Morgunblaðið - 23.04.1981, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.04.1981, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1981 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1981 25 Plorjjui niribiMfe Otgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 70 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakiö. Sumardagurinn fyrsti Enfíinn einn dagur á jafn sterkan hijómgrunn í hjörtum íslendinga og sumardagurinn fyrsti. í hugum okkar tengist hann heiðum himni, sól í hádegisstað, angan gróðurs og ávöxtum jarðar. íslenzki bóndinn, sem erjað hefur gróðurmoldina, hið innra lífbelti þjóðarinnar, kynslóð eftir kynslóð, er í nánustum tengslum við samspil sólar, regns og moldar. Það að sjá eitthvað verða til svo að segja í höndum sér, hvort heldur er jarðargróður eða handverk, er hluti lífsfyllingar. Þessvegna er grunnt á sveitamanninum í mörgum borgarbúanum. Hestamennska, náttúruskoðun, sumarbústaðir, kart- öflurækt og margt áþekkt, sem borgarbúinn tekur sér fyrir hendur, er heilbrigð viðleitni til að viðhalda tengslunum við landið og náttúruna. Okkur ber að lifa í sátt við landið okkar. Við eigum að hamla gegn landeyðingu, græða sárin foldar. Þessvegna ber að fagna frumvarpi sjálfstæðismanna um umhverfismál, sem Salome Þorkelsdóttir mælti fyrir á dögunum. Samhliða því að nýta þær náttúruauðlindir, sem forsjónin hefur lagt okkur upp í hendur til lífsframfæris, þar á meðal orkuauðlindir okkar, af framsýni og fyrirhyggju, þurfum við að vernda og fegra umhverfi okkar. Við þurfum í senn að lifa í sátt við landið — og á nytjum þess. Vorhugurinn, sem fyllir hugi okkar þessa dagana, þarf að ná til þeirra þátta í samfélagi okkar, er mestu skipta framtíð þjóðarinnar. Vorhugurinn, sem kallar menn til gróðurstarfa, þarf að ná til fleiri þátta þjóðarbúskaparins en landbúnaðar. Það þarf að sá til góðrar uppskeru víðar en í frjóan jarðveg landsins. Vorhugurinn þarf að ráða ferð í öllum atvinnugreinum okkar. Kns og aðstæður eru í dag þarf ekki sízt að leggja áherzlu á stórvirkjanir, a.m.k. þrjár nýjar stórvirkjanir á þessum áratug, og þá nýtingu orkunnar að auki verulega á verðmætasköpun og þjóðartekjur. En það þarf jafnframt að leggja rækt við menntun þjóðarinnar og menningu. Þannig verður bezt búið í haginn fyrir íslenzka þjóð í næstu framtíð, safnað í hlöður hennar efnislegum og andlegum verðmætum. í þeirri trú að vorhugurinn ráði ferð í framtíð þjóðarinnar óskar Morgunblaðið landsmönnum gleðilegs og góðs sumars. „Annað hvort aftur á bak ellegar nokkuð á leið“ Arni Grétar Finnsson, hæstaréttarlögmaður og stjórnarmeðlimur í Landsvirkjun, ritar mjög eftirtektarverða grein um Búrfells- virkjun og íslenzka álfélagið í Mbl. 11. apríl sl. Þar kemur m.a. fram: 1) Þegar Búrfellsvirkjun var risin framleiddi hún ein sér tvöfalt meira rafmagn en allar aðrar virkjanir landsins á þeim tíma samanlagt. 