Morgunblaðið - 23.04.1981, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 23.04.1981, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRlL 1981 Nefnd um endurskoðun brunavarna skilar áliti: Bnmamálastofnun ekki nógu öflug til að rækja lögboðið hlutverk sitt NEFND, sem sl. ár hefur unnið að endurskoðun laga um hruna- varnir ok starfsemi Brunamála- stofnunar ríkisins ox xert tillöx- ur um æskilexar breytinxar á starfssviði hennar. hefur nýlcga skilað áliti sínu. Er cin af niður- st<>ðum ncfndarinnar sú. að Brunamálastofnun sé ekki nægi- lexa öflux til að rækja löxhoðin verkefni sín ox treysta vcrði tekjustofna hennar. I>á kemur fram í skýrslu nefndarinnar. að á árinu 1979 hafi kostnaður þj(>ðar- innar vexna hrunavarna og elds- voða verið um 7 milljarðar «am- alla króna og sc það fært til núvirðis milli 14 <>k 15 milljarðar Kkr. Helstu atriði í niðurstöðum nefndarinnar eru m.a.: Bruna- málastofnun ríkisins starfi áfram sem sjálfstæð stofnun í ríkiskerf- inu á sama jírundvelli ok hinxað til ok verði hún efld með hæfum mannafla til að KeKna laKaskyldu sinni. Talið er fráleitt að fella starfsemi hennar undir Vinnueft- irlit ríkisins á grundvelli óbreyttra laga um þá stofnun. Hafi Brunamálastofnun náið sam- band við ýmsa aðila sem einnig fjalla um brunavarnir á sínum sviðum, svo sem Vinnueftirlit ríkisins, Siglingamálastofnun, Flugmálastjórn o.fl. í lögum verði kveðið svo á að öllum sveitarfélög- um í landinu sé skylt að halda uppi brunavörnum. Vald og ábyrgð slökkviliðsstjóranna verði aukið og tengsl þeirra við Bruna- málastofnun treyst. Þá verði einn- ig í lögum kveðið skýrar á en hingað til um einstaka þætti hlutverks Brunamálastofnunar og meðferð brota á lögum og reglu- gerð um brunamál gerð einfaldari. Nefndina skipuðu Guðmundur Magnússon verkfræðingur for- maður, Edgar Guðmundsson verk- fræðingur, Gísli K. Lorenzson varaslökkviliðsstjóri á Akureyri, Héðinn Emilsson deildarstjóri í brunadeild Samvinnutrygginga og Magnús Skúlason arkitekt. Ritari nefndarinnar var Jón Sigurpáls- Svik að leiðar- lokum IÐUNN hefur gefið út nýja sögu eftir hinn heimsfræga breska spennusagnahöfund, Alistair MacLean. Á íslensku hefur hún hlctið nafnið Svik að leiðarlokum. en enskur titill hennar er The Hostage Towcr. Bók þessi er samin sem kvikmyndahandrit og meðhöfundur er John Denis. Kvikmyndin verður sýnd í Há- skólabíói innan tíðar. Um efni sögunnar segir svo á kápubaki: „Snjallasti glæpamaður heimsins ræðst í sitt djarfasta stórræði: að ræna móður Banda- ríkjaforseta á ferð í París og halda henni í gíslingu uppi í Eiffelturni. Hann hefur ráðið til sín þraut- reynda aðstoðarmenn, fólk sem á enga sína líka að hugprýði, leikni, afli og snarræði. Og hann ræður yfir ægilegu vopni, skæðara en nokkurn getur órað fyrir, í sann- leika bráðdrepandi. — Hvernig á Alistair MacLean SVIKAÐ== LEIÐARLOKUM IDUNN að hafa hendur í hári slíks manns?" Þetta er tuttugasta og önnur saga MacLeans sem út kemur á íslensku, en hin fyrsta sem send er á markað að vori til. — Auk skáldsagna hefur verið þýdd bók MacLeans um Kaftein Cook. hinn fræga landkönnuð. Anna Valdi- marsdóttir þýddi Svik að leiðar- lokum. Bókin er 168 blaðsíður, Oddi prentaði. (FróttatilkynninK) Frá blaðamannafundi nefndar, sem endurskoðað hefur starfsemi Brunamálastofnunar ríkisins. son, deildarstjóri í félagsmála- ráðuneytinu. Nefndarmenn, ásamt ritara og Hallgrími Dalberg ráðuneytis- stjóra, greindu frá starfi nefndar- innar á fundi með fréttamönnum. Kom þá m.a. fram, að kostnaður við brunavarnir og eldsvoða árið 1979 nam um 7 milljörðum króna og var um 0,8% af vergum þjóðar- tekjum það ár. Jafngildir þessi tala um 10,6 milljörðum gkr. árið 1980 og milli 14 og 15 milljörðum gkr. í ár eins og áður kom