Morgunblaðið - 23.04.1981, Síða 27

Morgunblaðið - 23.04.1981, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1981 27 Reglugerð Steingríms: Sjómannasamtökin algerlega andsnúin henni Gylfi bór Magnússon, Kjartan Norftdahl og Þór Sigurbjörnsson á fundinum i gær. Aðgerðir okkar sam- kvæmt samningum Flugleiðir að brjóta samninga, segja FÍA-menn „ÞÆR AÐGERÐIR sem Fiugleið- ir kalla að við höfum i frammi, er ekkert annað en það að við stöndum á rétti okkar, og fljúg- um nú alfarið samkvæmt kjara- samningi,u sagði Kjartan Norð- dahl á fundi blaðanefndar Félags ísienskra atvinnuflugmanna i gær. Sá samningur sem Kjartan vitnar til er nú útrunninn, en FÍA-menn vitna til lögfróðra manna og segja að þegar samn- ingar séu lausir eigi að vinna eftir þeim samningi sem sagt var upp þangað til nýr samningur komi til. Annars skapist glund- roði á vinnumarkaðnum. Og FÍA-menn segja: „Nú hafa Flugleiðir tekið 8 flugmenn úr Félagi Loftleiðaflug- manna á námskeið til að gera þá hæfa í flugstjórastöður á F-27 vélum, sem fyrirhugað er að veita á næstu vikum. Samkvæmt grein 14.1 í kjarasamningi okkar gildir hann um þær flugvélategundir sem í notkun voru við undirskrift hans, og samkvæmt 5. grein starfsaldursreglna, sem er hluti af kjarasamningum, skulu þær gilda um stöðuhækkanir allra flug- manna sem samningurinn tekur til. Þess vegna teljum við okkur eiga skýlausan rétt til umræddra 8 flugstjórastaða á F-27, sem á að veita í náinni framtíð. En nú brjóta Flugleiðir samninginn óbeinlínis með því að taka menn úr Félagi Loftleiðaflugmanna á námskeið fyrir þessar flugstjóra- stöður. Um þetta snýst deilan, og ekk- ert annað. Alls ekki um peninga eins og almenningur virðist halda. Við viljum að Flugleiðir haldi sig við gerða samninga. Þess vegna boðuðum við verkfall, en það voru sett lög um að það væri ólöglegt, og þá tókum við það til bragðs að vinna alfarið eftir kjarasamning- um varðandi frídaga, hvíldar- og Vil ekkert um málið segja - sagði ólafur Jóhannesson um ummæli Gunnars Thoroddsens í sjónvarpsþætti um utanríkismál „ÉG VIL ekkert um það mál segja,** sagði Ólafur Jóhannes- son utanrikisráðherra i samtali við Morgunblaðið, er borin voru undir hann ummæli er höfð voru eftir dr. Gunnari Thorodd- sen forsætisráðherra í sjón- varpsþætti nýlega. Þar sagði stjórnandi umræðuþáttar um utanrikismál, Ingvi Hrafn Jónsson, að Gunnar Thoroddscn hefði komið að máli við sig og bent á. vegna þátttakenda i umræðuþættinum, að Ólafur Jó- hannesson gæti hvorki talist málsvari rikisstjórnarinnar né Framsóknarflokksins i þeim þáttum utanríkismála er snertu flugstöðvarbygginguna á Kefla- víkurflugvelli. Ólafur Jóhannesson sagði í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins að rétt væri að spyrja forsætisráðherra að því, hvort rétt væri eftir honum haft, áður en leitað væri álits á ummælun- um. Utanríkisráðherra var þá spurður á móti hvort ekki væri hægt að líta á það sem staðfest- ingu þess að rétt væri eftir forsætisráðherra haft, að engin leiðrétting hefði komið frám. Ólafur Jóhannesson ítrekaði þá að hann vildi ekkert um málið segja. Ólafur er fullgildur talsmaður Fram- sóknarflokksins í utanríkismálum - segir Steingrímur Hermannsson „ÉG VIL ekkert segja um þau umma-li cr Ingvi Ilrafn hafði eftir forsætisráðherra, en ég get hins vegar sagt að það var rétt sem Ingvi sagði, að hann hafði samband við mig vegna þessa þáttar,“ sagði Steingrim- ur Hermnnsson formaður Framsóknarflokksins er málið var borið undir hann. „Ég sagði Ingva það,“ sagði Steingrimur ennfremur, „að ég legði enga áherslu á að koma í þennan þátt, enda væri Ólafur Jóhann- esson fullgildur fulltrúi Fram- sóknarflokksins i utanrikismál- um. Þar hef ég ekkert við málflutning utanríkisráðherra að athuga. Það er hins vegar einnig rétt, sem eftir mér var haft, að ég benti á að skiptar skoðanir eru um þá tillögu er gerði ráð fyrir ákvörðun um framkvæmdir við flugstöðina, án samþykkis ríkis- stjórnarinnar." Kvaðst Stein- grímur vilja undirstrika