2) Sala á rafmagni til nýs orkufreks iðnaðar var á þeim tíma algjör forsenda þess að hægt var að ráðast í stórvirkjun af þessu tagi. 3) Búrfellsvirkjun var að langmestu leyti byggð fyrir erlent lánsfé. Til þess að afla fjár til að standa undir vöxtum og afborgunum var brotið blað í atvinnusögu þjóðarinnar með álsamningnum, sem nú er rúmlega 10 ára reynsla af. 4) Stofnkostnaður Búrfellsvirkjunar, ásamt vatnsmiðlun í Þóris- vatni, tveimur háspennulínum frá Búrfelli til Reykjavíkur, spennistöð við Geitháls og gasaflstöð í Straumsvík, var á sínum tíma 70 milljónir bandaríkjadala. Samkvæmt áætlun verkfræðideildar Landsvirkjunar myndi Búrfellsvirkjun í dag kosta 270 milljónir bandaríkjadala. Miðað við verðbólgu mældri í visitölu byggingarkostnaðar í Bandaríkjunum samsvara 70 milljónir dala, er virkjunin var byggð, 180 milljónum í dag. Hreinn hagnaður íslenzku þjóðarinnar af því einu að hafa byggt Búrfellsvirkjun á sinni tíð er því 90 milljónir bandaríkjadala. 5) Greiðslum af erlendum lánum vegna Búrfellsvirkjunar á að ljúka 1991. Heildargreiðslur vegna afborgana og vaxta frá upphafi til loka þessa tíma verða 127 milljónir bandaríkjadala. Tekjur Landsvirkjunar af orkusölu til álversins verða frá upphafi til 1994, þegar núverandi raforkusamningur við ísal rennur út, samkvæmt áætlun Landsvirkj- unar, 285 milljónir dala, eða tvöfalt hærri en lánabyrðin. 6) Miðað við þær aðstæður, sem vóru fyrir hendi er orkusamningur- inn var gerður á 7. áratugnum, sem og stofnkostnað Búrfellsvirkjunar, er ekkert vafamál, að kostir hans vóru yfirgnæfandi. Síðar kom orkukreppan með tilheyrandi margföldun á olíuverði, en það er út í hött hjá úrtölumönnum um stórvirkjanir og stóriðju að rýra gildi álsamningsins með samanburði við það sem enganveginn varð fyrir séð. Mönnunum munar annaðhvort aftur á bak ellegar nokkuð á leið, sagði eitt ástsælasta ljóðskáld þjóðarinnar. Búrfellsvirkjun skilaði okkur drjúgum áleiðis. Þeir sem hugsa ekki stærra í orkuvæðingu þjóðarinnar en að loka fyrir orkusölu til stóriðjufyrirtækja eru hinsvegar afturábakmenn. Slíkir menn eru ekki líklegir til áræðis um „Búrfellsvirkjanir" batnandi lífskjara á íslandi næstu framtíðar. Korchnoi i heimsókn hjá forseta tslands, Vigdísi Finnbogadóttur ásamt Högna Torfasyni. Ljósm. ÓI.K.M. Korchnoi heimsótti einnig i gær Ólaf Jóhannesson, utanrikisráðherra, og er með þeim á myndinni Halldór Blöndal, formaður íslandsdeildar stuðningsnefndar fjölskyldu Korchnois. Ljósm. Emiiia. Sovéska sendiráðið neitaði að taka við stuðningsávarpi við fjölskyldu Korchnois EITT hundrað íslendingar, skák- menn, stjórnmálamenn. skóla- menn, skáld, ritstjórar og prest- vígðir menn, hafa ritað undir ávarp íslandsdeildar stuðnings- nefndar fjölskyldu Viktors Korch- nois. en þar er skákhreyfingin og allur almenningur i landinu hvatt- ur til að styðja viðleitni Alþjóða- skáksambandsins og rikisstjórnar íslands til að tryggja fjölskyldu Korchnois ferðafrelsi. Fulltrúar stuðningsnefndar hugðust koma ávarpi þessu á framfæri við sendi- herra Sovétrikjanna á íslandi. en þeirri málaleitan var hafnað og svör sendiráðsins voru þau, að það myndi ekki hafa afskipti af máli þessu. I stuðningsnefndinni eiga sæti Halldór Blöndal, formaður, Páll Heiðar Jónsson og Margeir Péturs- son. A fundi með fréttamönnum í gær greindu þeir frá starfi nefndar- innar, en hún var stofnuð 4. apríl og var henni falið að koma á framfæri ávarpi til stuðnings fjölskyldu Korchnois og rita undir það 100 kunnir íslendingar. Nefndarmenn gengu á fund Ólafs Jóhannessonar, utanríkisráðherra, ásamt Viktor Korchnoi og fóru þess á leit við hann að