Morgunblaðið - 23.04.1981, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.04.1981, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1981 Róbert Arnfinnsson .Evar R. Kvaran Haldvin Ilalldórsson Leikrit vikunnar kl. 20.05: Hcssi Hjarnason áður en yfir lýkur að jafnvel ræningjar geta orðið bestu menn ef rétt er farið að þeim. „Kardemommubærinn“ Á danskrá hljóðvarps í kvöld, sumardaginn fyrsta, kl. 20.05 er leikritið ..Karde- mommubærinn“ (Folk og röv- ere i Kardemommeby) eftir Thorbjörn Egner. Þýðendur eru Ilulda Valtýsdóttir og Kristján frá Djúpaiæk. Leik- stjórn: Klemenz Jónsson. Hljóðfæraleikarar úr Sinfón- íuhljómsveit fslands annast tónlistina undir stjórn Carls Biliich. í stærri hlutverkum eru m.a. Róbert Arnfinnsson, Ævar R. Kvaran, Baldvin Halldórsson, Bessi Bjarnason og Emilía Jónasdóttir. Leik- ritið var áður flutt 1963 og er röskur hálfur annar klukku- tími á lengd. í Kardemommubæ býr mesta sómafólk, glaðlynt og hefur yndi af dansi og söng. Þó eru nokkrar undantekningar, t.d. ræningjarnir Kasper, Jesper og Jónatan. Þeir eru kannski ekki neitt slæmir inni við beinið, en fara þó út á nóttunni og stela, og það er ekki beinlínis til fyrirmyndar. Eitt þykir þeim verst: að hafa ekki kvenmann til að annast húsverkin. Þeir finna ráð, að því er þeir halda alveg óbrigð- ult, en margt fer öðruvísi en ætlað er. Og það kemur í ljós Thorbjörn Egner er fæddur í Ósló 1912. Hann stundaði nám við listaskóla og hefur sjálfur myndskreytt bækur sínar. Auk þess semur hann lög við eigin ljóð. Þekktustu verk hans eru „Karíus og Baktus“ 1946, „Dýrin í Hálsa- skógi“ 1953 og „Kardemommu- bærinn“ 1955. Síðastnefnda leikritið var fyrst flutt í Þjóð- leikhúsinu 1960, en hefur síð- an verið endursýnt. Stytt út- gáfa leiksins hefur verið gefin út á plötu. Egner er einn 5 Emilía Jónasdóttir vinsælasti barnabókahöfund- ur á Norðurlöndum og hefur oft hlotið verðlaun fyrir verk sín. Einnig var hann verðlaun- aður fyrir teikningar sínar í bók H.G. Wells, „Tommi og fíllinn". Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Á frívaktinni. Margrét Guð- mundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. SÍDDEGIÐ 15.00 Innan stokks og utan. Sigurveig Jónsdóttir og Kjartan Stcfánsson stjórna þætti um fjölskylduna og heimilið. 15.30 Tónleikar. Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar. Guiomar Novaes leikur á pianó „Papillons“ op. 2 eftir Robert Schumann/Dietrich Fischer-Dicskau syngur ljóðasöngva eftir Giacomo Meyerbeer; Karl Engel leik- ur með á pianó/David Bar- tov og Inger Wikström ieika á fiðlu og píanó „Kansónu“ op. 44 nr. 3 eftir Erkki Melartin og Sónötu nr. 2 i d-moll op. 21 eftir Niels W. Gade. 17.20 Lagið mitt. Ilelga Þ. Stephensen kynnir óskalög barna. KVÖLDID 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tiikynningar. 19.40 Á vettvangi. 20.05 Nýtt undir nálinni. Gunnar Salvarsson kynnir nýjustu popplögin. 20.35 Kvöldskammtur. Endur- tekin nokkur atriði úr morg- unpósti vikunnar. 21.00 Frá tónlistarhátíð ungra norrænna tónlistarmanna i Kaupmannahöfn i janúar- mánuði sl. Knútur R. Magn- ússon kynnir fyrri hluta. 21.45 Ófreskir íslendingar II. — Berdrcymi. Ævar R. Kvaran les annað erindi sitt af fjórum. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Séð og lifað. Sveinn Skorri Ilöskuldsson les endurminningar Indriða Einarssonar (14). 23.00 Djassþáttur i umsjá Jóns Múla Árnasonar. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Guðmundur Benediktsson hlaut styrk Minningarsjóðs Barböru Moray Árnason Á PÁSKADAG, var út- hlutað úr Minninjgarsjóði Barböru Moray Árnason, en þann dag heíði lista- konan orðið sjötug. Sjóðn- um er ætlað að styrkja myndlistamenn til kynnis- ferða vegna listar sinnar. Á þessu ári nemur styrk- urinn 8.000.- krónum, og hlaut hann að þessu sinni Guðmundur Benediktsson myndhöggvari. í sjóðsstjórn eru: Vífill Magnússon arkitekt, Sig- rún Guðjónsdóttir mynd- listamaður, formaður Fé- lags íslenskra myndlista- manna, Þóra Kristjáns- dóttir listfræðingur, list- rænn forstjóri Kjarvals- staða, og Thor Vilhjálms- son rithöfundur, forseti Bandalags íslenskra lista- manna. Sjóðsstjórnin hefur ákveðið að framvegis skuli sjóðurinn vera kenndur við þau merkishjón bæði og heita Minningarsjóður Barböru og Magnúsar Á. Árnasonar, en Magnús lést á síðastliðnu sumri, eins og mönnum er kunnugt. Ráðgerð er yfirlitssýning á verkum Barböru og Magnúsar og væri kærkom- ið að fá upplýsingar um verk þeirra í eigu manna, segir í frétt frá sjóðsstjórn- inni. MYNDAMÓT HF, PRENTMYNDACERÐ AÐALSTRCTI • S I M A R : 17152- 17355 Ást við fyrstu sýn $KENWOOD KX-500 er kassettu- tækið sem hrífur þig frá fyrstu kynnum. Spilar allar bandagerðir, „Metal“, „Crom", o.fl., búið snertirofum, ” „Bias“ fínstillingu, fluorcent mælum, „Dolby“, „long live SGH“ tónhaus, o.m.fl. )KENWOOD KX-500 er kassettu- tækið seni þú getur eignast með Kr. 1.200.- útborgun og eítir- stöðvar á 1 mánuðum. eða gegn staðgreiðslu fyrir kr. 3.250.- / © \ KENWOOD KX-500 KASSETfUTÆKI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.