að hann hefði átt við það mál eitt, en að öðru leyti væri enginn ágrein- ingur milli hans og Ólafs Jó- hannessonar um utanríkismál. vaktatíma og orlof. Það stendur í kjarasamningi, að ef Flugleiðir hafi ekki tiltekið daga til vetrar- orlofs flugmanna fyrir 1. apríl, þá sé flugmönnum í sjálfsvald sett hvenær þeir taka sér vetrarorlof sitt. Þess vegna stöndum við ekki í neinum ólöglegum aðgerðum, þó við teljum á rétt okkar gengið. Við hegðum okkur aðeins samkvæmt samningum. Afstaða Flugleiða er okkur óskiljanleg. Starfsaldurslistamál- ið er komið til Gerðardóms, og það verðum við að sætta okkur við, en á meðan úrskurður Gerðardóms liggur ekki fyrir á að vinna eftir þeim samningum sem síðast voru í gildi, séu þeir á annað borð lausir. Við vissum ekki um þennan kær- leika stjórnenda Flugleiða til Fé- lags Loftleiðaflugmanna, og af hverju stjórnendurnir vilja endi- lega egna okkur upp á móti sér, er óskiljanlegt, en við ættum svo sem að geta sagt okkur það sjálfir, að sumir eru að kaupa sér atkvæði á aðalfundinum á morgun," sögðu FÍA-menn á blaðamannafundin- um í gær. REGLUGERÐ sú. sem Steingrím- ur Ilermannsson setti fyrir páska um endurnýjun fiskiskipaflotans, hefur vakið mikla andstöðu hags- munaaðila í sjávarútvegi. Krist- ján Ragnarsson sagði i Mbl. i ga*r. að með þessu virtist ráð- hcrrann stefna að þvi að taka öll völd i þessum efnum i sinar hendur. og Ingólfur Falsson sagði reglugcrðina beint van- traust á Fiskveiðasj«>ð. Mbl. leit- aði álits óskars Vigfússonar. forseta Sjómannasambands Is- lands: — Persónulega varð ég fyrir miklum vonbrigðum hvern- ig Steingrímur tók á þcssu, sér- staklega varðandi úreldinguna. sagði Óskar. — Við sjómenn hljótum að mótmæla þessari ákvörðun, því Úreldingarsjóður var settur á laggirnar að frumkvæði okkar og útgerðarmanna til að gera útgerð- armönnum kleift að losna úr skuldum með gömul skip og óarð- bær á herðunum. Steingrímur snýr þessu gersamlega við, og nú er Úreldingarsjóður orðinn að Leiðrétting í SAMTALI í páskablaði Mbl. við Snorra Halldórsson í Húsasmiðj- unni misfórst eitt orð í lok sam- talsins þar sem stóð að Hrings- konur hefðu getað verið skemmti- lega sposkar og klæmnar við athafnamanninn sem aðstoðaði þær við ýmsar framkvæmdir, en þarna átti að standa klárar eins og Snorri sagði í léttum tón, enda vita allir að hinar miklu heiðurs- konur í Hringnum, sem Snorri kvað með afburðum atorkusamar, eru þekktar fyrir allt annað en klúryrði. Þeirra vettvangur hefur verið gagnmerk uppbygging á vettvangi mannúðarmála og um leið og þær eru beðnar velvirð- ingar á mistökunum má ætla að þeim þyki tilurð eins orðskrípis ekki stórt vandamál miðað við þau fjölmörgu vandamál sem þær hafa leyst í gegn um tíðina í uppbygg- ingu þjóðfélagsins. beinni hvatningu fyrir endurnýj- un fiskiskipaflota, sem þegar er of stór. Sjómannasamtökin eru al- gjörlega andsnúin þessum aðgerð- um Steingríms Hermannssonar. Með þeim tekur Steingrímur í sínar hendur alla stjórnun á stærð fiskiskipaflotans, og það er ekki eðlilegt, sagði Óskar Vigfússon. Hef ja mælingar við Heklu í maí Á VEGÚM Norrænu eldfjalla- stöðvarinnar verður i byrjun næsta mánaðar komið fyrir ýmiss konar mælum i nágrenni Ileklu, en jarðfræðingar hyggjast fylgj- ast með hugsanlegum hreyfing- um og umbrotum nánar en verið hefur. Gosinu lauk að morgni 17. apríl sl. — Við höfðum engan viðbúnað við Heklu, hvorki landmælingar né síritandi hallamælingar, enda kom hún okkur gjörsamlega á óvart á síðasta sumri og aftur núna, sagði Guðmundur Sigvalda- son jarðfræðingur. En þetta endurtekna gos gefur tilefni til að setja upp síritandi hallamæla í fjallinu eða í nánd við það og framkvæma ákveðnar mælingar svipaðar þeim, sem átt hafa sér stað við Kröflu. Guðmundur Sigvaldason bjóst við að mælunum yrði komið fyrir í byrjun maí. Sagði hann jarð- skjálftamæla við Búrfell og Sig- öldu ekki hafa sýnt merki um goshættu og af þeim hefði ekki verið hægt að ráða aðdraganda eldgoss. Hallamælar hafa verið útbúnir af