ráðuneyti hans kæmi ávarpinu á framfæri við sovésk stjórnvöld og sögðu þeir svör ráð- herra hafa verið þau, að hann myndi beita sér fyrir því að málið yrði tekið upp eftir diplómatískum leiðum. — Þetta voru mjög vinsamlegar viðræður við utanríkisráðherra og hann sýndi fullan skilning á mál- efnum mínum og kvaðst mundu vinna að því að afla málstað mínum stuðnings, sagði Korchnoi í samtali við Mbl. í gær. Páll Heiðar Jónsson sagðist hafa haft samband við sovéska sendiráð- ið si. þriðjudag og óskað viðtals við sendiherrann með það erindi í huga, að hann tæki við ávarpinu og kæmi því í hendur þess manns, sem einn réði úrslitum um málefni fjölskyldu Korchnois, Bresnefs. Var Páll Heið- ar beðinn um að hafa samband við sendiráðið síðar um daginn og þegar hann gerði svo fékk hann þau svör, að sendiráðið myndi ekki vilja hafa nein afskipti af stuðningsnefnd við Korchnoi og myndi ekki taka við ávarpinu. Sögðu þeir nefndarmenn að þessi svör sendiráðsstarfsmanna væru hrein móðgun við þá sem ávarpið undirrituðu, sem væru margir þjóðkunnir menn og fyrir- menn þjóðarinnar og töldu með- höndlun sendiráðsins á beiðni þess- ari hina furðulegustu. Hér væri aðeins verið að fara fram á mjög almenna fyrirgreiðslu, að koma til skila bréfi til æðsta yfirmanns Sovétríkjanna og því eðlilegt að velja sendiráðið hér sem milli- gönguaðila. Sem fyrr segir eru það 100 íslendingar, sem rita undir ávarpið og var ákveðið að leita ekki til stærri hóps, þar sem almenn undir- skriftasöfnun tæki of langan tíma. Lögðu nefndarmenn áherslu á að ávarp þetta kæmist sem fyrst til yfirvalda Sovétríkjanna en nú eru um 4 mánuðir fram að einvíginu. Var m.a. leitað til skákmanna, listamanna, ritstjóra, formanna stjórnmálaflokkanna og borgar- fulltrúa. Formenn allra flokkanna skrifuðu undir og þeir borgar- fulltrúar sem leitað var til nema Sigurjón Pétursson. Sögðu nefnd- armenn að hann hefði ekki fellt sig við eina setningu í ávarpinu og hann því ekki talið sig geta skrifað undir af þeim sökum, en hann væri hins vegar reiðubúinn að skrifa undir almennt orðaða stuðningsyf- irlýsingu við fjölskyldu Korchnois. Umrædd setning er: „Öllum má vera ljóst, að ekkert jafnræði er með keppendum þegar ríkisstjórn annars heldur fjölskyldu hins nán- ast í gíslingu." Viktor Korchnoi heimsótti einnig forseta íslands í dag, Vigdísi Finn- bogadóttur, ásamt Högna Torfasyni og sagði forseti í samtali við Mbl. að heimsókn Korchnois hefði verið ánægjuleg, hann hefði fært sér bókina um Karpov og Korchnoi og greint sér frá hvaða verkefni væru á döfinni hjá honum. Síðar þá Korch- noi boð borgarstjórnar Reykjavíkur að Höfða og tók þar á móti honum forseti borgarstjórnar, Sigurjón Pétursson. Stuðningsnefnd Korchnois gekk einnig á fund Gunnars Thoroddsens forsætisráðherra í gær og sagði Halldór Blöndal eftir þann fund, að ráðherra hefði tekið mjög vel mála- leitan þeirra um stuðning við Korchnoi og sagt að málið yrði tekið fyrir á næsta fundi ríkisstjórnar- innar. Dr. Ingimar Jónsson, forseti Skáksambands íslands, var í gær inntur álits á þeim ummælum Korchnois, sem birtust í Mbl. í gær, að hann væri undrandi á að full- trúar Skáksambandsins hefðu ekki haft samband við sig við komuna hingað. — Ég vil gjarnan fá að taka fram, að