Morgunblaðið - 16.05.1981, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MAÍ1981
15
aði Robertson ekki aðeins á
plötuna heldur og allt sem ungl-
ingarnir komu með, bréfmiða,
jakka hálsbindi, bækur og jafnvel
á hendur sumra. Er það styðst
frá að segja að hann komst þarna
í mikla raun og var að sögn
forráðamanna verzlunarinnar að
niðurlotum kominn í bókstaflegri
merkingu er ekki þótti annað
faert — eftir að hann hafði
hamast í töluvert lengri tíma en
ætlað var — að loka búðinni og
losa tónlistarmanninn þannig úr
prísundinni.
Var þá enn stór hópur fyrir
utan og fór því miður svo að færri
fengu plötuna áritaða en vildu og
fóru margir bónleiðir til búðar
eftir lang bið — þeir yngstu
jafnvel grátandi. Hafa blaðinu
borist fregnir af slíku og er það
auðvitað miður — sérstaklega
vegna þess að til þessa var
stofnað með það í huga að
unglingar hefðu ánægju af.
Hörmuðu forráðamenn Karna-
bæjar þetta en sögðu ástæðuna
vera að miklu fleiri hefðu komið
en vænst var og eins hitt að
unglingar hefðu í mjög mörgum
tilfellum boðið Robertson að
árita annað en plötuna — hefði
ekki þótt fært að standa í deilum
við unglingana á staðnum og
þetta því látið eftir þeim en fyrir
bragðið hefði Robertson haft
mikið minni tíma til að árita
sjálfa plötuna.
Er Robertson slapp úr prísund-
inni hélt hann beint á blaða-
mannafund í Naustinu þar sem
fréttamenn dembdu sér yfir
hann.
Á blaðamannafundinum hélt
Guðlaugur Bergmann í Karnabæ
stutta tölu. „Sagði hann m.a. að
það væri ótvírætt að Robertson
væri fær listamaður á sínu sviði
enda hefði hann náð að heilla
marga með tónlist sinni og söng
— þó væri það ef til vill enn
meira um vert hversu hann væri
jafnframt vel heppnaður í sínu
persónulega lífi. Því miður væri
ekki óalgengt að popplistamenn
væru hinir verstu gjálífismenn og
eiturlyfjaneytendur, en þessu
væri öfugt farið með Robertson.
Hann væri reglumaður í hvívetna
og hefði aldrei nálægt eiturlyfj-
um komið auk þess sem hann
hefði þroskaðan og aðlaðandi
persónuleika.
Hann er að minni hyggju
einmitt það tákn sem ungt fólk
þarfnast — og vissulega þurfum
við slíkt tákn nú á tímum, sagði
Guðlaugur. Vonandi látið þið
fréttamenn þetta skila sér vel í
pressunni — það gæti haft sín
áhrif til að draga úr þeim óhugn-
aði sem eiturlyfjaneysla og
ofdrykkja er — væri það besta
gjöf sem Karnabæ gæti hlotnast
á 15 ára afmæli sínu.
þessu næst hélt Robertson
stutta ræðu.
„Þetta hefur verið góður dagur
og ég hef notið dvalarinnar hér,
sagði hann. Ég held að afstaða
mín til listarinnar sé ekki önnur
en annarra popplistarmanna og
poppstjarna. Það er nauðsynlegt
að leggja áherslu á flutning
tónlistarinnar í löndum sem eru
mikilvægust — s.s. Bretlandi,
Þýzkalandi og Ameríku. En mað-
ur verður líka að gefa sér tíma til
að fara til landa sem liggja fjarri,
t.d. til íslands.
Ég hef reynt að gera það — hef
t.d. farið til Grikklands þar sem
sasMwniawMp
Að loknum blaðamannafundinum settist Robertson við pianóið á
Naustinu og tók lagið fyrir fréttamenn reyndu þá útvarpsmenn að ná
sýnishorni af tónlistarflutningi hans.
menn höfðu ekki poppmúsík í 7 ár
vegna stjórnmálaástandsins er
þar ríkti — og einnig til Ítalíu
þar sem vaxandi áhugi er á
popptónlist.
