Morgunblaðið - 23.04.1981, Síða 32

Morgunblaðið - 23.04.1981, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRIL 1981 Eftirtaldir sjúkraliðar voru brautskráðir frá Sjúkraliðaskóla íslands 23. jan. sl. Efsta röð frá vinstri: Sigurbjörg Friðriksdóttir. Ragnheiður Iljálmarsdóttir, Ólöf Óladóttir, Steinunn Gísladóttir, Ingibjörg SÍKurðardóttir, Kajínhildur G. Júlíusdóttir, Ásdis Reynisdóttir, Linda H. Þórðardóttir, Sigríður Óskarsdóttir. Miðröð frá vinstri: Björg í varsdóttir. Helga J. Ásbjarnardóttir, Guðrún M. Magnúsdóttir, Sigríður A. Jónsdóttir, Ásdís Þorsteinsdóttir, Torfhildur Þórarinsdóttir, Margrét S. Einarsdóttir. Ingibjörg Þórhallsdóttir, Elisabet Þ. Einarsdóttir, Sólveig Ásgeirsdóttir. Fremsta röð frá vinstri: Bjarney Pálsdóttir, Þóra Eiríksdóttir, Kristbjörg Þórðardóttir, María Ragnarsdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Kristjana Ryggstein, Sigurlina G. Hilmarsdóttir. Halldór Jónsson verkfræðingur: Nú kastar tólfunum Þá hefur atvinnureksturinn fengið sinn skammt frá ríkis- stjórn Gunnars Thoroddsens. Gamalt baráttumál Ragnars Arn- alds sér dagsins ljós í formi afturvirkra skattalaga, sem nú eru orðin sjálfsagður hlutur eftir að „varðhundar kerfisins“ dæmdu réttinn af Leifi í Völundi. Afskriftir fyrirtækja skulu nú lækka úr 18'/í, í liðug 10%, aftur- virkt fyrir tekjur 1980. Meðreið- arsveinar Gunnars úr Sjálfstæðis- flokknum, Pálmi og Friðjón, eru meðábyrgir fyrir þessu, og fram- gangurinn tryggður ef Eggert og Albert verða með. Það er staðreynd að óskynsam- legar afskriftareglur hafa mjög dregið úr hug manna á að ráðast í nýfjárfestingar í vélum og tækj- um í iðnaði, þjóðinni til ómælds tjóns. Svo mikilla tekna þarf að afla til þess að standa undir vöxtum og afborgunum, að nær ókleift er, því bein skattlagning á tekjur atvinnurekstrar er með því hæsta sem þekkist á Vesturiönd- um, auk óbeinna skatta. Til dæmis má rifja upp, að verkþátturinn steypuvinna og steypuefni við Hrauneyjafossvirkjun kostaði um 1,7 milljarð króna áður en skattar voru dregnir inn í myndina. En þegar skattar voru komnir inn, þá urðu að fást 2,7—3 milljarðar fyrir verkið og var þó tvísýnt um greiðsluhæfni verktaka vissa tíma verksins. Allt vegna þess, að afskriftir voru bundnar við 18% en ekki frjálsar eins og tíðkast með þeim þjóðum, sem við vildum helst líkjast í efnahagslegu tilliti, t.d. V-Þjóðverjum. Mun þetta geta Kvenfélögin styðji „Átak gegn áfengisvá“ Á aðalfundi Bandalags kvenna í Reykjavík nýlega var sam- þykkt eftirfarandi ályktun um áfengismál: Nefndin lagði ekki fram beinar tillögur en greint var frá samstarfi margra aðila um verkefni er nefnt er „Átak gegn áfengisvá“. og er það framhald á verkefni er nefnt var „Vika gegn vímugjöfum“. er unnið var 1979. Formaður áfengismálanefnd- ar situr undirbúningsfundi, sem einn samstarfsaðili. Markmiðið er m.a. að leitast við að breyta viðhorfi fólks til áfengisneyslu svo að heildarneyslan minnki og úr tjóni dragi. Ennfremur að vinna gegn afhendingu áfengis til unglinga. Hver samstarfsað- ili fær sérstakt verkefni. Skorað var á öll aðildarfélög bandalagsins að styðja málið eftir megni og ljá þeim lið í orði og verki eftir því sem kostur er og tækifæri býðst. Mistök, sem leiðrétt ast verða sem fyrst Það hefur nú með stuttu milli- bili verið stöðvuð öll útsending á morse-fréttum til sjómanna og farmanna á höfum úti, án allra skýringa eða fullnægjandi raka, að flestra dómi algjörlega að ástæðulausu. Á undan þessari síðustu stöðvun á útsendingu morse-frétta, gátu góðviljaðir menn úr röðum kirkju og velferðarráðs sjómanna og for- ystumenn úr röðum Farmanna- og fiskimannasambandsins komið vitinu fyrir þessa niðurskurðar- menn, og fengið þessu kippt í rétt horf, þannig að ekki voru ein- göngu sendar út morse-fréttir á ný, heldur og stuttbylgjufréttir á tali tvisvar á dag, hádegisfréttir og kvöldfréttir. Þetta