Morgunblaðið - 15.05.1981, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.05.1981, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MAI 1981 Tónlistarhátíð Norðurlanda: Fimm íslensk tónverk verða flutt á hátíðinni íslenskt verk hlaut hæstu mögulegu einkunn STÖRFUM í dómnefnd Tónlistarhátíðar Noróurlanda lauk í NoreKÍ í kht og voru þar valin 5 íslensk verk til flutninKs á hátíðinni. sem haldin verður í Osló haustið 1982. samkvæmt upplýsinxum sem MorKunblaðið fékk hjá Guðmundi Emilssyni tónlistarmanni. en hann á sa-ti i dómnefndinni fyrir íslands hönd. Tónlistarverkin, sem fyrir val- inu urðu, eru þessi: Klarinettuverk eftir Áskel Másson, Flautukon- sertinn Evridís eftir Þorkel Sigur- björnsson, Adagio eftir Magnús Blöndal Jóhannsson, Andlit sólar (In vulto soli) eftir Karólínu Eiríksdóttur og Lagaflokkur eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Guðmundur sagði í samtali við Morgunblaðið að þetta væri mjög góður árangur hjá íslensku tón- skáldunum og nefndi það að eitt íslenskt tónverk hefði hlotið hæstu mögulegu einkunn dóm- enda, en slíkt hefði ekki gerst áöur. Guðmundur sagði að sam- kvæmt starfsreglum dómnefndar- innar væri honum óheimilt að greina frá því hvaða verk þetta væri. Á Tónlistarhátíð Norðurlanda, sem haldin verður í Osló á næsta ári, verða frönsk tónskáld gestir hátíðarinnar og verða þarlend tónverk flutt á hátíðinni, af því tilefni. Á hátíðinni verða flutt á milli 20 og 30 verk frá Norður- löndunum og Frakklandi. Samningar náðust í kjaradeilu fóstra SAMNINGAR tókust í kjaradeilu fóstra. sem starfa hjá ríkinu og ríkisins í fyrrinótt. eftir að dagvistunarstofnanir á vegum ríkisins hofðu verið lokaðar síðan um mánaðarmót. Marta Sigurðardóttir. hlaðafulltrúi Fóstrufélags íslands. sagði í samtali við Mbl.. að tekizt hefði að fá fram sama samning og fóstrur. sem starfa hjá Reykjavíkurborg. fengu í sinni haráttu fyrir skömmu. og varu ríkisfóstrur mjóg ánægðar með niðurstoðuna. Byrjunarlaun fóstra verða reiknuð samkvæmt 1. þrepi 12. launaflokks, en þær fara síðan eftir eitt ár upp í 13. launaflokk. Þá kemur inn í hinn nýja samning sérákvæði um yfirfóstrur, sem ekki hefur verið. Þær fá laun samkvæmt 13. launaflokki, en fara síðan upp í 14. launaflokk eftir eins árs starf. Þá fá fóstrur tveggja tíma undirbúningstíma á viku metinn, auk þess sem fóstrur á fyrsta ári fá aukaundirbúningstíma metinn, sem brúar bilið milli þeirra og fóstra hjá Reykjavíkurborg, sem byrja í 2. þrepi 12. launaflokks, en ríkisfóstrurnar í 1. þrepi eins og áður sagði. Að síðustu kom fram hjá Mörtu, að ríkisfóstrur væru mjög þakk- látar fyrir þann mikla stuðning, sem þær fengu frá foreldrum. — „Við hefðum ekki getað sigrað í þessari orrustu án aðstoðar þessa fólks, „sagði Marta Sigurðardótt- ir, blaðafulltrúi Fóstrufélags ís- lands, að síðustu. Dagblaðskönnun: DAGBLAÐIÐ hirti í gær skoðana- konnun. sem tekin var um siðustu helgi og voru 000 manns spurðir um alstoðu sína til ríkisstjórnarinnar. helmingur aí hvoru kyni. Helmingur þeirra. sem spurðir voru. voru af Stór-Reykjavíkursva'ðinu. Niðurstoð- ur skoðanakönnunarinnar eru. að fylgi stjórnarinnar hefur dalað frá því i janúar síðastliðnum. en þá sogðust 