Morgunblaðið - 23.04.1981, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 23.04.1981, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1981 Nýlega hafa fimm framsókn- armenn lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um eflingu innlends lyfjaiðnaðar. Er hér hreyft mjög merku og þörfu máli, sem allt of lengi hefur legið í þagnargildi hjá stjórn- málamönnum vegna þess, að lyfjaiðnaður er þannig í eðli sínu, að hann gæti hentað mjög vel við íslenzkar aðstæður, ef rétt verður á málum haldið. Þessvegna er varla nema eðlilegt og sjálfsagt að sem flestir, sem eitthvað telja sig hafa til máls- ins að leggja, segi skoðun sína á því áður en lengra er haldið, því Dr. Vilhjálmur G. Skúlason: •%*w efnum, en það er önnur saga. Þessvegna verður að flytja inn allt hráefni til lyfjagerðar, en okkar hlutur, að minnsta kosti fyrst um sinn, yrði að breyta þessum hráefnum, sem oft eru tiltölulega ódýr, í verðmikla full- unna vöru, sem kölluð er lyfja- form. Þessi verðmætaaukning er oft á bilinu 60—70% og það er þessi staðreynd, sem gerir inn- lenda framleiðslu lyfjaforma svo sjálfsagða, að hún ætti fyrir löngu að vera orðin álitleg at- vinnugrein í þessu landi. Og sú hugmynd, að hér verði hægt að framleiða lyf til útflutnings, þegar fram líða stundir, er bæði bjartsýn og raunhæf. í greinargerð er minnzt á reglugerð nr. 334/1979, þar sem kveðið er á um mjög hertar kröfur og eftirlit með innlendum rannsóknir eru bæði efnafræði- legs og líffræðilegs eðlis og mjög dýrar meðal annars vegna þeirra miklu öryggiskrafna, sem talið er nauðsynlegt að gera til lyfja. Vegna þessa kostnaðar hafa mörg lönd tekið upp einkaleyfi, sem gilda til dæmis í 17 ár, til þess að framleiðandi geti aftur innheimt útlagðan kostnað og hlotið sanngjarna umbun fyrir sín störf. En með vissum tækni- legum aðferðum er á löglegan hátt hægt að sniðganga einka- leyfi og kaupa virkt innihalds- efni á frjálsum markaði og nota í lyf án þess að gera nema brot af þeim líffræðilegu og efna- fræðilegu tilraunum, sem upp- finningaaðilinn þurfti nauðsyn- lega að gera. Lyf, sem þannig eru framleidd, er með engu sann- gjörnu móti hægt að selja við Þankabrot um þingsályktunartillögu lengi býr að fyrstu gerð og lyfjaiðnaður er að mörgu leyti allt annars eðlis og flóknari en annar iðnaður. Enda þótt telja megi, að áðurnefnd tillaga kunni að marka timamót í þessum efnum hér á landi, kemur mjög greinilega í ljós af lestri hennar og greinargerð, að tillögu- mönnum hefur ekki tekizt að kafa nógu djúpt í þennan mála- flokk og er það ekki sagt til lasts, þar sem enginn þeirra mun hafa verið viðriðinn lyfjamál eða lyf, nema þá ef til vill sem neytandi þeirra. Nokkrar athugasemdir í þriðja töluðlið áðurnefndrar tillögu er rætt um að gefa lyfjanefnd fyrirmæli um að láta skráningu innlendra sérlyfja ganga fyrir erlendum. Sam- kvæmt lyfjalögum nr. 49/1978 er eitt af fjölmörgum verkefnum lyfjanefndar að gera tillögur til ráðherra um skráningu og af- skráningu lyfja og fara þessar tillögur eftir óháðu, faglegu mati á þeim umsóknum, sem nefnd- inni berast. Það er skoðun mín, að lyfjanefnd hafi frá upphafi starfað mjög sjálfstætt og að hún eigi eðli málsins samkvæmt að gera það. Fyrirmæli frá öðrum aðila um vinnufyrir- komulag gætu aðeins orðið til hins verra, einkum ef sá, sem ætlað er að gefa fyrirmæli, hefur önnur en þau öryggissjónarmið í huga, sem svo greinilega eru orðuð