vakti al- menna gleði og var spor fram á við, sem naut almennra vinsælda. Síðan skeður það, að kippt er í spottann á ný, morse-fréttir al- gjörlega aflagðar og niðurfelldar útsendingar í hádegisútvarpi á stuttbylgju, en kvöldfréttir sendar áfram út á stuttbylgju, sem oftast heyrast illa vegna truflana miklu sterkari stöðva, eða alls ekki, svo að segja má að nú séu farmenn nær með öllu fréttalausir enn á ný. Morse-fréttir og stuttbylgju- fréttir á tali til sjómanna á hafi úti eru taldar meðal allra frjálsra þjóða hins vestræna heims, sjálf- sögð og óhjákvæmileg þjónusta við farmenn og aðra landsmenn utan heimalandsins, og engum ábyrgum manni myndi detta í hug að afnema slíkt. Landsími Islands hefur í meir en hálfa öid sent út morse-fréttir til farmanna og sjómanna á fjar- lægum miðum, og fjöldi annarra hefur að sjálfsögðu notið góðs af þessum fréttasendingum. Eins og ágæt grein Ólafs J. Sveinssonar, loftskeytamanns, í Velvakanda 26. marz sl. bar með sér, er krafan um framhald þess- ara fréttasendinga svo sjálfsögð, sanngjörn og eðlileg af hendi sjómanna, að undrum sætir, að nokkur ábyrgur aðili kerfisins skuli kinnroðalaust voga sér, án fullnægjandi raka og forsendu, að taka sér það vald að afnema slíka þjónustu við farmenn, án samráðs eða samþykkis viðkomandi aðila. Störf og aðgerðir ýmissa opin- berra stofnana og ráðuneyta ein- kennast nú hvað mest af ráðleysi, óhugsuðum skyndiaðgerðum og niðurskurði á ómissandi þjónustu og vítaverðri valdníðslu. Enda hleður vandamálaboltinn nú mjög utan á sig líkt og snjókúla. Óleystu vandamálin og hin nýju heimatilbúnu vandamál vaxa í sífellu og aukast svo yfirgengilega, að enginn sér leng- ur út yfir vandamálabáknið. Er- lendar skuldir landsmanna eru til dæmis orðnar 12 milljónir gkr. á hverja fjögurra manna fjölskyldu í landinu, Landsíminn og útvarp í endalausri fjárþröng og fjárhags- legt getuleysi opinberra stofnana blasir allstaðar við. Það má vera að kröfugerð hins mannlega lífs í dag, sé í hámarki á hendur misviturra ráðamanna og stjórnenda og getuleysi þeirra eða þekkingarleysi á þjóðfélagsmynd- inni sé orsök þessarar vanstjórnar eða óstjórnar efnahags- og rekstr- armála. Aðrir segja, að þar valdi fjársvelti ríkisvaldsins, þó skattar og álögur hins opinbera hafi aldrei verið óbærilegri eða hærri en þær eru nú hér á landi. Ráðamenn virðast oftast vera allra manna seinastir til að sjá hlutina, eða finna hvar skórinn raunverulega kreppir að í þessu eða hinu málinu, og allra manna blindastir á þarfir almennrar þjónustu í þjóðfélagi okkar. Þeir þurfa oftast alltof langan tíma til að skilja hlutina, jafnvel þó fjöldi fólks sé oft búinn að benda þeim á vandann og lausnirnar. Svo var með þjónustu við barnsfæðingar, elliheimili og aðbúnað aldraðra o.n. o.fl. Sanngjörn lausn er til í hverju máli, aðeins ef einlægnina við sannleikann skortir ekki. Ríkisvaldið þarf að vera fært um að stjórna bæði sjálfu sér og öðrum — og vera á varðbergi gagnvart þörfum þjóðfélagsins hverju sinni, ráðamenn okkar verða að vera þessu hlutverki sínu vaxnir. Það er ekki nóg að sýna vald sitt með misaðgengilegri vit- leysu eða hlaða upp óleystum vandamálum af ráðleysi í hið óendanlega. Útgerðarmenn og skipafélög greiða að sjálfsögðu sjónvarps- og útvarpsafnotagjöld af öllum sín- um skipum, og gildir það fyrir alian íslenska skipaflotann. Síðan greiðir hver heimilisfast- ur maður á skipunum sín gjöld og skyldur til þjóðfélagsins, og flestir útvarps- og sjónvarpsafnotagjöld, þó þeir síðan njóti þess, sem þar er í boði, ekki nema nokkra daga á mánuði hverjum vegna fjarvista. Þjóðlíf okkar og menning ætti að hafa til að bera þá siðferðilegu ábyrgð virks lýðræðis, að forðast alla ósanngirni og mismuna ekki þegnunum meir en nauðsyn kref- ur. Hvérs eiga sjómenn að gjalda, að njóta ekki síns þegnréttar í þjóðfélaginu? Hörður