Morgunblaðið - 15.05.1981, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MAÍ1981
Breytingartillögur við tekjuskattsfrumvarpið:
Skerðing fyminga feUd niður
Ákvæði um áætlun tekna breytt, álagningaskrá strax eftir álagningu
FJÁRHAGS- og viðskiptanefnd neðri deildar Alþingis hefur skilað
samhljóða nefndaráliti og brcytingartillögum við stjórnarfrumvarp
um tekju- og eignaskatt, þar sem m.a. er lagt til að umdeilt ákvæði um
skerðingu fyrningar. þ.e. 17. grein frumvarpsins, falli niður. í
nefndaráliti segir að frumvarpið hafa verið rætt af nefndum beggja
deilda og hafi verið leitazt við að halda sem viðtækustu samkomulagi,
en nauðsynlegt hafi verið að gera breytingar á ákvæðum gildandi laga
vegna fenginnar reynslu. Hér verður leitast við að gera grein fyrir
tillögunum og þeim álitum. sem nefndirnar fengu frá hagsmunaaðii-
um.
Rolf Samuel-
son látinn
ROLF Samuclson, elstur Sam-
uelsonsbræðranna sænsku sem
hafa sungið hér á íslandi
nokkrum sinnum, lést á sjúkra-
húsi í Stokkhólmi laugardag-
inn 8. mai sl. Rolf var 41 árs og
hafði undanfarið átt við sjúk-
dóm að striða.
Rolf tók próf í bókmenntum og
guðfræði frá háskólanum í Upp-
sölum. Bn trú hans varð til þess að
hann átti frumkvæðið að því að
hann og bræður hans stofnuðu
gospel-hljómsveitina. Samuelsons,
útgáfufyrirtækið Pilot og Löttorps
sumarbúðirnar, en þar fer fram
umfangsmesta tjaldtrúboð í Evr-
ópu. Síðastliðin tvö ár var Rolf
starfsmaður fríkirkjusafnaðar í
Svíþjóð.
ÞANN 18. mai rennur út frestur
til að tilkynna þátttöku i spurn-
ingakeppninni úr ýmsum bókum
Gamla testamentisins, en eins og
sagt hefur verið frá er keppnin
opin öllum sem eru 18 ára og
eldri. I>ann 30. mai verður for-
próf svokallað og eru það krossa
spurningar sem eru lagðar fyrir
keppendur. Lokakeppnin fer sið-
an fram nokkru siðar. Dómari i
keppninni er dr. bórir Kr. l>órð-
arson prófessor.
Þetta er alþjóðleg keppni og
sigurvegarar munu fá í verðlaun
ísraelsferð, þar sem lokakeppnin
fer síðan fram. Spurt er úr
eftirtöldum ritum gamla testa-
mentisins Mósesbókunum fimm,
Jósúabók, Spámönnunum, Dóm-
arabók, Fyrstu og annarri
konungabók, Sálmunum og Rutar-
bók.
FÉLAG frjálshyggjumanna átti
tveggja ára afmæli 1. maí sl„ en
það var stofnað á áttræðisafmæli
Friedrich A. Hayeks, eins
fremsta frjálshyggjuhugsuðar
tuttugustu aldar. Áf því tilefni
kynnti stjórn félagsins blaða-
mönnum starf félagsins þessi tvö
ár og sagði einnig frá þeim
verkefnum, sem framundan
væru.
Félagið hefur haldið þrjú mál-
þing, 1979 með dr. David Fried-
man um einstakling, ríki og mark-
að og með Ólafi Björnssyni próf-
essor um kenningar Ludwig von
Misess og 1980 með Friedrich A.
Hayek um „miðju-moðið". Það gaf
út (í samvinnú við Almenna bóka-
félagið) bókina Leiðina til ánauð-
ar eftir Hayek 1980, og á síðasta
ári hóf það einnig útgáfu tímarits-
ins Frelsisins. Ritstjóri þess er
Hannes H. Gissurarson sagnfræð-
ingur, ráðgjafi eða advisory editor
er Hayek, og í ritnefndinni eru
þeir Gísli Jónsson norrænufræð-
ingur, Jónas Haralz bankastjóri,
Matthías Johannessen skáld, Olaf-
ur Björnsson prófessor og dr.
Þorsteinn Sæmundsson stjarn-
fræðingur. Á síðasta ári komu út
Opinberir aðilar eru undan-
þegnir tekju- og eignaskatti og
tvær hálfopinberar stofnanir,
Fiskifélag íslands og Búnaðarfé-
lag íslands. Rétt þykir að taka af
öll tvímæli um að þessar stofnanir
séu taldar með opinberum stofn-
unum.
