Morgunblaðið - 15.05.1981, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 1981 17
Átta listamönnum
úthlutaðir dvalar-
styrkir Menningarsjóðs
ÁRLEG úthlutun styrkja úr
Menninjíarsjóði fór fram í n«‘r.
en hér er um að ra“ða dvalar-
styrki til handa listamönnum.
sem hyjujjast dveljast i útlönd-
um um a.m.k. tveggja mánaða
skeið ojí vinna þar að listKrein
sinni. Veittir voru átta styrkir
að þessu sinni. að uppha-ð 7.000
krónur hvern. en umsa'kjendur
um styrkinn voru 36. Ennfrem-
ur var tveimur aðilum veittur
til helminjca 10.000 króna
styrkur til útjíáfu íslenzkra
tónverka. Loks voru veittir
styrkir til stuðninjfs þeim. sem
stunda fræðistörf oj{ náttúru-
fra“ðirannsóknir, alls 12 styrkir
að upphað eittþúsund krónur
hver. en umsækjendur voru 26.
Viðstaddir afhendinj;arathöfn i
j;ær voru þeir einstaklinj{ar,
sem hlutu dvaiar ok tónverka-
styrki. Það cr Menntamálaráð,
skv. umboði Alþinj{is. sem út-
hlutar styrkjunum úr Menninj;-
arsjóði.
Þeir umsækjendur um dval-
arstyrk, sem Menntamálaráð
samþykkti að veita fyrirgreiðslu
að þessu sinni, eru eftirtaldir
listamenn:
Agnes Löve, píanóleikari, til
dvalar í Kaupmannahöfn og/eða
Múnchen til að kynna sér undir-
búnings- og kennslustarf fyrir
óperuflutning.
Baldur Óskarsson. rithöfund-
ur, til dvalar í Granada á Spáni
til að vinna að ljóðaþýðingum.
Bryndís Pétursdóttir. leikari,
til dvalar í Kaupmannahöfn,
Stokkhólmi og London til að
kynna sér leiklist.
Einar Bragi. rithöfundur, til
dvalar í Grænlandi og löndum
Sama í Noregi, Svíþjóð og Finn-
landi vegna ritstarfa og útgáfu
verka, sem tengjast þessum
þjóðum.
Erlendur Jónsson. rithöfund-
ur, til dvalar í Englandi og
Suður-Evrópu vegna samningar
ljóðabókar og leikrits.
Jenna Jónsdóttir, rithöfund-
ur, til dvalar í Baltimore í
Bandaríkjunum til að ljúka und-
irbúningi að ritverki um tvær
vestur-íslenzkar konur.
Sigrún Jónsdóttir. myndlist-
armaður, til dvalar í Svíþjóð til
að vinna að myndvefnaði um ævi
Snorra Sturlusonar.
Þorgerður Ingólfsdóttir. kór-
stjóri, til dvalar í Þýzkalandi og
Noregi til að kynna sér kórstarf
og vinna að tónlistarsögulegum
rannsóknum.
Þeir aðilar er hlutu styrk til
útgáfu íslenzkra tónverka eru:
Gunnar Reynir, Sveinsson,
tónskáld, til nótnaútgáfu tveggja
lagaflokka fyrir söngraddir og
píanó við ljóð eftir Halldór
Laxness og Stein Steinarr.
íslenzk tónverkamiðstöð, til
útgáfu hljómplötu með verkum
eftir Jón Nordal tónskáld.
Þá veitti Menntamálaráð eft-
irtöldum fræðimönnum viður-
kenningu fyrir fræðistörf og
náttúrufræðirannsóknir; Einar
H. Einarsson Skammadalshóli,
Eyjólfur Jónsson ísafirði, Flosi
Björnsson Kvískerjum, Guð-
brandur Magnússon Siglufirði,
Guðmundur A. Finnbogason
Hvoli, Haraldur Jóhannsson
Reykjavík, Indriði Indriðason
Reykjavík, Jón Gíslason Reykja-
vík, Jón Guðmundsson Fjalli,
Skúli Helgason Reykjavík, Þórð-
ur Jónsson Hveragerði og Þórð-
ur Tómasson Skógum.