Korchnoi er hér í boði Taflfélags Reykjavíkur og hefur Skáksambandinu ekki verið boðið að eiga viðræður við hann. Við höfum hins vegar fullan hug á því og munum leita eftir því við hann að hann hitti alla stjórnarmenn sambandsins á fundi, sagði Ingimar. Hann ritar undir ávarpið og sagði að allir stjórnarmenn Skáksam- bandsins styddu skákmeistarann í baráttu hans við að fá til sín fjölskyldu sína, en á aðalfundi Skáksambands íslands í maílok, yrði hins vegar væntanlega tekin afstaða sambandsins til málsins. Þess má geta að í fyrrakvöld barst Korchnoi bréf, undirritað af Þor- steini Þorsteinssyni, varaforseta Skáksambandsins þar sem óskað er viðræðna við hann og munu þær fara fram kl. 10 f.h. í dag. Forseti Skáksambands íslands, dr. Ingimar Jónsson, og Korchnoi ræðast við í Höfða i gærdag. Ljó»m. Ól.K.M. Stuðningsnefndin á fundi með forsætisráðherra, frá vinstri: Margeir Pétursson, Ilalldór Blöndal, Gunnar Thoroddsen og Páll Heiðar Jónsson. Ljósm. Krístján. Dr. Jón óttar Ragnarsson, formaður Lífs og lands: Hvers vegna Líf og land? Margir hafa spurt um ástæð- urnar fyrir stofnun Lífs og lands. Hefur svarið jafnan verið eftirfarandi: Líf og land eru heildarsamtök um umhverfismál og að því leyti frábrugðin öðrum íslenskum samtökum sem starfa á afmörkuðum sviðum umhverf- ismála. En þar með er ekki öll sagan sögð. Við sem stóðum að stofnun þessara samtaka þóttumst finna á okkur andblæ nýrra strauma sem við túlkuðum á þennan hátt án þess þó að geta að fullu skýrt hvaðan þessir straumar voru eða í hverju þeir voru fólgnir. Það var ekki fyrr en á nýaf- stöðnu borgaraþingi samtak- anna um Mann og trú að ofan- ritaður fór að velta þessari spurningu fyrir sér á nýjan leik. Attu ýmis framúrskarandi er- indi m.a. eftir Gunnar Krist- jánsson, Þóri Kr. Þórðarson, Heimi Steinsson, Sigurð A. Magnússon o.fl. sinn þátt í því. Það sem rann upp fyrir mér er hve margþætt þau tímamót eru sem við nú lifum. Það er sama hvert litið er: Alls staðar birtist okkur róttæk endurskoðun á fyrri lífsviðhorfum, endurmat á fyrri iífsstíl, hugsjónum og bar- áttuaðferðum. Lítum fyrst til austurs. I Austur-Evrópu blasir nú við augum skipbrot þúsundáraríkis sósíalismans þar sem hugsjóna- hreyfing hefur orðið þess vald- andi að nokkur hundruð milljón- ir manna eru lokaðar bak við lás og slá í fjöimennustu fangabúð- um sögunnar. A Vesturlöndum hefur skefja- laus efnishyggja leitt til þess að allt mannlegt vald er véfengt. Þrýstihópar notfæra sér til hins ýtrasta sérhvern veikleika í stjórnkerfinu. Um leið er spurt hvort velferðin hafi aukið ham- ingju mannsins. Auðvitað erum við að mörgu leyti vel settir, Vesturlandabúar. Þrátt fyrir margvíslega ókosti hefur markaðskerfið stuðlað að myndun margþætts þjóðfélags sem öfgahópar geta ekki auð- veldlega stýrt inn á blindgötur kreddukenninga og ofbeldis- hyggju. Sú spurning vaknar þá hvort vandamálið sé ef til vill fyrst og fremst að trúin og kirkjan hafi verið vanrækt. í stað trúar á Guð hefur komið trúin á mann- inn og verk hans. Kannske er þetta grundvallarspurning nú- tímans. Hver sem svörin verða er hitt víst að trúin og kirkjan verða athvarf æ fleiri á komandi árum. Ef kirkjan nær að endurnýja sig á hún leikinn. Ef vel er á haldið getur hún endurnýjað ekki