í 7. grein laganna kemur fram,
að vinni maður við eigin atvinnu-
rekstur eða sjálfstæða starfsemi,
skuli hann telja sér til tekna eigi
lægra endurgjald fyrir starf sitt
en hann hefði innt það af hendi
fyrir óskyldan aðila eða ótengdan.
Nefndinni þykir eðlilegra að nota
orðið „sambærilegt" endurgjald.
í fyrri lögum voru heimildir
þess efnis, að hægt væri að draga
frá tekjum kostnað vegna náms
eftir 20 ára aldur og þyrftu
námsmenn að gera grein fyrir
kostnaði sem þeir hafa orðið fyrir
á námstímanum. í breytingartil-
lögunum er gert ráð fyrir að
námsmaður geti dregið þann
námsfrádrátt frá tekjum, sem
í undirbúningsnefnd keppninn-
ar hér sitja sr. Bernharður Guð-
mundsson sem er formaður nefnd-
arinnar, Gunnlaugur Jónasson,
cand theol, Jóhanna Kristjóns-
dóttir, blaðamaður og Jónas Jón-
asson dagskrárfulltrúi.
Mbl. spurði sr. Bernharð Guð-
mundsson, hvort fólk virðist
áhugasamt um þessa keppni, sem
fer nú í fyrsta skipti fram hér á
landi. Sr. Bernharður sagði að það
hefði komið skemmtilega á óvart
hversu margir hefðu skráð sig,
fólk á öllum aldri og hvaðanæva
að og væri áhugi á keppninni
augljóslega mun meiri en hann
hefði þorað að vona.
Það skal tekið fram að væntan-
legir keppendur skulu tilkynna
þátttöku til sr. Bernharðar Guð-
mundssonar á Biskupsstofu.
þrjú hefti af tímaritinu, enda er
það ársþriðjungsrit, og á þessu ári
hefur komið eitt hefti út, sem sent
verður til áskrifenda í þessari
viku.
Tilgangur Félags frjálshyggju-
manna er að safna og miðla
upplýsingum um frjálshyggju og
sósíalisma. í stjórn þess eru Frið-
rik Friðriksson viðskiptanemi,
formaður, Skafti Harðarson verzl-
unarmaður, Hannes H. Gissurar-
son sagnfræðingur, Hreinn
Loftsson rithöfundur, Árni Sig-
fússon blaðamaður, Gunnlaugur
Sævar Gunnlaugsson, laganemi og
fyrrverandi formaður Vöku, og
Auðunn Svavar Sigurðsson lækna-
nemi.
Á næsta starfsári sínu hyggst
félagið halda áfram útgáfu tíma-
ritsins Frelsisins, sem hefur geng-
ið mjög vel að sögn stjórnar-
manna. Einnig mun það gefa út
þrjár bækur eða fleiri. Ein kemur
út mjög bráðlega, Velferðarríki á
villigötum eftir Jónas H. Haralz
bankastjóra. Önnur er hið sígilda
stjórnmálarit Frelsi og framtak
(Capitalism and Freedom) eftir
bandaríska hagfræðinginn og nób-
elsverðlaunahafann Milton Fried-
nýttust honum ekki til lækkunar á
tekjuskatti eftir 20 ára aldur, i 5
ár eftir að námi er lokið og dreifa
frádrættinum jafnt á tímabilið.
í 14. grein frumvarpsins er lagt
til að kveðið sé á um heimild til
viðbótarfyrningar, þegar sérstak-
lega stendur á eða þegar mikill
munur er á verðbreytingafærslu
til tekna og gjaldfærðum fjár-
magnskostnaði ársins. Sem dæmi
er nefndur aðili, sem keypt hefur
fyrnanlega eign að hluta eða öllu
með skuldaviðurkenningu, sem
ber vexti, sem eru langt undir
verðbólguhlutfallinu. Ætla má að
kaupverð hafi í slíku tilfelli verið
ákveðið hærra en ella vegna
greiðsluskilmálanna. Því þótti
eðlilegra að heimila hraðari fyrn-
ingu af þessum sökum. Nefndin er
sammála um að auka fyrningar-
heimild úr 4% í 6%.
í 17. grein frumvarpsins er lagt
til að fyrningar verði skertar hjá
þeim aðilum, þar sem hreinar
tekjur eru undir 5% af heildar-
tekjum. Andmæli hafa komið frá
nær öllum umsagnaraðilum varð-
andi þessa breytingu og hefur
nefndin orðið sammála um að
leggja til að þessi grein frum-
varpsins falli niður, en Guðmund-
ur J. Guðmundsson hefur fyrir-
vara um þetta atriði á þessu stigi
málsins.