Vonandi get ég sagt þegar ég
kem aftur til London að á Islandi
búi mjög viðfeldið fólk — og það
mun væntalega leiða til þess að
fleiri skemmtikraftar leggi leið
sína til ykkar í framtíðinni.
í lok blaðamannafundarins
færði Guðlaugur Bergmann Rob-
ertson stóra mynd að gjöf — og
var hún af þorski listilega upp-
færðum.
Þetta er hreinn fjársjóður sem
ég mun gæta eins og sjáaldurs
auga míns — en hvað ætli
kærastan mín segi þegar hún sér
þetta, sagði Robertson er hann
tók við gjöfinni.
Að blaðamannafundinum lokn-
um heimsótti Robertson Þrótt-
heima þar sem lagið hans Flight
19 er í efsta sæti um þessar
mundir. En seinna um kvöldið
kynnti hann í Hollywood nýjustu
plötuna sína „Bully for You“.
Robertson við stjórn flugvélarinnar á leið til Akureyrar í gær.
Mikiil fjöldi unglinga safnaðist saman á Lækjartorgi er Robertson áritaði plötu sina og fleira i Karnabæ.
Komust færri að en vildu og varð allur þessi hópur frá að hverfa án þess að hljóta úrlausn.
NÝBReVTNl
Hátíðarhöld
í Siglu-
firði 20. maí
SÍKlufirði. 14. mai.
EINS og undanfarin ár er 20. mai
minnzt i Siglufirði, þvi að þann
dag 1918 hlaut bærinn kaupstað-
arréttindi. Hátiðahöid verða með
svipuðu sniði og áður.
Sigurður Gunnlaugsson fyrrver-
andi bæjarritari og borinn og
barnfæddur Siglfirðingur mun
halda sýningu á verkum sínum,
sem unnin eru af miklum hagleik
og fjölbreytni. Sýningin verður í
sýningarsalnum í nýja ráðhúsi
Siglufjarðar og verður opnuð kl.
17, 20. maí með leik lúðrasveitar
Siglufjarðar.
Að kvöldi dags 20. maí verður
hátíðarsamkoma í Nýja bíói kl. 21,
með eftirfarandi dagskrá:
Hátíðin sett: Ingimundur Ein-
arsson bæjarstjóri. Hátíðarræða
Alfreð Jónsson oddviti í Grímsey,
lúðrasveit Siglufjarðar leikur,
stjórnandi Atli Gunnlaugsson.
Karlakórinn Vísir syngur, stjórn-
andi Guðjón Pálsson, Jón Oskar
rithöfundur les úr verkum sínum,
Dixieland-hljómsveit leikur nokk-
ur lög. Framkvæmdastjóri 20. maí
nefndarinnar er Elías Þórðarson.
Fréttaritari
Atkvæði talin úr
prestskosningum
ATKVÆÐI úr tvennum prests-
kosningum, í Vikurprestakalli og
á Reykhólum, voru í gær talin á
biskupsstofu, en einn umsækjandi
var um hvora sókn. Sr. Gísli
Jónasson skólaprestur sótti um
Vík og sr. Valdimar Hreiðarsson,
settur prestur á Reykhólum, sótti
um prestakallið.
Á kjörskrá í Víkurprestakalli
voru 433 og greiddu 210 atkvæði.
Fékk sr. Gísli Jónasson 206 at-
kvæði, en 4 seðlar voru auðir. í
Reykhólaprestakalli voru 238 á
kjörskrá og greiddu 140 atkvæði.
Sr. Valdimar Hreiðarsson hlaut
127 atkvæði, en 13 seðlar voru
auðir.
HJÓLHÝSI HJÓLHÝSI HJÓLHÝSI
Ármúla 7, sími 81588.
Viö höfum opiö í dag
frá kl. 10—18.
Gangtu viö.
lUvá i «
t ‘