að- eins sjálfa sig heldur þjóðfélagið allt. A meðan þurfum við að halda áfram að bæta heiminn. Við þurfum að afhjúpa og lagfæra veilurnar í stjórnkerfinu, af- vopna þrýstihópana og hryðju- verkamennina. Síðast en ekki síst þurfum við að virkja á nýjan leik fegurðina í þágu mannsins og umhverfis hans. Ávarp íslandsdeildar Stuðningsnefndar f jölskyldu Korchnois SOVÉZKI stórmeistarinn Viktor Kortsnoj flúði land fyrir nokkr- um árum og leitaði hælis á Vesturlöndum. Æ siðan hefur hann barist fyrir því, að fjöl- skyldu hans, frú Isabellu Korts- noj og Igor, syni þeirra, verði leyft að fara úr landi. Sú barátta hefur engan árangur borið annan en þann. að fjölskyldan hefur verið svipt frelsi og borg- aralegum réttindum og sonurinn dæmdur i þrælkunarvinnu. Ýmsir aðilar á Vesturlöndum hafa lagt Kortsnoj lið í þessari mannréttindabaráttu. íslenska ríkisstjórnin tók svari hans og beindi tilmælum til Sovétstjórn- arinnar, en þeim var vísað á bug. Islenska ríkisstjórnin lýsti því yfir, að hún teldi þetta ekki lokasvar. Forseti FIDE, Friðrik Ólafsson stórmeistari, hefur gert ítrekaðar tilraunir til að fá fjölskyldu Kortsnojs leysta úr haldi. A síðasta ári var stofnuð stuðn- ingsnefnd fjölskyldu Kortsnojs í Vestur-Evrópu og eru ýmsir kunn- ir skákmeistarar aðilar að henni, svo sem dr. Max Euwe, fyrrver- andi forseti FIDE og heimsmeist- ari í skák. Islandsdeiid Stuðningsnefndar fjölskyldu Kortsnojs er nú stofnuð til þess að herða baráttuna fyrir því, að mál þetta verði leyst á farsællegan hátt. Viktor Kortsnoj á fyrir höndum að tefla erfitt einvígi um heimsmeistaratitilinn í skák næsta haust. Öllum má vera ljóst, að ekkert jafnræði er með keppendum, þegar ríkisstjórn annars heldur fjölskyldu hins nánast í gíslingu. Nefndin hvetur skákhreyfing- una og allan almenning í landinu til að styðja viðleitni Alþjóða- skáksambandsins og ríkisstjórnar íslands, til að tryggja fjölskyldu Kortsnojs ferðafrelsi. Reykjavík, 22. apríl 1981. Halldór Blöndal formaður. Albert (lUAmundsson alþiriKÍsmaður, Alírcd Jónsson oddviti í Grímsey, Atll lleimir Sveinsson tónskáld, Auóur Auóuns fyrrv. ráðherra, Baldur Hermannsson dajfskrárfull- trúi, Birna Nordahl skákmeistari íslands, kvennaflokki. Björn Kirhallsson varaforseti Alþýðusamhands íslands, Braiei Sijfurðss4»n hlaðamaður, Daði (>uðmundsson skákmeist- ari, Bolunnarvík, Davíð Oddsson horjtarfull- trúi, Davið Schevinjf Thorsteinsson formaður Félajfs íslenskra iðnrekenda, E»fill Skúli InxiherKsson hor»íarstjóri, Einar S. Einars- son forseti Skáksambands Norðurlanda, Eln- ar Laxness formaður menntamálaráðs, Eirik- ur Tómasson lö»ímadur, Ellert B. Schram ritstjóri, Emil Björnsson fréttastjóri, Eyjólf- ur SÍKurðsson prentsmiðjustjóri, Finnhjorn Iljartarson prentari, Garðar Guðmundsson formaður Taflfélajjs Seltjarnarness, Geir llallgriinsson alþinKÍsmaður, form. Sjálf- stæðisflokksins, Gisll llalldórsson form. Ólympíunefndar íslands. Gisli Jónsson menntaskólakennari, Akureyri, Guðfinnur Kjartansson formaður TaflfélaKs Reykjavík- ur, Guðjón Tcitsson fyrrv. forstjóri. GuðlauK borstcinsdóttir skákmeistari Norðurlanda, kvennaflokki, (iuðmundur ÁKÚst.sson skák- meistari, heiðursfélaKÍ TaflfélaKS Reykjavík- ur ok Skáksambands íslands, Guðmundur Arason