Morgunblaðið - 15.05.1981, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.05.1981, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 1981 19 Svavar Gestsson félagsmálaráðherra: Sjómannalögunum verði breytt til jafnréttis „ÉG HEF sent beiðni Jafn- réttisráðs áfram til sam- gönguráðuneytisins, sem hefur með málið að gera, og ég tek þar undir kröfu ráðsins um að sjómanna- lögunum verði breytt til jafnréttis, þannig að ekki verði um mismunun kynj- anna að ræða,“ sagði Svav- ar Gestsson félagsmála- ráðherra, er Mbl. spurði hann í gær, hverja af- greiðslu krafa Jafnréttis- ráðs til hans sem félags- málaráðherra hefði feng- ið. Krafa ráðsins var, að hann beitti sér fyrir að mismunun lágmarksald- urs kynjanna til að stunda störf á sjó, sem er að finna í lögunum, verði afnumin. Krafa þessi er tilkomin vegna kæru tveggja 16 ára stúlkna, sem reyndu að sækja um störf sem messar á varðskipunum, en fengu synjun á þeirri forsendu að þær hefðu ekki náð 18 ára aldri, eins og kom fram í frétt og viðtali við stúlkurnar í Mbl. í síðustu viku. I sjómannalögunum segir, að piltar þurfi að vera minnst 16 ára en stúlkur 18 ára. Svavar sagðist ekki hafa kynnt sér málið til hlítar, en það yrði væntanlega gert í samgönguráðu- neytinu. Aðspurður sagðist hann ekki hafa hugleitt, hvort hann mundi beita sér fyrir að gerðar yrðu undantekningar frá lögum í tilfellum eins og ungu stúlkurnar urðu fyrir. Mbl. sneri sér til samgöngu- ráðuneytisins og spurðist fyrir um ástæðu þess að þessa mismunun á aldri eftir kynferði sé að finna í lögunum. Oddrún Kristjánsdóttir fulltrúi í ráðuneytinu sagði að í lögum frá 1930 hefði verið bannað að hafa yngri börn en 14 ára í vinnu um borð i skipum. Með barnaverndarlögunum frá 1947 hefði aldursmarkið verið hækkað í 15 ár fyrir bæði kynin, en með lögum nr. 67 frá 1963 hefði núverandi löggjöf verið tekin upp, þ.e. 15 ára piltar og 18 ára stúlkur. Oddrún sagði að í greinargerð með því frumvarpi væri eftirfarandi skýringu á þessari breytingu að finna: „Er það látið haldast hér að því er tekur til karlmanna en hækkað í 18 ár að því er konur snertir. Er það sama aldursmark og í 10. grein dönsku og sænsku sjómannalaganna, en í 10. gr. norsku laganna er bannað að hafa yngri kvenmenn en 20 ára í vinnu á skipi." I sendiráðum ofangreindra landa fengust eftirfarandi upplýs- ingar: Svíar eru búnir að breyta þessu. Þeir breyttu því árið 1973 þannig að lágmarkið er 18 ár fyrir bæði kynin. Danir breyttu sínum lögum einnig 1973 í. 16 ár fyrir bæði kynin, en þarliafði það verið 16 ára piltar en 18 ára stúlkur. Norðmenn eru nú með aldurs- mörkin í 16 árum fyrir pilta og 18 árum fyrir stúlkur, en breyttu lögunum 1973 úr 15 árum fyrir pilta í 16 ár. „Þegar þú þarft að kippa í gang hjá vini þínum“ SHELL SUPER PLUS Olían ,sem er eins og sniðin fyrir íslenskar aðstædur! \ Nýja fjölþykktarolían frá Shell tekur langt fram þeim kröfum, sem bifreiöaframleið- endur hafa sett um gæði og endingu olíu fyrir nýjustu gerðir bílvéla. Shell Super Plus myndar níðsterka húð, sem verndar slitfleti vélarinnar allan eðli- legan notkunartíma olíunnar. Vél varin með Super Plus endist lengur og þarfn- ast síður viðhalds. Eiginleikar Shell Super Plus hæfa tíðum hitasveiflum íslenskrar veðráttu. Fjöl- þykktareiginleikar Super Plus gera gangsetningu auðvelda í kulda, og veita hámarksvernd við mesta álag, t.d. þegar kippa þarf í gang hjá kunningja. Sérstök bætiefni Shell Super Plus gefa olíunni styrk og þol til þess að standast mikinn þrýsting og hita, sem myndast í nýjustu bílvélum. Super Plus vinnur verk sitt betur og lengur en nokkur önnur Shell olía hefur áður gert. Olíufélagið Skeljungur h.f. Einkaumboð fyrir „SHELL" vörur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.