Morgunblaðið - 15.05.1981, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MAÍ1981
13
Sverrir Hermannsson Þorvaldur GarAar Kristjánsson
Farið hvergi, Þor-
valdur Garðar og
Sverrir, og verið
menn að meiri
Þau sorglegu tíðindi bárust mér
með Morgunblaðinu árla þriðju-
dagsmorguninn, að tveir flokks-
bræður mínir, alþingismennirnir
Þorvaldur Garðar Kristjánsson og
Sverrir Hermannsson, hafi þekkst
boð herranna í Kreml um að koma
og vera gestir þeirra nokkra daga
í sumar. Þetta þóttu mér ill
tíðindi, og trúi ég því ekki fyrr en
ég tek á, að þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins leggist svo lágt að þiggja
veitingar, mjúkar hvilur og skoð-
unarferðir hjá hinum illræmdu
alræðisöflum er nú kúga milljónir
manna um allan heim með einum
eða öðrum hætti.
Sovéskt herlið á nú i stríði við
fátæka fjallaþjóð í Afganistan,
sem meðal annars hefur leitt til
þess áð milljónir manna hafa flúið
heimili sín, auk þeirra sem sovéski
herinn hefur ýmist tekið höndum
eða komið fyrir ætternisstapa.
Sovésk stjórnvöld halda hinum
kunna vísindamanni Andrei Sakh-
arov einangruðum í borginni
Gorkí fyrir þær sakir einar að
benda á mannréttindabrot þess-
ara sömu sovésku yfirvalda. Herr-
arnir í Kremlarkastala halda fjöl-
skyldu skáksnillingsins Victor
Korchnois í gíslingu, vegna þess
að hinn landflótta skákmaður á
möguleika á að vinna heimsmeist-
aratitilinn af uppeldissyni sovéska
kerfisins. Sovétmenn hafa kúgað
þjóðir Austur-Evrópu allt frá
stríðslokum, menn hafa ekki
gleymt Berlínarmúrnum, Ung-
verjalandi 1956 eða Tékkóslóvakíu
1968, þótt nú beri ástandið í
Póllandi hæst. Sovésk stjórnvöld
eru í því ötfiurlega hlutverki, að
vera í forystu fyrir þeim öflum um
allan heim er fótum troða mann-
réttindi hvers konar. Stjórnarfar-
ið í Sovétríkjunum er það stjórn-
arfar sem sjálfstæðismenn hafa
haft, og hafa enn, mesta óbeit á.
Helgustu hugsjónir sjálfstæð-
isstefnunnar hafa verið og eru
enn, að standa vörð um frelsi og
grundvallarréttindi einstaklings-
ins. Lítið væri eftir af Sjálfstæðis-
flokknum ef hann kastaði fyrir
róða baráttu sinni fyrir frelsi
einstaklingsins til orðs og æðis,
hvað sem líður dægurþrasi stjórn-
málanna á hverjum tíma.
Sjálfstæðismenn hafa verið
óþreytandi við að minna á óhæfu-
verk Kremlarherranna, og sjálf-
stæðismenn hafa jafnan varað við
þeirri hættu sem íslendingum og
öðrum frjálsum þjóðum stafi af
alræðisöflunum í austri. Margt
bendir til þess að slík varnaðarorð
hafi aldrei verið eins tímabær og
nú um þessar mundir.
Andúð okkar eigum við sjálf-
stæðismenn að sýna í verki. Við
eigum að nota hvert tækifæri sem
gefst, til að gagnrýna ógnarstjórn-
ina í Moskvu, við eigum ekki að
setja okkur úr færi við að sýna
Brezhnev og leppum hans óbeit
okkar á stjórnarháttum þeirra.
Ein leið í þá átt er að sniðganga
heimsóknir og boðsferðir hvers
konar til Sovétríkjanna að
óbreyttu ástandi. Það, að tveir
þingmanna Sjálfstæðisflokksins
skuli hafa þegið heimboð sovéskra
stjórnvalda, eru því mistök, en
sem betur fer er enn hægt að bæta
þar úr. Augljóst er að þeir Sverrir
Hermannsson og Þorvaldur Garð-
ar gera öllum þeim, sem kúgaðir
eru og undirokaðir austan járn-
tjalds, mestan greiða með því, að
neita að þiggja boð harðstjóranna.
Ég hygg því að ég tali fyrir hönd
þorra flokksbræðra okkar, er ég
hvet Sverri og Þorvald til að sitja
heima í sæmd sinni, en fara
hvergi. Sjálfstæðismenn hneyksl-
uðust sem vonlegt var á því fyrr í
þessum mánuði, er Benedikt Dav-
íðsson, einn forkólfa Alþýðu-
bandalagsins, var fulltrúi ís-
lenskrar alþýðu á Rauða torginu 1.
maí. Ekki voru alþýðubanda-
lagsmenn öfundsverðir af þessum
flokksbróður sínum þá, og vonandi
þurfa sjálfstæðismenn ekki að
skammast sín fyrir tvo ágæta
þingmenn sína síðar í sumar. —
Farið hvergi, Sverrir og Þorvaldur
Garðar, og verið menn að meiri.
Anders Ilansen
Tekid á móti matargestum med ókeypis lystauka,
ostum og ödru gódgæti.
Magnús Jóns-
son óperu-
söngvari syngur
nokkur létt ítölsk
lög meöan á
boröhaldi stend-
Italskur
matur
Arrosto di
maiale
alla Rimini
Verö kr.
Undirleikari
Ólafur Vignir Al
bertsson.
Skemmtiþáttur, Ragnar og Bessi
Bjarnason.
Feröabingó, spiiað um þrjár ítalíuferðir
Fararstjórar Samvinnuferða—Land-
verða til vlðtals .•.
og sýna nýja
\ kvikmynd í |w|
\ hliðarsal. M^LáB
Diskótek, stjórnandi Þorgeir
Ástvaldsson. HHPHH
H Ijómsveit H, -ý
Ragnars Hj«- * IHj
\ Bjarnasonar HPlfcjv
Helena leika. Dansað til
\ kl. 03. Kynnir Magnús^
\ Axelsson. <
^ \ Borðapantanir eftir
W \ kl. 16.00 í dag í
\ síma 20221.
fyrsta
skipti á
íslandi
FIAT umboöið kynnir
«(nýjan bíl í anddyri hótelsins
r' FIAT 127 sport.
Samvinnuferdir - Landsýn ^
Tískuverslun H. Líndal. •
cv vörukynning
I r t I ■ I r I ' V • ■
ss
á Medisterpylsu í SS búóinni
löufelli í dag kl 2-7
Komið og bragðið á
c r '-v *.4 -j