Morgunblaðið - 16.04.1981, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRIL 1981
Hér fer á eftir í heild kynninj?
á Jóhannesarpassíunni, sem Pólý-
fónkórinn flytur um páskana ojf
hófundi hennar, sem stjórnandi
kórsins. Inxólfur Guóbrandsson,
ritar í sónjcskrá:
Pólýfónkórinn við æfingu á Jóhannesarpassíu. Myndin var tekin á æfingu í fyrradag.
Jóhannesarpassían
ojí höfundur hennar
Tónverk Johanns Sebastian
Bachs hlutu ekki teljandi frægð né
vinsældir um hans daga, enda
voru þau ekkert tízkufyrirbæri,
þóttu formströng og næstum gam-
aldags. Tónvefur hans er oft svo
dýrt ofinn, að leyndardómur
snilldarinnar lýkst fyrst upp við
náin kynni. Verk hans voru ekki
samin í þeim tilgangi að vera
heimstildur, heldur þjónusta við
almættið og stofnun þess, kirkj-
una, eftir að Bach gekk í þjónustu
hennar sem kantor Tómasar-
kirkjunnar í Leipzig árið 1723.
Eftir dauða Bachs lágu tónsmíð-
ar hans í þagnargildi í næstum
heila öld, þar til tónskáldið Mend-
elssohn og fleiri snillingar dust-
uðu af þeim rykið og hófu til vegs
að nýju. Vegsemd tónverka Bachs
hefur síðan farið sívaxandi, nú-
tíminn virðir þau sem einn af
hátindum andlegrar sköpunar og
mannlegrar reisnar.
Af passíum Bachs eftir guð-
spjöllunum fjórum hafa aðeins
tvær varðveizt, þ.e. Jóhannesar-
passían og Mattheusarpassían.
Þótt efni guðspjallanna beggja sé
hið sama, fjalla þau um það með
talsvert ólíkum hætti. Sama gildir
um hinar voldugu tónsmíðar
Bachs við guðspjöllin, nema þar er
munurinn á formi og tjáningu enn
meiri, þótt efniviðurinn sé sá
sami. Jóhannesarpassían er elzt
hinna stóru kórverka Bachs, er
hann samdi fyrir hátíðir kirkju-
ársins og var frumflutningur
hennar tengdur hinu nýja starfi
hans í Leipzig. Rannsóknir hand-
rita benda til að hann hafi flutt
verkið þrisvar sinnum síðar með
verulegum breytingum, t.d. er
J óhannesar passí an
og* höfundur hennar
hinn voldugi inngangskór, Herr
unser Herrscher, saminn síðar og
notaður við flutning passíunnar
árið 1727. Hér verður ekki gerð
tilraun til að bera saman þessi tvö
öndvegisverk sinnar tegundar. í
menningarborgum Evrópu og Am-
eríku er flutningur þeirra jafn
árviss og hátíðir kirkjuársins og
njóta þær meiri hylli en flest
önnur kórverk. í Jóhannesarpassí-
unni er atburðarás annars þáttar
hröð, gædd spennu, dramatískum
krafti og raunsæi, sem ekki á sér
hliðstæðu í verkum Bachs né
öðrum samtímaverkum. Matthe-
usarpassían er stærri í sniðum,
form hennar margbrotnara, tján-
ing hennar huglægari og frásögn-
in oftar rofin með hugleiðandi
þáttum um sjálfa atburðina, sem
frá er greint.
Texti Jóhannesarpassíunnar er
18. og 19. kapítuli guðspjallsins
með tveim innskotum úr Matthe-
usarguðspjalli til fyllingar frá-
sögninni. Einsöngstextarnir eru
að mestu byggðir á píslarljóði
'eftir Barthold Heinrich Brockes,
en Bach gerði sjálfur á þeim
ýmsar breytingar og felldi inn í
frásögn guðspjallsins.
Atburðafrásögnin, sem lögð er í
munn guðspjallamannsins (tenór)
er gædd sannfæringarkrafti og
innri glóð, sem oft túlkar dýpstu
mannlegar tilfinningar og geðs-
hræringar, t.d. er Pétur hefur
afneitað frelsara sínum, minnist
orða hans og grætur beizklega.
Aðrir söngvarar flytja orð Krists,
Péturs, Pílatusar. Resitatívin eru
studd af undirleik bassahljóðfæris
og sembals eða orgels (orð Krists),
en múgæsinguna og hróp mann-
fjöldans, Gyðinga, rómverskra
hermanna og æðstu prestanna,
túlkar kórinn með undirleik allra
hljóðfæranna. Inn á milli er flétt-
að ljóðrænum aríum og sálmum,
eins konar hugleiðingum ímynd-
aðs áhorfanda um þá atburði, sem
verið er að greina frá. Bergmál
síðustu orða Krists, alto-arían Es
ist vollbracht — það er fullkomnað
— birtir dýpstu kvöl og sorg, en
snýst síðan í sigursöng yfir dauð-
Pólýfónkórinn flytur nú Jó-
hannesarpassíuna í þriðja sinn, og
liðu 7 ár á milli endurtekninga í
hvert sinn. í rauninni er þó aldrei
um endurtekningu að ræða, því að
nýir flytjendur taka við að mestu,
svo að hver flutningur er að vissu
marki ný endursköpun. Ef Pólý-
Sýning Sigrúnar í Gallery Landlist Vestmannaeyjum:
Sorgarhökull eftir Sig-
rúnu vígður í Landakirkju
Sigrún Jónsdóttir veflista-
kona heldur sýningu í Gallery
Landlist í Vestmannaeyjum
núna yfir páskana. Hefst sýning-
in á föstudaginn langa en henni
iýkur á annan páskadag og
verður hún opin frá kl. 14 til 22
alla dagana. A sýningunni verða
um 100 verk — mest batik-
myndir. en einnig ýmsir hlutir
bæði úr keramik og tré. Þá
verður cinnig á sýningunni
sorgarhökull er Sigrún hefur
teiknað og saumað og gefinn
hefur verið Landakirkju til
minningar um hjónin Kristfnu
Sigmundsdóttur og Jóhann J.