fvrrv. forseti Skáksambands íslands, (■uðmundur J. Guðmundsson alþinKÍsmaður, formaður Verkamannasambands íslands, (•uðmundur llallvarðsson formaður Sjó- mannafélaKs Reykjavíkur. (luðmundur MaKnússon rektor Háskóla íslands, Guð- mundur Pálmason skákmeistari, (luðmund- ur SÍKurjónsson alþjóðleKur stórmeistari, síra Guðmundur Sveinsson skólameistari, Guðmundur G. Dtirarinsson alþinKÍsmaður. fyrrv. forseti Skáksambands Íslands, Guðni Guðmundsson rektor Menntaskólans í Reykjavík. Guðrún Jónsdóttir arkitekt. (iunnar Gunnarsson alþjóðleKur skákdómari, (íunnar Snorrason formaður Kaupmanna- samtaka Islands, Gylfi horhallsson skák- meistari. Akureyri, Ilalldór Blondal alþinKÍs- maður, llalldór Laxness rithöfundur, Ilalldór E. SiKurðsson fyrrv. ráðherra, Ilaraldur Blondal loKmaður. IIcIkí ólafsson alþjóðleK* ur meistari, llermann Guðmundsson formað- ur Fulltrúaráðs verkalýðsfélaKanna í Hafnar- firði, llermann Gunnarsson iþróttafréttarit- ari, Ilrafn BraKHson borKardómari, IIöKni Torfason skrifstofustjóri, Indriði G. I>or- steinsson rithöfundur, dr. InKÍmar Jónsson forseti Skáksambands íslands, InKÍ R. J*'»- hannsson alþjóðleKur skákmeistari, In^var Ásmundsson skákmeistari, skólastjóri Iön- skólans í Rvík, Jóhann Einvarðsson alþinKÍs- maður, Jóhann Iljartarson skákmeistari ís- lands, Jóhanna SÍKurðardóttir alþinKÍsmað- ur, Jón L. Arnason alþjóðleKur skákmeistari, Jón ÁsKeirsson tónskáld, Jón Steinar Gunn- lauKsson loKmaður. Jón B. Ilannihalsson ritstjóri, Jón Ármann lléðinsson fyrrv. alþinKÍsmaður, Jón SÍKurðsson ritstjóri, Jón ÞorsteinsNon skákmeistari. löKmaður. Jónas Guðmundsson rithöfundur ok listmálari. Jón- as kristjánsson ritstjóri, Kári Jónasson formaður BlaðaniannafélaKS íslands, Kjartan Jóhannsson alþinKÍsmaður, formaður Al- þýðuflokksins, kjartan ólafsson ritstjóri, Kristján Benediktsson borKarfulltrúi. Krist- ján Eldjárn dr. phil., Kristján Karlsson skáld, MaKnús SÍKurjónsson forstöðumaður. MarKeir Pétursson alþjóðleKur skákmeistari, Matthias Johannessen ritstjóri, Ottó A. Michaelsen forstjóri. formaður sóknarnefnd- ar Bústaðakirkju, Olöf Dráinsdóttir skák- meistari, Páll Gíslason borKarfuIltrúi. Páll lleiðar Jonsson daKskrárfulltrúi. Pálmi Gislasttn formaður UnKmennafélaK* íslands. Pálmi Jónsson ráðherra. síra Pétur Síkut Keirsson vÍKslubiskup. Ra«nar Jónsson í Smára bókaútKefandi. Ravrnhildur IlelKa- dóttir fyrrv. alþinKÍsmaður. RannveÍK TrvKK'adóttir þýðandi. Salóme Dorkelsdott ir alþinKÍsmaður. herra SÍKurbjorn Einars- son biskup íslands. sira SÍKurður Pálsson vÍKslubiskup. Sjofn SÍKurhjornsdóttir borK- arfulltrúi. SteinKrímur Hermannsson ráð- herra. formaður Framsóknarflokksins, Svav- ar Gestsson ráðherra. formaður Alþýðu- bandalaKsins. Svavar (itiðnason listmálari, Sveinn Bjornsson forseti Iþróttasambands Islands. Sveinn Einarsson þjóðleikhússtjóri, ' Thtir \ ilhjálmsson rithöfundur, forseti BandalaKs islenskra listamanna. Tómas (iuð- mundsson skáld. Vilmundur (iylfason alþinK- ismaöur. þorKOÍr Eyjólfsson forseti BridKe- sambands Islands, Ihtrsteinn horstcinsson varaforseti Skaksambands íslands, Þráinn Guðmundsson skólastjóri. (Wnólfur \rnason rithöfundur, formaður Sambands norrænna leikritahofunda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.