BókakynninK í ísrael
I ræðu Einars Laxness for-
manns Merintamálaráðs við af-
hendingu styrkjanna kom fram,
að í apríl sl. var Menningarsjóði
boðið að senda fulltrúa til ís-
raels í því skyni að kynna þar
íslenzka bókagerð á alþjóðlegri
bókahátíð, sem haldin var í
Jerúsalem. Fór framkvæmda-
Einar Laxness formaður
Menntamálaráðs.
stjóri Menningarsjóðs, Hrólfur
Halldórsson, þangað með ýmsar
útgáfubækur Menningarsjóðs,
auk bóka frá nokkrum öðrum
forlögum, en þær voru síðan
gefnar háskólabókasafni í Jerú-
salem.
Einar gerði í ræðu sinni fjár-
hagslegri afkomu Menningar-
sjóðs skil, hlutverki hans, og eins
hlutverki Menntamálaráðs.
Sagði Einar Laxness við það
tækifæri, að fjárhagsleg staða
Menningarsjóðs hefur orðið
stöðugt erfiðari, með þeim af-
leiðingum, að stofnunin á nú
örðugt um vik að gegna hlut-
verki sínu eins og til er ætlazt.
Ilann sagði að viðleitni Mennta-
málaráðs til að knýja fram
breytingar hjá fjárveitingavald-
inu hefðu reynzt árangurslausar.
Einar sagði, að þegar sjóðurinn
hefði verið sviptur þeim tekjum
sem hann hafði af sektarfé
vegna áfengislagabrota og upp-
töku ólöglegs áfengis, hefði þá-
verandi menntamálaráðherra
heitið því, að beint árlegt fram-
lag til sjóðsins kæmi af fjárlög-
um. Stóð svo til ársins 1978, er
fjárveiting var fimni milljónir
gamalla króna, en síðan gerðist
það með fjárlögum ársins 1979,
að þessi fjárveiting var algerlega
felld niður, án þess nokkuð kæmi
í staðinn. Einar sagði, að miðað
við að sjóðurinn hefði fengið
þessa fjárveitingu, og fylgt hefði
verið verðlagsþróun, ætti fjár-
veitingin að vera allt að 48
milljónir gamalla króna nú.
Starfsemi Menningarsjóðs er
fjármögnuð með bóksölutekjum,
sem renna óskiptar til bókaút-
gáfunnar, og svonefndu miða-
jyaldi af kvikm.vndasýningum og
danssamkomum. Á núgildandi
fjárlögum er Menntamálaráði
markaður tekjustofn, sem áætl-
aður er 65 milljónir gamalla
króna, en meginhluti þes fjár fer
til reksturs Bókaútgáfu Menn-
ingarsjóðs.
Einar Laxness skýrði frá því
hvaða verkefnum unnið væri að
hjá Menningarsjóði. Hann sagði,
að verið væri að endurskoða og
auka útgáfu Islenzkrar orðabók-
ar, en hún hefur verið endurút-
gefin óbreytt í hartnær 20 ár.
Gert væri ráð fyrir, að út komi á
næsta ári annað bindi Islenzkra
sjávarhátta, sem Lúðvík Krist-
jánsson er að vinna að. Þá er í
undirbúningi rit um þjóðgarða
og friðlýst svæði á íslandi, rituð
af ýmsum kunnum rithöfundum
og fræðimönnum. Rit þetta var
ákveðið til útgáfu fyrir þremur
árum í tilefni hálfrar aldar
afmælis Menntamálaráðs. Loks
er í undirbúningi Ferðabók Paul
Gaimards með hinum frægu
myndum Mayers úr Islandsleið-
angrinum 1836. Bókaútgáfa
Menningarsjóðs hefur tryggt sér
öll gögn til þessarar útgáfu frá
f.vrri útgefanda og mun stefna
að því að þetta merkilega heim-
ildarrit um Island og Islendinga
verði sem fyrst fáanlegt á mark-
aði.
Þau hlutu styrki Menningarsjóðs í gaer. Á myndinni erulf.v.) Erlendur Jónsson, Sigríður Jónsdóttir.
Jenna Jónsdóttir, Einar Laxness formaður Menntamálaráðs. Þorgerður Ingólfsdóttir, Gunnar Reynir
Sveinsson, Agnes Löve, Bryndís Pétursdóttir og Baldur Óskarsson. I.jusm. Mhl. rtl.K.M.
