Morgunblaðið - 16.04.1981, Síða 23

Morgunblaðið - 16.04.1981, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRIL 1981 27 Ólafur Ó. Johnson forstjóri O. Johnson & Kaaber hf. álagningin orðið mest. Það er svo óteljandi margt í okkar þjóðfélagi, sem er framkvæmt með svona undarlegum og raunar röngum hætti. Auðvitað á hver vara að bera sig sjálf. Og hugsaðu þér annað. Hérna í næsta húsi situr verðlagsráð á fundi og fjallar um beiðnir okkar um verðhækkanir. Tökum kaffið sem dæmi. Oft höfum við lagt á borð verðlagsráðs beiðnir, sem bara byggjast á hækkun hráefnis- verðs, og allir meðlimir verðlags- ráðs eru sammála um að leyfa. Svo er fundi slitið. Daginn eftir birtir Morgunblaðið frétt um það, að verðlagsráð hafi samþykkt 10% ið önnur en meiri verðhækkun fyrir neytandann, þegar til lengri tíma er litið. Auðvitað ætti hækk- unin að taka gildi strax og fundi verðlagsráðs hefur verið slitið." Ný hús, ný tæki og ný framleiðsla. „Satt að segja finnst mér erfitt að sjá, hvort nokkrar raunveru- legar framfarir hafi orðið hjá fyrirtækinu, þegar öllu er á botn- inn hvolft og verðbólgan tekin inn í dæmið. Umsvifin hafa vissulega aukizt. Þegar ég kom til fyrirtækisins vorum við tveir sölumenn í mat- vörunni og Jean Cláessen var með um eitt hundrað erlend umboð og einnig dreifum við vörum fyrir innlenda aðila. Þegar ég kom, var búið að úthluta fyrirtækinu þessari lóð við Sætúnið og hér byggðum við fyrst kaffibrennsluna og síðan pakk- húsin. Næst byggðum við nýja kaffibrennslu í Artúnshöfða og svo þessa skrifstofubyggingu hér, fyrst 3 hæðir og nú í núverandi stærð. Heimilistæki taka mest af viðbótinni núna og það er draum- urinn að byggja í framtíðinni pakkhús og skrifstofuhús fyrir 0. Johnson & Kaaber í Artúnshöfða, en þar eigum við lóð við hliðina á kaffibrennslunni. vænna, því samkeppnin eykst og harðnar stöðugt. Svona hafa nú ný hús, ný tæki og nýjar vörutegundir komið til sögunnar í gegn um árin og eru á leiðinni. Samt hefur það oft. hvarflað að mér og valdið mér vonbrigðum, að ekki skyldi vera hægt að hraða uppbyggingunni meir. Til þess hafa oft verið ástæður en ekki efni. Það er til dæmis aðkallandi að byggja góð og hagkvæm pakkhús, sem til lengdar myndu lækka kostnaðinn. Starísfólkið hef- ur verið kjölfestan. „Ég hef alla tíð gætt þess vel að Ljósm. Mhl.: ÓI.K.M. Hús O. Johnson & Kaaber hf. og Heimilistækja hf. viö Sætún. muna. Því er hins vegar ekki að leyna, að frelsið varð hvorki al- gjört né fullkomið. Álagningu á vísitöluvörur var haldið niðri, en fyrirtækjunum bent á að bæta sér það upp með meiri álagningu á aðrar vörur, sem voru gefnar frjálsar. Hvaða vit er til dæmis í því að dreifa þungavöru fyrir 8%, þegar hún kallar bæði á aukið starfslið og stóra bíla, en leggja svo til dæmis 12% á dreifingu parfumglass, sem útheimtir miklu minni tilkostnað. En svona var nú frelsið framkvæmt og auðvitað hefur þetta komið því í koll, þegar andstæðingar þess geta bent á að þar sem frelsið er, þar hafi Söludeild O. Johnson & Kaaber. hækkun á kaffi. En hækkunin kemur ekki jafnfljótt og Morgun- blaðið. Ráðherra þarf nefnilega að staðfesta hana og sá góði maður sér fyrir sér vísitöluhækkun innan skamms. Hann stingur því kaffi- hækkuninni í skúffuna. Allir vita af henni þar og allir birgja sig upp af kaffi til að standa sem bezt að vígi, þegar ráðherranum þóknast að taka hækkunina upp úr skúffu sinni. Við fáum hins vegar ekki hækkunina fyrr en ráðherranum þóknast og þá er hún strax orðin of lítil vegna mikillar sölu á röngu verði. Svona atburðarás býður upp á alls kyns misræmi, auk þess sem endanleg útkoma getur aldrei orð- Á baklóöinni viö Sætúniö eru pakkhús (til vinstri á myndinni) og hús kaffibætisverksmiöjunn- ar, þar sem nú eru framleiddar pappírsvörur og starfsfólkiö stundar íþróttír í risinu. vefnaðarvöruna og rafmagnsvör- urnar. Nú eru Heimilistæki orðin til upp úr rafmagnsvörudeildinni; stórt og gott fyrirtæki, sem er rekið af Rafni Johnson, frænda mínum, með mikilli prýði. Hjá O. Johnson & Kaaber starfa 6 sölu- menn í því sem við köllum í daglegu tali almennu línuna og tveir í sérvörunum; lyfjum, öngl- um og vefnaðarvöru svo dæmi séu nefnd og þriðji sölumaðurinn er að bætast þar við. Nú erum við með Kaffibætisverksmiðjan er í sama húsi og kaffibrennslan var áður í; hér við hliðina. Þar eru reyndar framleiddar pappírsvörur nú, en enginn kaffibætir, en samt heldur verksmiðjan sínu kaffibæt- isnafni ennþá. Það hefur margoft komið til tals að skipta um nafn, en aldrei orðið af því. Það hefur líka ýmislegt gerzt í kaffibrennslunni. Við erum búnir að leggja niður nokkrar kaffiteg- undir síðan ég kom að fyrirtækinu og framleiða nýjar, taka umbúðir úr notkun og setja nýjar á mark- aðinn. Fyrir um tveimur árum tókum við upp lofttæmingu kaffi- umbúðanna og var það ekki seinna hafa starfsemina fjölbreytta og dreifa áhættunni sem mest. Ég hef formúlu um það, hvað mikið fé má setja í ákveðinn vöruflokk. Reynslan hefur bæði sýnt mér og kennt að þetta er affarasælast. Hitt vil ég svo líka nefna, að með auknum umsvifum hefur starfsmannafjöldi aukizt, en kjöl- festa þessa fyrirtækis hefur alltaf verið starfsfólkið. Við höfum verið heppnir á því sviði. Höfum frá- bært starfsfólk og meðalstarfsald- urinn er hár. Hér vinna margir, sem hafa unnið jafnlengi og ég hjá fyrirtækinu og lengur.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.