fram. Kannaði nefndin þennan kostn- að til að gera sér grein fyrir þýðingu þessarar starfsemi að brunamálum, en helstu kostnaðar- þættir eru: opinberar brunavarn- ir, brunavarnir fyrirtækja, tryggt brunatjón, ótryggt beint bruna- tjón og óbeint tjón af eldsvoða, svo sem rekstrarstöðvun o.fl. Af þess- um 7 milljörðum eru um 30% áætluð vátryggingariðgjöld. Þá bentu nefndarmenn á að í þessum tölum væri ekki reiknað með ýmsum óbeinum kostnaði við brunavarnir, svo sem tækjabúnaði og atriðum í hönnun húsa varð- andi brunavarnir, sem gera þau dýrari en ella, verri nýtingu lóða vegna tilskilinna fjarlægðar- marka, þ.e. ýmis brunatæknileg atriði í hönnun eins og það er nefnt. Lög um brunavarnir og bruna- mál voru samþykkt árið 1969 og reglugerð um þau mál kom út 1978. Var á fréttamannafundinum nokkuð rætt um þessi mál og sagði Héðinn Emilsson, deildarstjóri hjá Samvinnutryggingum, að nokkuð væri ábótavant fram- kvæmd þessara laga. Hefðu t.d. aldrei gengið dómsmál varðandi þessi lög nr. 55 frá 1969, en sennilega væri enginn lagabálkur jafn þverbrotinn og hann. Skorti mjög á eftirlit með t.d. byggingum verslunarhúsa og annars atvinnu- húsnæðis og væri iðulega þar að finna galla er reynst gætu skeinu- hættir ef eldsvoða bæri að hönd- um. Segir m.a. um þetta í skýrslu nefndarinnar: Brunamálastofnun þarf að vinna að því að hönnuðir, bygg- ingafulltrúar og aðrir tæknimenn sveitarfélaga fái sem besta þekk- ingu á grundvelli reglugerða og brunatæknilegri hönnun, að þeir verði í starfi sínu færir um að hindra brot á reglugerð og lögum um brunavarnir og brunamál. Á þetta svið hafa hönnuðir og aðrir tæknimenn hér á landi lagt litla áherslu hingað til. Gera þarf átak með nauðsynlegri fræðslu í formi námskeiða, námstefna og ráð- stefna um þessi efni. VIÐTALSTÍMI Alþingismanna og borgarfulltrúa Sjálfstæöisflokksins í Reykjavík Alþingismenn og borgarfulltrúar SjilfatnAitflokksin* veröa til viötala i Valhöll, Hialoitisbraut 1 i laugardögum fri kl. 14.00 til 10.00. Er þar takiö i móti hvars kyns fyrirspurnum og ibandingum og sr öllum borgarbúum boöió aö notfasra air viötalstfma þasaa. Laugardagirtn 25. aprfl verða til viötals Markús örn Antonsson og Sigurjón Fjeidsted. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raöauglýsingar kennsla Sumarnámskeiö í Englandi Umsóknir um námskeiöin sem byrja 13. júní í Bournemouth International School þyrftu að berast sem allra fyrst. Allar upplýsingar hjá Sölva Eysteinssyni, síma 14029. Laxveiðijörð Til sölu er mjög skemmtileg lax- og silungs- veiöijörö, bæði stangarveiöi og netveiöi. Ágætt veiöihús og allur útbúnaöur til neta- lagna fylgir. Jöröin er í aðeins 150 km fjarlægö frá Reykjavík og er meö miklum nýræktum. Mjög hentugt fyrir hagsmuna- samtök eöa félagsskap veiöiáhugamanna. Þeir sem hafa áhuga á nánari upplýsingum sendi nafn sitt og heimilisfang í afgreiöslu Morgunblaösins fyrir 28. apríl merkt: „Lax og silungur — 9822“. Sumarbústaður Til sölu sumarbústaður í Grímsnesi skammt frá Þrastarskógi. Bústaöurinn er nýr meö bursta-sniði frá Þaki hf. um 50 fm að gólffleti auk svefnlofts. Sólríkur staður í kjarri vöxnu landi. Uppl. veita Eiríkur Tómasson hdl. Lágmúla 4 sími 81211 og Páll Arnar Pálsson hrl. Bergstaðastræti 14 sími 24200. Einstakt tækifæri — Land í Grímsnesi Til sölu rúmlega 2 ha af vel grónu og einstaklega skemmtilegu sumarbústaöalandi í landi Vaðness í Grímsnesi. Veröhugmynd 250—350 þús. Þeir sem áhuga hafa vinsam- lega leggi nöfn sín inn á augld. Mbl. merkt: „Einstakt tækifæri — 9552“. VANTAR ÞIG VINNU VANTAR ÞIG FÓLK tP Þl ALGLVSIR L'M ALLT LAN’D ÞEGAR Þl ALG- LYSIR I MORGLXBLADIM tan jt>át Ji.»i t A . v'J t i J t i*j l i »4 llil iJjfí'Ji! I líl 1J> ii 1 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.