Víðtækt samstarf -
heilbrigt skattkerfi
- Ágreiningsmálin samt sem
áður gífurlega mörg segir
Matthías Bjarnason alþingismaður
„ÞAÐ ER skoðun okkar sjálf-
stæðismanna. að alltaf sé
heillavænlegast að gera til-
raunir til að ná sem viðtækustu
samstarfi og byggja með því
upp heilbrigt skattakerfi. Ég
vil þó henda á að þó nefndin
gefi út sameiginlegt nefndar-
álit eru þar aðeins breytingar á
því sem við erum sammála um.
Sjálfsta'ðismenn gefa einnig út
viðbótarnefndarálit því ágrein-
ingsmálin eru samt sem áður
gifurlega mörg og hvernig á
annað að vera þegar annars
vegar er ríkisstjórn, sem lýtur
vilja kommúnista en hins vegar
Sjálfsta-ðisflokkurinn sem ber
hag og frelsi einstaklinganna
fyrir brjósti“, sagði Matthías
Bjarnason alþingismaður. er
Mhl. spurði hann. hvort túlka
mætti sameiginlegt nefndarálit
frá fjárhags- og viðskiptanefnd
neðri dcildar Alþingis um
breytingu á lögum um tekju-
skatt- og cignarskatt sem sam-
stöðu stjórnarandsta'ðinga og
stjórnarliða um skattalaga-
breytingarnar. en Matthías á
sæti í fjárhags- og viðskipta-
nefnd.
Þá sagði Matthías: „Innan
fjárhags- og viðskiptanefndar
hafa menn náð samstöðu um ,að
byggja upp tæknihlið skatta-
kerfisins. Sú samstaða hefur
náðst með því að við höfum
Matthías Bjarnason
verið þátttakendur í sumum
greinum og einnig höfum við átt
frumkvæði. Ég tel að sæmilegur
árangur hafi náðst til lagfær-
ingar og vil láta koma fram, að
formaður nefndarinnar hefur
sýnt áhuga og vilja á því að ná
slíkri samstöðu.
— Hvað fela sameiginlegu
breytingartillögurnar í sér?
„Þær fela meðal annars í sér
aukinn og betri rétt fyrir skatt-
þega og að vissu leyti fyrir
atvinnureksturinn einnig og
þær varða fnnheimtur og ýmsa
skattatækni.
Þrátt fyrir þetta samkomulag
er gífurlegur ágreiningur milli
ríkisstjórnar og Sjálfstæðis-
flokks. Við vildum fá miklu
fleiru breytt og þess vegna
flytjum við ákveðnar breyt-
ingatillögur sjálfir. Þá ber einn-
ig að líta á að þetta frumvarp er
alltof seint afgreitt og við höf-
um frekar reynt að greiða fyrir
afgreiðslu þess og viljum ekki
bera ábyrgð á að það nái ekki
fram að ganga.“
Aðspurður um helstu þætti
frumvarpsins sem Sjálfstæðis-
flokkurinn setti sig gegn sagði
Matthías: „Það má þá fyrst
nefna tekjuskattsálagningur.a.
Við teljum allt of mikið á lagt og
til þess er meðal annars beitt
rangri skattvísitölu og breyttum
skattþrepum. Við minnum einn-
ig á að eignaskattar hafa hækk-
að um 50% frá haustinu 1978.
Eignarskattsstofninn hækkar
ekki í krónutölu samkvæmt
verðstuðli. Skattvísitalan hækk-
ar um 45 skattvísitölustig en
fasteignaskattar og fasteigna-
gjöld hafa hækkað miklu meira
á síðast liðnum tveimur árum.
Þar með verða fleiri og fleiri
íbúðareigendur eignarskatt-
skyldir. Þá má og á benda að
eignaskattar hafa hækkað um
75—80% frá því ríkisstjórn
Sjálfstæðisflokksins fór frá
völdum.
Stefna kommúnista ræður hér
ferðinni sem annars staðar og
sjálfstæðismenn, sem bera hag
og frelsi einstaklinganna fyrir
brjósti geta ekki samþykkt slíka
stefnu," sagði Matthías að lok-
um.