starfsmönnum Nor- rænu eldfjallastöðvarinnar og þeir notaðir á Kröflusvæðinu. Guð- mundur sagði þaðan lítið að frétta um þessar mundir, landhæð væri með hæsta móti og í þessari stöðu hefði oft komið til umbrota. Hvað gerðist nú væri ómögulegt að segja til um, en menn væru viðbúnir öllu. Almannavarnir efldar: Frumvarp um lögréttu endurflutt Almannavarnir efldar Friðrik Sophusson (S), Helgi Selj- an (Abl), Eiður Guðnason (A) og Guðmundur Bjarnason (F) flytja þingsályktunartillögu, svohljóðandi: 1) Almannavarnir ríkisins verði efldar og þeim tryggður nægur mannafli til að annast aðalverkefni í almannavörnum, þ.e. upplýsinga- starfsemi, skipulagsmál, áhættumat, fræðslu- og þjálfunarmál og birgða- hald. 2) Þjálfaðir verði umsjónarmenn almannavarna í hverju kjördæmi landsins, er verði fulltrúar Almanna- varna ríkisins í viðkomandi kjör- dæmi. 3) Komið verði á fót birgðastöðvum almannavarna í hverju kjördæmi landsins fyrir neyðarbirgðir á sviði slysahjálpar, vistun heimilislausra, fjarskipti og neyðarlýsingar. 4) Lokið verði við uppsetningu á viðvörunar- og fjarskiptakerfi Al- mannavarna ríkisins. 5) Með aðstoð ríkisfjölmiðlanna verði skipulögð almenningsfræðsla um varnir gegn náttúruhamförum og annarri vá. 6) Starfs- og hjálparlið almanna- varna verði þjálfað kerfisbundið samkvæmt nánari áætlun þar um. 7) Endurskoðuð verði lög um verk- efna- og kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga vegna almannavarna. Almannavarnir ríkisins fylla 20. starfsárið í desember 1982. Bílbolti lögskylduð Fram hefur verið lagt stjórnar- Bílbelti lögskylduð? frumvarp, samið af umferðarlaga- nefnd, sem hefur til meðferðar heild- arendurskoðun umferðarlaga, er fel- ur í sér skyldu ökumanns og farþega í framsæti bifreiða til að nota öryggisbelti. Frumvarpið felur einnig í sér heimild til hjólreiða á gangstíg- um og gangstéttum og aðild heil- brigðisyfirvalda að Umferðarráði. Frumvarp til lögréttulaga Frumvarp til lögréttulaga, samið af réttarfarsnefnd, hefur verið endurflutt sem stjórnarfrumvarp á Alþingi. Frumvarp um þetta efni var fyrst lagt fram á Alþingi 1976. Gert er ráð fyrir því að stofnaður verði nýr dómstóll, lögrétta, sem starfi í Reykjavík en spanni landið allt. Lögrétta skal fjalla um hin stærri mál sem fyrsta dómstig en um önnur mál sem annað dómstig. „Ætti þá yfirleitt ekki að mega skjóta málinu til Hæstaréttar,” segir í greinargerð. Ef frumvarpið verður að lögum yrðu dómstig hérlendis þrjú en hvert mál gæti þó að jafnaði aðeins farið fyrir tvö þeirra. Þessi háttur er talinn munu létta mjög á annríki hjá Hæstarétti og flýta málum í dómskerfinu. Þar sem þetta mál kemur frani svo síðla þings mun óvarlegt að gera ráð fyrir því að það fái fullnaðarafgreiðslu að þessu sinni. Rúvörulögum broytt? Vilmundur G.vlfason og fimm aðrir þingmenn Alþýðuflokksins hafa flutt frumvarp til laga um breytingu á framleiðsluráðslögum o.fl. lögum er snerta búvöru. „Með þessu frum- varpi,“ segir í greinargerð, „er lagt til að lögum nr. 101 frá 1966 um Framleiðsluráð landbúnaðarins verði svo breytt, að einokunarákvæði um sölu matjurta og gróðurhúsafram- leiðslu falli niður. Eftir sem áður er gert ráð fyrir því, að Framleiðsluráð fari með yfirstjórn sölumála mat- jurta og gróðurhúsaafurða, svo sem segir í 32. gr. nefndra laga. Ekki er lögð til önnur breyting á Grænmetis- verzlun landbúnaðarins en sú, að fleiri aðilar fái að verzla með þessar vörutegundir, að uppfylltum skilyrð- um. Þá er gert ráð fyrir því í þessu frumvarpi, að sexmannanefndin ákveði ekki verð á þeim matvælum, sem hún fjallar um, heldur hámarks- verð. Tilraunastöð að Stóra- Ármúti í Flóa Frani hefur verið lagt frumvarp sem heimilar landbúnaðarráðherra að semja við stjórn Búnaðarsam- bands Suðurlands um sameiginlegan rekstur tilraunastöðvar að Stóra- Ármóti í Flóa. Aðalviðfangsefni stöðvarinnar skal vera alhliða til- raunastarfsemi í nautgriparækt með aðaláherzlu á fóðrun og nteðferð gripa.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.