Vilhjálmsson, fjármála- stjóri, segir þessar sendingar hafa haft aukakostnað í för með sér í Morgunblaðinu 17. marz sl. En sannleikurinn er sá, að starfs- menn Loftskeytastöðvarinnar hafa í áratugaraðir annast þessar útsendingar með störfum sínum án allrar aukaþóknunar og send- arnir, sem þessar fréttir eru sendar á, eru gangandi allan sólarhringinn, hvort sem þeir eru notaðir til sendingar eða ekki. Fréttirnar eru púnsaðar, eða gat- aðar, á performeraðan strimil, sem hægt er að renna í gegnum transmitterinn eins oft og vill, með lítilli fyrirhöfn. Þetta hafa loftskeytamenn TFA gert með störfum sínum á loft- skeytastöðinni yfir fimmtíu ára tímabil, fyrir ánægjuna eina, vegna þess að þeim er ljóst hve mikils virði það er þeim er lengst eru frá ættjörð sinni að geta fengið fréttir þaðan og fylgst með daglegu lífi og atburðum í landinu. Ríkisútvarpið eða niðurskurð- armeistarar þess telja, að frétta- sending sú á tali á stuttbylgju sem send er út nú klukkan 18.30 til 20.00, sé næg fyrir sjómenn, en þeim virðist algjörlega vera ókunnugt um, að á sömu bylgjum senda aðrar og miklu sterkari útvarpsstöðvar sína dagskrá, svo hlustunarskilyrði eru misjöfn. 12 mhz heyrast yfirleitt illa að kveldi hvar sem er, og tímamismunur á leiðum íslenskra skipa getur orðið allt upp í 5 klst. Svo ganga sjómenn vaktir, þannig að fáir geta notið þessa fréttatíma eins og nú er á málum haldið. Algjört lágmark væri að senda stuttbylgjufréttir á tali tvisvar á sólarhring á hádegi og kl. 19.00 en ef öryggi á að vera í þessari þjónustu, þá þarf einnig að senda út morse-fréttir tvisvar á sólar- hring fyrir fjarlægari farmenn, kvölds og morgna, eða að kvöldi og miðdegis, vegna tímamismunar t.d. í Ameríku, sem fjöldi skipa okkar siglir til. Það má lengi tala um gildi útvarps og annarra fjölmiðla, en sannarlega er þar samantvinnuð uppfræðsla, skemmtun, frétta- þjónusta, tónlist og fleira, er þjóðfélagið hefur upp á að bjóða. Það getur orðið erfitt að meta það til fulls, en þessi þjónusta við þegnana er talin til almennra mannréttinda og menningarauka og heldur vonandi áfram að vera það. í þessu sambandi ber að þakka starf hins kristilega sjómanna- starfs, sem gengist hefur fyrir því að send eru nú íslensk blöð á nokkrar helstu erlendar siglinga- borgir, svo sem Rotterdam, Ham- borg, Antwerpen, Grimsby, Gdynia o.fl. fyrir sjómenn til lestrar, og er þetta oft það eina sem loftskeytamannslaus skip frétta að heiman, er stendur í þessum blöðum. Slíkt ber að virða og þakka. Hitt er óþjóðleg óstjórn í efna- hagsmálum og vítavert getuleysi stjórnenda og glámskyggni, að láta fjármálalega vanstjórn þeirra sjálfra eingöngu bitna á sjómönn- um og farmönnum og fjarlægum íslenskum þegnum sem mest allra manna þyrftu að vera í tengslum við sitt þjóðfélag. Hver frjálshuga og sanngjarn Islendingur, sem af raunhæfni lítur á þessi mál, sér að öll rök hníga að því, að sjómenn og farmenn njóti sama réttar og aðrir þjóðfélagsþegnar gagnvart þessum fréttamiðli, útvarpinu, án allra takmarkana. Allt annað er óþolandi skilningsleysi af hendi stjórnvalda. Björn ólafsson, loftskeytamaður. orðið til mikilla vandræða við hraðar virkjunarframkvæmdir, sem á næsta leiti eru. Er hlálegt að sjá þjóðina okra þannig á sjálfri sér. Það er þetta, sem áður áminnst- ir herrar vilja nú enn herða. Það er talað fjálglega um nauð- syn sátta í Sjálfstæðisflokknum og er ekki vanþörf á. Fyrir mína parta get ég ekki til þess hugsað að vera nokkurntíma í flokki með mönnum, sem greiða slíkum skattaráðstöfunum atkvæði. Frjálsar afskriftir — flokksmál framtíðar. Launþegar skyldu athuga það, að þessi ákvæði eru bein árás á hadni fyrirtækja til þess að greiða hærra kaup. Hversu lengi ætla þeir að trúa blint á Alþýðubanda- lagsafturhaldið? 10.4. 1980. Halldór Jónsson vcrkfr. Björn Ólafsson loftskeytamaður:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.