Að því er einstaklinga varðar
eru mismunandi reglur viðhafðar
um fjármagnskostnað og verð-
breytingafærslu eftir því hvort
um er að ræða eignir eða skuldir,
sem tengjast atvinnurekstri eða
ekki. Af þessum sökum er nauð-
synlegt að skilja á milli þess hluta
eigna og skulda einstaklinga, sem
tilheyrir atvinnurekstrinum, og
hins vegar þeirra eigna og skulda,
sem ekki eru honum viðkomandi.
Slíkt er vissulega erfiðleikum háð,
en í 19. grein frumvarpsins er
kveðið skýrar á um þessi atriði.
Nefndin er sammála um að reglur
er varða takmarkaðar tekjufærsl-
ur hjá ógjaldfærum aðilum, skuli
ná til allra eigna og skulda
man, en sjónvarpið hóf einmitt
sýningu sjónvarpsþátta hans,
„Frelsið til að velja", á afmælis-
degi félagsins sl. föstudag. Geir H.
Haarde hagfræðingur vinnur nú
að íslenzkun bókarinnar. Þriðja
bók er Greinar bandalagsmanna
(The Federalist Papers) eftir
bandarísku byltingarmennina á
átjándu öld, Alexander Hamilton,
James Madison og John Jay. Dr.
Halldór Guðjónsson, kennslustjóri
Háskóla íslands, íslenzkaði hana,
og er ætlunin, að hún komi út 4.
júlí.
Félag frjálshyggjumanna
hyggst einnig efna til að minnsta
kosti fjögurra málþinga á kom-
andi starfsári. Eitt verður um
efnið: „Á peningamagnskenning
Friedmans við á íslandi?" — og
viðkomandi skattaðila. Er talið
eðlilegt við beitingu þessarar
reglu að undanþegin séu verðmæti
einkaeigna til persónulegra nota
og skulda tengdra þeim, allt að
tiltekinni fjárhæð.
Gert er ráð fyrir í 22. grein
frumvarpsins, að 59. grein lag-
anna um ákvörðun launa við eigin
atvinnurekstur falli niður. í grein-
inni eru hins vegar ákvæði um að
hjá mönnum, sem vinna við eigin
atvinnurekstur eða sjálfstæða
starfsemi, skuli áður en ákvæðum
um persónuafslátt sé beitt, hækka
tekjuskattstofn þeirra um þá fjár-
hæð, sem tekjur af þessum störf-
um eru lægri en ætla má að
endurgjald þessara manna miðað
við vinnuframlag hefði orðið ef
þeir hefðu innt starf af hendi fyrir
óskyldan eða ótengdan aðila.
Nefndin vill ekki gera þessar
breytingar á lögunum og tiltekur
sérstaklega 3 atriði: að með slíkri
ákvörðun myndu aðilar, sem reka
eigin starfsemi missa rétt til 10%
frádráttar og yrðu því verr settir
en launþegar, sem vinna hjá
óskyldum eða ótengdum aðila; að
lágtekjumenn, sem vinna við eigin
atvinnurekstur misstu þau rétt-
indi, sem felast í að persónuaf-
sláttur gengi upp í greiðslu út-
svars og vegna þess að mjög mikii
gagnrýni hafi komið á fram-
kvæmd greinarinnar og þyrfti allt
það er að henni liti að vera mun
skýrara og ótvíræðara.
Varðandi bændur er það ákvæði
sett að viðmiðunarreglurnar skuli
miðast við vinnuþátt í verðlags-
grundvelli landbúnaðarafurða að
frádregnum Vi. Nefndin telur
verðlagsgrundyöllinn ekki algild-
an mælikvarða á það, hversu mikil
laun bóndinn hefur af búi sínu og
telur að draga þurfi 'h frá vinnu-
þættinum við ákvörðun viðmiðun-
artekna.
Það, sem hér hefur verið rakið
eru sameiginlegar breytingartil-
lögur nefndarmanna, en að auki
hafa þeir Sighvatur Björgvinsson,
Albert Guðmundsson, Matthías
Bjarnason og Guðmundur J. Guð-
mundsson lagt fram breytingar-
tillögur. Tillögur þessar eru marg-
breytilegar, en þær helztar eru, að
flutningsmenn gera ráð fyrir því
að nýtist námsmanni 20 ára eða
eldri eða maka hans ekki náms-
frádráttur meðan á námi stendur
eftir 20 ára aldur, sé honum
heimilt að draga frá fjárhæð sem
verður dr. Þráinn Eggertsson
prófessor málshefjandi. Annað
verður um kenningar John Kenn-
eth Galbraiths og verða Pétur J.