í lyfjalögum. En telji flutningsmenn tillögunnar starfsemi Iyfjanefndar bóta vant, væri skynsamlegra að gera tillögu um að ráða bót á starf- semi hennar með öðrum hætti. I fimmta tölulið tillögunnar er bent á nauðsyn þess, að innlend- ur lyfjaiðnaður fái aðstöðu til verðlagningar hliðstætt því sem gerist með innflutt lyf. Hvað hér er átt við er mér ekki ljóst, en vonandi hendir hið sama ekki þá, sem koma til með að sjá um framkvæmdir, ef til kemur. Ég veit ekki betur en að innlendum lyfjaframleiðendum sé heimilt að verðleggja allan kostnað við framleiðslu lyfja og bæta við hann eðlilegum hagnaði að mati lyfjaverðlagsnefndar. En hvað vantar þá? Á hinn bóginn vita aðeins þeir framleiðendur er- lendra sérlyfja, hvernig verð- lagningu þeirra er háttað og þar með hvort verð þeirra er hóflegt, enda hefur þetta atriði oft orðið að ásteitingsefni milli lyfja- framleiðenda og þeirra stjórn- valda, sem hafa milligöngu um að borga brúsann úr vasa al- mennings. Dæmi eru til um svo óhóflega álagningu á erlend sér- lyf, að lyfjaframleiðendur hafa sjálfir orðið að viðurkenna hana. Af framansögðu er ljóst, að í þessum efnum er svo pottur brotinn, að ég tel erlenda sér- lyfjaframleiðendur þá, sem sízt ætti að miða við um verðlagn- ingu innlendra sérlyfja. I nokkrum töluliðum ályktun- artillögunnar er minnzt á gæði lyfja og gætu ókunnugir dregið af því þá ályktun, að um marga gæðaflokka geti verið að ræða. Þessu er ekki þann veg farið og má ekki vera það. Ég býst við að flestir ef ekki allir fagmenn mundu verða mér sammála um þetta atriði enda er torskilið, hvernig innlendur lyfjaiðnaður á að veita þeim erlenda sam- keppni, ef þau innlendu eru lakari að gæðum eins og ávallt er látið liggja að. Þær miklu kröfur, sem óhjákvæmilega verður að gera til hráefna til lyfjagerðar og fullunninnar vöru (lyfjaforma) eru staðlaðar og verða allir lyfjaframleiðendur að fylgja þeim í einu og öllu. I þessu sambandi verður að benda á, að lyfjaiðnaður í eiginlegri merkingu orðsins er naumast til hérlendis fyrr en á síðustu árum, en fyrir þann tíma, og að svo miklu leyti þann dag í dag, að mér finnst óþarfi að láta það liggja í þagnargildi, fór lyfja- framleiðsla fram í lyfjabúðum þessa lands ásamt lyfjadreifing- unni. Frá þeim árum er til dæmi um fullkomlega heiðarlega og raunhæfa tilraun til þess að láta innlenda framleiðslu koma í stað erlendrar, sem mistókst. Það verður því aldrei um of brýnt fyrir lyfjaframleiðendum að við- hafa ýtrustu kröfur um gæði vörunnar og rannsóknir á eigin- leikum hennar, enda hafa þeir, sem meta samsetningu og gæði lyfja, gjarnan í huga dæmin um súlfanílamíð-mixtúruna, sem varð fjölda barna í Bandaríkjun- um að bana á árunum fyrir síðari heimsstyrjöld og talí- dómíð-slysið, sem öllum er enn í fersku minni. Skylt er að taka fram, að síðan þessi hörmulegu atvik áttu sér stað, hafa menn lært margt um eiginleika lyfja, en er hér rifjað upp fyrir þá, sem láta að því liggja, að afgreiðslur á lyfjaumsóknum eigi að mótast af fjárhagslegum sjónarmiðum. Þetta eru í stuttu máli ástæð- urnar fyrir því, að í mínum huga má ekki vera nema einn gæða- flokkur á lyfjum hvort sem þau eru framleidd innanlands eða utan og hann er bezti gæðaflokk- ur. Einnig eru ofangreind dæmi tekin til þess að sýna fram á, að öryggissjónarmið, sem fortaks- laust verður að taka fram yfir margtuggin fjárhagssjónarmið, verða aldrei um of í hávegum höfð