þótt innkaupsverð nýrra
birgða hafi hækkað, t.d. vegna
gengisfellingar.
Bendir til að kaupmenn
fari eftir settum reglum
Nú er það vitað að einmitt þær
vörur, sem Verðlagsstofnun nefnir
í skýrslu sinni, þ.e. dósa- og
pakkavörur, standa oft nokkuð
lengi við í búðahillum, enda þola
þær talsverða geymslu. Það væri
því í meira lagi tortryggilegt ef
þessar vörur væru ekki með mis-
jafnlega háu verði i hinum ýmsu
búðum, þar sem þær eru að
sjálfsögðu keyptar inn á misjöfn-
um tíma og þá á misjafnlega háu
verði.
Einmitt það, að verð þessara
vara er mishátt i hinum ýmsu
búðum, og það jafnvel stundum
svo að um munar, bendir fyrst og
fremst til að kaupmenn fari
yfirleitt eftir settum regium og
hækki ekkiútsöluverð gamalla
birgða. Ég hefi jafnvel rekist á
þrenns konar verð á nákvæmlega
sömu vöru í einni og sömu búð.
Margir kunningjar mínir hafa
svipaða sögu að segja.
Það er dálítið hlálegt að Verð-
lagsstofnun skuli svo nota þessa
lofsverðu staðreynd á þann hátt,
sem mér virðist vera til þess eins
fallinn að gera kaupmenn tor-
tryggilega.
Að neytendur fái um það vitn-
eskju að hér og þar leynist í
hillum slattar af gömlum vörum,
réttlætir varla þessa umfangs-
miklu skýrslugerð."
Svolítil athugasemd
Óánægðu skiðakapparnir
Diddú og Didda skrifa:
Kæri Velvakandi!
Okkur langar til að koma á
framfæri svolítilli athugsemd. Við
erum tveir skíðakappar, sem höf-
um mjög gaman af að fara í
Bláfjöll um helgar. En eitt verðum
við að setja út á þar, sem má alls
ekki dragast að ráða bót á. Það er
salernisaðstaðan, sem er fyrir
neðan allar hellur.
Ætti ekki að láta
þetta viðgangast
Vegna þess hve Bláfjöll eru vel
sótt af skíðamönnum, ætti að
hugsa örlítið meira um hreinlæt-
isaðstöðu þar. Heilbrigðiseftirlitið
ætti ekki að láta þetta viðgangast
eins og það er.
Fólk heldur í sér,
þar til það er á síðasta snúningi,
og oft hefur legið nærri, að við
værum búnar að sprengja í okkur
hlandblöðruna.
Bráðum verða
Bláfjöll talin ömurlegur skíða-
staður ef ekki verður ráðin bót á
hreinlætisaðstöðunni þar. Við
skorum á heilbrigðiseftirlitið að
taka til hendinni."
Frumv. til barnalaga:
Mun eiga að
taka gildi við
samþykkt
Einstæð móðir skrifar:
„Nú liggur fyrir alþingi frum-
varp til barnalaga. Frumvarp
þetta hefur legið fyrir alþingi
síðan árið 1975. Slíkt framtaks-
leysi þingmanna er þeim svo
sannarlega til skammar að mín-
um dómi.
í þessu frumvarpi er kveðið á
um meðlagsgreiðslur til 18 ára
aldurs. Frumvarpið mun eiga að
taka gildi við samþykkt. Þannig
gæti farið svo, að barn sem yrði
17 ára deginum fyrir samþykkt
þess, fengi ekki greiðslur. En
barn sem yrði 17 ára deginum
eftir samþykkt þess, fengi
greiðslur.
Mín skoðun er sú, að meira
réttlæti væri fólgið í því, að
lögin næðu til allra barna, sem
ekki væru orðin 18 ára, án tillits
til þess, hvenær lögin væru
samþykkt."