71.1% spurðra vera fylgjandi stjórninni. en nú voru það 08.9%. Fylgjandi ríkisstjórninni voru 52,3% , andvígir 23,7% , óákveðnir voru 20%, en 4% vildu ekki svara. Ef aðeins eru teknir þeir, sem afstöðu tóku gilda áðurnefndar prósentutölur. í febrúar 1980 voru fylgjandi ríkis- stjórninni 89,9%, en andvígir 10,1% . Þó er fylgi ríkisstjórnarinnar nú meira en það var í september 1980, en þá fylgdu stjórninni 61,4%, en 38,6% voru á móti. Spurningin, sem Dag- blaðið bar upp við fólk var: „Ert þú fylgjandi eða andvígur • ríkisstjórn- i \ V- -1 - TVEIR VÆNIR — Sá guli og kokkurinn á Björgu VE. trollbátarnir frá Eyjum hafa aflað vel að undanförnu og virðist ekkert lát á hrotunni hjá þeim, afli er svipaður og fyrir trollbannið, sem var fyrstu viku mánaðarins. (Ljósm. sigurgcír) Kröflugos í dag samkvæmt „100 daga reglunni“ LANDRIS heldur enn áfram á Kröflusvjeðinu, en hefur hægt verulega á sér upp á síðkastið. Landið er fyrir nokkru komið upp fyrir það, sem það stóð hæst áður. Frá því að gaus á þessum slóðum í marzmán- uði í fyrra hafa liðið um 100 dagar á milli gosa og stund- um hafa dagarnir verið nákvæmlega 100 talsins frá því að einu gosi lauk þar til hið næsta hóíst. í dag eru einmitt 100 dagar liðnir frá því. að gosinu í janúar lauk og samkvæmt því gæti gos hafist við Kröflu í dag. Eysteinn Trtyggvason, jarðeðl- isfræðingur, var á vakt í Reynihlíð er Morgunblaðið hafði tal af honum í gær. Hann sagði að landrisið væri nú orðið ákaflega hægt og skjálftar væru fáir og litlir. Hins vegar héldu sprungur áfram að gliðna jafnt og þétt og á því virtist ekkert lát. Hann sagði, að menn byggjust við gosi hvenær sem væri. Stóra spurningin væri hvort hraunkvikan hlypi norður eða suður, en með síðustu gos í huga vonuðust menn til, að gosið yrði norðan við Leirhnúk eins og í undanfarin skipti. Skuld við innkaupajöfnun- arsjóð hrannast upp - segir Önundur Ásgeirsson, forstjóri OLÍS Fylgi ríkisstjórn- arinnar minnkar „SKULD olíufélaganna við inn- kaupajöfnunarsjóð hrannast upp meðan svona er á málum haldið. sem auðvitað er ekki hægt til langframa." sagði Önundur Ás- geirsson. forstjóri Olíuverzlunar Islands. í samtali við Mbl.. er hann var inntur álits á synjun ríkisstjórnarinnar um að stað- festa 15.7% hækkun benzíns, sem Verðlagsráð hefur samþykkt. „Menn hljóta að fara að líta raunhæft á þessi mál og við fá eðlilega hækkun. Þetta er ekkert annað en geymdur vandi, sem verið er að velta á undan sér,“ sagði Önunclur ennfremur. Það kom fram hjá Önundi, að skuld olíufélaganna við innkaupa- jöfnunarsjóð hefði verið komin vel yfir 20 milljónir króna um síðustu mánaðamót, og sú skuld færi vaxandi með degi hverjum, ef ekkert yrði að gert. Þá kom fram í samtalinu við Önund, að mikið fall hefur verið á verði allra olíutegunda undan- farnar vikur, og í því sambandi gat Önundur þess, að OPEC-ríki hefðu undanfarið selt framleiðslu sína undir samþykktu verði. Menn biðu því nokkuð spenntir eftir ákvörðun þeirra á fundi seinni- hluta mánaðarins í Genf. Ennfremur sagði Önundur, að allar olíuhreinsunarstöðvar víða um heim hefðu verið reknar með miklu tapi undanfarna mánuði. Samið við Loft- leiðaflugmenn Svavar Gestsson félagsmálaráðherra: