Morgunblaðið - 15.05.1981, Page 1

Morgunblaðið - 15.05.1981, Page 1
40 SIÐUR MEÐ MYNDASOGUBLAÐI 107. tbl. 68. árg. FÖSTUDAGUR 15. MAÍ1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. i „Er þá ckkert heilagt og óhult fyrir þessum ófögnuði" kvað við í öllum heimshornum þegar fregnin um banatilræðið barst. AP-Kímam.vnd. Habib að gefast upp? Tcl Aviv. 11. maí. AP. ÚTLIT er fyrir að tilraunir fulltrúa Bandaríkjaforseta. Phil- ip Ahbih til að bera klæði á vopn ísraelsmanna og Sýrlendinga séu að fara út um þúfur. ekki sízt eftir að Sýrlendingar skutu niður ísrelskt njósnaloftfar með sov- ézkum eldflaugum yfir Líbanon. á sama tíma og Ilabib sat á tali við Assad forseta í Damaskus i dag. Loftfarið var mannlaust, en eldflaugaárás Sýrlendinga á tvær ísraelskar orrustuþotur í sömu andrá mistókst. Síðdegis hélg Habib til fundar við Menachem Begin i Tel Aviv, en í Damaskus er haft eftir áreiðan- legum heimildarmönnum innan stjórnarinnar að honum hafi ekki tekizt að fá Assad til að ljá máls á því að fjarlægja eldflaugabúnað Sýrlendinga frá Líbanon. Þangað komu Sýrlendingar með eldflaug- arnar þegar Israelsmenn skutu niður fyrir þeim tvær herþyrlur fyrir hálfum mánuði. „Kraftaverkakúl- an“ sneiddi hjá mikil- vægustu líffærum Vatíkaninu. 11. maí. AP. „ÞETTA var kraítaverka- kúla." sagði Panciroli, tals- maður Vatíkansins í dag um kúluna sem hæfði páfa fyrir neðan beltisstað, þegar honum var sýnt banatilræði í gær. Kúlan virðist hafa sncitt hjá mamunni og mikilva'gustu líf- færum í þessum hluta likam- ans og það eina sem nú virðist geta hindrað fullan bata væri bólgusýking af völdum matar- leyfa í mcltingarfærunum, sem sum eru illa farin. Líðan páfa hefur farið skjótt hatn- andi frá því að hann vaknaði eftir uppskurðinn í gær. í morgunmund var hann niður- dreginn nokkuð. að sögn lækna. en þegar líða tók á daginn var hann farinn að hressast svo að hann tók á móti heimsóknum nánustu vina og samstarfsmanna. Læknir sá, sem skar páfa upp, lýsti því yfir í dag að búast mætti við því að önnur skurðaðgerð reyndist nauðsynleg innan mánað- ar til að lagfæra meltingarfærin Tveir biðu bana en mildi að ekki fór verr Hilhao. 14. maí. AP. TVEIR þjéWJvarðliðar létu lífið og sá þýiðji særðist alvarlega í sprengjutilræði ETA-manna á hílalest, scm var að flytja sprengiefni undir lögregluvernd, í dag. Sprengingin varð á þjóðvegin- um milli Lemona og Bilbao en hársbreidd munaði að flutninga- bíll, fullur af dýnamiti, spryngi í loft upp. ETA-menn höfðu komið fyrir jarðsprengjum við vegar- brúnina beggja vegna, en rétt áður en sprengingin varð hafði lögregl- an skilað af sér gífurlegu magni af dýnamiti. og fjarlægja slöngur, sem komið var fyrir í þeim í gær. Læknirinn staðfesti að þrjár kúlur hefðu hæft páfann, tvær í kviðarholið og ein i vinstri hönd . Auk ofan- greindra meiðsla brotnuðu bein í vinstri vísifingri og sár kom á hægri framhandlegg. Beðið hefur verið fyrir páfa um heim allan í dag. I Flórens stýrði systir Teresía bænasamkomu tug- þúsunda manna og á Péturstorg- inu, þar sem tilræðisstaðurinn er eitt blómahaf, ávarpaði dómpró- fasturinn í Róm, Pletti kardínáli, um 30 þúsund manns, og beindi til fjöldans að biðja í anda kærleika og fyrirgefningar, ekki aðeins fyrir árásarmanninum, heldur öll- um öðrum sem hefðu ekki annað en ofbeldi að grípa til. Agca færður til yfirheyrslu í Ilóm í gær Tilræðismaðurinn er dæmdur morðingi Kóm 11. maí. AP. MEIIMED AIi Agca, tyrkneskur hryðjuverkamaður sem í fyrra var daundur til að hengjast fyrir morð í ættlandi sínu. var í dag ákærður fyrir að reyna að ráða af dögum Jóhannes Pál páfa II. og tvær konur. Talið er að þar með hafi ítölsk stjórnvöld vísað á bug kröfu tyrknesku stjórnarinnar um að maðurinn verði framseld- ur, en hann flúði úr fangelsi i Tyrklandi áður cn morðmálið var tekið fyrir og féll dómur að honum fjarverandi. Þegar Jó- hannes Páll páíi kom til Tyrk- lands í fyrra barst blaðinu Milli- yct bréf frá Agca, þar sem hann sagðist ætla að skjóta páfann, „þennan krossfararforkólf. sem fer um með grímu helgislepjunn- Skammbyssan sem Tyrkinn náði að hleypa af sex sinnum áður en hann var yfirbugaður á Péturstorginu í fyrradag. AP-xímamynd ar". í hréfinu kvað Agca einu ástæðuna fyrir flóttanum úr fangelsinu vera þá að hann ætl- aði að ráða páfa af dögum. Það var ritstjóri Milliyet, Abdi Ipekci sem Agca myrti fyrir tveimur árum, en síðan hann slapp úr rammgerðasta fangelsi í Tyrklandi hefur hann farið huldu höfði á Italíu og að líkindum einnig í Vestur-Þýskalandi. „Eg drap páfann svo heimurinn gerði sér grein fyrir því að fórn- arlömb heimsvaldagræðgi og Sov- étríkjanna í Palestínu, E1 Salva- dor og Þriðja heiminum skipta þúsundum," stóð á miða sem fannst þegar leitað var á mannin- um eftir handtökuna í gær. „Líf mitt hefur engan tilgang lengur. Ekkert skiptir mig máli, ekkert," sagði hann síðar við yfirheyrslur, en lögreglumenn segja að hann sé rólegur og stilltur í skapi. Hann neitar að þiggja annað en vatn. Agca kveðst vera náinn samherji George Habash, leiðtoga PLFP, herskáasta arms PLO, og „félagi palestínskra kommúnista", en PFLP kveðst ekkert við manninn kannast. ítalska lögreglan segir ekkert benda til þess að hann hafi hlotið þjálfun í búðum Palestínu- manna og stjórnvöld í Tyrklandi telja sig hafa sannanir fyrir því að hann hafi verið í slagtogi með öfgasinnuðum hægrimönnum þar í landi. Agca er 23ja ára aö aldri, múhammeðstrúar og að líkindum félagi í flokki þjóðernissinna. Int- erpol tókst fljótlega að bera kennsl á hann með því að bera saman fingraför. Á Ítalíu, þar sem dauðarefsing hefur verið afnumin, á hann yfir höfði sér lífstíðarfang- elsi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.