við mat á lyfjum. Þá er rætt um það að gefa lyfjafræðingum heimild til þess að breyta lyfseðli á erlend sérlyf, ef innlend lyf eru sambærileg að verði og gæðum, nema áritun læknis kveði sérstaklega á um annað. Samkvæmt núgildandi reglum er stefnt að því, að lyfjaávísun læknis sé svo ótví- ræð sem kostur er og eiga því engir breytingamöguleikar að vera fyrir hendi. Mér er þvi til efs um, að lyfjafræðingar og læknar muni vera fylgjandi slíku fyrirkomulagi og það jafnvel þótt tækist að úthluta ábyrgð, ef mistök ættu sér stað, þar sem læknir ávísar lyfi með lyfseðli, sem lyfjafræðingur breytir síð- an. Á hinn bóginn tel ég, að lyfjafræðingar eigi að vera miklu meira til ráðuneytis um val á lyfjum. I greinargerð með þessari ágætu tillögu gætir einnig nokk- urs misskilnings eða óná- kvæmni, að ég ætla. Á einum stað segir, að á Islandi sé að finna ýmis hráefni til lyfjagerð- ar, en á öðrum stað, að sumir telji, að íslendingar gætu átt möguleika á framleiðslu hráefna til lyfjagerðar. Það mál þyrfti að athuga nánar. Ég segi mér það ekki til hróss, að ég þykist skilja hvað átt er við, en hér gætir að minnsta kosti of mikillar óná- kvæmni. Fullgert lyf, sem einnig er kallað lyfjaform, er lyf, sem er tilbúið til notkunar, t.d. töfl- ur, en það samanstendur af virku innihaldsefni (lyfi) og hjálparefnum, sem hvoru tveggja eru að sjálfsögðu hrá- efni, en lyfjaformið er fullunnin vara, þegar það er komið í rétt merkt íiát. Eftir því sem ég veit bezt eru engin hráefni til lyfja- gerðar til á íslandi enda þótt menn hafi látið sig dreyma um að vinna virk innihaldsefni (lyf) úr íslenzkum hráefnum. Má þar til nefna margvísleg úrgangs- efni, sem svo óvirðulegu nafni eru köluð, úr fiskiðnaði og land- búnaði. Þessi „úrgangsefni" ætti miklu fremur að kalla óunnin hráefni til þess að menn gætu fremur skilið, að verið er að fleygja dýrmætum óunnum hrá- Aðgerðir stjórnvalda undanfar- inna ára með síminnkandi heimil- uðum afskriftum er hrein árás á afkomu og tæknivæðingu ís- lenskra atvinnufyrirtækja. Af- skriftir eru ekkert annað en kostnaðarfærsla á vélum og tækj- um atvinnufyrirtækjanna. Höml- ur á afskriftum leiða eingöngu til minni endurnýjunar véla og tækja og þar af leiðandi meira viðhalds og varahlutakaupa. Ekki ólíklegt, að þegar til lengd- ar lætur, tapi ríkissjóður á mjög naumum afskriftum, þar sem kostnaðaraukning við rekstur úr- eltra, lélegra tækja verði meiri en afskriftaminnkun. Þjóðin öll tap- ar svo vegna meiri framleiðslu- kostnaðar og lélegrar samkeppnis- aðstöðu iðnaðar við erlenda keppi- nauta. Vélar eru mismunandi end- ingargóðar og úreldast vegna tækninýjunga misfljótt. Tölva, sem er nýjung í dag, getur verið úrelt eftir 3—4 ár. Nýjustu tillögur ríkisstjórnar- innar gera ráð fyri að slíkt tæki afskrifist á rúmum 9 árum. Ef fyrirtækin hefðu frjálsari hendur um afskriftir, mundi það hvetja til aukinnar tæknivæðingar og þar lyfjaframleiðendum. Þessar kröfur, sem eru forsvaranlegar lágmarkskröfur, eru þess eðlis, að framleiðandi verður að hafa viðkomandi upplýsingar hand- bærar til þess að geta framleitt lyfið og eru þessvegna í flestum tilvikum i því fólgnar að flytja þær frá einum aðila til annars. Þessar auknu kröfur eru einkum upplýsingar um geymsluþol og geymsluákvæði lyfsins, en þess- vegna bendi ég á þetta, að mér virðist það vera notað til rök- stuðnings þess, að kröfur séu svo auknar, að nauðsyn beri til „að verðlagsákvæði innlendrar lyfja- framleiðslu verði rýmkuð" og „að leysa þessa framleiðslu und- an óraunhæfum verðlagsákvæð- um“. Þö að innlend lyf verði ódýrari en erlend, en til þess er nú leikurinn meðal annars gerð- ur, er ekki þar með sagt, að verðlagningarákvæði séu óraun- hæf eins og áður er vikið að. Hlutur erlendra lyfjaframleiðenda Það er til skýring á því, hvers vegna mörg erlend sérlyf hljóta í mörgum tilvikum að verða dýr- ari en innlend lyf, enda þótt ekki sé með því viðurkennt, að þau þurfi í mörgum tilvikum að vera jafn dýr og raun ber vitni. Er hér átt við þá rannsóknarstarf- semi, sem starfsmenn sumra erlendra lyfjaverksmiðja stunda og leiða til uppgötvunar og þróunar nýrra lyfja. Þessar með betri lífskjara. En slíkt er eitur í beinum sumra er vilja að þjóðin lifi í örbirgð, svo að þeir geti frelsað hana inn í Paradís sósíalismans sbr. Pólland. Hjá þjóðum sem best vegnar efnahags- lega t.d V-Þjóðverjum eru af- skriftir á vélum frjálsar. Við stefnum í öfuga átt. sama verði og upphaflega lyfið. í stuttu máli eru vísindi alþjóðleg og er þetta atriði, sem menn mættu hugleiða oftar, ekki sízt vegna þess að við íslendingar höfum aðeins þurft að sleikja rjómann af uppfinningum vel- gjörðarmanna mannkyns og stundum varla haft rænu á því eins og á sviði lyfjaframleiðslu. Þessvegna efast ég um, að þær aðferðir, sem talað er um í þingsályktunartillögunni um að breyta greiðsluheimildum sjúkrasamlaga til þess að ryðja innlendri lyfjaframleiðslu braut, séu raunhæfar. Að mínu mati getur þessi samkeppni á milli erlendra og innlendra lyfja, sem ætti að vera innlendri fram- leiðslu í hag meðal annars vegna lægra verðlags, aðeins farið fram með upplýsingastarfsemi til lækna og sönnun þess, að innlend lyf séu jafn góð og erlend, en ódýrari. Þurfi á hinn bóginn bæði að veita innlendri lyfjaframleiðslu forgang um skráningu og rýmka verðlagn- ingarákvæði eins og tillagan gerir ráð fyrir, get ég hvorki séð, að hún ráði yfir nauðsynlegu lífsmarki né að hún hafi nauð- synlegan þrótt til þess að veita erlendum lyfjaframleiðendum samkeppni, sem haldi lyfjaverði innan sanngjarnra verðlags- marka eins og fullyrt er í greinargerð. Það sem fyrst um sinn kemur til með að há inn- lendri lyfjaframleiðslu er Fyrirtæki eru ekki lifandi verur. Þegar fyrirtækin eru skattlögð, þá koma fjármunir ekki að ofan, heldur skerðir aukin skattlagning fyrirtækjanna greiðslugetu á öðr- um sviðum, hvort það eru laun, arður eða aukin fjárfesting. Það sem fyrirtækið greiðir í skatta, það fær Dagsbrúnarverkamaður- inn ekki. Ofsköttun fyrirtækja er ein þeirra sjónhverfinga, er póli- tíkusar hafa fundið upp. Það er óbein skattlagning sem fólk verð- ur ekki eins vart við og beina tekjuskatta, en greiðir í formi lægri launa, hærra vöruverðs, lélegri framleiðni og Iægri lífs- kjara. Hér í þessu landi sitja ríkisvald- ið og allskyns pappírstígrisdýr og kvarta undan lélegri afkomu fyrirtækja. En samtímis skammt- ar ríkisvaldið afkomuna með verð- lagshöftum, eykur skattlagning- una og leggur hátolla á ýmis aðföng eins og tölvur, lyftara, etc. sem keppinautar þeirra erlendis þurfa ekki að greiða. Ennfremur skal nú ráðist gegn nýframtaki með hömlum á afskriftum. Ekki er von að vel fari. 9.04.1981. Svcinn S. Valfclls Verkfr. Sveinn S. Valfells 4 r j_ _ verkfræðingur: Arasarsteiiia í atvinnuuppbyggingu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.