Fjárhagsaðstoð til félagsmála- þjónustu í Kaupmannahöfn Utanríkisráðuneytið og sendiráðið telja ekki þörf slikrar þjónustu til frambúðar _ÉG MUN beita mér fyrir því að félagsmálaráðuneytið veiti Fé- lagi stúdenta og Islendingafélag- inu í Kaupmannahófn fjárhags- legan stuðning til að kanna þorfina fyrir að komið verði þar upp félagsmálaþjónustu. Það er ekki mitt að ákveða hvort þangað verður ráðinn sérstakur félags- málafulltrúi. það er félaganna. Ég mun aðeins beita mér fyrir fjárhagslegum stuðningi til slíkr- ar þjónustu." sagði Svavar Gestsson félagmsálaráðherra í viðtali við Mbl. i gær. er hann var spurður hvort adlunin væri að ráða sérstakan félagsmála- fulltrúa til starfa í Kaupmanna- höfn. Svavar sagði aðspurður að mál þetta hefði einnig verið rætt við utanríkisráðuneytið og sendiráðið í Kaupmannahöfn og niðurstaðan af þeim umræðum verið sú, af hendi þeirra aðila, að ekki væri þörf á slíkri starfsemi til fram- búðar. Þá sagði hann: „Félag stúdenta og Íslendingafélagið ráku á síðast liðnu sumri slíka þjónustu í sjálf- boðavinnu og telja þau brýna þörf á henni og ég hef því ákveðið að veita slíka fjárhagsaðstoð til að láta fara fram könnun á þessari þörf í tilraunaskyni á komandi sumri." — Hvernig verður fjármögnun varið og er heimild til fyrir henni? „Fjármögnun fer fram á venju- legan hátt. Féð verður tekið af rekstrarfé félagsmálaráðuneytis- ins.“ SAMNINGAR tókust í kjaradeilu Loftleiðaflug- manna og Flugleiða í fyrrinútt, en áður höfðu flujímenn félaifsins í FÍA samþykkt sáttatillögu sáttasemjara. Guðlau>;ur Þorvaldsson, ríkissátta- semjari, sagði í samtali við Mbl., að samningarnir byifgðu í flestu á sömu atriðum og það samkomu- lag, sem gert var við FÍA- menn. Samkomulagið gerir ráð fyrir 10,2% launahækkun til handa flugmönnum, sem er afturvirkt frá 1. desember sl. Þá eru í samningnum ýmis atriði, sem eru sameiginleg fyrir báða flug- mannahópana. Guðlaugur Þorvaldsson, ríkis- sáttasemjari, sagði að með þessu samkomulagi væri flugmannadeil- an í raun leyst. Aðeins væri beðið .eftir úrskurði í starfsaldurslista- málinu, sem verður bindandi fyrir bæði flugmannafélögin. Akureyri: 2 í gæzlu vegna skírlífisbrota Akureyrl. 11. maí. TVEIR karlmenn sitja nú í ga-zlu- varðhaldi á Akureyri vegna skirlíf- isbrota gagnvart sex drengjum á aldrinum 10—14 ára. Annar var handtekinn 29. april. en hinn 7. maí og voru báðir úrskurðaðir í 40 daga gæzluvarðhald og þeim gert að sa*ta geðrannsókn. Hinn síðarnefndi ka-rði úrskurðinn til Hæstaréttar. sem stytti gæzluvarðhaldsvist hans í fjórar vikur og felldi niður kröfuna um geðrannsókn. Rannsókn þessa máls er að mestu lokið og verður það sent saksókn- ara ríkisins til ákvörðunar eftir nokkra daga. - Sv.P. Áburðarverðið ekki afgreitt IIÆKKUN á áburðarverði var til umfjöllunar á rikisstjórnarfundi. sem haldinn var í ga“r. Gjald- skrárnefnd mælti með 74% hækk- un. en Aburðarverksmiðjan hafði farið fram á 85%. Málið var ekki afgreitt á fundinum i gær og bíður því afgreiðslu. Að sögn Magnúsar Torfa Ólafssonar, blaðafulltrúa ríkis- stjórnarinnar, voru engin mál tekin til endanlegrar afgreiðslu á þessum ríkisstjórnarfundi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.