Albertsson. fyrrv. lögreglu-
stjóra í Vestmannaeyjum.
„Hugur minn var mikið bundinn
við Vestmannaeyjar þegar ég var
að gera þennan hökul. Eg óf hann
úr íslenzkri ull og lagði mikla
vinnu í þetta verk,“ sagði Sigrún í
samtali við blm. Mbl. „Bogann
Sigrún Jónsdóttir veflistakona
við sorgarhökulinn sem gefin
hefur verið Landakirkju.
með krossinum, sem er á framhlið
hökulsins, munu flestir kannast
við frá Vestmannaeyjum. Mér er
það ógleymanlegt þegar hann stóð
einn upp úr öskunni með þessari
áletrun „Ég lifi og þér munuð lifa“
— og ég vona að mér hafi tekist að
ná þeim áhrifum, sem ég varð
fyrir, fram í verkinu. Ég hef alltaf
lagt mig fram um að túlka það
jákvæða og fagra í verkum mínum
— það er meira en nóg af því illa
og neikvæða í heiminum fyrir.“
Á bakhlið hökulsins er bróderuð
mynd af Kristi á krossinum og
falla gullnar stjörnur niður allt í
kring um hann.
„Þær eru tákn þeirra gjafa er
hann gaf okkur með krossfestingu
sinni," sagði Sigrún. „í myndinni
reyndi ég að kalla fram hversu
dýrðlegur atburður þetta var. Ég
vona að gefendurnir séu ánægðir
með þennan hökul — hann hefur
vakið athygli á sýningum hjá mér
erlendis og ég lagði mikla vinnu í
hann en aðalatriðið er að hann
verði fólki til gleði og minni á að
Guð vakir ávallt yfir okkur.“
fónkórnum endist líf og kraftur,
er ráðgert að endurflytja Matthe-
usarpassíu Bachs á næsta starfs-
ári eftir 10 ára hlé, en þá á kórinn
aldarfjórðungs starfsafmæli.
I.G.
Jóhannesarpassían:
Tveir einsöngvarar
frá London syngja
með Pólyfónkórnunt
Anna Wilkens
ÁTTA einsöngvarar syngja með
Pólyfónkórnum í Jóhannesar-
passíunni eftir J.S. Bach, sem
frumflutt verður á föstudaginn
langa í Háskólabiói. Tveir ein-
söngvaranna koma erlendis frá,
oratoriusöngvararnir Anne
Wilkens og Graham Titus frá
London.
í fréttatilkynningu, sem Mbl.
hefur borizt frá Pólýfónkórnum
um söngvarana tvo segir svo:
Anna Wilkens mezzo-sópran
hefur hlotið mikinn frama á
söngferli sínum, þótt ung sé að
árum. Gagnrýnendur fara lof-
samlegum orðum um rödd henn-
ar og tónhæfni, „hljómmikil,
viðkvæm, þjál, leikin, örugg,
hrífandi" eru nokkur þeirra lýs-
ingarorða, sem sjá má í tónlist-
ardálkum og gagnrýni blaðanna
um söng hennar.
Anne Wilkens er fædd í Bret-
landi eins og dáðasta alto-
söngkona þessarar aldar, Kath-
leen Ferrier. Frá 16 ára aldri
stundaði hún söngnám í The
Guildhall School of Music og
síðar hjá Dame Eva Turner.
Fyrsta hlutverk sitt söng hún í
Covent Garden árið 1974 og var
fastráðin við Konunglegu óper-
una árið eftir, þar sem hún hefur
farið með mörg stórhlutverk
síðan. Jafnframt hefur hún
sungið titilhlutverk í nokkrum
Graham Titus
óperum Hándel óperufélaginu í
Lundúnum og einnig Brangaene
í Tristan og Isold eftir Wagner
með óperunni í Wales. Fjölhæfni
hennar má ráða af því, að nú
starfar hún einkum sem kon-
sertsöngkona og hefur fjölda
viðfangsefna á valdi sínu, sem
hún flytur konsertgestum bæði í
Bretlandi og víðs vegar í sjón-
varpi, útvarpi og stærstu tón-
leikahöllum Evrópu.
Graham Titus bariton, er
fæddur í Bretlandi og hlaut
menntun sína við háskólann i
Cambridge. Þar fékk hann
námsstyrk til framhaldsnáms
við tónlistarháskólann í Köln.
Að því loknu naut hann tilsagn-
ar Josephs Hislop og var ráðinn
við óperuna í Glyndbourne.
Hann vann verðlaun ungra tón-
listarmanna í Bretlandi árið
1974 og hlaut mjög lofsamlega
dóma fyrir debut-tónleika sína í
Prucell Room það ár. Nokkur
þekkt tónskáld hafa samið verk
og tileinkað honum sérstaklega.
Graham Titus er vinsæll söngv-
ari í útvarpi og sjónvarpi og
hefur komið fram á mörgum
tónlistarhátíðum, t.d. í Aldeburg
og Cheltenham.
Um þessar mundir kemur
hann fram í „Orfeo" með ensku
ríkisóperunni í London.