Eiríksson og Geir H. Haarde, sem
báðir eru hagfræðingar, málshefj-
endur þar. Þriðja málþingið verð-
ur um frjálshyggjuna og lýðræðis-
flokkana, en þar flytja inngangs-
erindi alþingismennirnir Friðrik
Sophusson, Guðmundur G. Þórar-
insson og Vilmundur Gylfason. Að
lokum verður málþing um síðustu
bók Hayeks, Law, Legislation and
Liberty, þar sem Hayek ræðir um
vanda þingræðisins og leggur til
ýmsar breytingar stjórnskipunar
(en Hayek lauk doktorsprófi í
lögfræði eins og hagfræði), og
málshefjendur þar verða þeir Jón-
atan Þórmundsson prófessor og
Sigurður Líndal prófessor.
svarar heildarupphæð hins ónýtta
námsfrádráttar frá tekjum á
næstu 5 árum eftir að námi lýkur
og skal taka tillit til þeirrar
hækkunar á tekjuskattsstofni, er
foreldri námsmanna kynni að
hafa notið. Skal fjárhæðinni skipt
jafnt á hvert ár. Þá leggja þeir til
að 13. grein, 16., 17. og 18. greinar
frumvarpsins falli niður.
Þá gera flutningsmenn tillögu
um að hjá mönnum, sem stunda
atvinnurekstur eða sjálfstæða
starfsemi sé með heildartekjum
og heildarskuldum átt við allar
framtalsskyldar eignir þeirra og
skuldir án tillits til þess, hvort
þær eru tengdar rekstrinum eða
ekki. Til eigna í þessu sambandi
teljist því ekki verðmæti íbúðar-
húsnæðis til eigin nota og einka-
bifreiðar allt að 500.000 krónum
og til skulda teljast ekki skuldir
sem sannanlega hafa verið notað-
ar til öflunar þessara eigna. Þá
gera flutningsmenn einnig tillögu
um að ef maður, sem stundar eigin
atvinnurekstur eða sjálfstæða
starfsemi eða hjá aðila honum
tengdum, telur sér til tekna lægri
fjárhæð en ætla má að launatekj-
ur hans hefðu orðið, ef hann hefði
starfað sem launþegi hjá óskyld-
um aðila án þess að skýringar
fylgi, skuli skattstjóri skriflega
skora á framteljanda að láta í té
skriflegar skýringar á framtöldu
endurgjaldi, studdar nauðsyn-
legum gögnum. Berist ekki full-
nægjandi skýringar eða gögn inn-
an tilskilins tíma, skal skattstjóri
ákvarða honum endurgjald fyrir
starfið. Skal skattstjóri þar leggja
til grundvallar kjarasamninga eða
ef um bónda er að ræða vinnuþátt
í verðlagsgrundvelli búvara að
frádregnum einum þriðja.
Þá gera flutningsmenn tillögu
um að aldrei skuli launagreiðandi
þó halda meira eftir en nemur
75% af heildarlaunagreiðslu
hverju sinni til greiðslu á gjöldum
samkvæmt lögunum.
Loks flytja þeir Sighvatur
Björgvinsson, Albert Guðmunds-
son, Matthías Bjarnason og Guð-
mundur J. Guðmundsson tillögu
um að eigi síðar en 30. júní ár
hvert skulu skattstjórar hafa lok-
ið álagningu á skattaðila og skulu
þeir þá semja og leggja fram til
sýnis eigi síðar en 15 dögum fyrir
lok kærufrests álagningarskrá
fyrir hvert sveitarfélag i umdæm-
inu, en í henni skal tilgreina þá
skatta, sem á hvern gjaldanda
hafa verið lagðir. Þetta ákvæði
skal ekki öðlast gildi fyrr en við
álagningu 1982. Að öðru leyti er
gert ráð fyrir að tillögur þeirra
félaga öðlist þegar gildi.
B.A. Robertson
áritar plötur fyr-
ir íslenzka aðdá-
endur í dag
BRESKI poppsöngvar-
inn B.A. Robertson var
væntanlegur til landsins
seint í gærkvöldi, en hér
á landi nýtur hann
fcikna vinsælda.
Eins og fram hefur komið í
Mbl. kemur söngvarinn
hingað í tilefni af 15 ára
afmæli Karnabæjar. Áform-
að er að skreppa með Rob-
ertson til Vestmannaeyja
fyrir hádegi í dag og mun
hann árita plötu sína „Bully
for you“ í Eyjabæ. Klukkan
15 áritar hann plötuna í
Karnabæ, Austurstræti. í
kvöld klukkan 21.30 heim-
sækir Robertson Þróttheima,
en þar er lagið hans Flight 19
i efsta sæti um þessar mund-
ir. Eftir klukkan 22 kynnir
hann svo nýju plötuna í
Hollywood.
Robertson heldur af landi
brott í fyrramálið.
ísraelskeppnin:
Frestur rennur út 18. maí
Félag fr jálshyggju-
manna tveggja ára
Ilarðarson, IJannes H. Gissurarson og Auðunn Svavar Sigurðsson.