Morgunblaðið - 23.04.1981, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 23.04.1981, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1981 15 PÁSKAHROTAN í Eyjum er slór- kostlegt ævintýri þegar aflinn er slíkur að fiðringur fer um allan mannskapinn og landkrabbarnir mæta í hópum á bryggjurnar þegar bátarnir eru að koma að, rása á milli báta, hrópa upp yfir sig þannig að staðan minnir á spenn- andi knattspyrnuleik þar sem hvert glæsimarkiö er skorað á eftir öðru. Bátarnir koma að landi dag eftir dag drekkfullir af fiski og önnur eins aflahrota hefur ekki verið í Eyjum í hart nær 20 ár eða frá þeim tíma er dreifa þurfti þorski á tún Eyjabænda þar sem ekki rúmaðist meira inni í fisk- vinnslustöðvunum. Nú eru þær orðnar stærri og meira rými til staðar, en þó yfirfylltust sum í hrotunni fyrir páska og brugðið var á þaö ráð að ísa fiskinn vel um borð og geyma hann næturlangt þar sem þorskveiöibannið var gengið í gildi. En að því loknu var hins vegar hið sama uppi á ten- íngnum, rótafli hjá trollbátum, netabátum og á línuna. Við tókum þátt í vertíðarstemmningunni og fylgdumst með gangi mála. „Þarna er enn einn að koma á nösunum, það er Sjöfnin," sagði Rikki í Ási og mannskapurinn sem haföi veriö að fylgjast með Erlingi tók á rás til þess að sjá Sjöfnina skríða inn meö tugi tonna um borð. Erlingur var svo gott sem fleytifullur, báturinn 21 tonn að stærö, en úr honum var landað 22 tonnum af vænum þorski. Að sjá gamlan og góðan bát eins og Erling bruna til hafnar með full- fermi eftir daginn er eins og sjá söguna renna fyrir augum, sjá í einni svipan þá löngu reynslu sem hefur fært Vestmannaeyjum nafnið Gullkista íslands. Menn göntuöust á bryggjunni, hver bátur á leið til hafnar var siginn, litlir sem stórir, gamlir og nýir. Það var þó skemmtilegra að sjá gömlu trébátana bruna inn og þaö var eins og þeir brostu mót nýjum tíma, þeir höfðu sannað aö þeir stóðu fyrir sínu þótt ekki væri í þeim stál og stífleiki. „Það eru þrjú bingó hjá Baldri," sagði Ási Friðriks á Löndum á Vinnslustöövarvigtinni. Hinn fimmtugi Baldur var á leið til lands með 50 tonn innanborðs og þar af hafði hann fengið líölega þrjátíu tonn i einu hali. Hvert tíu tonna hal er kallað bingó. Þaö er einvala lið á Baldri og ekkert undarlegt þótt þeir fiski en samt sem áöur var undarlegt að sjá þennan aldraða bát, byggöan 1930, ösla til hafnar með annan eins afla á því herrans ári 1981. Skipstjórarnir í Eyjum hafa löng- um verið sérstakt ríki í ríkinu, þeir hafa átt sérstæðan tón, verið eins konar oddamenn í mannlífi hvers- dagsins þar sem afli dagsins er það barómet sem allt miöast við. Það er heldur ekki hægt annað en að vera stoltur þegar komiö er að landi eftir liðlega sólarhring á trollinu meö 90 tonn eins og Erling Pétursson á Freyju gerði með sínum mönnum og þannig mætti halda áfram rööina þessa páska- hrotudaga. Aflinn á land á dag var upp undir þúsund tonn af rífandi góðum þorski og ýsu og víða var búið aö kalla út aukamannskap, bæöi ( fiskverkunarhúsin, frystihúsin og jafnvel i löndunina. Þeir á Helgu Jó komu sér upp löndunargengi tveggja 12 ára stráka sem eru klárir á bryggjunni hvern dag sem þessi 11 tonna bátur kemur aö landi, enda ekki vanþörf á því, í 11 róðrum undir stjórn Jóa Kristins mætti Helga Jó (móöurnafn hans) að landi með alls 87 tonn. Þegar viö hittum þá einn daginn vatt Sigurgeir Ijósmyndari sér upp á vörubílspallinn til að mynda lönd- unargengið, en þá var annar á pallinum, hinn haföi brugöið sér frá. „Heyrðu,“ sagði sá sem var að landa, „gætir þú ekki beöið andar- tak með að mynda, hann skrapp frá hinn maðurinn.“ Grein: Árni Johnsen Myndir: Sigurgeir Jónasson ölduljónið, Árntýr ok Helga Jó á landleið inn Vikina að kvöldi dags. Þrjár af stelpunum i Fiskiðjunni, Sigga, Stina og Adda, og láta ekki Baldur með fullfermi, 50 ára bátur með 50 tonn. sinn hlut aldeilis eftir liggja. Fiskur hér, fiskur þar og allstaðar, enda voru allar fiskmóttökur fullar i ísfélaginu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.